Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2000, Page 13
Hann þótti búa til einhvers konar
persónulega breska útgáfu af
Detroit-teknóinu. Fyrsta platan
hans kom út árið 1989 undir lista-
mannsnafninu Translucent en síð-
an hefur hann gefið út undir nöfn-
um eins og Morganistic, Clem-
entine, Planetary Assault Systems
og Luke Slaters’s 7th Plane. Hann
hefur víða komið við tónlistarlega í
gegnum tíðina, gefið út allt frá
hörðu teknói út í taktlaust
ambient.
Freek Funk
Árið 1997 gerði Slater samning
við Novamute-útgáfuna og sendi
frá sér það sama ár plötuna Freek
Funk. Hún fékk fádæma góðar við-
tökur og var af flestum talin besta
breska teknóplatan það árið,
ferskt innlegg í senu sem þurfti
spark. Freek Funk var einhvers
konar funk- og dub-skotið teknó,
mjög heilsteypt og flott plata sem
jók hróður hans úti um allan
heim. Á síðasta ári kom svo hans
ákveðnar hugmyndir um það
hvemig platan átti að vera. „Við
reyndum að gera plötu sem er ekki
bara danstónlist," segir hann þegar
hann lýsir gerð plötunnar sem
hann vann með Álan Sage. „Við
vildum að hún hefði ákveðna orku
og attitúd. Við vildum ákveðið töff
í tónlistina."
Vegur Slater hefur farið vaxandi
frá útkomu Freek Funk. Lesendur
bandaríska tímaritsins Urb völdu
hann t.d. teknó-tónlistarmann árs-
ins í fyrra. Hann hefur líka haft
nóg að gera. Hann kemur enn
reglulega fram sem plötusnúður og
á undanfömum mánuðum hefur
hann gert víðreist með tónleika-
prógrammið sitt. Fljótlega eftir tón-
leikana í Laugardalnum heldur
hann til Barcelona þar sem hann
verður eitt aðalnúmerið á hinni ár-
legu Sónar-raftónlistarhátíð sem í
þetta sinn er haldin dagana 15.-17.
júní.
Tvær af þekktustu teknóstjörnum Breta Ijúka tónlistarhátíðinni í Laugardalnum á
sunnudagskvöldið. Dairers Emerson þekkja flestir en hinn er ekki síður áhugaverður.
TVausti Júlíusson hitaði sig upp með LukeSlater.
Það stefnir i mikla gleði í
Skautahöllinni á sunnudagskvöld-
ið. Þegar þýsku transpinnarnir
Sash og ATB og okkar íslenska
Selma hafa lokið sér af taka við
tvær af þekktustu teknóstjömum
Breta og trylla lýðinn eitthvað inn
í nóttina. Það er enginn annar en
Darren Emerson, nýhættur i Und-
erworld, sem ætlar að loka festi-
valinu. Hann hefur komið
nokkrum sinnum áður til íslands.
Hann kom m.a. sem meðlimur í
Underworld þegar þeir spiluðu
með Björk í Höllinni, sællar minn-
ingar, og sem DJ þegar hann hitaði
upp fyrir Massive Attack í
Kaplakrika með þéttu teknósetti.
Darren hefur nýlega sent frá sér
mixplötu i Global Underground-
Stjörnukerfi ifókus
★ ★ ★ ★ ★ Qargandi snilld! ★ Notist í neyð.
★ ★ ★ ★ Ekki missa af þessu. 0 Tlmasóun.
★ ★★Góð afþreying. Vskaðlegt.
★ ★Nothæft gegn leiðindum. v
plötudómar
seríunni og ber hún nafnið Umgu-
ay.
Á undan Darren kemur hins veg-
ar fram annar frægur breskur
teknóstrákur, Luke Slater. Hann
hefur reyndar líka komið til ís-
lands, spilaði sem DJ á Atom-
kvöldi í fyrra, en nú mætir hann
með hljómsveit. Það verður spenn-
andi að sjá hvað hann er að gera.
Kíkjum aðeins á kauða.
Trommaði í rokkbandi
Luke Slater byrjaði snemma að
búa til tónlist. Pabbi hans átti for-
láta segulbandstæki sem hann
fiktaði mikið við í æsku. Hann var
um tíma trommari í indie-rokk-
bandi en undir lok níunda áratug-
arins þegar acid house-bylgjan
skall á í Bretlandi fékk hann raf-
tónlistarbakteriuna.
Hann vann í og rak teknóplötu-
búðina Jelly Jam í Brighton og
flutti inn mikið af bandariskri
danstónlist, með aðaláherslu á
Detroit-teknó.
