Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2000, Blaðsíða 4
4 Fréttir MÁNUDAGUR 19. JÚNÍ 2000 I>V Jarðskjálfti upp á 7 á Richter með 80-100 ára millibili: Suðurlandsskjálft- inn ókominn - 104 ár frá þeim síðasta Jarðskjálftar í ætt við þann sem varð á Suðurlandi síðasta laugardag eiga sér langa sögu en allt frá upphafi íslandsbyggðar hefur skjálftahrina með sterka skjálfta upp á 7 á Richter látið á sér kræla á 80-100 ára fresti. Ef gert er ráð fyrir að síðasti skjálfti sé hluti af skjáiftahrinu í ætt við Suðurlandsskjálftann alræmda þá er líklegt að hasarinn sé rétt að byrja. Síðasta skjálftahrina sem nefnd hefur verið Suðurlandsskjálfti varð árið 1896 og olli gríðarlegu eignatjðni og hrundu alls 3692 hús en einungis 3 létust. Hrinan stóð yfir í rúmar 2 vik- ur og urðu um 5 stórir skjálftar á því tímabili. Talið er að sá stærsti hafi verið um 7 á Richter en skjálftinn á laugardag var um 6,5 á Richter en munurinn á milli 1 Richter-stigs er 30-faldur, þannig að síðasti skjálfti kann að vera forsmekkur að stærri skjálfta. Flestum skjáiftum og skjálftahrin- um sem verða á Suðurlandi má skipta í tvo flokka. Annars vegar eru það stakir jarðskjálftar eða hrinur sem halda sig við afmörkuð svæði á skjáiftasvæði Suðurlands. Hins vegar eru skjálftahrinur sem ganga yfir allt svæðið, byrja austast og fara vestur eftir svæðinu og geta staðið allt frá nokkrum dögum upp í tvö til þrjú ár. Líklegt er talið að skjálftinn sem varð á laugardaginn sé hluti af Heimili í rúst I jaröskálftanum á laugardag varö eyöileggingin víöa mikil þó þar sé ekki um hinn eiginlega Suöurlandsskjálfta aö ræöa. skjálftahrinu, sem flokkast undir sið- arnefnda flokkinn, en fyrsti skjálftinn varð eins og kunnugt er nálægt Hellu og hefur jörð skolfið allt vestur í Krýsuvík síðan þá. Árið 1912 varð skjálfti sem talinn er hafa nálgast 7 stig á Richter en hann átti upptök sín á svæðunum i kring- um Heklu en er ekki flokkaður undir Suðurlandsskjálfta þar sem hann var stakur og afmarkað- ist við austasta skjálftasvæðið. í þeim skjálfta lést eitt barn þegar sperra féll á það þar sem það lá í örmum móður sinnar og er það síðasta mannfall sem þekkt er í jarðskjálfta á íslandi en alls er vitað um 100 mannslát í skjálftum á landinu frá upphafi byggðar. í samtali við DV sagði Ragnar Stef- ánsson, jarðskjálftafræðingur hjá Veð- urstofunni, að ekki þurfi endilega að vera svo að svokallaður Suðurlands- skjálfti sé yfirvofandi. Hann reiknar með að i framhaldinu muni skjálftarn- ir færast vestar en verið hefur og hugsanlega allt að Kleifarvatni. Ofogur sjon Þrátt fyrir allt er skjálftinn á laugardaginn ekki taiinn mjög stór. „Það hefur orðið nokkur spennu- losun á Suðurlandssvæðinu en þó er lika mögulegt að það komi eftir- skjálfti sem verður stærri en sá á laugardaginn en það getum við ekki fullyrt um,“ segir Ragnar. - Var þetta Suðurlandsskjálftinn? „Nei, Suðurlandsskjáiftarnir hafa verið upp á 7 á Richter," segir hann. - Getur þetta verið upphaf að hrinu í ætt viö Suðurlandsskjálftann? „Það getum við auðvitað ekki úti- lokað,“ segir Ragnar. -jtr Upptakasvæði Suðurlandsskjálfta 3 J_________ 1789 1766 1752 1706 1.896 1896”84 1784 !896 1896 1732 1912 Olfusárbrúin Lokaö vegna jaröskjálfta. Brúm á Suð- urlandi lokað í kjölfar jarð- skjálfta Linur Neyðarlínunnar voru rauð- gióandi eftir jarðskjálftann á laugar- dag er fólk hringdi til þess að fá upplýsingar og tilkynna um skemmdir. Lögreglulið landsins var upptekið bæði á laugardag og í gær við að aðstoða fólk vegna skjálftans. Mikið eignatjón varð á Suðurlandi og var lögreglunni á Selfossi, Hvols- velli og Hellu enn að berast tilkynn- ingar um tjón í gærkvöldi. Lögreglan á Selfossi fékk aðstoð frá lögreglunni í Reykjavik við að loka Þjórsárbrúnni og Ölfusár- brúnni þar til sérfræðingar höfðu fullreynt að jarðskjálftinn hefði ekki skemmt þær. Umferð var kom- in í samt lag fyrir kvöldmat á laug- ardag. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli kom misfella í brú við Varmadal. Hún er þó fær umferð en hámarkshraði yfir hana hefur verið lækkaður. Skemmtun var í Herjólfsdal í Vest- mannaeyjum 17. júní og var margt fólk í dalnum er skjálftans varð vart. Kona sem hljóp undan gijóthruni í dalnum datt og skarst á fæti. Að sögn lögreglunnar í Eyjum var konan klædd í háhælaða skó. Einnig urðu skemmdir á garðvegg og vörubíl er grjót hrundi úr Hlíðabrekku I Eyjum. -SMK Árekstur á mót- um Miklubrautar og Grensásvegar Tveggja bíla árekstur varð á mót- um Miklubrautar og Grensásvegar um kvöldmatarleytiö á laugardag. Bílamir skemmdust mikið við árekst- urinn, en fólkið slapp lítið meitt. Öku- maður og farþegi annars bílsins voru fluttir á slysadeild, en meiðsli þeirra reyndust ekki lífshættuleg. Báðir bO- arnir voru fluttir af slysstað með kranabifreiðum. -SMK Vf>ðrið i t*\ olH JAVÍK AKUREYRI Síðdegisskúrir Austlæg átt, 5-10 m/s og skýjað með köflum en súld við suður- og austurströndina og síðdegisskúrir suðvestanlands. Fremur hlýtt í veðri. Sólarlag í kvöld Sólarupprás á morgun Síödegisflóö Árdegisflóö á morgun 24.04 02.54 20.09 08.26 00.55 01.27 12.24 00.42 Skýrlngar á veöurtákíiuii) J*-^VINDÁTt 10% Hirt 15) -10° -'NviNDSTYRKUR VcDftsr 1 metrain á bbKíiihIu i HEIOSKÍRT lETTSKÝjAÐ 3$3 HÁLF- SKÝJAÐ 5KÝJAÐ o ALSKÝJAD w RIGNING SKÚRIR SLYDDA Ö SNJÓKOMA ÉUAGANQUR P ÞRUIVIU- VEÐUR _l .. SKAF- RENNINGUR ÞOKA ' bs epu Rigningin góð Sunnlendingar voru heppnir með sautjánda júní veðrið og að ekki skyldi rigna aö ráði eins og flestri bjuggust viö. Áfram verður þokkalegasta veöur og sumir segja að alltaf sé gott veður, það sé bara að kunna aö klæða sig. Rigningin getur sem sé veriö skrambi góö. C.-- /. ;:j Skýjað með köflum Austlæg átt, 5-10 m/s og skýjaö meö köflum. Dálítil súld við suður- og austurströndina en síðdegisskúrir suövestanlands. Hiti 6 til 17 stig, hlýjast suövestan til. WIIMBbíM&is Vindur: -'■O yO-\ Vindur: /-^ r~J 5-1Ö m/s ^ ^ 5-10 tn/s jy, Hiti til 17° Hiti til 5° Austlæg átt, 5-10 m/s og skýjað mefi köflum. Dálítll súld vlfi sufiur- og Búlst er vlb norðaustlægrl austurströndlna en efia breytllegri átt, 5-8 m/s og stöku skúrlr en sífideglsskúrlr sufi- vestanlands. Hiti 6 til 17 fremur hlýtt. 'WSWSeriSAs Vindur: /f~' 5-10 m/s Hiti 6’ til Veðurstofna gerir ráfi fyrtr svlpufiu vefiri áfram. Norbaustlæg efia breytlleg átt, 5-8 m/s og stöku skúrir en fremur hlýtt. ŒsasreM AKUREYRI alskýjaö 9 BERGSTAÐIR alskýjaö 6 BOLUNGARVÍK alskýjað 6 EGILSSTAÐIR 10 KIRKJUBÆJARKL. skúr 9 KEFLAVÍK rigning og súld 9 RAUFARHÖFN alskýjaö 8 REYKJAVÍK súld 9 STÓRHÖFÐI rigning 8 BERGEN þokuruöningur 11 HELSINKI skýjaö 16 KAUPMANNAHÖFN 14 ÓSLÓ alskýjaö 12 STOKKHÓLMUR ÞÓRSHÖFN 17 ÞRÁNDHEIMUR rigning 10 ALGARVE skýjaö 23 AMSTERDAM léttskýjað 25 BARCELONA léttskýjaö 22 BERLÍN hálfskýjaö 22 CHICAGO léttskýjaö 14 DUBLIN léttskýjað 20 HAUFAX heiöskfrt 20 FRANKFURT léttskýjað 26 HAMBORG skýjaö 25 JAN MAYEN skýjaö 5 LONDON léttskýjað 28 LÚXEMBORG heiöskfrt 25 MALLORCA léttskýjaö 30 MONTREAL heiöskfrt 14 NARSSARSSUAQ alskýjaö 13 NEWYORK rigning 21 ORLANDO hálfskýjaö 25 PARÍS heiöskirt 27 VÍN léttskýjaö 21 WASHINGTON þokumööa 22 WINNIPEG léttskýjaö 10 ■’AiamwÆtaf.'iAffi'.n.'f.mafiHia/.iJiim.viin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.