Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2000, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2000, Page 4
4 Fréttir MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 DV Fundur Stúdentaráðs með alþingismönnum vegna gjaldtöku við MBA-nám í gærkvöld: Stjórnarliðar ósammála - Sjálfstæðisflokkur með gjaldtöku. Háskólaráð á gráu svæði Stúdentaráð Há- skóla íslands hélt mál- fund í gærkvöld vegna fyrirhugaðrar gjald- töku Háskólans á MBA-námi. Mættir til fundarins voru fulltrú- ar Stúdentaráðs, Sjálf- stæðisflokks, Samfylk- ingarinnar, Vinstri- grænna, Framsóknar- flokks, ásamt forsvars- mönnum Endurmennt- unarstofhunar HÍ sem námið á að heyra und- ir. Forsaga málsins er sú að nýverið ákvað Endurmenntunar- stofnun HÍ að taka til kennslu MBA-nám innan sinnar deildar. Sökum þess að námið verður kennt innan Endurmenntunarstofn- unar á Háskólinn þess kost að fara fram á greiðslu skólagjalda fyrir námið. Þessu hafa ýmsir aðilar hafnað og segja að námið geti ekki verið flokkað sem endurmenntun að neinu leyti, heldur sé það skýrt meistaranám og sé það gefið til kynna í nafni gráðunnar: MBA (Master in Business Ad- ministration). Þessa skýringu virt- ust fulltrúar þriggja þingflokka, Vinstri-grænna, Framsóknar og Samfylkingar, styðja í gærkvöld. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir, hafn- aði rökum andmælenda gjaldtök- unnar og vísaði til þess að „treysta beri þeim sérfræðingum Háskólans er að málinu koma.“ Ólafur Örn Haraldsson, fulltrúi Framsóknar, sagðist ætla að beita sér fyrir því að ríkisstjómin myndi samþykkja aukafjárveitingu til þess að hægt væri að koma í veg fyrir frekari deilur um þetta mál. Hann bætti því við að honum þætti Há- skólaráð vera á ansi tæpu vaði er það nýtti sér nýja heimild í lögum um Háskóla íslands varðandi gjald- tökuna, „og hefði verið ráðlegra að ráðfæra sig betur við löggjafarvald- ið áður en þessi ákvörðun var tek- in.“ Þorgeröur vill gjaldtöku Aðspurð um stuðning Sjálfstæðis- flokks við tillögu Ólafs sagði Þor- gerður Katrín að hún væri samþykk núverandi fyrirkomulagi og vænti þess ekki að veita þessari tillögu stuðning sinn. Gjaldtaka eöa ekkl? Stjórnarliöar á málfundi meö Stúdentaráöi voru ósammáta um þaö hvort taka eigi gjaid af nemendum i MBA-námi eöa ekki. Olafur Orn Haraldasson - Vill auka- fjárveitingu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Vill gjaidtöku. Gísli S. Einarsson - Menntamál hafa forgang. Kolbrún Halldórsdóttir - Ráöherra aögeröalaus. Svanfríður Jónasdóttir - Háskólaráö á gráu svæöi. Hjalti Hugason - Háskólinn í fjár- svelti. „Þetta mál mun að sjálfsögðu verða rætt og ég tek það fram að ég er mótfallin gjaldtöku við almennt nám innan Háskólans. Ég tel hins vegar að þetta nám flokkist ekki undir almennt nám og er ég því ekki samþykk aukafjárveitingu.“ Gísli S. Einarsson, fulltrúi Sam- fylkingarinnar í fjárlaganefnd, benti á að stjórnarandstaðan hefði aldrei hafnað tillögum frá ríkisstjórninni varðandi aukin fjárlög til mennta- mála. „Menntamálin hafa forgang inn- an okkar raða og munu halda for- gangshlutverki sínu. Tillaga á borð við þá sem Ólafur nefndi mun vafa- laust hljóta gott brautargengi innan okkar raða.