Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2000, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2000, Blaðsíða 36
NYR NISSAN PATROL •% W m ■ SSE ln«var ■ II HHgason hf. FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ MÁNUDAGUR 19. JÚNÍ 2000 17. júní í Reykjavík: Stórslysalaust Þrátt fyrir mikinn mannfjölda í miðborg Reykjavíkur á 17. júní, gengu hátíðahöldin stórslysalaust fyrir sig. Þegar mest var álítur lög- reglan í Reykjavík að um 20.000 •Tmanns hafi verið í miðbæ Reykja- víkur á laugardaginn og um kvöldið voru 10.000 til 15.000 manns í bæn- um. Einnig var mikið af fólki í mið- bænum aðfaranótt laugardagsins. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík voru 28 ökumenn stöðvaðir um helg- ina grunaðir um ölvun við akstur og er það óvenju margir. Eins þurfti lögreglan' að hafa afskipti af 15 ung- lingum á aldrinum 13 til 15 ára vegna brota á útivistartíma barna og áfengislöggjöf. Farið var með börnin í athvarf og sóttu foreldrar þau þangað. Maður var fluttur á slysadeild eft- ir að hann fékk gasúða yfir sig á Ing- ólfstorgi að morgni 17. júni. Hópur fólks réðst að manni í Kirkjustræti að morgni sunnudags- ins. Lögregla skakkaði leikinn og handtók einn mann úr hópnum. Fómarlambið reyndist ekki mikið slasað. Einnig var 16 ára piltur stunginn með hníf í hendi á sjöunda tímanum á sunnudagsmorguninn. Var hann færður á slysadeild þar sem gert var að sári hans, sem reyndist óverulegt. Árásarmaðurinn, sem ferðaðist um á reiðhjóli, komst undan og hef- ur ekki verið handtekinn. -SMK * Árekstur í Hafnarfiröi: Fór margar veltur Umferðarslys varð skömmu fyrir klukkan 22 í gærkvöldi á Reykjavík- urvegi í Hafnarfirði. Að sögn lög- reglunnar í Hafnarfirði skall bíll sem ekið var norður Reykjavíkur- veg á öðrum bíl er ók í veg fyrir hann. Við það fór sá fyrri sex til sjö veltur. Beita þurfti tækjum slökkviliðs- ins til þess að ná ökumanninum út úr bílnum sem valt og var hann íluttur á slysadeild. Maðurinn var talsvert slasaður en ekki talinn í lífshættu. Fólkið sem var í hinum bílnum slapp ómeitt. Bíllinn sem valt er gjörónýtur og hinn er mikið skemmdur. -SMK Vatnsleki í Hegn- ingarhúsinu Slökkviliðið í Reykjavík var tvisvar kallað að Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg í gær þar sem hitavatnslögn brast og þurfti slökkviliðið að dæla vatni úr hús- inu. Að sögn slökkviliðsins er líklegt að lekinn hafi verið afleiðing jarö- skjálftans á laugardag. Ekki var vit- að um skemmdir af völdum vatns- ins er blaðið fór í prentun í gær- v kvöldi. -SMK DVWYND JAK Kirkjuvígsla í stærstu sókn landsins Grafarvogskirkja var vígö í gær aö viöstöddu fjölmenni. Hér sést sóknarpresturinn, sr. Vigfús Þór Árnason, og aö baki honum þrír biskupar, hr. Karl Sigur- björnsson, hr. Ólafur Skúlason og hr. Sigurbjörn Einarsson, og dómprófastur, sr. Guömundur Þorsteinsson. FM sendingar RÚV og GSM Landsímans duttu út: Mikilvæg örygg- istæki brugðust - farsímakerfið lá niðri í allt að 32 mínútur Þegar náttúruhamfarir verða er afar mikilvægt að öryggistæki