Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2000, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2000, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 35 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Filmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Skynsemi ráðiferðinni Tillögur Hafrannsóknastofnunar um verulegan niöurskurð á aflaheimildum á komandi fiskveiöiári eru miklu fremur andlegt áfall en efnahagslegt. Á síðustu árum hafa flestir alið þá von í brjósti að ver- ið sé að byggja upp fiskstofnana og þá sérstaklega þorskstofninn með skynsamlegri nýtingu undir stjórn vísindamanna. Sú viðleitni hefur því miður ekki enn borið árangur. Þrátt fyrir að árangurinn af stjórnun fiskveiða hafi ekki enn skilað því sem að hefur verið stefnt mælir öll skynsemi með því að sjávarútvegsráð- herra og ríkisstjórnin fari eftir tillögum Hafrann- sóknastofnunar líkt og gert hefur verið í meginat- riðum á síðustu árum. Nái tillögur Hafrannókna- stofnunar fram að ganga gæti tap íslenska þjóðar- búsins orðið um 10 milljarðar króna vegna lægri tekna af útflutningi sjávarafurða. Auðvitað eru hér verulegir hagsmunir í húfi, en það er langt frá því að um efnahagslegt áfall sé að ræða. Miklu skiptir að stjórnvöld, hagsmunaaðilar og almenningur haldi stillingu sinni og skapi ekki andrúm fyrir efnahagslegt áfall með bölsýnistali sem engar for- sendur eru fyrir. Halldór Ásgrimsson, utanríkisráðherra og fyrrum sjávarútvegsráðherra, hefur gefið tón skynseminnar í umræðurnar, en í viðtali við Morgunblaðið fyrir skömmu sagði ráðherrann meðal annars: „Það eru vissulega vonbrigði að þorskstofninn er í heldur verra ásigkomulagi en menn höfðu vonast til, en hins vegar lít ég ekki á skýrsluna sem sérstaklega váleg tíðindi. Ef vel er að gáð kemur í ljós að jafnvel þótt aflinn á næsta ári yrði ákvarðaður hinn sami og í ár, væri þorskstofninn að vaxa.“ Ekki þarf að fara mörgum orðum um hve mikil- vægt það er að bjartsýni ráði ferðinni í efnahags- málum. Væntingar geta skipt sköpum um það hvernig efnahagslífinu vegnar og því skiptir miklu að ekki sé horft blint á einfalda hagfræðilega út- reikninga Þjóðhagsstofnunar á áhrif minnkandi afla á þjóðarbúið. Mat sérfræðinga Þjóðhagsstofnunar er án nokk- urs vafa rétt - að öðru óbreyttu - svo langt sem það nær. En vert er að hafa í huga að hagfræðingar hafa aldrei getað metið aðlögunarhæfni einstaklinga, fyr- irtækja hvað þá samfélagsins alls að breyttum að- stæðum. Á síðustu árum hefur orðið bylting í ís- lenskum sjávarútvegi. Aðlögunarhæfni íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja er allt önnur og meiri en hún var fyrir áratug og þar með eru fyrirtækin bet- ur í stakk búin til að takast á við „áfalT af því tagi sem felst í tillögum Hafrannsóknastofnunar. Vandinn er að stjórnvöld hafa sett sjávarútveginn i spennitreyju sem dregur úr möguleikum fyrirtækja til að leita hagkvæmustu leiða. Með breytingum á lögum um stjórn fiskveiða árið 1998 var sett hámark á leyfilega aflahlutdeild fiskiskipa í eigu sömu aðila eða tengdra aðila. Þessi lagabreyting á eftir að kosta íslenskt þjóðarbú verulega fjármuni á komandi árum enda dregur hún úr aðlögunarhæfni fyrirtækjanna. Forgangsverkefni Árna M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra er því að afnema ólögin og fara eftir tillög- um Hafrannsóknastofnunar. Óli Björn Kárason DV Skoðun Forkastanleg vinnubrögð félagsmálaráðherra PáU Pétursson hefur tekið til hendinni í stofnunum fé- lagsmálaráðuneytisins svo hrikt hefur I stoðum. Nýjustu boðuðu aðgerðir hafa verið í nafni byggðastefnu þó allt annað virðist liggja að baki þegar lagt er við hlustir