Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2000, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2000, Side 10
10 Útlönd MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 I>V Kjarnorkuleynd- armálum stolið I—^ex starfsmenn I kjarnorkurann- sóknarstöðvarinn- ar í Los Alamos í Bandaríkjunum hafa verið ieystir frá störfum eftir að upp komst að tveir harðir tölvudiskar með kjarnorku- leyndarmálum voru horfnir. Banda ríska alríkislögreglan FBI rannsak ar nú málið. Bill Richardson orkumálaráð herra, sem hefur sætt gagnrýni repúblikana á þingi fyrir ónógt ör- yggi í Los Alamos, sagði að ekki væri talið að um njósnir væri að ræða. Hann hélt því að þeim yrði refsað sem bæru ábyrgð á hvarfinu Talsmaður orkumálaráðuneytis ins sagði að starfsmennirnir hefðu verið leystir frá störfum þar sem þeir hefðu ekki tilkynnt hvarf hörðu diskanna um leið og það upp- götvaðist þann 7. maí. Starfsmenn- irnir segjast ekki hafa komist inn í hvelfinguna þar sem diskanir voru fyrr en 24. maí. Þá var stöðin opnuð aftur eftir skógareldana sem ollu umtalsverðu tjóni. Ekkert fannst þrátt fyrir mikla leit en yfirmaður öryggismála í Los Alamos var ekki látinn vita af hvarfinu fyrr en 31. maí. Stjómvöld fengu að vita það daginn eftir. Orkumálaráðherrann sagðist í gær vera yfir sig hneykslaður á málsmeðferðinni. Eli Ylshai Leiötogi Shass-flokksins er hættur samstarfi viö Ehud Barak. Stjórnarkreppa vofir yfir í ísrael Mikilvægasti samstarfsflokkur Ehuds Baraks, forsætisráðherra ísraels, rétttrúnaðarílokkurinn Shass, ákvað í gær að hætta stjórn- arsamstarfi. Ráöherrar flokksins, sem fara að skipunum ráðs rabbína, tilkynntu að þeir myndu afhenda uppsögn sína á næsta ríkisstjómar- fundi. Ekki er vitaö hvort Shass er alvara eða hvort tilgangurinn sé að þvinga stjómina tO að samþykkja síðustu skilyrði flokksins. Shass krefst þess að Barak reki Yosi Sarid menntamálaráðherra og lögleiði sjó- ræningjaútvarpsstöðvar flokksins. Sé Shass alvara er staða Baraks slæm. Hann getur náð meirihluta meö 1 eða 2 atkvæðum án Shass en þá þarf hann að treysta á arabíska þingmenn. Barak veit hins vegar hvað bíður hans semji hann um frið við Palestínumenn með aðstoð þing- manna sem ekki em gyöingar. Ekki er taliö útilokaö að Shass- flokkurinn telji, eins og margir aðrir, daga stjómarinnar talda. Þess vegna sé Shass að skapa sér ímynd fyrir næstu kosningar. Viö erum best í því sem viö erum aö gera - aö bæta kynlífið. Opiö mán.-fös.10-18 laug.10-16 Fákafeni 9 • 8. 553 13CD Arabaheimurinn: Krókódílstár vegna Assads Um 1 milljón Sýrlendinga fyllti götur Damaskus í Sýrlandi í gær þegar Hafez al-Assad forseti, sem lést á laugardaginn, var borinn til grafar. Þúsundir örvæntingarfullra syrgjenda reyndu að komast í gegnum fylkingar lögreglu og hermanna til þess að sjá kistu Assads. Karlar og konur grétu og börðu á brjóst sér. Um allan arabaheiminn sendu sjónvarps- og útvarpsstöðvar út vers úr Kóraninum í staö skemmtiþátta. Sjónvarpið í Sýrlandi hefur undanfarna daga sýnt myndir af grátandi Sýrlendingum. Stjómmálaskýrendur segja erfitt að meta hvort sorgin sé ekta meðal þeirra sem ekki tilheyra þeim 25 prósentum þjóðarinnar sem eru inn undir hjá stjórninni, það er hemum, þingmönnum og alawitíska minnihlutanum. Stjómmálaskýrendur fullyrða að annars staðar i arabaheiminum felli menn krókódílstár. Dagblöð í Tyrklandi birtu fréttina af andláti Assads undir fyrirsögnunum Verndari hryðjuverkanna hefur gefið upp andann og Félagi Öcalans er farinn til feðra sinna. Með tilliti til þess hversu oft Assad niðurlægði Yasser Arafat, leiötoga Palestínumanna, þótti Arafat standa sig vel þegar hann lýsti yfir hryggð sinni vegna fráfalls Assads. Meira að segja handan grafarinnar tókst Assad að niðurlægja Arafat. Palestínuleiðtoginn þurfti að bíða fram á mánudagskvöld eftir grænu ljósi til að fá að vera viðstaddur útför Sýrlandsforseta. Borinn tll grafar Sýrlendingar grétu og börðu á brjóst sér þegar Assad var borinn til grafar. Veisluglaumur í