Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2000, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2000, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 I>V Fréttir 9 Sjónvarpskringlan auglýsir sjónvarpstæki viö baðkerið: Glæfralegt og óforsvaranlegt - segir Jóhann Ólafsson hjá rafmagnsöryggisdeild Löggildingarstofunnar „Þetta er stórhættulegt fordæmi en það þarf alltaf einhver að deyja til þess að það sé gert eitthvað i þessu,“ segir Jón Baldur Baldursson rafvirki vegna auglýsingar Sjónvarpskringl- unnar þar sem mælt er með því við áhorfendur að kaupa sjónvarp og hafa það á hillu fyrir ofan baðkarið. Það er á flestra vitorði að sjón- vörp og baðkör fara ekki saman og segist Jón Baldur hafa horft oft á þessa auglýsingu og vonað að fólk færi ekki að fylgja henni. „Sjónvörp og önnur slík raftæki eiga alls ekki að vera inni á baðher- bergjum og þá allra síst við baðkarið. Það er ekki gert ráð fyrir því og það þyrfti sérstaka framlengingarsnúru í DV-MYND DANÍEL V. ÓLAFSSON Löng sigllng fram undan Sveinn Jónsson KE 9 viö bryggju á Akranesi í gær. Fram undan er löng og ströng sigling til Suöur-Afríku. HB selur skip til Suður-Afríku DV, AKRANESI: Haraldur Böðvarsson hf. hefur selt ísfisktogarann Svein Jónsson KE 9 sem er 234 brúttólestir og smíðaður í Noregi árið 1973. Kaupandi skipsins er fyrirtækið Ventrade Twenty i Höfðaborg í Suður-Afríku og er kaupverðið ekki gefið upp. Sveinn fer í slipp á Akranesi næstu daga til yfirferðar og að því loknu verður honum siglt hina löngu leið til Höfðaborgar í Suður-Afríku. -DVÓ DV-MYND ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON Áfanga náð Stúdentar Fjölbrautaskóla Noröurlands vestra voriö 2000 ásamt Jóni F. Hjartarsyni skóiameistara aö loknum skólaslitum. Sauðárkrókur: Fjölbrautaskólanum slitið í tuttugasta sinn Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið síðastliðinn laugar- dag i 20. sinn að viðstöddu miklu fjölmenni í hátíðarsal bóknáms- hússins. Skólameistarinn, Jón F. Hjartar- son, brautskráði 72 nemendur, þar af 42 stúdenta og 17 meistara en aðr- ir voru af sjúkraliðabraut, uppeldis- braut, viðskiptabraut, grunndeild rafiðna og í samningsbundnu iðn- námi. Fram kom í máli skólameist- ara við skólaslitin að hann hefði fengið ársorlof og við störfum hans tekur Ársæll Guðmundsson aðstoð- arskólameistari næsta haust. Jón F. Hjartarson kvaðst mundu sækja fyr- irlestra í háskóla erlendis um stjómunarfræði. Hefur Jón starfað við skólann í rúma tvo áratugi eða allt frá stofn- un hans 1979. Skólameistari fjallaði í kveðjuorð- um til nemenda um Max Weber og sagði : „Megi eldmóður ykkar vera málefnalegur, eldlegur trúnaður við góðan málstað og þann guð eða anda sem fyrir honum ræður. Megi gæfa og hamingja fylgja ykkur alla tíð og megi hvert ykkar finna sitt töfrahnoða og ganga staðfastlega sinn ævistig". Að venju var tónlist- in í hávegum höfð við skólaslitin. Þau hófust með samleik á flygil þar sem þær léku fjórhent á píanó syst- urnar Signý og Unnur Sigurðardæt- ur norskan dans eftir Edvard Grieg. Einnig söng kór Fjölbrautaskólans nokkur lög undir stjóm Hilmars Sverrissonar. -ÞÁ. sjónvarpið sem myndi auka enn á hættuna," segir Jón. Að sögn Jóhanns Ólafssonar, deild- arstjóra rafmagnsöryggisdeildar hjá Löggildingarstofunni, er það ekki for- svaranlegt að leggja til slíka glæfra- lega notkun á rafmagnstækjum. „Við höfðum samband við fyrir- tækið fyrir hálfum mánuði og aftur í gærdag og þeir tóku ábendingunni vel en báðu um frest. Við reynum að fara að mönnum með góðu í upp- hafi en þeir verða að taka þessa auglýsingu úr sýningu í hvelli,“ segir Jóhann. í samtali við DV sagði starfsmað- ur Sjónvarpskringlunnar, sem ekki vildi segja til nafns sins en tók fram að hann væri aðilinn til að tala við um málið, að fólki væri kunnugt um að það ætti að fara varlega með rafmagnstæki í kringum vatn. „Það er ekki verið að tala um að setja sjónvarpið ofan í baðkerið og þau eru rakavarin, þannig að gufan hefur ekki áhrif á þau og þess vegna eru þau svona hentug í bað- herbergin," segir starfsmaðurinn nafnlausi. -jtr Húsbréf Innlausn húsbréfa Frá og með 15. júní 2000 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöLdum flokkum: 4. flokki 1992 - 26. útdráttur 4. flokki 1994 - 19. útdráttur 2. flokki 1995 - 17. útdráttur 1. og 2. flokki 1998 - 8. útdráttur Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu mióvikudaginn 14. júní. Innlausn húsbréfa fer fram hjá íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf. * Ibúðalánasjóður Borgartúni 21 I 105 Reykjavík I Sími 569 6900 I Fax 569 6800 Sá brosir best sem eignast Olympus APS myndavél Olympus myndavélar eru þekktar um allan heim. Fyrirtækið hefur alltaf lagt mikið upp úr tækniþekkingu og nákvæmni í framleiðslu á linsum og hátæknibúnaði sem skilar sér í frábærum vörum sem eru handhægar og auðveldar í notkun fyrir hvern sem er. OIYMPUS APS I zoom 7i OLYMPUS APS Newpix xb .900 stgr. l'N verð 5.1900 Alsjálfvirk • Linsa 28-60mm • Möguleiki á þremur myndstærðum • 6 stillingar á flassi • Landslagsstilling Dagsetning • Hægt að nota fjarstýringu Þægileg fyrir þá sem nota gleraugu Taska og filma fylgir OIYMPUS APS I zoom 60 stgr. Alsjálfvirk • Linsa 24mm Möguleiki á þremur myndstærðum 4 stillingar á flassi • Taska og filma fylgir OIYMPUS APS Newpix 600 Alsjálfvirk • Linsa 28-75mm Möguleiki á þremur myndstaerðum 6 stillingar á flassi • Dagsetning Hægt að nota fjarstýringu Þægileg fyrir þá sem nota gleraugu .900 stgr. Alsjálfvirk • Linsa 30-60mm' Möguleiki á þremur myndstærðum 6 stillingar á flassi • Landslagsstilling Dagsetning • Taska og filma fylgir FRIHOFNIN LEIFSSTÖÐ KEFLAVÍKURFLUGVELLI Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.