varð- andi málflutning ráðherrans. Skoðum nokkur afrek. Dýrari húsnæðisstofnun Ráðherrann lagði niður Húsnæðisstofnun ríkisins - þó áform um breytingar á lána- kerfinu hefðu eins getað átt sér stað án þess að fleygja á dyr öU- um þeim ágætu starfsmönnum sem misstu vinnu við niðurlagningu Hús- næðisstofnunar. íbúðalánasjóður átti að verða ódýrari stofnun en stað- reyndir eru aUt aðrar, enda kemur það fram i samanburði Ríkisendur- skoðunar á rekstri þessara tveggja stofnana. Fyrir utan það að breyting- in á lánakerfmu hefur átt ríkan þátt í þenslu í efnahagskerfinu og verð- hækkun á fasteignamarkaði. Mánuðum saman dróst að setja á laggir nýtt meðferðarheimili fyrir ung- linga á síðastliðnu ári. Loks þegar rík- Rannveig Gu&mundsdóttir form. þingflokks Samfylkingarinnar isstjórnin hafði mannað sig upp í að taka á vandan- um með fjárveitingu til að bregðast við auknum biðlistum upphófst dæma- laus farsi. Hann sneri að kjördæmi félagsmálaráð- herra en þar skyldi nýja meðferðarheimilið stað- sett og hvergi annars stað- ar. Eftir marga mánuði og fjölmiðlauppákomur var heimilinu loks fundinn staður á Austfjörðum en dýrmætur tími hafði farið í tafir vegna kjördæma- pots ráðherrans. Hreppaflutningar Móttöku flóttamanna til landsins hefur verið stýrt til sveitarfélaga þar sem félagslegar íbúðir eru á lausu. Fólk hefur almennt sæst á þá lausn. Sveitarfélögin hafa lagt sig fram og tekið höndum saman við heimamenn á hverjum stað um að taka vel á móti þessum nýju löndum sínum sem hef- ur verið ráðstafað á viðkomandi staði. Hins vegar kastaði tólfunum þegar ráðherrann, í blóra við hags- munasamtök, ætlaði að nýta laust „Það sem er efst í huga þegar fylgst er með fjölmiðla- uppákomunum vegna verka ráðherrans er að fólk er sannarlega ekki í fyrirrúmi þegar þessar ákvarðanir eru teknar. - Hvað gerir ráðherrann nœst?“ hús í Hrísey og senda þangað fatlaða flokkinn í ráðherratíð sinni svo einstaklinga. Sá hópur hefur goldið ófremdarástand ríkir á mörgum þess að ráðherrann hefur svelt mála- svæðum, eins og t.d. í Reykjanesi. Rauðliðar taka Hollywood einstaklinga, borgir og þjóð- ina alla á valdi skuggalegra samsæra þar sem saman koma mafíur, háttsettir stjórnmálamenn, jafnvel Hvíta húsið sjáift, og svo ráðamenn alþjóðlegra auð- hringa. Samsæri seljast vel Því miður er þessi skondna kenning kolröng.. Að visu er mikið til af bíó- myndum sem sýna hrika- legan samsæris- og spillingarvef þar sem flestir hópar sem einhvers mega sín koma við sögu. Og menn þurfa ekki lengi að lesa blöð heimsins til að vita að kvikmyndahöfundar hafa úr miklu raunverulegu efni að moða. En þessar samsærismyndir eru samt heldur lítilfjörlegar sem afhjúp- un og ádrepa. Miklu heldur má segja að þær eins og komi í staðinn fyrir alla slíka tilburði. í fyrsta lagi eru reyfaraleg samsæri ágæt söluvara og hafa lengi verið. Og Bandaríkjamenn virðast hafa alveg sérstakar mætur á samsærum í stóru og smáu. Til dæm- is hafa fáir sjónvarpsmyndaflokkar orðið jafn vinsælir meðal þeirra og Leyniskjölin (X-Files). En þar er obb- inn af þeim sem með vald og áhrif fara i endalausu samsæri um að halda leyndum sannleikanum um dularfull og undarleg fyrirbæri, geimverur, annarleg lífsform og þar fram eftir götum. Mestu skiptir þó, að samsærismyndimar eru fyrst og síðast lof um hinn djarfa einstakling, sem tekur málin í sínar hendur þótt vonlaust sýnist um sigur. Huggun hetjudáðar Aðalmálið í flestum kvikmyndum af því tagi sem hér um ræð- ir er ekki samsæri vold- ugra og rikra heldur hetjan sem brýtur samsærið niður og stútar verstu óþokkun- um. Hetjan er vissulega ættuð úr ævintýrum þjóð- anna, en henni er einnig snýtt úr nös