Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2000, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 19. JÚNÍ 2000
11
Fréttir
Jarðskjálfti upp á 6,5 á Richter:
Stærsti
jarðskjálfti
í 88 ár
- Almannavarnir hvetja til varúðar
Hús eyðilögðust og vegir klofiiuðu
þegar jarðskjálfti að stærð 6,5 á
Richter reið yflr landið tæpum 20 mín-
útum fyrir 4 á þjóðhátíðardaginn.
Skjálftinn átti upptök sín um 9 kíló-
metra suður af Ámesi, eða skammt
suðvestan við Hellu en hann fannst
greinilega allt vestur á ísafjörð þar
sem glamraði í leirtaui. Þetta er
stærsti skjálfti sem orðið hefur á Suð-
urlandi frá árinu 1912.
Rúmlega 30 hús á Hellu og nágrenni
skemmdust eða eyðilögðust og á annað
hundrað milljóna króna tjón varð í
glerverksmiðju á Hellu en starfsmaður
þar slapp naumlega frá glerfarginu
með því að stökkva upp á borð. Þá lok-
aðist fyrir heitt vatn á Hellu og Hvols-
velli þegar leiðslur fóru í sundur á
nokkrum stöðum og enn var vatns-
laust á Hvolsvelli í gærkvöld.
Gífurlegar skemmdir urðu á húsum
í sveitum Suðurlands af völdum
skjálftans á laugardag og skemmdust
mörg gróðurhús og laskaðist stærsta
kjúklingabú landsins skammt frá
Hellu þónokkuð.
Samgöngukerfið á Suðurlandi riðl-
aðist í kjölfar skjálftans á laugardag
eftir að malbik hafði rifnað og hátt í
háifs metra djúpar sprungur og mis-
gengi höfðu myndast á vegmn. Þá
þurfti að loka Ölfusárbrú og Þjórsár-
brú svo eitthvað sé nefnt. Mikið álag
var á símkerfmu eftir skjáiftann og
datt hluti GSM-kerfis símans út um
tíma.
Almannavamir Rangárvaliasýslu
héldu fræðslufund á Hellu síðdegis í
gær þar sem vísindamenn sögðu
mannvirki hafa staðist skjálftann furð-
anlega vel.
Raforkukerfl stóðust skjálftann þó
rafmagnsstaurar hafi víða ýmist
hækkað eða lækkað vegna landsigs og
landriss. Skjálftinn hafði engin áhrif á
Hvalfjarðargöngin.
Uggur greip um sig á Suðurlandi eft-
ir skjátftann á laugardag og áræddu
margir ekki að gista í húsum sínum en
margir íbúar Hellu -og nágrennis
eyddu nóttinni í tjaldi.
Almannavamir ríkisins treystu sér
ekki til að meta skemmdir af völdum
skjálftans þegar DV hafði samband í
gær en ljóst er að hitaveitur í Ámes-
og Rangárvallarsýslum em stór-
skemmdar og híbýli fólks víða löskuð.
Það var lán í óláni að margir vora
að heiman í fyrradag þegar skjálftinn
reið yfir en þá fógnuðu landsmenn
þjóðhátíðardeginum. Slys á fólki vora
óveruleg en ein kona fótbrotnaði í
Vestmannaeyjum þegar hún flúði
grjóthrun og maður axlarbrotnaði þeg-
ar hann féll úr hjólastól.
Þúsundir eftirskjáifta urðu í
gæmótt á Suðurlandi og allt vestur í
Bláfjöll, en allir voru þeir tiltölulega
veikir, á bilinu 2 til tæplega 4 á Richt-
er.
Almannavarnir ítrekuðu þau til-
mæli til fólks í gær að hafa allan var-
ann á og kynna sér rétt viðbrögð við
jarðskjálftum í símaskránni á blað-
síðu 24-29 (blaðsíðutalið er að finna í
efra homi). -jtr
DV MYNDIR- HILMAR ÞÓR
Blóm hrundu úr loftl
Áslaug Rut Kristinsdóttir, starfsstúika í Skálholti, sópar upp blómum sem
hrundu úr lofti í Skálholti.
tlepill takna^>skjalftavirkni
á tilteknu svæ.ði. Stærö deppla
akvaróast-a'l stærö skjálftans.
