Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2000, Page 13
13
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000
DV__________________________________________________________________________________________________________________________Menning
Umsjön: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir
Mikilsverð uppgötvun í listaheiminum:
Áður óþekkt verk Louisu og Steins
Komiö hafa í leitimar níu
áður óþekktar myndskreytingar
eftir Louisu Matthíasdóttur, við
áður óþekktan Ijóðabálk eftir
Stein Steinarr. í nýrri bók um
Louisu minnist listakonan á það
að hún hafi eitt sinn gert mynd-
ir við texta eftir Stein Steinarr
fyrir Ragnar Jónsson í Smára en
Ragnar hafi síðar týnt þessu
handriti. Gylfi Gröndal, sem er
að grennslast fyrir um skáldskap
Steins, hafði pata af handriti eft-
ir hann í einkaeigu og þegar
hann sá það hjó hann eftir því að
forsíðumynd þess er nánast eins
og mynd sem birst hafði í bók-
inni um Louisu. Mun Ragnar
hafa gefíð núverandi eigendum
handritið. Þar sem handritið var
ómerkt töldu eigendurnir að
myndimar væru eftir Ninu
Tryggvadóttur en ljóðið eftir
óþekktan höfund.
Vélritaður texti handritsins er
ljóðabálkur fyrir börn sem nefn-
ist Halla og er klárlega eftir
Stein Steinarr, að sögn þeirra
sem gerst þekkja; m.a. eru stíll
og bragarháttur sláandi líkir
ljóðinu Tindátarnir en Nína
Tryggvadóttir gerði frægar
myndir við það. Aðalsteinn Ing-
ólfsson, sem er einn höfunda að
Steinn Steinarr skáld. Louisa Matthíasdóttir
llstakona.
að myndimar og ljóðin hafi orðið til
um og eftir 1940,“ segir Aðalsteinn
enn fremur.
Snilldin leynir sér ekki
Sérlegur Steinsfræðingur DV,
Silja Aðalsteinsdóttir, fékk kvæðið í
hendur og bar það saman við önnur
ljóð skáldsins, einkum Tindátana.
Segir Silja að handbragð Steins sé
vel sýnilegt: „Á kvæðinu um Höllu
er sami bragarháttur og sama frjáls-
lega stuðlasetningin, þó að hún sé
vandaðri í Tindátunum. Kímnin er
líka svipuð, sem og orðalag."
En foringjanum gleymdist
eda gœtti ei þess í svip,
aö enginn fer á sjóinn
ef ekki er til neitt skip.
(Úr Tindátunum)
Aö vísu er margs að gœta
og vont er oft í sjó.
Og engan skyldi furöa
þótt einhver fengi nóg.
(Úr Höllu)
Þessi brot má nefna sem dæmi
um sýnilegan skyldleika ljóðanna.
Sömu aðferð er beitt I báðum kvæð-
um að sögn Silju: „Allar tengingar í
kvæðinu um Höllu eru þó fremur
óljósar og aðferðin er faktískt full-
komnari í Tindátunum. En snilldin,
hún leynir sér ekki.“
Mynd Louisu Matthíasdóttur af Höllu sem birtist í nýtegri bók um
listakonuna. Fullvíst þykir nú að Ragnar í Smára hafi ætlaö aö
gefa út Ijóöabálk Steins Steinarrs meö myndskreytingum Louisu.
bókinni um Louisu Matthíasdóttur, staðfesti að
myndirnar níu í handritinu, sem allar eru
klippimyndir, væru eftir listakonuna og bætti
við að óvenjulegt væri að finna myndir af því
tagi eftir Louisu. „Það er skemmtilegt að
Steinn skuli hafa ort ljóð af þessu tagi fyrir
þær stöllur báðar, Louisu og Nínu. Er líklegt
Kvæðið um Höllu fjallar um
stúlku sem býr hjá afa sínum við
þröngan kost þar til hann sendir
hana i sveit til þess að hún fái nóg
að bíta og brenna. í sveitinni sakn-
ar Halla afans, vill halda heimleiðis
og leggur á sjóinn i vondu veðri. Af-
inn fréttir af ferðalaginu og bjargar stelpunni
úr bráðum háska.
Handritið og myndimar verða til sýnis í
Hafnarborg, þar sem nú fer fram sýning á
verkum Louisu, Lelands Bell og Temmu Bell,
frá og með deginum í dag til loka sýningarinn-
ar, 3. júlí.
Bókmenntir
Ævintýraleg kristnisaga
Ritverkið Kristni á íslandi er hálfgert ævin-
týri. Fjölda virtra fræðimanna tókst að koma út
einu stærsta og vandaðasta yfirlitsriti sem sést
hefur hér á landi á réttum tíma, á þúsund ára
afmæli kristnitöku. Öll fjögur bindin komu út í
einu, verkið er á viðráðanlegu verði, bækumar
eru ekki svo óþægilegar að stærð og þyngd aö
ekki sé hægt að lesa þær og útlitið er hið glæsi-
legasta sem undirritaður man eftir á íslensku
yfirlitsriti.