okkar tíma. Hún ber með afrekum sfn- um fram gamla og nýja huggun og huglireystingu við smælingjana. I nútím- anum er hetjan sigursæla uppbót á vanmætti meðaljónsins, sem finnst að allir séu á móti sér og traðki á sér og eitri fyrir sig og haldi fyrir sér leyndum SEmnleikanum bæði um fljúgandi furðuhluti og gróðalíkur á verðbréfamarkaði. Og því hartrammara sem það of- urefli er, sem hetjan þarf að glíma við, þeim mun sterkara er huggunar- dópið sem tengist sigrum hennar. Þess vegna er um að gera að tvinna saman gegn kappanum eina öflugar mafíur, spillta lögreglu, mútuþæga og hrædda embættismenn, sam- viskulausa auðjöfra, ráðgjafa forset- ans - og kannski forsetann sjálfan. Slíkur og þvílíkur söguþráður er til þess saman snúinn að skrúfa upp spennu og háska og skapa síðan notalegan létti og feginleik. Enn er einn réttlátur maður og djarfur og sterkur sem rís upp þegar minnst varir og bjargar oss. Hann glímir við heim sem er í synd fallinn, og Amer- íkönum, sem þekkja sína Biblíu, kemur það síst á óvart, hvað þá að þeim komi til hugar að það sé laumuleg vinstrimennska að minnt sé á það að djöfullinn leikur mjög lausum hala í mannheimum. Árni Bergmann Arni Bergmann rithöfundur Menn halda að rauða hættan sé liðin hjá og kommúnisminn fallinn. En kommar eru slóttugir: þeir hafa að vísu misst Rússland en þeir lögðu í staðinn undir sig Hollywood og dreifa nú skaðræðisáróðri sínum út um allan heim með bandarískum kvikmyndum. Það var Hannes H. Gissurarson stjórnmálafræðingur sem komst að þessari skemmtilegu niðurstöðu í grein hér í DV fyrir nokkru. Rök- semdir hans voru á þá leið að vinstri- menn, sem hafa hreiðrað um sig 1 bandarískri kvikmyndaframleiðslu, séu alltaf að níða niður Bandarfkin og kapítalismann. Það geri þeir með miklum fjölda kvikmynda sem sýna „Því hatrammara sem það ofurefli er, sem hetjan þarf að glíma við, þeim mun sterkara er huggunardópið sem tengist sigrum hennar. “ Með og á móti M • út á land Og Bændasamtökin líka margt sem þar er að gerast. Ég hef tekið mjög eftir því hversu búseta hefur sterk áhrif á viðhorf og innri skiln- ing manna. Ég tel að stjómsýsla verk- þess mjög var, sérstaklega AMÍ efna’ sem a að vinna úti á eftir að ég varð þingmaður, J_§S|_JH landi og varða landsbyggð- hversu mikilvægt það er því Eínar Oddur ina, sé miklu betur til þess viðhorf stjórnsýslunnar Kristjánsson fallin sé hún sjálf úti á landi. ræðst mjög af því hvar menn aiþingismaöur Ég get nefnt sem dæmi að era staðsettir. Bændasamtökin gerðu mjög Þannig tel ég að það að staðsetja rétt í því að flytja starfsemi sína út á meira af stjórnsýslu almennt úti á land.“ landi sé mjög nauðsynlegt fyrir Verkefni - ekki stofnanir „Stefna Sam- hvort sérfræðingar viðkom- fylkingarinnar í andi stofnunar hafi tök á því þessu máli er að |HBr H að flytjast með. flytja einstök Það verður að muna að það verkefni eða störf ■ er ekki síður erfitt fyrir fólk en ekki stofnanir út á land. B|; M sem hefur sérmenntað sig til Ef hins vegar á að flytja ein- wr starfa í ákveðinni stofnun að hverjar stofnanir liggur ef til [ missa vinnuna í Reykjavík vill beinast við að flytja Rannveig en annars staðar á landinu. Byggðastofnun sem slíka. Guömundsdóttir Það er alls ekki einfalt mál að En mér fmnst að það eigi aiþingiskona flytja stofnanir og byggja upp að fara mjög varlega í það að á nýjum stöðum með þeirri flytja stofnanir, eins og hefur verið þekkingu sem nauðsynleg er.