Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2000, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2000, Side 24
44 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 Tilvera ÐV lí f±6 Szymon Kuran á miðvikumóti Þaö er líkt og venjulega haldið upp á hin margumræddu mið- vikumót á Næsta Bar. Að þessu sinni seiðir fiðluleikarinn Szymon Kuran inn seinni hluta vikunnar ásamt ónefndum sítar- leikara. Tónaflóð hefst kl. 22 og eins og alltaf er frítt inn. * Klúbbar_______________________ ■ 360' Á 22 Enn á ný er haldiö 360' á veitingastaönum 22 frá 21- 01. Þau Bjössi, Guðný og Exos sjá fólki fyrir dúndur-drum&bass. 18 ára aldurstakmark. 300 kall inn, 500 kall eftir 23. Krár ■ DJUPHUS A THOMSEN Þeir kumpánar Tommi White og Herb Legowitz framleiöa Ijúfa djúphús- tóna á Kaffi Thomsen. Meö rauðvín- iö á kostakjörum á barnum finnst , ekki þægilegri staður en Thomsen. ■ FREPRICK GAMARITH Á ROM- ANCE Lifandi tónlist er á Café Rom- ance öll kvöld. Fredric Gamarith er mættur í annað sinn til að skemmta landanum. Hann skemmtir frá í kvöld frá 20-1. Klassík ■ TONLEIKAR T VÁRÍVIÁRSKÓLA Varmárþing-Mosfellsbær, Menning- ardagskrá Mosfellinga, sem einnig er hluti af samstarfsverkefni menn- ingarborgarinnar og sveitarfélaga, heldur áfram í dag og stendur til 17. júní. Meöal viðburöa í kvöld eru tón- leikar þar sem Diddú kynnir unga tónlistarmenn úr Mosfellsbæ kl. 20.00 I Varmárskóla. ■ UNGIR EINSÖNGVARAR j SALN- UM Ungir einsöngvarar koma fram í Salnum T Kópavogi í kvöld. íslenska einsöngslagiö frá miöbiki aldarinnar í öndvegi. Fram koma Þórunn Guö- mundsdóttir, Ólafur Kjartan Sigurð- arson, Slgriður Jónsdóttir og Jónas Ingimundarson. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og eru jafnframt hluti af Tónskáldahátíðinni og Listahátíö. Leikhús ■ BANNAÐ AÐ BLOTA Þaö er ekki lítiö sem þær eru búnar að rífast um þetta verk, stöllurnar Gerður Kristný og Bergljót Arnalds. Þó slagnum sé ekki enn lokiö stígur W Nanna Kristín galvösk á sviöiö í brúðarkjól í Kaffileikhúsinu í kvöld, kl. 21, og þrumar einræðunum á áhorfendurna. Kaffileikhúsiö býður upp á Ijúffengan málsverð fyrir sýn- inguna en taka skal fram aö Brúöar- kjollinn verður aðeins sýndur út júní. ■ LANPKRABBINN Ellismellurinn Landkrabbinn er marglofaö verö- launaleikrit eftir Ragnar Arnalds. Hann er snillingur og fyrrum þing- maöur, fær sand af seölum í eftir- laun og þaö eru því hæg heimatökin hjá honum til að verða viö beiðni aö- dáenda sinna og senda fleiri stykki frá sér á næstunni. -V' Síðustu forvöð ■ HRAUN 00 MOSII HAFNAR- FIRPI Steina Vasulka lýkur sýningu sinni á videoinnsetningu í Ljósaklifi Hafnarfirði. Sýningin ber heitiö Hraun og mosi. Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is Grafarvogskirkja veröur vígð 18. júní: Söfnuðurinn bíður spenntur - segir sóknarpresturinn, Vigfús Þór Árnason Næstkomandi sunnudag veröur Grafarvogskirkja vígð. Arkitektam- ir Finnur Björgvinsson og Hilmar Þór Bjömsson teiknuðu kirkjuna sem er engin smásmíð. Aðalrými kirkjunnar er á tveimur hæðum sem hvor um sig er um eitt þúsund fermetrar en Borgarbókasafnið hef- ur aðstöðu i kjallara. Alls er bygg- ingin 2890 fermetrar að stærð. Vig- fús Þór Ámason sóknarprestur hef- ur fylgst með smiði kirkjunnar allt frá því að hafíst var handa við bygg- ingu hennar 1991: „íslenskt krafta- verk. Verkið er að klárast þótt ekki hafi verið útlit fyrir það á stundum. En það má treysta því að íslenskir iðnaðarmenn ljúki sínu verki.