Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2000, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2000, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 I>V 7 Fréttir DV-MYND GARÐAR Ekta strákar! Þrír ungir herramenn á Stöðvarfirði, svona eins og strákar eiga að vera. Maður veltir fyrir sér hvar þeir muni velja sér heimkynni - á Austurlandi eða suður í höfuðborginni? Þessir efnisstrákar munu án efa þurfa að vetta þeirri spurningu fyrir sér eftir fáein ár. Austfirðingar bjartsýnir á framtíð byggðar: Unga fólkið íhug- ar brottflutning - samkvæmt skoðanakönnun Háskólans á Akureyri DV, EGILSSTODUM:_____________________ Samkvæmt könnun RHA - Rann- sóknastofnunar Háskólans á Akur- eyri eru nær 50% fólks á aldrinum 18-25 ára að hugleiða flutning frá Austurlandi á næstu 2-3 árum. Þeg- ar flokkað er eftir námi kom í ljós að 40% þeirra sem eru með stúd- entspróf hyggjast flytja. Flestir, eða liðlega þriðjungur, nefndu nám sem ástæðu fyrir búferlaflutningi og það vekur athygli að af þeim ætla flestir til Akureyrar. Þá vaknar spuming: Kemur unga fólkið aftur heim? í nær öllum byggðarlögum á Austurlandi er atvinnan sá þáttur sem flestir telja í ólestri. Meirihluti fólks er mjög eða frekar óánægt með þau atvinnutækifæri sem í boði eru og er óánægjan mest meðal ibúa í Vopnafírði og Bakkafirði. Stöðvar- fjörður sker sig úr þvi þar eru menn yfirleitt ánægðir með atvinnufram- boð. Eins er háskólamenntað fólk tiltölulega ánægt. Þetta kom fram í könnun sem RHA gerði um viðhorf manna á Austurlandi varðandi verslun, menningarstarfsemi, atvinnutæki- færi, heilbrigðisþjónustu, menntun og fullorðinsfræðslu. Niðurstaðan var sú að í nálega öllum sveitarfé- lögum var meirihlutinn mjög eða frekar ánægður með alla þessa þætti, nema atvinnumálin. Stöðfirð- ingar voru þó ekki sáttir við versl- un og heilbrigðisþjónustu og Fá- skrúðfirðingar voru ósáttir við menningarstarfsemina. Hvað menntun varðar skiptir þó nokkuð í tvö horn um viðhorf íbúa. Þar töldu ibúar Suðuríjarða sig einkum af- skipta hvað möguleika til menntun- ar snerti. Mikil bjartsýni Þrátt fyrir miður góðar horfur í atvinnumálum að mati heima- manna og fyrirsjáanlega mikinn brottflutning ungs fólks frá Austur- landi eru 74% íbúa þar bjartsýn um þróun byggðarlaga sinna á næstu árum. Homflrðingar skera sig þarna úr þar sem yfir 90% þeirra sem búa í sveitarfélaginu Horna- firði hafa mjög mikla eða mikla trú á jákvæðri þróun byggðarlagsins í náinni framtíð. -SB Bæjarráð Akureyrar: Ásgeir áfram formaður Þórarinn B. Jónsson og Vil- borg Gunnarsdóttir, Sjálf- stæðisflokki, Jakob Bjöms- son, Framsóknarflokki, og Oddur Helgi Halldórsson, frá L-listanum. Þá hefur Sigurður J. Sig- urðsson, Sjálfstæðisflokki, verið endurkjörinn forseti bæjarstjómar. -gk DV, AKUREYRI:____________ Ásgeir Magnússon, frá Akureyrarlistanum, hefur verið endurkjörinn formað- ur bæjarráðs Akureyrar til eins árs. Aðrir í bæjarráði eru Ásgeir Magnússon, formaður bæjarráðs. Hrefnu- Konni fyrstur á miðin þegar hvalveiðibanni linnir : Ritari hval- veiðiráðsins verður rekinn - sagði Konráð Eggertsson Einn fremsti hrefnuveiði- maður íslands, Konráð Egg- ertsson eða Hrefnu-Konni eins og gárungarnir kalla hann, neitar að hafa nokkurn tíma brotið bann íslenskra stjórnvalda við hvalveiðum. „Því miður þá skorti mig alltaf kjark til þess að taka þátt í veiðum sæfaranna. Um þessar mundir stunda ég bara rækjuveiðar. Því er þó ekki að neita að menn hafa verið að fá hrefnu í veiðarfærin hjá sér linnu- laust - sögur berast jafnvel af því að menn hafa fengið hrefnu á línu,“ sagði Kon- ráð í samtali við DV. Þegar Konráð var spurður álits um nýaf- staðnar yfirlýsingar ritara Alþjóða- hvalveiðiráðsins um að ráðið verði að leyfa veiðar innan tveggja ára var hann ekki í nokkrum vafa um væntanlegar af- leiðingar. „Þessi maður verður rek- inn áður en langt um líður. Innan þessarar stofnunar eru öfl sem ekki líða yfir- lýsingaglaða menn á borð við þennan og við þurfum ekki að bíða þess lengi að brottvikningin verði til- kynnt. Það sem er aftur á móti meira spennandi er yf- irlýsing Alþingis íslendinga um að hvalveiðar skuli hefjast ekki seinna en á ár- inu 2000. Ég trúi því og vona að sjávarútvegsráð- herra okkar íslendinga fylgi því máli i gegn og veiðar hefjist fyrir árslok. Ég skal verða fyrstur manna til þess að stefna á miðin þegar það næst i gegn,“ sagði Konráð. -ÓRV Skortir kjark Konráö Eggerts- son eða Hrefnu- Konni segir sig skorta kjark til þess að feta í fótspor þeirra sæfara sem stunda hval- veiðar nú. B BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR i BORGARTÚN 3-105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík Kaplaskjólsvegur 2 í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á skipulagi við Kaplaskjólsveg/Hringbraut. Afmörkuð er 280m2 lóð fyrir Kaplaskjólsveg 2, en þar stendur hús byggt 1906, sem háð er þjóðminjalögum um breytingar. Gert er ráð fyrir að húsið standi sem næst óbreytt, en leyfa má smávægilegar breytingar innan byggingarreits, í samræmi við byggingarstíl þess. Tillagan liggur frammi í sal Borgarskipulags og Byggingarfulltrúa Reykjavíkur, Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10:00 - 16:00 frá 14. júní til 12. júlí 2000. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur eigi síðar en 26. júlí 2000. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests, teljast samþykkir. Nú eru Drífðu þig í dag og fáðu dágóðan afslátt! VERSLUNIN Eggjabakka-, svamp-, latex- og springdýnur og margt f leira með rt—~ f5-30°/o afslaetti! Skútuvogi 11 • Sími 568 5588

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.