“ Svanfríður Jónasdóttir frá þing- flokki Samfylkingarinnar var einnig andvíg gjaldtöku við Háskól- ann. „Einu gjöldin sem HÍ er heimilt að taka samkvæmt lögum eru skráningargjöld. Það er því óhætt að segja að Háskólaráð er komið inn á ansi grátt svæði með þessari ákvörðun um gjaldtöku." Svanfríð- ur benti einnig á það að mennta- málaráðherra hefði tekið skýrt fram í umræðum í vetur að það væri ekki á færi Endurmenntunarstofnunar að veita prófgráður vegna náms sem þar er kennt. í dag mun hins vegar verða fund- að í Háskólaráði þar sem rædd verður tillaga þess efnis að við- skipta- og hagfræðideild HÍ meti námsárangur að námi loknu, ásamt því sem deildin muni veita próf- gráður til einstaklinga sem stundað hafa MBA-námið. Ráðherra aðgerðalaus í málflutningi Kolbrúnar Halldórs- dóttur frá þingflokki Vinstri-grænna kom fram að menntamálaráðherra „ógnaði Háskóla íslands sem menntastofnun með aðgerðaleysi sínu í málinu.“ Það léki enginn vafi á hugmyndum menntamálaráðherra á gjaldtöku fyrir menntun. í mál- flutningi menntamálaráðherra í vet- ur hefði komið fram að með gjald- töku fyrir nám hafi skapast ný tæki- færi og þarna væri viðskipta- og hag- fræðideildin að fóta sig á nýjum markaði. „Það er augljóst að hug- myndir af þessu tagi stríða gegn nú- verandi lögum um Háskóla íslands. Það er augljóst að menntamálaráð- herra hefur ákveðið að grípa ekki til aðgerða sökum hugmynda hans um gjaldtöku við nám á íslandi. Stefna ráðherrans er forkastanleg," bætti Kolbrún við. Formaður kennslumáladeildar HÍ, Hjalti Hugason, sagði ástæður gjald-, tökunnar vera fjársvelti Háskólans. í nýjum lögum um HÍ fái skólinn tvi- þætt skilaboð frá Alþingi. Bæði sé skólanum ætlað að bjóða upp á fram- haldsnám til meistara- og doktors- gráðu gjaldfrjálst, ásamt því sem heimild skólans fyrir gjaldtöku fyrir ýmsa þjónustu sé aukin til muna. Skólanum sé í raun búinn slæmur kostur og þarna sjái margir talsmenn gjaldtöku innan skólans „útleið úr þeirri fjárhagslegu sjálfheldu sem skólinn hefur lengi verið í.“ -ÓRV Strandabændur styðja Guðna DV. HÖLMAVÍK: Fulltrúar á aðal- fundi Búnaðarsam- bands Stranda- manna samþykktu stuðning við þá ákvörðun landbún- aðarráðherra að lækka viðmiðunar- mörk fyrir eitur- efnið kadmíum í tilbúnum áburði, enda samrýmist sú aðgerð því að festa í sessi gæðaímynd is- lensks landbúnað- ar. Þá samþykktu Guðni Agústs- son landbúnað- arráðherra Fékk góðan stuöning Strandabænda. sömu fulltrúar andstöðu sína við öll áform um innflutning á erlendum mjólkurkúakynjum. Guðfmnur DV-MYND GUÐRNNUR RNNBOGASON Handsamaðar Þeséar hraustu útilegukindur voru handsamaöar viö bæinn Brodda- dalsá á Ströndum í byrjun maí og reyndust sprækar vel. Harðgerður fjárstofh DV, HÓLMAVÍK: Vitað er um átta kindur sem lifðu veturinn af í útigöngu í landi Broddaneshrepps. Fyrstu dagana í maí voru handsamaðar þrjár kindur við bæinn Broddadalsá, ær og tvö lömb síðasta vors. Þær voru mjög vel á sig komnar, ull farin að losna frá kjálkum og horn höfðu vaxið líkt og hjá fé