Með plötubúðarrekstrinum
stofnaði hann plötufyrirtæki og
byrjaði að gefa út eigin tónlist.
næsta plata og sú nýjasta til þessa.
Hún heitir Wireless og er mikil
breyting frá Freek Funk. Á Wirel-
ess ægir saman teknó, elekrtó og
breakbet og þar má jafnvel heyra
áhrif frá sýrurokki. Á plötunni
notast Slater við hefðbundin hljóð-
færi auk tölva og synta. Mest af
ryþmunum á plötunni eru t.d.
trommuleikur Slaters sjálfs og
samstarfsmanns hans, Alan Sage.
Þeir hljóðrituðu fullt af eigin
trommuleik og sömpluðu svo og
lúpuðu eftir þörfum. Þeir notuðu
líka eina tölvu á meðan á upptök-
um stóð til þess að leita á Internet-
inu að hljóðum sem hægt væri að
nota í tónlistina.
Vill ákveðið töff í
tónlistina
Wireless hefur fengið misjafnar
viðtökm- en Slater sjálfur er hæstá-
nægður með hana. „Mín aðferð er
að reyna að gera tónlist sem ég er
sjálfur ánægður með. Ég get ekki
gert þetta öðruvísi. Þú reynir að
gera eitthvað sem þú filar og svo
kemur í ljós hvernig aðrir taka
því,“ segir hann. Hann hafði líka
Luke Slater mætir með hljómsveit í
Skautahöllina.
Olsenbræður í góðum
málum
Hinir öldruðu Olsenbræður
eru brattir eftir sigurinn í
Eurovision og stefna nú að heims-
yfirráðum.
Þeir hafa
fengið hálf-
íslending-
inn Lars
Von Trier
til að leik-
stýra myndbandinu við næsta lag
sem þeir ætla að gefa út. Kannski
getur Lars fengið Björk til að
syngja bakraddir hjá bræðrunum?
Rolan leitar að aurum
Bolan
Sonur glimmerstjörnunnar
Mark Bolan heitir Rolan Bolan
og er búinn að vera súr síðan
pabbinn dó í bílslysi 1977. Pabbi
hafði nefnilega geymt alla pening-
ina sína á erlendum bankareikn-
ingum til að þurfa ekki að borga
skatta af þeim í Bretlandi og Rol-
an og fjölskyldan hafa aldrei feng-
ið krónu. Rannsóknarlöggur eru
nú komnar í málið en Rolan, sem
vinnur í búð í Los Angeles, segir:
„Þetta snýst ekki mn peninginn
heldur hvað er rétt. Við erum fjöl-
skyldan hans en samt erum við
allslaus."
Moby snertir stjörnurnar
Richard Hall - eða Moby - hefur
aldrei verið vinsælli. Platan hans,
Play, hefur verið á toppnum,
kannski vegna þess að öll lögin á
henni hafa verið notuð í auglýsing-
ar. Moby er sköllótt og kristin
grænmetisæta og með sérstakan
húmor. Hann olli nokkurri
hneykslan s
dögunum þeg-
ar hann sagði
frá leik sem
hann og vinir
hans stunda.
Leikinn kallar
hann „tippa-leikinn“ og hann
gengur út á það að Moby og vinir
hans taka tippin út í fjölmennum
veislum og nudda þeim utan í frægt
fólk. I viðtalinu sagðist Moby hafa
snert leikkonuna Winona Ryder
og hafnaboltahetjuna Dennis Rod-
man á þennan hátt. „Það er svo
mikið af fólki að það tekur enginn
eftir þessu,“ sagði Moby. „Sá vinn-
ur sem snertir flesta." í öðru viðtali
sagði þó Moby að sagan um tippa-
leikinn væri plat. „Stundum segi ég
eitthvað alveg út í hött til þess eins
að gá hvort það verði birt,“ sagði
hann og glotti.
hvaöf fyrir hvernf skemmtileqar staöreyncfir
★★★ Hljómsveitin: BellatrÍX Platan; ItS all tTUe Útgefandi: Fierce Panda/Japis Lengd: 42:01 mín. Sjötta stóra plata Kolrössu krókrfö- andi / Bellatrix. Sveitin hefur sýnt mikið úthald við að koma sér inn á poppkortið góða, spilað 600-700 sinnum á ferlinum og eftir að krakk- arnir fluttu til London sl. sumar hafa þeir m.a. farið á túr með Gene og Coldplay. I sumar er svo hellingur af festivölum fram undan. Popp Bellatrix hefur froðu og grodda i jöfnum hlutföllum. Er fulldónó fyrir litlu stelpurnar með Britney-plakötin og einum of lummó fyrir hökutoppa með Radiohead-komplexa. Bellatrix gæti því vafist fyrir markaðs- og fmyndarfræðingum en víðsýnar smá- stelpur og hökutoppar geta tekið höndum saman í aðdáun. Þetta er fyrsta platan f 5 platna samningi Bellatrix viö Rerce Panda, sem er lítið merki en meö gott orð á sér enda hefur það gefið út fýrstu smáskffur banda á borð viö Placebo, Bluetones og 3 Colours Red, auk smáskífu með upptöku af rifrildi Gallagher-bræðra sem fór hátt á vin- sældarlista f miðju Oasis-fárinu.