Þjóðhátíðarskjálftinn:
Miklar hræringar
á Selfossi
' Jarðskjálftinn á laugardaginn var
öflugur á Selfossi þó að hann ylii
ekki teljandi tjóni þar. Á Selfossi
var fólk eins og víðar að halda upp
á þjóðhátíðardaginn. Fjölmenni var
við sundlaugina á Selfossi að fylgj-
ast með dagskrá þegar skjálftinn
reið yfir. Sundlaugin varð eins og
úfinn sjór í skjálftanum og eftir
hann leystist dagskráin við hana
upp.
Brúnni yfir Ölfusá við Selfoss var
lokað fyrst eftir skjálftann þar til búið
var að ganga úr skugga um að hún
væri í lagi. I verslun KÁ á Selfossi var
talsverður fjöldi fólks, þar hrundi úr
hillum og fólk þusti út eftir ósköpin.
Dagmar Ýr ásamt syni og eiginmanni.
„Mér var náttúruhamfarir. „Viö erum úr
mjög brugðið Hafnarfirði og höfum áður fundið
þegar skjálft- jarðskjálfta en ekkert sem kemst í
inn reið yfir. líkingu við þetta, svo þurftum við
Ég var þá endilega að vera héma fyrir austan
inni í búð- þegar þetta dundi yfir,“ sagði Jón-
inni, hlutir ína.
hrundu úr Fjöldi fólks var úti við á Selfossi
hillum allt í þegar jarðskjálftinn kom. „Við vor-
kringum mig um hérna fyrir utan og fundum
og maðurinn skjálftann greinilega, fólk þusti út
minn tók yfir úr KÁ og bílarnir hérna á planinu
höfuðið á dönsuðu fram og aftur. Fólkinu sem
börnunum kom út úr búöinni var greinilega
okkar,“ sagði mjög brugðið við þessi ósköp, enda
Jónína Ragn- gekk mikið á, við heyrðum alla leið
arsdóttir sem hér út á planið þegar var að hrynja
var mjög úr hillunum inni í búðinni," sagð
brugðið eftir Dagmar Ýr sem var ásamt fjöl-
að hafa upp- skyldu sinni í helgarferð fyrir aust-
lifað þessar an fjall á þjóöhátíðardaginn.
DV-MYNDIR NH
Jónína Ragnarsdóttir og Róbert Arnbjörnsson
Ég var þá inni í búöinni, hlutir hrundu úr hillum allt í
kringum mig og maöurinn minn tók yfir höfuöiö
á börnunum okkar, “ sagöi Jónína Ragnarsdóttir.
V I
m
Fjörugur 17. júní
í Skálholti
- kaffigestir áttu fótum fjör aö launa
Hilmar Þór Guðmundsson,
ljósmyndari DV, var staddur í
Skálholti þegar jarðskjáiftinn reið
yfir. Þar sat fólk við kaffidrykkju
þegar allt hristist allt í einu og
nötraði. Það tók fólk um það bil 5
sekúndur að átta sig á hvað væri að
gerast en þegar það áttaði sig á þvi
þá flýttu allir sér út fyrir. Nokkru
síðar kom eftirskjálfti sem skók
jörðina og bílar vögguðu til. Það var
greinilegt að skjálftinn var stór.
Fólk var skelfingu lostið og var
greinilegt að enginn var undirbúinn
fyrir slíkar jarðhræringar. Þessi 17.
júní verður lengi í minnum hafður
eða eins og ein stúlka sagði eftir að
skjálftinn gekk yfir og ró var
kominn yfir fólk „Kaffi, kökur, sól,
17. júní og jarðskjálfti".
-Hilmar Þór
„Var rosalega hrædd,“ sagöi
Bergtlnd Jónsdóttir, 10 ára.