svo sem útvarp og sími bregðist ekki. í kjölfar jarðskjálftans á laugardag lágu FM útsendingar RÚV niðri um tíma og einnig var hluti GSM-kerfis- ins Landssímans. Langbylgjusend- ingar Ríkisútvarpsins héldu þó og einnig almenna símkerfið. Athygli vakti að FM-sendingar Rásar 1 hjá Ríkisútvarpinu lágu niðri á jarðskjálftasvæðinu um tíma í gær, en Ríkisútvarpið gegnir laga- legri skyldu sem öryggisrás á ham- faratímum. Langbylgjusendingar duttu þó aldrei út enda eru engir langbylgju- sendar á skjálftasvæðinu. Að sögn Halldórs Ingvasonar, tæknifræðings hjá Símanum, lágu FM-sendingar niðri frá því að raf- magnið fór í Vestmannaeyjum þangað til vararafstöðin í Vest- mannaeyjum tók við. Friðrik Frið- riksson, veitustjóri í Vestmannaeyj- um, upplýsti aö rúmur hálftími hefði liðið frá því rafmagnið fór í Vestmannaeyjum þar til vararaf- stöðin var komin í gagnið. í kjölfar jarðskjálftans varð einnig truflun í miðstöð GSM-kerfis- ins í Breiðholti. Flestir sendar voru aðeins úti í fáeinar mínútur en sá sem lengst var úti var óvirkur í 32 mínútur og stór hluti kerfisins virk- aði eðlilega allan tímann að sögn Ólafs Stephensen, upplýsingafull- trúa Símans. Almenna símakerfið varð ekki fyrir neinni truflun þrátt fyrir að rafmagn færi af á jarðskjálftasvæð- inu. Að sögn Ólafs er allur búnaður Símans á vararafmagni. NMT-kerfið varð ekki heldur fyrir truflun af völdum jarðskjálftans. Forráða- menn Símans voru samt ánægðir með hvemig kerfið stóð sig í jarð- skjálftanum á laugardaginn. -ss Eftirstöövar skjálftans Hátt í 500 íbúar Rangárvallasýslu voru mættir á fund sem boöaö var til vegna suöurlandsskjálfta á laugardag. Fulltrúar sveitastjórna, Viölagatryggingar, Almannavarna og jarðvísindamanna funduöu með íbúum sýslunnar og Davíö Oddsson forsætisráöherra ávarpaöi fundarmenn. Forsætisráöherra hét dyggum stuöningi ríkisstjórnarinnar viö þá er uröu fyrir tjóni. Jarðskjálftar taka sinn toll: 67 manns hafa látist á íslandi - af völdum jarðskjálfta Jarðskjálftar hafa tekið sinn toll á íslandi sem og annarsstaðar. Fyrstu heimildir um jarðskjálfta má rekja til ársins 1164, en þá varð jarð- skjálfti í Grímsnesi 19 manns að bana. Alls er talið að um 67 manns hafi látist af völdum jarðskjálfta á Islandi í 12 mismunandi jarðskjálft- um, þeim síðasta árið 1912 þegar ungabarn lést í örmum móður sinn- ar við það að sperra féll á það. Á hverju ári verða um 50 þúsund jarðskjálftar víðsvegar um heiminn og er talið að um 75 milljónir manna hafi látist af völdum þeirra frá upphafi mannkyns. -ÓRV 2000 baða sig Umferðaröngþveiti skapaðist við Nauthólsvíkina á laugardag þegar upphituð baðströnd þar var opnuð. Að sögn lögreglunnar i Reykjavík mættu hátt í 2000 manns á ströndina á opnunardaginn enda skein sól í heiði. Ekki voru nægjanleg bílastæði fyrir allan þennan manníjölda, en allt fór þó vel að lokum og virtist sundfólkið almennt ánægt með ströndina. -SMK Gæði og glæsileiki smort Csólbaðstofað Grensásvegi 7, sími 533 3350. Sælurum m/ nuddi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.