“ gert, með litlum fyrirvara og með -GAR þeim hætti að ekkert er kannað j „Ég er sammála því að flytja ‘r' Byggðastofnun ■HHB* norður í land, fyrst og fremst vegna þess að ég hef orðið Stjórn Byggðastofnunar stefnir að því að flytja stofnunina á Sauðárkrók. Ráðherrann munaði ekki um að setja þennan hóp niður fjarri ástvin- um sínum. Nýjasta afrekið er ákvörðun félagsmálaráðherra um að flytja skrifstofu Jafnréttisráðs út á land. Á þessari stund liggur ekki fyr- ir hvaða kjördæmi muni hýsa jafn- réttismálin en ákvörðunin er tekin í nafni byggðastefnu. Hins vegar greip ráðherrann til athyglisverðra skýr- inga þegar að honum var sótt í fjöl- miðlum, þá hét það að starfsfólk Jafnréttisráðs væri orðið þreytt fólk, að það væri til góðs að flytja mála- flokkinn og hleypa nýju fólki að. Hann gekk svo langt að bera fyrir sig skýrslu Sameinuðu þjóðanna um stöðu mála hér máli sínu til stuðn- ings og reyndi að klína árangurs- leysi í málaflokknum á stafsfólk. - Kaldar kveðjur þetta til þeirra sem árum saman hafa staðið í eldlínu jafnréttisbaráttunnar og náð umtals- verðum árangri. Það sem er efst í huga þegar fylgst er með fjölmiðlauppákomunum vegna verka ráðherrans er að fólk er sannarlega ekki í fyrirrúmi þegar þessar ákvarðanir eru teknar. - Hvað gerir ráðherrann næst? Rannveig Guðmundsdóttir Pólitískur geðþótti - ekki ráðgjöf „Þeir sem nú hvetja til þess að ráð- gjöf Hafró verði ekki fylgt, að veitt verði sama magn af þorski á næsta ári, að veitt verði meira magn af þorski á næsta fískveiðiári eða að farin verði einhver millileið á milli tillagna Hafró og aflamagns á þessu fiskveiðiári, hafa engin efnisleg rök til að standa á. Þeir eru í lausu lofti með tillögur sínar ... í raun eru þeir að leggja til að pólitískur geðþótti verði látinn ráða ferðinni." Úr Reykjavíkurbréfi Mbl. 11. júní Pólitískur rétttrúnaður Pólitískur rétt- trúnaður kærir sjón- varpsstöðina Omega og heimtar að stjórnvöld loki henni... Sakarefnið er að kalla homma og lesbíur kynvill- inga og að fetta fmgur út í löggild- ingu sambúðar samkynhneigðra... Óhugnaðurinn í þessu máli er, að enginn málsmetandi maður eða kona finnur hjá sér hvöt eða kjark til að vernda málfrelsi þeirra kristnu manna sem kærumálin beinast gegn. Pólitíski rétttrúnaðurinn er friðhelg- ur og óumdeilanlegur." Oddur Ólafsson t grein sinni í Ðegi 10. júní í smækkandi heimi „Vísindin eru mál alls mannkynsins en mismunandi sjónar- mið, hugmynda- fræði - menningar- viðhorf, trúarbrögð og menntun skilur að menn og þjóðir. En hnattvæðingin - hinn þungi straumur samtímans - setur menn og þjóðir i æ meira návígi. Örlög allra eru samtengd, hagsmunir eru sam- tvinnaðir. Við komumst ekki lengur hjá því að finna sameiginlegan grunn til að lifa í sátt í smækkandi heimi.“ Vilhjálmur Lúövíksson í Mbl. 11. júní Ljótur matur leiðinlegur Það er flott að borða fisk í dag ... Það er fólk sem borðar sushi af bestu lyst en pantar sér síðan lax og get- ur ekki borðað hann „medium rare“ í miðjunni. Núna spyrjum við fólk ekki lengur að þessu heldur sendum bara matinn inn eins og við viljum hafa hann og fólkið treystir okkur yf- irleitt... Við notum grunninn og lífg- um síðan aðeins upp á. Það er svo leiðinlegt að borða ljótan mat.“ Ragnar Ómarsson matreiöslum. í Degi 10. júní V*i Er Verkamannasam- bandið einkafyrirtæki? Mikið brambolt hefur hefur verið í kringum upp- sögn Björs Grétars hjá Verkamannasambandinu. Það sem vekur mesta furðu eru vinnubrögðin. Raunar hef ég töluverðar áhyggjur af að slík vinnubrögð skuli viðgangast innan hreyfing- ar verkafólks sem á að hafa hagsmunamál hins al- menna launamanns að leið- arljósi. Að reka starfsmann sem er nýstiginn upp úr erfiðum veikindum eru starfsaðferðir sem ekki eru sæmandi hreyfingu okkar. Hvar eru hin mannlegu sjónarmið? Var dúsan of stór? Það má hins vegar segja að Björn hafi borið kápuna á báðum öxlum með