“ í gærmorgun voru kirkjuklukkurnar dregnar upp í tum: „Það gekk afar vel. Þær hófu sig til himins á glæsi- legan hátt.“ Fyrsti áfangi kirkjunnar var tek- inn I notkun 12. desember 1993 og voru þá aðeins liðin fjögur ár frá stofnun sérstakrar kirkjusóknar í Grafarvogi - sem er því hin yngsta á landinu: „Andinn í kirkjunni var strax mjög góður og barnamessur og annað starf mun halda áfram á neðri hæðinni. Það hefur reyndar verið það góður andi á hæðinni að síðasta messan var einkar tilfinn- ingaþrungin. Þetta verða þó auðvit- að mikil viðbrigði. Við munum loks Kirkjuklukkunum var komiö fyrir f gærmorgun „Þær hófu sig til himins á glæsi- tegan hátt. “ iiIWr Bf ~/ pj' • )\/ n \X r 1 II 1111 fjgr /m 1 ffítfí Krístnitakan Glerlistaverk eftir Leif Breiðfjörö. Vigfús Þór Arnason sóknarprestur „íslenskt kraftaverk. Verkið er að klárast þótt ekki hafi verið útlit fyrir það á stundum. En það má treysta því að íslenskir iðnaðarmenn Ijúki sínu verki. “ sjá út eftir að hafa verið i glugga- lausu rými í sjö ár,“ segir Vigfús Þór og bendir á að þar sé um heilaga tölu að ræða. Á kirkjuklukkurnar er letraður frumortur vigslusálmur Sigur- bjamar Einarssonar biskups. / dag leikur geisli um Grafarvog, um götur og nes og sund. Hann setidur er hœstum himni frú á heilagri náöarstund. Svo vermi sá geislinn Grafarvog, að grói hvert blessaö sáö og mannlíflö Kristi veröi vígt, harts vilja, ást og náö. Þá segir sóknarpresturinn það sérstök forréttindi að kirkjan skuli vígð á 2000 ára fæðingarafmæli Krists auk þess sem 1000 ára afmæli kristnitökunnar verði haldið hátíð- legt í sumar: „Það eru forréttindi fyrir yngstu en jafnframt fjölmenn- ustu sókn landsins að fá að leggja þetta af mörkum á jafn stórum tíma- mótum. Þá erum við ríkisstjórninni afskaplega þakklát fyrir glerlista- verkið hans Leifs Breiöfjörðs sem er engu líkt. Kirkjan sjálf er einnig listaverk út af fyrir sig. Söfnuður- inn bíður spenntur eftir að eignast hana formlega á sunnudag og við erum skaparanum afskaplega þakk- lát.“ -BÆN íslensk Óhefðbundinn brúðarkjóll og brúðarvöndur: ull, baömull og túlípanar DV, HVERAGERD1:______________________ Ingibjörg Hanna Pétursdóttir hef- ur unnið til margra verðlauna fyrir fatahönnun sína, m.a. fyrir hönnun kjóla úr fiskroði. Ingibjörg býr nú í Hollandi en skrapp hingað heim fyr- ir skömmu til þess að giftast Bas Mijnen, hollenskum stærðfræðingi. Að sjálfsögðu hannaði Ingibjörg sjálf sinn brúðarkjól en hann er úr íslenskri ull sem þæfð er inn í baðmull. Brúðarvöndur Ingibjargar var einnig óhefðbundinn, 10 rauðir túlípanar. Ingibjörg útskrifaðist frá Utrecht-listaskólanum árið 1998 og lauk síðan mastersnámi í fatahönn- un frá listaháskóla í París. Ingibjörg hannar nú og selur i Ósló, London og Reykjavík. Sérgrein hennar eru fót úr íslenskri ull. -eh DV-MYNDIR EVA HREINSDÖTTIR. Dagurinn þeirra Brúðhjónin Ingibjörg Hanna og Bas Mijnen innan um brúðkaupsgestina. Sérstæður brúðarkjóll Eins og vænta mátti fór Ingibjörg Hanna ekki heföbundnar slóðir þegar hún hannaði brúðarkjólinn sinn með túlípanavöndinn. Hér er hún og að baki henni fjöldi gjafa sem ungu hjónunum barst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.