Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2000, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2000, Blaðsíða 18
18 dt~ 31 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Svelnn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Þverholtl 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, síml: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerö: isafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt Ul að birta aösent efni blaösins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Vextir hœkka Bankastjórn Seölabankans ákvað síðastliðinn fostudag að hækka vexti bankans í viðskiptum við lánastofnanir um 0,5%. Jafnframt hækkaði ávöxtun í tilboðum bankans á Verðbréfaþingi í ríkisvíxla sem og ávöxtun í endurhverf- um viðskiptum og vextir á viðskipta- og bindireikningum lánastofnana. Það hefur legið nokkuö lengi fyrir að nauðsynlegt væri að hækka vexti hér á landi verulega, en svigrúmið hefur ekki verið mikið vegna sterkrar stöðu krómmnar. Hækk- andi vextir viða í Evrópu og veikari staða krónunnar - sem virtist á tímabili vera í frjálsu falli - hafa hins vegar skapað svigrúm fyrir hækkun vaxta. Þetta svigrúm hefur Seðlabankinn nýtt sér með skynsamlegum hætti. „Vaxtahækkunin nú staðfestir þann ásetning bankans að fylgja áfram peningastefnu sem stuðlar að sterku gengi krónunnar og þar með minni verðbólgu en ella,“ segir í frétt frá bankastjórn Seðlabankans. Vert er að fagna þess- ari yfirlýsingu sérstaklega þó Seðlabankinn hafi sýnt það í verki á undanfómum árum að aðhaldssemi ræður ferð við stjórnun peningamála. Stefna Seðlabankans undanfarin ár hefur skilað ágæt- um árangri enda hefur tekist að koma í veg fyrir að verð- lag færi úr böndunum. Vandinn er hins vegar sá að stjóm- tæki bankans eru takmörkuð og bankinn einn getur ekki tryggt jafnvægi í efnahagslífinu. Á það hefur verið bent margsinnis hér i leiðurum DV að opinberir aðilar, og þá einkum ríkissjóður, hafa gert Seðlabankanum erfitt fyrir og dregið úr árangri aðhaldssamrar peningamálastefnu. Lausung í opinberum fjármálum er helsta efnahagsvanda- mál íslendinga og því miður bendir ekkert til að þar verði breyting á - þvert á móti. Reglugerdarríki Vef-Þjóðviljinn benti fyrir skömmu á gríðarlegt umfang reglugerðarríkisins seni birtist meðal annars í umfangs- mikilli útgáfu B-deildar Stjómartíðinda, þar sem birtar eru nýjar reglugerðir og önnur stjómvaldsfyrirmæli. Á árunum 1944 til 1970 var útgáfan nokkuð stöðug eða um 500 blaðsíður á ári. Síðustu þrjátíu árin hefur sigið verulega á ógæfuhliðina og hefur blaðsíðufjöldinn ekki far- ið undir 1000 síður á ári. Á síðasta ári var síðan slegið met þegar B-deild Stjórnartíðinda var alls 2.860 síður. Vef-Þjóðviljinnn bendir á að „lævísar reglur og tilmæli til borgaranna“ séu eitt helsta tæki stjómmálamanna til að skipta sér af landsmönnum: „Auðvitað eru reglumar ætið settar undir því yfirskini að vemda okkur borgar- anna. Hver vill andmæla reglum sem settar eru til að vernda hagsmuni neytenda eða umhverfisins eða til að gæta jafnréttis kynjanna? Þessar reglur eru þó eins og önnur ríkisumsvif markaðar af þrýstingi ffá hagsmuna- hópum. Ýmis eftirlitsiðnaður hefur til dæmis hagsmuni af því að hafa sem viðamestar reglur. Það þarf að fylgjast með því að þessum reglum sé fylgt. Samkeppnisstofmm hefur hagsmuni af því að settar séu reglur til að „vernda neytendur“. Þessi misserin spretta upp fyrirtæki og stofn- anir sem sinna reglum um umhverfismál, t.d. svonefndu umhverfismati.