Öll bindin fjögur eru heildstæð höf-
undarverk. Að vísu eru þau brotin upp
meö yfirlitsköflum sem sumir em eftir
höfundana, aðrir eftir aðra sérfræðinga.
Það er bara til góðs og í anda erlendra
yfirlitsverka. Eftir sem áður er mikil
heild í þessu verki. Eina efamálið er
hvort rétt hafi verið að líta á „kvenna-
sögu“ sem sérstakt undirefni. Tíminn
mun leiða það í ljós. Sem betur fer kem-
ur það ekki i veg fyrir að þáttur kvenna
í íslenskri kristni sé einnig ræddur á
öðrum síðum bókanna.
Áherslur í þessu verki eru nýstárleg-
ar miðað við eldri yfirlitsverk um
kristni. Þungamiðjan í ritverkinu er á
félags- og menningarsögu, i takt við
breytt áhugamál sagnfræðinga. Þannig
tekst ritinu að vera farvegur fyrir nýjar H_____
áherslur í íslenskum sagnfræðirann-
sóknum síðari ára; ekki sist í fyrri bind- 5-«»»
um verksins þar sem kristnisagan er í
raun íslandssaga. Það er ógjömingur að rita
íslandssögu fram til 19. aldar án þess að kristni
og kirkja séu þar í aöalhlutverki.
Frá heiðni til kristni
Hönnuðir bindanna fjögurra geta verið stoltir
af; þau era sérdeilis smekkleg og falleg og segja
má að hér verði bylting í útliti yfirlitsrita; rit-
verkin Saga íslands og íslensk bókmenntasaga
sem enn era að koma út eru eins og frá annarri
öld við hlið þessa verks. Myndaritstjóramir
Guðbjörg Kristjánsdóttir, Þóra Kristjánsdóttir
og Inga Lára Baldvinsdóttir hafa staðið sig með
mikilli prýði. Án mynda væri verkið ekki svip-
ur hjá sjón enda tala þær ekki síður sínu máli
en textinn. Sérstaklega vel til fundið er hvemig
þriðja bindið fær heildarsvip af myndum guð-
spjallamannanna fjögurra af predikunarstól
kirkjunnar á Bæ á Rauöasandi.
Fyrsta bindið snýst um sjálfa kristnitökuna
og trúarbragðaskiptin, frá heiðni til kristni.
Hjalti Hugason segir þessa sögu á nýstárlegan
hátt, lýsir fyrst hinu evrópska samhengi en fær-
ir sig síðan á norrænar slóðir og greinir frá nor-
rænni heiðni og samfélagshlutverki hennar, síð-
an segir hann frá kristnitökunni á Alþingi árið
1000 (eða 999) en ræðir síðan aðrar sagnir um
kristniboð, um Þorvald víðforla, Þangbrand og
félaga. Meö þessari aðferð næst fram meiri túlk-
im heimilda og heimildarýni.
Grundvallarrit um katólskan sið á ís-
landl
Heildstæðustu bindin era 2. bindi eftir Gunn-
ar F. Guðmundsson og 3. bindi eftir Loft Gutt-
ormsson. í báðum er tekist á við íslenskt samfé-
lag sem heild og þar næst skemmtileg samfella
þar sem fyrst er greint frá kirkjunni sem stofn-
un og dregin er upp heildarmynd af tímabilinu,
þá koma hin félagssögulegu og menningarsögu-
legu yfirlit. Verk Gunnars mun lengi veröa
grundvallarrit um katólskan sið á íslandi. Þar
er áhersla á hið tvöfalda kerfi á há- og síðmið-
öldum; þar sem konungsvald og kirkja voru yf-
irþyrmandi öfl í samfélaginu.
Verk Lofts Guttormssonar sameinar
það að vera bæði vandað og stór-
skemmtilegt og Loftur hefur
mikla heildaryfirsýn. Hann lýsir
siðskiptum, réttrúnaði og píet-
isma sem brúaði bilið milli rétt-
trúnaðar og upplýsingar. Það
gerir hann á einstaklega
skemmtilegan og lifandi hátt en
nær um leið að draga upp mynd
sem mun vera afar nýstárleg fyr-
ir flesta lesendur kristnisögunn-
ar.
Þórunn Valdimarsdóttir segir
sögu byltingaraldarinnar miklu,
19. aldar, þegar nýjar hugmyndir
sneru öllu á haus. Ritfærni henn-
ar kemur ekki á óvart. Rými
hennar er þó heldur minna en
Gunnars og Lofts og því ekki
unnt að ná sömu heildaráhrif-
um. Síðasta hlutann ritar Pétur
Pétursson og sker sá hluti sig
mest úr enda kristnisaga 20. aldar ekki þjóðar-
saga á sama hátt og kristnisaga hinni fyrri alda.