því að skýra þingi Verkamanna- sambandsins ekki frá því hvað var í bígerð. Hann sjálfur gleymdi hinum félagslega þætti málsins. Var dúsan kannski svo stór að Björn Grétar gat ekkert sagt? Jafnvel er tekin upp hin gamla sovéska aðferð að segja að menn séu veikir þegar búið er að setja þá af. Þeir sem að uppsögninni stóðu höfðu ekki kjark til að skýra þingfulltrúum Sigurður Einarsson félagi í Verkalýösfélagi Akraness á aukaþingi Verkamanna- sambandsins frá henni. Það er ekki fyrr en á fundi framkvæmdastjómar Verkamannasambandsins að félagamir höfðu kjark til að tilkynna uppsögn Bjöms Grétars. Um hvað er deilt? Er einhver hugmynda- fræðilegur ágreiningur hér á ferð? Megum við almennu félagsmennirnir þá ekki vera með? Eða er þetta ein- göngu persónuleg óvild manna á milli? Hvaða umræður höfðu farið fram sem leiddu til slíkr- ar niðurstöðu? Er kannski kominn tími til að fleiri forystumenn verka- lýðsfélaganna taki pokann sinn? Það hlýtur að vera ljóst að slíkur ágreiningur er til skaða fyrir okkur sem erum á gólfinu, ef svo er hægt að taka til orða. Það kemur niður á kjörum okkar að forystumenn geti ekki komið sér saman um nokkum skapaðan hlut. En eitt skulu þessir menn hafa í huga: það sem skiptir máli eru hagsmunir hins almenna félagsmanns, ekki persónulegir skætingur manna á meðal. Ég held að það sé kominn tími til að menn „Það má hins vegar segja að Bjöm hafi borið kápuna á báðum öxlum með því að skýra þingi Verkamanna- sambandsins ekki frá því hvað var í bígerð. Hann sjálf- ur gleymdi hinum félagslega þœtti málsins. “ fari að rifja upp hugsjónir verkalýðs- hreyfingarinnar. ^ Hvar er lýðræðið? Án lýðræðislegrar umræðu er eng- in lýðræðisleg hreyfing. í mínu verkalýðsfélagi hefur, í þau 6 ár sem ég hef verið í því, aldrei verið rætt um málefni Verkamannasambands- ins, hvað þar stæði til, eða hvers vegna nauðsynlegt er að innlima í Verkamannasambandið fleiri félög. Aldrei hefur verið rætt um vanhæfni Björs Grétars, frekari en annarra forystumanna. Raunar hefur aldrei verið rætt um Verkamannasam- bandið yflr höfuð. - Sjúkleiki sam- bandsins kom fram með mjög skýr- um hætti við gerð síðustu samninga. En er það aðeins toppurinn á ísjak- anum? Og miklar umræður virðast vera um forystumenn Verkamannasam- bandsins á öðrum vettvangi. Svo miklar að Björn Grétar er látinn fara. í kjölfarið hlýtur einnig vera rætt um hver taki við. Að mínu mati er þegar búið að ákveða hver á að taka við hinum nýja Verkalýðsrisa og einungis samstaða smærri félaga út á landi getur komið í veg fyrir það. Veikt og ósamstætt Verkamanna- samband verður ekki liðið og á ekki að líða. Það verður að hleypa nýjum mönnum að. Nýju blóöi, nýjum hug- myndum, nýjum krafti. Margir for- ystumenn Verkamannasambandsins eru búnir að vera þar í mörg ár og;-» eru greinilega orðnir þreyttir, ekki aðeins á starfi sínu heldur og líka hver á öðrum. Það er kominn tími til að þeir hvíli sig. Einn kosturinn væri einnig að landsbyggðafélögin klyfu sig algjör- lega út úr þessu samkrulli og stofn- uðu sérsamband. En það veltur að sjálfsögðu á samstöðu félaganna á landsbyggðinni. Ég skora þvf á landsbyggðafélögin að taka þá verka- lýðssinnuðu afstöðu að standa sam- an í þeirri vinnu sem fram undan er. Allt sem heitir mannlegir og fé- lagslegir þættir eru virtir að vettugi^ Að þverbrjóta lýðræðislegar og fé- lagslegar reglur sem ættu að vera forystumönnum okkar kunnar, er ekki sæmandi. Eða snýst þetta allt saman bara um „völd „ og „persónu- lega óvild“svo vitnað sé í ummæli eins af forystumönnum Verka- mannasambandsins? - Spyr sá sem ekki veit. ^ Sigurður Einarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.