“ Ábendingar Vef-Þjóðviljans eru umhugsunarefni. Ætli íslendingar séu hamingjusamari nú en fyrir 50 árum þeg- ar reglur og reglugerðir voru fáar og einfaldar? Óli Bjöm Kárason MÁNUDAGUR 19. JÚNÍ 2000 MÁNUDAGUR 19. JÚNÍ 2000 DV Skoðun v Allt fyrir söluna Á sunnudaginn las ég grein í Morgunblaðinu, lag- lega gert fléttuviðtal við sér- fræðinga í íslenskum fræð- um. Áður voru viðtöl við þannig menn upphafin, full af menntahroka, rembingi, þjóðemiskennd og hetjudýrk- un. Nú hefur örkinni verið snúið við og íslensk fræði farið inn á það svið sem var talið til sölumennsku fremur en menningar. Dulbúnir fiskmangarar í viðtali mannanna var hvorki reisn né rembingur. Flest snerist þar um það hvort sögumar gætu aukið ferðamannastrauminn til landsins og fisksölu til útlanda. Fræðimennirnir sem komu fram sem dulbúnir fiskmangarar í Was- hington minntust ekki á neitt tengt bókmenntum. Eina takmark og trú okkar á gildi lands, menningar og mannífs, virðist vera það að auka ferðamannastraum og fisksölu. Björk eykur fisksöluna, Laxness líka. Ekki má vist gleyma forsetanum. Sagt er að hann hafi orð- ið ástfanginn með ágætri markaðssetningu dætra sinna til að auka fisksölu og ferðamanna- strauminn. Menn full- yrða að kærastan mimi auka svo harðfiskát í heiminum að Vestfirð- ingar þurfi ekki að gera annað en hengja ýsu í hjalla. Heimurinn verð- ur mús í harðfiskinum. - Svo miklar „vænting- ar“ eru á kreiki í at- hafnalífinu að væntan- legir síldarkóngar fæðast á ný og engin spuming að síldin kemur. Það verður aftur hægt að verka og selja demantssíld fyrir kraft dem- antaprinsessunnar. Skop- og ádellubókmenntir Maður gæti líka dregið þá álykt- un af viötalinu að fræðimennirnir hafi komist að þeirri vísindalegu niðurstöðu að sögumar hafi verið skrifaðar á sinni tíð í þágu fisksölu árið 2000, þessar miklu og lævísu háðsbókmenntir í anda hinnar ný- Guðbergur Bergsson rithöfundur „Kannski vantar bara það að fullkomna nútímagrínið og láta Gunnar og Njál standa jafnfœtis Bláa lóninu í túrista- bransanum og fcera íslensk frceði í hendur leiðsögumanna. “ teknu kristni, sem lýsir, eins og ail- ir sigurvegarar, smáskitlegum deil- um hinna sigruðu, vífilenaum lög- speki þeirra og andlegri lágkúru. í fari heiðingjanna vottar varla fyrir háleitum hugsjónum. Þetta eru svo snilldarlega gerðar skop- og ádeilubókmentir að enginn hef- ur tekið eftir eðli þeirra. Blindan er slík meðal fræðimanna að at- hafnir heiðingjanna, afskræmdar frá kristnum sjónarhóli, hafa verið taldar hetjudáðir. Að verkstjóra hjá Þorbirni Kannski vantar bara það að full- komna nútimagrínið og láta Gunnar og Njál standa jafnfætis Bláa lóninu í túristabransanum