Það er ástæða til að óska öllum sem komu að
þessu verki til hamingju. Alþingi gerði vel i að
standa að þessari útgáfu og sú fagmennska sem
þarna má sjá í hverjum krók og kima er til fyr-
irmyndar. Kristni á íslandi í þúsund ár verður
ekki betur minnst en með þessu ágæta riti.
Ármann Jakobsson
Hjalti Hugason, Gunnar F. Guömundsson, Loftur Gutt-
ormsson, Þórunn Valdlmarsdóttir og Pétur Pétursson:
Kristni á Islandi I—IV. Alþingi 2000.
Af dyggðum
Islendinga
Annað hefti
Tímarits Máls
og menningar
2000 er komið
út.
Aðalþema
heftisins tengist
kristnitökuár-
inu og ber yfir-
skriftina Dyggð-
imar sjö að
fornu og nýju. Undir lok síðasta árs
gerði Gallup skoðanakönnum meðal
íslendinga þar sem þeir voru spurð-
ir að því hvað þeir mætu mest í líf-
inu, hvað þeir teldu vera dyggð, og
var hugmyndin sú að kanna hvert
gildismat íslendinga væri nú á ári
árþúsundamóta. Þegar niðurstöður
lágu fyrir voru fjórir fræðimenn,
þau Jón Proppé, Salvör Nordal, Þór-
unn Valdimarsdóttir og Gottskálk
Þór Jensson, fengnir til að setja
könnunina í hugmyndalegt, sögu-
legt og bókmenntalegt samhengi við
íslenska menningu frá upphafi til
nútímans. Afraksturinn er forvitni-
leg athugun á þjóðarsál og trúarvið-
horfum íslendinga.
í niðurstöðum Jóns Proppé kem-
ur m.a. fram að langflestum þykir
sterk fjölskyldu- og vinabönd mikil-
vægust í hamingjusömu lífi, en fáir
telja hins vegar starfsframa skipta
sig miklu máli. Segir Jón einnig að
íslendingar treysti á að þeir komist
allt á dugnaði og vilja, að minnsta
kosti með hjálp ættingja og góðra
vina, en það eina sem þeir virðist
hræðast er að missa heilsuna.
Þórunn Valdimarsdóttir kemst að
því að veröldin hefur lítið breyst og
aö „samtímamenn íslenskir halla
sér enn að næstum því sömu dyggð-
um og kristnir módelmenn Evrópu
gerðu gegnum aldirnar". Hún segir
að Gallup bjóði upp á nýtt „dyggða-
módel“ sem hún svo dýpkar með
því að stilla því saman við það forna
á einkar skemmtilegan hátt. Segir
Þórunn að eftir því módeli geti hver
og einn hnýtt sér sinn „dyggða-
krans“.
Guðbergur Bergsson birtir fjögur
ljóð i þessu hefti tímaritsins og eru
þau hnýsileg í meira lagi. Jóhann
Hjálmarsson birtir einnig ljóð og í
heftinu er að fmna þýðingu þeirra
Böðvars Guðmundssonar og Mar-
grétar Jónsdóttur á klassísku ljóði
eftir eitt helsta skáld Argentínubúa,
José Hernández. Sænski rithöfund-
urinn Göran Tunström lést fyrr á
þessu ári og af því tilefni birtist í
tímaritinu kafli úr minningabók
hans, Undan tímanum, í þýðingu
Þórarins Eldjáms.
Ættjarðarljóð
á atómöld
Vaka-Helga-
fell hefur gefið
út ljóðabókina
Ættjarðarljóð á
atómöld eftir
Matthías Jo-
hannessen á
geisladiski og
snældu og les
skáldið sjálft
ljóðin. Einnig
fylgja á öðrum diski en í sama
pakka ljóð úr þremur eldri bókum
Matthíasar, fyrstu bók hans Borgin
hló, Jörð úr ægi og Hólmgönguljóð-
um.
Ættjarðarljóðin hlutu afar góðar
viðtökur þegar þau komu út fyrir
jólin. Meðal annars sagði Sigríður
Albertsdóttir hér í DV að þau hittu
„beint í hjarta lesanda. Þau eru frá-
bærlega ort, sterk, mögnuð og
skemmtileg. Margir munu njóta
þess að lesa þau á myrkum vetrar-
kvöldum." Ekki er að efa að sumar-
kvöldin henti alveg jafnvel til að
hlusta á skáldið lesa þau.
Þess má geta til gamans að vin-
sælasta ljóðabókin árið 1999 miðað
við útlán bókasafna var Árstíðar-
ferð um innri mann sem Matthías
Johannessen gaf út 1992, en næstir á
eftir honum komu í þessari röð:
Einar Már Guðmundsson, Hallgrím-
ur Helgason, Hannes Pétursson og
Jón úr Vör.