sem er innifóðrað. Til yiöbótar þessu sá Kjartan bóndi Ólafsson á Sandhólum fimm kindur á vordögum sem gengið höfðu úti á svonefndum Brunngils- dal, þrjár ær og tvö lömb. Af því hvað orðið var áliðið vors lét hann ógert að handsama þær þó hann hefði tök á þvi. Var hans mat að þær væru betur komnar áfram í úthagan- um en að vera teknar á innigjöf. Fyr- ir hefur komið að slíkt reynist hreinn banabiti útigöngufénu. I hópnum var einn hrútur svo ætla má að fjölgun hafi orðið hjá þessu hrausta útigöngufé. Guðfinnur VcArift i hvold Hlýjast fyrir sunnan Norölæg átt, víðast 5-8 m/s en snýst til fremur hægrar suðvestlægrar áttar í nótt. Skýjað og stöku slydduél við norðurströndina í fyrstu, annars yfirleitt bjartviðri. Hiti 2 til 12 stig og hlýjast sunnanlands. Sólar#m#ur ojj sjavarfo)! REYKJAVIK . AKUREYRI Sólarlag í kvöld 24.00 00.40 Sólarupprás á morgun 02.56 01.38 Síödegisflóö 17.14 21.47 Árdegisflóö á morgun 05.27 10.00 Skýrfeigar á veðurtáfcMnn ' VINDÁTT 151 ~*SV1NDSTVRKUR í motrum á sekúntíu iov-Hm -10° Nfrost he“ £> . £> O lírrsKÝJAO hAlf- . SKVJAÐ SKÝJAÐ AtSKÝJAÐ -V:: | W ] : RIGNING SKÚRIR SIYDDA SNJÓK0MA , \ w = ÉUAGANGUR , PRUMU: . SKAF- ÞOKA VEÐUR RENNINGUR I Dettifoss vestan megin Hálkublettir eru á Hellisheiði eystri og á Öxafjaröarheiöi. Jeppafært er á Arnarvatnsheiði úr Miöfirði en ófært sunnanmegin. Einnig er jeppafært í Flateyjardal, Heröubreiöarlindir, í Dreka og Kverkfjöll. Þá er orðið fært um Þríhyrningsleiö og í Dettifoss vestan megin. Voftríft a líiorgun Kaldast á annesjum norðanlands Þykknar smám saman upp um sunnan- og vestanvert landið en þurrt að kalla. Léttir til noröan- og austanlands. Hiti 2 til 12 stig, kaldast á annesjum noröanlands í fyrstu en hlýjast sunnanlands síðdegis. Suöaustan og austan 8-13 m/s og rlgnlng síðdegls suöaustanlands, síöan elnnlg su&vestan tll. Hlti 7 tll 15 stig, hlýjast í Innsveltum nor&anlands. t.»iii*,.irdi«gj Vindun 8—13 tn/9 Hiti 6° tii 12° Austan 8-13 m/s og rlgnlng, síst su&vestanlands en snýst í hæga su&læga átt me& skúrum sunnan- og vestanlands. Sninniri.igui Víndun V 6-10 m/í-/ Hiti 6° til 14° Fremur hæg su&vestlæg átt og léttlr tll um nor&an- og austanvert landlft en annars dálrtll súld me& köflum. SESffiEXl mgrn AKUREYRI skýjaö 2 BERGSTAÐlR skýjað 3 BOLUNGARVÍK skýjaö 3 EGILSSTAÐIR 5 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjað 5 KEFLAVÍK léttskýjað 6 RAUFARHÖFN snjóél 2 REYKJAVÍK léttskýjaö 6 STÓRHÖFÐI léttskýjaö 4 BERGEN alskýjað 10 HELSINKI hálfskýjaö 14 KAUPMANNAHÖFN skýjað 13 ÓSLÓ léttskýjaö 13 ST0KKHÓLMUR 13 ÞÓRSHÖFN skúrir 8 ÞRÁNDHEIMUR skúrir 7 ALGARVE heiöskírt 21 AMSTERDAM skýjaö 16 BARCELONA hálfskýjaö 17 BERLÍN léttskýjaö 18 CHICAGO hálfskýjaö 24 DUBLIN rigning og súld 9 HAUFAX skýjaö 8 FRANKFURT skýjaö 19 HAMB0RG skýjaö 15 JAN MAYEN snjókoma 1 LONDON alskýjaö 16 LÚXEMB0RG heiöskírt 17 MALL0RCA léttskýjaö 17 M0NTREAL alskýjaö 14 NARSSARSSUAQ skýjaö 3 NEW YORK súld 12 ORLANDO skýjaö 24 PARÍS alskýjaö 16 VÍN léttskýjaö 23 WASHINGTON þokumóöa 19 WINNIPEG þoka 15 ■4,iK4MHJiiVi:TLlMll,',i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.