og færa íslensk fræði í hendur leiðsögumanna. En ég veit af reynslu að salt- fiskætumar, Spánverjar og Portú- galar, munu éta bacalao og skíta honum rólegir þótt Snorri Sturlu- son og skinnhandritin fari aldrei í stafrænu formi á Netið. Ámastofn- un getur því sparað sér fé og gert forstöðumann- sinn að verkstjóra hjá Þorbimi hf. i Grindavik. Guðbergur Bergsson Til varnar fiskifræöingum lágmarki í seinni heims- styrjöld, hrygndi þorskur að meðaltali rúmlega tvisvar á ævinni. Um 1970 var hins vegar svo komið eftir miklar veiðar, að hann hrygndi að meðaltali aðeins rúmlega einu sinni. Ónákvæm vísindi eru ekki röng Jakob benti mér á það, að síldveiðar væru skólabókar- dæmi um áhrif veiða á stofn. Síldinni var ausið upp á miðjum sjöunda ára- tug, svo að hún hvarf nánast. Eftir friðunar- og vemdaraðgerðir náði hún sér að mestu leyti aftur. Þeir menn eru að visu til, sem telja veiðar hafa óveruleg, engin eða jafnvel öfug áhrif á stofna. En þeir hafa ekki lagt fram sterk gögn fyrir kenningum sínum, og mikill meiri hluti fiskifræðinga er annarrar skoð- unar. Þó að lífríki hafsins sé afar flókið og tengsl stofna um margt óljós, svo að margt sé matsatriði í þessum fræðum, breytir það ekki þvi, að engu er ööru betur að treysta. Hvikum ekki Gera verður ráö fyrir því, að veið- ar hafi mjög mikil áhrif á fiskistofna. Margt annað hefur vafalaust áhrif, en viö getum ekki stjómað því. Þess vegna má ekki hvika frá settum markmiðum. Nauðsynlegt er að minnka talsvert leyfilegan heildar- afla þorsks. Þá segja sumir, að við missum af miklum aflatekjum. En ekki má einblína á tekjumar. Aðalat- riðið er gróðirm, munurinn á tekjum Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor og gjöldum. Um leið og við veiðum minna, kostum við væntanlega minna til. Raunar veitir fiskihag- fræðin sterka visbendingu um, að gróðinn af fiskveið- um sé ekki mestur, þar sem afli er í hámarki (og með honum aflatekjur), heldur við talsvert minni leyfileg- an heildarafla. Hagkvæmasta kerfið Ég hef þess vegna engar áhyggjur af því, að leyfileg- ur heildarafli minnki tals- vert um skeið. En við hvaða fyrir- komulag geta útgerðarmenn veitt fisklestina með minnstum tilkostn- aði? Það er ekki við sóknarkvóta, þar sem veiðar eru frjálsar, þangað til tilteknum leyfilegum heildarafla hefur verið landað. Við slíkt kerfi einbeita útgerðarmenn sér að því að veiða sem mest á sem skemmstum tima og stöðva veiðamar aðeins, þeg- ar tilkostnaöur er orðinn jafnmikill aflatekjum. En við aflakvóta geta út- gerðarmenn skipulagt veiðamar til langs tíma í því skyni að lágmarka tilkostnað og hámarka gróðann. Eiga hagsmuna aft gæta Loks má spyrja þriðju spurningar- innar, sem tengir saman hinar tvær. Við hvaða fyrirkomulag fiskveiða eru útgerðarmenn líklegastir til að vinna með fiskifræðingum að vernd- araðgerðum á Islandsmiðum? Það er, þegar þeir eiga einhvem hlut í þess- um fiskistofnum, eiga þar hagsmuna að gæta, og það tryggir kvótakerfið. Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Eftir að Hafrannsóknastofnun birti á dögunum skýrslu um bágara ástand þorskstofnsins en búist hafði verið við, hafa andstæðingar kvóta- kerfisins ráðist harkalega á hana. Þeir blanda hins vegar saman tvennu. Hið fyrra er, hvers við verð- um vísari af fiskifræðinni: hvaða áhrif hafa til dæmis veiðar á stofna? Hið síðara er, við hvaða fyrirkomu- lag útgerðarmenn geta veitt fisklest- ina með minnstum tilkostnaði. Veiðar hafa áhrif Einhverjir fróðlegustu viðtals- þættir, sem ég hef tekið undir nafn- inu Maður er nefndur, voru við fiski- fræðingana Jón Jónsson og Jakob Jakobsson. Jón benti mér á það, að til væru óvenju skýr gögn um áhrif veiða á stofn. Þetta eru mælingar á hrygningartíðni og dánarárum þorsks allt frá lokum þriðja áratugar tuttugustu aldar. Þegar veiðar voru í „Loks má spyrja þriðju spurningarinnar, sem tengir saman hinar tvcer. Við hvaða fyrirkomulag fiskveiða eru útgerðar- menn liklegastir til að vinna með fiskifræðingum að vemdaraðgerðum á íslandsmiðum?“ Meö ogámóti inuleyfi nektardansmeyja Ummæli Ákvöröun sjávarútvegs- ráðherra vekur ugg „Sú meginlína í ákvörðun sjávarút- vegsráðherra að auka kvóta umfram ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar vekur ugg. I því góðæri sem nú ríkir er erfitt að sjá hvaða efnahagslegu rök knýja á um að vikið sé frá fyrri stefnu. Eftir þessa ákvörðun sjávarútvegsráðherra hefur þjóðin ekki jafn fast land undir fótum vegna uppbyggingar þorsk- stofnsins og áöur og það er miður.“ Úr forystugrein Mbl. 16. júní. Hvernig þjóð? „Við þurfum að hægja á okkur, sér í lagi varðandi eyðslu- semina. Við látum allt eftir okkur, sama á hvaða aldri við erum. Við ættum sem þjóð að staldra við og hugsa hvert við stefn- um. Hvemig þjóð viljum við verða eftir 10 ár? Hvemig viljum við sjá unga fólk- ið okkar? ... Ég vildi sjá okkur dyggð- um prýdda þjóð og lestina hverfa smám saman vegna aukins innsæis þjóðarinn- ar, að tekið sé fostum tökum á uppeld- inu á hinni nýju kynslóð." Sigriöur Halldórsdóttir prófessor, I Degi 16. júní. Þjóðareign í þína þágu? „Ríkisútvarpið - þjóðareign í þína þágu“ hljómar þessa dagana í auglýs- ingatímum Ríkisútvarpsins. Það eru starfsmenn innheimtudeildar Ríkisút- varpsins sem auglýsa og era með þessu að hvetja menn tO að greiða afnotagjöld- in með brosi á vör. Þeir greiða þau að visu ekki sjálfir og brjóta þar meö þær reglur sem þeir leggja svo hart að öðr- um að fara eftir. Ef að þetta er hins veg- ar rétt, að Ríkisútvarpið sé í þína þágu, er einkennilegt að það þurfi að neyða þig til að greiða áskriftargjöldin." Úr Vef-Þjóöviljanum 12. júní. Verða að aðlaga sig breyttum reglum „Það er ekki lengur hægt að taka inn nektar- dansmeyjar á 28 daga lista- mannaundanþágu. Það er of snemmt að segja hvað þessi lög munu þýða í raun en hins vegar virðist það alveg ljóst að enn er stríður straumur af er- lendum konum sem koma hingað til þess að starfa í þess- um næturklúbbabransa og sú starf- semi þarf náttúrlega að lúta sömu lög- um og regliun og öll önnur atvinnu- starfsemi á íslandi. Menn verða auð- vitaö að aðlaga sig að þessum breyttu reglum. Ástæðan fyrir því að reglunum var breytt var fyrst og fremst sú að maður heldur ekki úti atvinnustarfsemi, hver svo sem hún er, á undan- þágu og undanþágureglum um atvinnuleyfi útlendinga á ís- landi. Að því leytinu til var bara verið að færa þetta til samræmis við aimað. Þetta gerir auðvitað meiri kröfur til þeirra sem reka þessa staði en ég held að það sé í sjálfu sér ekkert nema gott eitt um það að segja og ég vona líka að þetta verði til þess að öll réttindi þessara kvenna sem starfs- manna verði virt.