konungshölllnnl Vladímír Pútín Rússlandsforseti og Soffia Spánardrottning stungu saman nefjum í heljarinnar kvöldveröarboöi í kon- ungshöllinni í Madríd í gærkvöld og var ekki annaö aö sjá en aö vel færi á meö þeim. Pútín kom í heimsókn til Spán- ar í gær. Þar ætlar hann meöal annars aö reyna aö lokka fjárfesta til Rússlands. Tímamótafundur leiðtoga Kóreuríkjanna tveggja: Sundraðar fjölskyldur og efnahagsmál á dagskrá Leiðtogar kóresku ríkjanna tveggja voru afslappaðir í morgun fyrir aðra lotu sögulegs fundar þeirra í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, þar sem ætlunin er að reyna að draga úr spennunni sem ríkt hefur milli þeirra í hálfa öld. Kim Jong-il, leiðtogi Norður- Kóreu, brosti og gerði aö gamni sínu við Kim Dae-jung, forseta Suö- ur-Kóreu. „Vesturlandabúar virðast hafa verið forvitnir um hvers vegna ég lifi eins og einsetumaður. Fyrir til- stilli heimsóknar þinnar fá þeir for- vitninni svalað," sagði norður- kóreski leiðtoginn og hló. Búist er við að Kim Dae-jung hvetji norðanmenn til að heimila Kóreuleiötogar saman Forseti Suöur-Kóreu er í Noröur- Kóreu aö ræöa viö leiötogann. endurfundi rúmlega einnar milljón- ar fjölskyldna sem sundruðust þeg- ar Kóreustríðið braust út fyrir hálfri öld, að sögn suður-kóreskra blaðamanna i Pyongyang. Þá er fastlega ráð fyrir því gert að suður-kóreski forsetinn bjóði kollega sínum í heimsókn suður yf- ir landamærin til frekari funda- halda og að hann leggi áherslu á nauðsyn þess að viðræður milli stjórnvalda ríkjanna tveggja haldi áfram. Reiknað er með að leiðtogamir ræði einnig efnahagssamvinnu, einkum hvernig sunnanmenn geti aðstoðað granna sína við að endur- reisa innviði landsins, svo sem vegi og járnbrautir, og eflt fjárfestingar í Norður-Kóreu. Árásarmaður náðaður Mehmet Ali Agca, sem reyndi að ráða Jóhannes Pál páfa af dögum 1981, hefur verið náðaður á Ítalíu þar sem hann hefur set- ið 19 ár í fangelsi. Agca var hins veg- ar fluttur til Tyrklands þar sem hann þarf að sitja níu og hálft ár í fangelsi vegna morðs á blaðamanni 1979. Agca var dæmdur til dauða en dóminum var breytt í 10 ára fang- elsi. Olíuborpall á reki Olíuborpallurinn Bideford Dolphin er á reki i Norðursjó. Þrjú af átta akkerum pallsins losnuðu í miklu óveðri. 51 af 77 manna áhöfn var bjargað með þyrlum. 26 ætluðu að dvelja um borð í nótt. Barnaníðingar Finnskir karlar eru helstu við- skiptavinir rússneskra barna sem selja sig í St. Pétursborg, Viborg, Sordavala og Petrozavodsk. Ekki nýr sáttasemjari Forseti Filippseyja, Joseph Estrada, hafnaði í gær kröfu mann- ræningja um nýjan sáttasemjara í deilunni um gíslana. Talsmaður hersins sagði herinn hafa fengið stranga fyrirskipun um að fylgjast með atburðarásinni án þess að grípa inn í hana. 60 milljónir fátækar 60 milljónir Rússa búa nú við fá- tækt eða á mörkum fátæktar. Hefur fátækum fjölgað um 10 milljónir á hálfu ári. Annan áhyggjufullur Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, hvatti í gær Öryggisráð Samein- uðu þjóðanna til þess að krefjast þess að Rúanda og Úganda kalli heim hermenn sína frá Kongó. Sagði Ann- an, sem hefur áhyggjur af bardög- um í Kongó, ástæðu til að íhuga refsiaögerðir yrðu hermennirnir ekki kallaðir heim. Rætt um dauðarefsingu Miklar umræður fara nú fram í Bandaríkjunum um dauðarefsingar og réttmæti þeirra. Fulltrúar í nefnd öldungadeildar þingsins fóru í gær fram á endurbætur í meðferð afhrota sem dauðarefsing liggur við, svo sem aukinn aðgang að DNA- sönnunargögnum. Forsætisráðherra frá Forsætisráðherra Salómonseyja sagði af sér í morgun til að auðvelda lausn á stjórnmálakreppu í kjölfar tOraunar til valdaráns og átaka milli þjóðemisbrota. Njósnamáli klúðrað Breska leyniþjónustan klúðraði máli Melitu Norwood, sem gekk undir nafninu Rauða amman vegna i njósna hennar fyrir Sovétrikin, með því að vísa þvi ekki til saksóknara. Þetta kemur fram í skýrslu sem I breska þingið lét gera og gerð var opinber í gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.