Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2000, Blaðsíða 15
15 MÁNUDAGUR 19. JÚNÍ 2000 DV Menning Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Tónlist Lagið sem ekki var sungið Síðari einsöngstónleikarnir á há- tíð Tónskáldafélagsins voru haldnir á miðvikudagskvöldið í Salnum í Kópavogi. Þar komu fram þau Þór- unn Guðmundsdóttir sópran, Sigrið- ur Jónsdóttir mezzósópran og Ólaf- ur Kjartan Sigurðarson baritón. Meðleikar voru þau Gerrit Schuil, Jónas Ingimundarson og Ingunn Hildur Hauksdóttir. Á efnisskránni voru lög samin frá 1950 til loka ni- unda áratugarins, en aðrar upplýs- ingar var ekki að finna í tónleika- skránni. Til dæmis var hvergi getið höfunda textanna, og fróðlegt hefði verið að vita tilurð hvers lags, hvenær það var samið o.s.frv. Eins og gengur eru lögin misjöfn að gæðum, sum eru klunnaleg og til- gerðarleg á meðan önnur eru fögur og innblásin. Eitt fallegasta lagið á efnisskránni var Það vex eitt blóm eftir Jón Þórarinsson, og einnig má nefna Eins og leikur fiðrildanna eft- ir Ingibjörgu Þorbergs, Á bænum stendur stúlkan eftir Árna Björns- son og Vor hinsti dagur eftir Jón Ásgeirsson. Nokkra eftirvæntingu vakti að sjá lagið Rakki eftir Magnús Blöndal Jóhannsson á efnisskránni en hann er einn helsti brautryðjandi ís- lenskrar tónlistar og verk hans heyrast sjaldnar en þau eiga skilið. Það var Ólafur Kjartan Sigurðarson sem átti að flytja þetta lag en hann hætti við það á síðustu stundu og bar við feröaþreytu. Það kemur svo sem ekki á óvart að hann hafi verið orðið þreyttur í lok tónleikanna því hann belgdi sig helst til mikið og söng almennt of sterkt. Auðvitað eru hápunktar í mörgum lögum þar sem ekkert á að gefa eftir en þegar svo til alltaf er sungið fullum hálsi fer það að hljóma eins og hvert ann- að villt öskur. Ólafur Kjartan vakti mikla athygli í óperunni Lúkretía svívirt sem var á fjölum íslensku óperunnar fyrir skemmstu, en hér stóð hann engan veginn undir nafni. Oft var túlkunin ólýrísk og hrein- lega gróf og þó bæði neðra og mið- svið raddarinnar væri vel mótað var eins og hann næði ekki al- mennilega efstu tónunum. Ólafur Kjartan er vissulega hæfileikaríkur söngvari en hann má ekki láta ein- föld íslensk sönglög hljóma eins og lokasprettinn í óperu eftir Wagner. Litlu betri var frammistaða Sig- ríðar Jónsdóttur mezzósópran þó hún hafi reyndar sýnt ljóðræna til- finningu hér og þar. Ólíkt Ólafi Kjartani heyrðist illa til hennar og hugsanlega var hún ekki í góðu formi því það vottaði fyrir hæsi í rödd hennar. Textaframburður var næsta óskiljanlegur og röddin var óþægilega hol. Er þetta synd því Sig- ríður er greinilega músíkölsk og get- ur örugglega sungið með mun meiri tilþrifum. Kannski var hún bara svona taugaóstyrk á tónleikunum. Meðleikararnir stóðu sig allir prýðilega. Athygli vakti frammi- staða Ingunnar Hildar Hauksdóttur píanóleikara, en undirritaður hefur ekki heyrt í henni áður. Hún lék með Þórunni Guðmundsdóttur sópr- an, sem var stjarna kvöldsins, örugg á sviði með góða öndun og eftir því magnaða raddbeitingu. Röddin var tær, textinn skýr, tónamir silki- mjúkir og var túlkun hennar sér- lega áhrifarík. Undirritaður hefur heyrt Þórunni syngja nokkrum sinnum áður og hefur frammistaða hennar ávallt verið glæsileg. Ljóst er að hún er í flokki fremstu söngv- ara landsins og á eftir að kveða að henni í framtíðinni. Jónas Sen Isuzu NKR Til sölu: Isuzu árg. '92. Ekinn 101 þús. km. Mál á kassa: Hæð 2,14 - Breidd 2.12 - Lengd 4.0. Lyfta 1,5 tonn, blað 1,58 m. Ein hurð á vinstri hlið, tvær á hægri hlið. Stjórna má lyftu úr ökumannssæti. Þokkaleg vetrardekk. Spoiler. Fjaðrandi ökumannssæti. Uppiýsingar veita: Bílasalan Hraun - 565 2727 ___________________ístraktor ehf - 540 0800 , 36 : II* Hftí « £ S l N ^OUSH Dekraðu við bfíinn . me& Auto Clym bílasnyrtivörunum. [tsso] Olíufélagið hf www.esso.ls EURO 2000 Allt um Evrópukeppnina í -ir* knattspyrnu á Vísi.is. uisir.is Fila nærföt og Speedo sundfatnaður 20% afsláttur ^ r r c 1 ’ 1 il 71 » w ij JJ f»J v—r —

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.