“ Þórunn Svein- bjarnardóttir þingkona Gert allt of erfitt y. ,, ,Það voru búin | til lög en þeir aðil- ar í þjóðfélaginu r sem eiga að af- greiða eftir þessu nýja formi eru bara ekkert í stakk búnir til þess. Það virð- ist bara orð hafa komið að ofan um að hægja á aUri af- greiðslu, þetta er svo mikU pappírsvinna. Þetta er gert strembið __________ þannig að stelpur sem eru að koma frá löndum sem ekki eru innan Evrópska efnahagssvæðisins þurfa að fyUa út pappíra og senda þá til baka, plús það að þeir sem eiga að af- Bernharó Steingrímsson eigandi Setursins á Akureyri. greiða þetta virðast koma af ijöUum og vita ekkert hvem- ig þeir eiga að gera það. Það virðast voðalega fáir vita i rauninni hvernig fram- kvæmdin er og það er búið að hafa aUa aðUa sem era í þessu að fíflum. Að ástæðu- lausu er búið að gera þetta aUt of erfitt. Þetta eru yfir- leitt prúðar og góðar stelpur og það er betra að hafa þær heldur en að fara inn á þann markað sem heitir Evrópustelpum- ar, þær eiga tU að vera frekari og ágengari og kannski ganga lengra en hinar.“ -SMK Ný lög voru tekin upp í vor þar sem nektardansmeyjum frá löndum utan Evrópusambandsins er gert skylt að hafa atvinnuleyfi áður en þær geta starfað hér á landi. Nýverið var sjö konum melnuð landganga vegna þess að þær höfðu ekki tilskilin leyfi. I Sölusamtök á kjöti „Það sem mér finnst mikUvægast er að skoða möguleika á þvi að stofha ein- hvers konar sölusam- tök á kjöti fyrir er- lendan markað sem svipar tU SÍF og SH eða þá að ganga tU samstarfs við slíka aðUa sem þegar hafa aflað sér þekkingar á útílutningi og hafa aðgang að mörkuðum erlendis. Ég er sannfærður um að ef hægt er að ná sátt um að selja aUt kjöt frá íslandi undir einu merki þá væri hægt að stórauka sölu á kjöti sem hágæðavöra tU útlanda." Özur Lárusson, framkvstj. Landssam- taka sauöfjárbænda, I 11. tbl. Bændablaösins. Rauðu ljósin Þegar ég hélt því fram fyrir síðustu kosningar að stöðugleiki efnahagslífsins væri í hættu vegna ítrek- aðra mistaka rikisstjómar- innar við stjóm efhahags- mála var því harðlega mót- mælt af bæði forsætisráð- herra og fjármálaráðherra. Reynslan hefur sýnt að þeir höfðu gróflega rangt fyrir sér. Hver efnahagstofnunin á fætur annarri keppist nú við að lýsa þvi yfir að stöð- ugleikinn sé í uppnámi. Rík- isstjómin hefði betur hlust- að á varnaðarorð Samfylkingarirmar. Röð fingurbrjóta Ríkisstjórninni hafa orðið á marg- ir alvarlegir fingiu-brjótar við stjóm efnahagsmála sem hafa beinlínis ýtt undir þenslu. Hún stóð rangt að einkavæðingu ríkisbankanna þegar hún seldi nýtt hlutafé í stað þess að selja hlutaféð sem fyrir var. Þetta