★★★★★ Hljómsveitin: YmSÍr piatan: Ego Trips The Big Piayback ÚtgefandkRawkus/Þruman Lengd: 67:13 mín. Þetta er fyrsta hip-hop-safnplatan með Iftt þekktum eða vanmetnum lögum frá nfunda áratugnum. Plötur með sjaldgæfum fönk, soul eða jazz- groove lögum eru algengar en þetta er fyrsta hip-hop-platan af þessu tagi. Inniheldur t.d. lög af uppáhalds- lagalista DJ Premier sem þú hélst þú mundir aldrei heyra! Fyrir alla hip-hop-hausa auðvitað. Þetta er gamli skólinn, oft einfalt og áhrifarikt. Það er til fullt af mjög góð- um sögulegum hip-hop-safnplötum (t.d. „Hip Hop Don’t Stop“-serfan) en þessi er fyrir þá sem eiga það allt saman og eru orðnir leiðir á sömu smellunum endalaust. Rakið fyrir rottweiler-hunda framtíðarinnar. Ego Trip’s The Big Playback er sándtrakkið við bókina „Ego Trip's Book Of Rap Lists" sem kom út f fýrra. Hún er pakkfull af sögulegum (og misnytsamlegum) hip-hop-fróð- leik f listaformi. í henni er m.a. listi yfir dýrustu hip-hop-smáskffurnar. Sú dýrasta, .Beat Bop" með Rammelzee vs. K-Rob, er meðal efn- is á plötunni.
★★★★ Hljómsveitin: EaSt FlatÓUSh Project piatan: Tried By 12 Útgefandi: Chocolate lnd./12 Tónar Lengd: 37:35 mín.. Þetta er plata sem inniheldur 8 remix af laginu Tried by 12 með East Flatbush Project. Á meðal þeirra sem remixa eru Squarepusher, Autechre, þýsku snillingarnir í Funk- störung, tilvonandi íslandsvinirnir f Herbalizer og Ko-Wreck Technique sem er samstarf DJ Craze og Push Button Objects. Við erum stödd á landamærum til- raunakennds hip-hops og framsæk- innar raftónlistar þannig að þetta er fyrir þá sem eru til f svolítið ögrandi skemmtun. Þetta ætti að falla ! kramið hjá þeim sem hafa verið að digga efni frá útgáfum eins og Ninja Tune og Skam. Súkkulaðiverksmiöjan er amerísk út- gáfa, til heimilis f Miami. Hún er eins og litla systir útgáfa á borö við Ninja Tune og Warp. Meðal efnis frá útgáf- unni er „Post Art“ plata Funkstör- ung, „Ko Wrektion"-ep-ið með Ko- Wreck Technique og „Dirty Dozen“ með Push Button Ejects.
niöurstaöa
Þetta er jafnasta plata Bellatrix til
þessa, mjög fagmannlega gerð og
lagasmíðarnar geisla oft af næmi fyrir
melódíugaldragripi. Spilamennskan er
hressileg og sándpælingar stundum
skemmtilegar. Platan er þð fullflöt og
lög og fílingur nokkuð eintðna. Ágætt
nammipopp í hófi en innihaldsrýrt og
þunnt við mikla hlustun. dr. gunni
Þetta er algjör snilld. Hvert lagið er
öðru betra og þetta er allt saman f
þessum frábæra einfalda 80's stíl.
Þetta er svona grunnútgáfan af hip-
hoppi; beat, sömpl, rapp og smá
skrats. Góður fílingur í þessu gamla
hiphoppi, enda fyrir daga
gangsterrappsins. Fróðlegur bæk-
lingur fylgir með fýrir nördana.
Trausti Júlíusson
Þetta er verulega flott plata. Þó aö
þetta séu allt remix af sama stykk-
inu þá kemur það ekki að sök þvf að
útgáfurnar eru svo ólíkar. Skrats til-
þrifin í Ko-Wreck-mixinu og spastfsk-
ar ryþmatilraunir Squarepushersins
blandast þægilega letilegu kannabis-
grúvinu hjá Herbalizer og úr veröur
ffn heild. Trausti Júlíusson
ballatnx
9. júní 2000 f ókUS