Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2000, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000
11
Utlönd
Þriðja lota viðræðna um sjálfstæði Færeyja hefst á morgun:
Herstöðvamál
í brennidepli
Framtíð vamarmála í Færeyjum
veröur ofarlega á dagskránni í
þriðju lotu samningaviðræðna fær-
eyskra og danskra stjómvalda um
sjálfstæði eyjanna sem hefst í Kaup-
mannahöfn á morgun.
Danir hafa til þessa farið með
vamarmál Færeyja en Færeyingar
krefjast þess nú að fá að fylgjast
með hemaðarmannvirkjum á eyj-
unum. Þá vilja færeysk stjórnvöld
að framtíðarstaða þeirra í varnar-
kerfi NATO verði metin.
„Við óskum eftir að fá nokkrar
skýringar um málið. Vissulega eru
einhver hernaðarleg leyndarmál til
staðar en það er auðvitað mikilvægt
fyrir okkur að vita hvert framtíðar-
hlutverk okkar verður," segir
Anfinn Kallsberg
Færeyski lögmaöurinn vill upplýsing-
ar um framtíöarskipan varnarmála.
Anfinn Kallsberg, lögmaður Fær-
eyja, við Jyllands-Posten.
Fastlega er gert ráð fyrir því að
dönsk stjómvöld haldi fast í fyrri
kröfur sínar um að fjárstuðningur
þeirra við Færeyjar falli niður á
fjórum árum fái eyjarnar sjálfstæði.
Það þýðir að rúmlega níu milljarða
íslenskra króna aðstoðin myndi
hverfa með öllu árið 2006.
Danir krefjast þess líka að efnt
verði til þjóðaratkvæðagreiðslu í
Færeyjum um sjálfstæðissamning-
inn. Kallsberg lögmaður segir ólík-
legt að hann yrði samþykktur ef í
honum fælist að fjárhagsaðstoðin
legðist niður að fjórum árum liðn-
um. Færeyingar ætla að leggja fram
nýjar tillögur um efnahagsmálin.
Eitriö brennt í Bólivíu
Yfirvöld í Bólivíu lögðu eld í átján tonn af kókalaufum viö bæinn Sacaba í gær. Kókalaufin voru gerö upptæk á síö-
ustu sex mánuöum í baráttu stjórnvalda gegn fikniefnaviöskiptum. Eins og sjá má logaöi glatt í laufunum.
Watson hótar harðari
baráttu gegn hvalveiöum
Paul Watson og samtök hans, Sea
Shepherd, hóta að herða baráttuna
gegn hvalveiðum verði banni við
veiðunum afLétt.
Watson sagði í viðtali við norska
sjónvarpsstöð að það kæmi honum
á óvart yrði tillaga Rays Gambells,
framkvæmdastjóra Alþjóðahval-
veiðiráðsins, um afnám veiðibanns
samþykkt á fundi ráðsins í Ástralíu
í júlí næstkomandi.
Verði banninu aflétt ætla Sea
Shepherd að gera hvalveiðimönnum
lifið leitt.
„Hætti hvalveiðiráðið að vernda
stórhveli frá hvalveiðiiðnaðinum
neyðumst við til að herða barátt-
una,“ segir Watson.
notaðirbílar w,,wi,rimbor»is #k»brimborgar
, m mmmma
Volvo 850 st. 2,0 02/96, ssk., 5 d., grænn, ek. 50 þús. km, framdrif. Verð 1.720.000 Volvo V70 XC AWD 2,5 12/98, ssk., 5 d., silfurbeige, ek. 22 þús. km, 4x4. Verð 3.250.000
Jp
Volvo 850 2,0 06/95, ssk., 4 d., rauður, ek. 75 þús. km, framdrif. Verð 1.490.000 Ford Puma Sport 05/99, 5 g., 2 d., rauður, ek. 5 þús. km, framdrif. Verð 1.650.000
• '■\
Subaru Legacy st. 2,0 04/99, ssk., 5 d., vínrauður, ek. 18 þús. km, 4x4. Verð 1.920.000 Daihatsu Cuore CX 1,0 09/99, ssk., 5 d., rauður, ek. 2 þús. km, framdrif. Verð 890.000
fP*
VW Passat 1,8 04/98, Ford Mondeo Ghia 2,0 12/97, 5 g., 4 d., svartur, ek. 30 þús. km, framdrif. 5 g., 4 d., hvítur, ek. 98 þús. km, framdrif. Verð 1.670.000 Verð 1.300.000 Tilboð 1.030.000 Opið laugardaga 11-16 brimborg Reykjavik • Akureyrl Brimborg Reykjavík, Bíldshöfða 6, sími: 51 5 7000 Brimborg Akureyri, Tryggvabraut 5, sími. 462 2700
Rússland:
Fjölmiðlakóngur
handtekinn
Vladimir Gusinskí, eigandi
fjölmiðlafyrirtækisins Media-Most í
Rússlandi, var handtekinn í gær.
Handtaka Gusinskís kann að leiða
til hruns Media-Most, síðasta stóra
óháða fjölmiðlarisans í Rússlandi.
Gusinskí, sem hóf feril sinn sem
„svartur“ leigubílstjóri, er einn
ríkasti maður Rússlands. Hann er
sakaður um að hafa komið undan
tæplega milljarði íslenskra króna í
viðskiptum. Fjölmiðlar Gusinskís
hafa harðlega gagnrýnt nýju
rússnesku ríkisstjómina.
í síðasta mánuði lét
ríkissaksóknari grímuklædda menn
frá öryggislögreglunni og
skattalögreglunni gera skyndileit
hjá Media-Most. Var öryggisdeild
fyrirtækisins meðal annars sökuð
um ólöglega hlerun á farsímum.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti,
sem er í Madríd, hefur lýst yfir trú
sinni á frjálsa fjölmiðla. Hann
kvaðst ekki hafa haft hugmynd um
handtöku Gusinskís. Sagðist Pútín
Fjölmiölakongur
Vladimir Gusinskí rekur óháöa
fjölmiöla í Rússlandi.
vona að saksóknarar hefðu haft
næga ástæðu til handtökunnar.
komið út á íslensku!
for live
í tilefni 60 ára afmælis Veiðimannsins var
ákveðið að gefa hið glæsilega NAPP&
NYTT 2000 út á íslensku. Bæklingurinn er
142 síður og er honum dreift í eftirfarandi
Premium verslunum án endurgjalds:
Utilíf og Vesturröst, Reykjavík
Veiðilind Akureyri
og öllum öðrum verslunum með
Abu Garcia veiðivörur.
^Abu
Garcia