jók eigið fé bankanna sem gerði þeim kleift að sækja sér meira lánsfé tU útlanda og ýta því tU neytenda á tombóluprís tU aö styrkja stöðu sína í aðdraganda bankasamrunans. Þetta verkaði einsog bensín á elda þenslunnar. Ríkisstjómin keypti sér sömuleiðis vinsældir í aðdraganda kosninganna með því að lækka skatta í miðju góð- æri. Þessi aðferð kann að vera drjúg tU atkvæðakaupa en er hins vegar guUtrygg leið tU að ýta undir þenslu. Skattalækkunin var því hreint ábyrgðarleysi við þessar aðstæður og enn frek- ar i ljósi þess að verkalýðs- hreyfmgin var tU viðræðu um að breytt yrði frá al- mennum skattalækkunum. í staðinn hefði rikisstjórnin því átt að nota hluta svig- rúmsins sem nýtt var tU at- kvæðakaupa tU að rétta hlut þeirra verst settu. Gríðarleg aukning fjármagns i hús- bréfakerfmu í kjölfar vitlausra breyt- inga í húsnæðismálum sem keyrðar vora í gegn á Alþingi voru sömuleið- is eldsmatur á þenslubálið. Á tveimur árum jókst fjárstreymið gegnum hús- bréfakerfið úr 16 mUljörðum í næst- um 30 mUljarða. Þetta hækkaði fast- eignaverð um rífan þriðjung á höfuð- borgarsvæðinu. Sú hækkun á nú verulegan þátt í aukinni verðbólgu þannig að fuUyrða má að ríkisstjóm- in sé fremst í hópi þeirra sem kveiktu verðbólgueldinn. Of langt er að telja upp fleiri fingurbrjóta, en sannarlega er af nógu að taka. Stöftugleikinn í uppnámi Afleiðingarnar af fingurbrjótum ríkisstjómarinnar eru nú óðum að Ossur Skarphéðinsson formaöur Samfylkingarinnar blikka' koma í ljós. Verðbólgan hefur þre- faldast og er nærri 6%. Viðskipta- haUinn sem Davíð og Geir fuUyrtu að færi minnkandi hefur aukist úr 30 miUjörðum I 50. Hundmðum fjöl- skyldna fossblæðir undan húsbréfa- kreppunni. Vextir eru óbærUega háir og gengi krónunnar hefur T- hækkað svo að útflutningsgreinam- ær haltra. Þetta er efnahagsstefna stjórnvalda í hnotskurn. Þjóðhagsstofnun segir að við- skiptahaUi og verðbólga af því tagi sem ríkir á íslandi stefni stöðugleik- anum í voða. Seðlabankinn kveður fastar að orði með því að segja bein- línis að viðskiptahaUinn sé alvarleg ógnun við stöðugleikann. OECD bendir á að líklega þurfi að hækka vexti enn frekar en segir jafnframt að frekari vaxtahækkanir gætu vald- ið harkalegri lendingu vegna mikiUa útlána bankanna. Hjá öUum stofnunum sem fjaUa um islensk efnahagsmál blikka því rauð aðvörunarljós. Nema auðvitað í stjómarráðinu. Þar lofa menn enn *- miUjörðum tU íramkvæmda um aU- ar trissur, lækka vömgjöld á stórum jeppum eins og þenslan sé ekki tU og fuUyrða aö viðskiptahaUinn sé í fínu lagi eins og forsætisráðherrann stað- hæfði í SUfri Egils. - í stjómarráö- inu hlusta menn ekki lengur á efna- hagssérfræðinga. össur Skarphéðinsson „Verðbólgan hefur þrefaldast og er nærrí 6%. Viðskiptahallinn sem Davíð og Geir fullyrtu að fœri minnkandi hefur aukist úr 30 milljörðum í 50. Hundruðum fjöl- skyldna fossblœðir undan húsbréfakreppunni, vextir eru óbœrílega háir og gengi krónunnar hefur hœkkað svo að útflutningsgreinamar haltra. - Þetta er efnahags- stefna stjómvalda í hnotskum. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.