Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2000, Qupperneq 14
14
MÁNUDAGUR 19. JÚNÍ 2000
Skoðun 3>V
Hvaða hækkanir koma
mest við þig?
Vilberg Héðinsson vélstjóri:
Bensmhækkunin er allt of mikil,
komið út í algjört rugl.
Kristján Sigurösson sjómaöur:
Hækkanir á bensíni og olíu eru
skelfilegar.
Gísli Sigurösson nemi:
Bensínhækkunin er alveg óþolandi.
Gunnar Guttormsson:
Það er bensínhækkunin, þetta er
oröið ansi mikiö.
Þórdís Rögnvaldsdóttir:
Það er allt að hækka og maður má
ekki við neinu.
Anna Vilborg Rúnarsdóttir kennari:
Bensínið, hækkunin er alveg út í
hött.
Séö yfir vesturbæinn
„Sá vesturbær sem Reykvíkingar þekkja er einfaldlega innan Hringbrautar til norðurs og liggur til sjávar í vestri. “
Hverfaskiptingar 1 Reykiavík
Þuríður
skrifar:___________________________
Ég las nýlega grein í Morgunblað-
inu þar sem greinarhöfundur held-
ur því fram að Þingholtin séu orð-
in „óræður hluti“ borgarinnar hjá
fasteignasölunum í dag. Ég er nú
ekki undrandi á því að einhver
skuli taka sér penna í hönd og
skrifa um þetta rugl.
Það má einnig sjá auglýstar íbúðir
í vesturbænum, og er sá borgarhluti
nú farinn að teygja sig æði langt út
fyrir þau mörk sem vesturbærinn í
raun er. Sá vesturbær sem Reykvík-
ingar þekkja er einfaldlega innan
Hringbrautar til norðurs og liggur til
sjávar í vestur, Garðastræti greinir
svo mörkin við miðbæinn. Sunnan
Hringbrautar tekur svo Melahverfið
við, Hagarnir, og Kaplaskjólið ásamt
Grimsstaðaholti og Skerjafirði.
Ósjaldan eru íbúðir á öllu þessu
svæði auglýstar í vesturbænum,
„Ósjaldan eru íbúðir á öllu
þessu svœði auglýstar í
vesturbœnum, jafnvel í
„gamla bænum“. Þetta er
nú kannski ekkert skrýtið,
því margt af því ágœta
fólki sem er að fóta sig í
viðskiptum með fasteignir
er aðflutt fólk af lands-
byggðinni. “
jafnvel í „gamla bænum“. Þetta er
nú kannski ekkert skrýtið, því margt
af því ágæta fólki sem er að fóta sig
í viðskiptum með fasteignir er að-
flutt fólk af landsbyggðinni.
Það er auðvitað ekkert nema gott
eitt um það að segja, hér er gott að
búa og gleðilegt hversu margir lað-
ast að Reykjavík. Það þarf að kenna
þeim sem fjalla um málefni Reykja-
víkur, sögu borgarinnar og staðar-
heiti áður en lagt er af stað á ritvöll-
inn, hvort heldur það eru fasteigna-
sölur eða aðrar sölur sem senda fólk
út af örkinni.
Skrýtið, held ég, að Akureyring-
um þætti ef Brekkan næði allt í einu
út í Glerárþorpið í fasteignaauglýs-
ingu. Ég er hrædd um að Akureyr-
ingar krefðust leiðréttingar á því.
Nú, þegar borginni verður skipt
upp í tvö kjördæmi, þá verður allur
gamli bærinn norðan megin. -
Megnið af syðri borgarhlutanum
eru síðari ára byggingar. Þá verða
þeir sem búa í eldri hlutanum að
leggja áherslu á að fá þá kjörna full-
trúa fyrir sig sem þekkja til þessa
borgarhluta er geymir elstu sögu
Reykjavíkur. - Við skulum ekki
gleyma því að enn eru til innfæddir
Reykvíkingar.
Stuðningsmenn eða „bara“ áhorfendur?
G.B.J.
skrifar:
Það vakti athygli mína um dag-
inn, þegar Grindvikingar tóku á
móti Breiðabliki Landssímadeild
karla í knattspymu, að grindvískir
áhorfendur þola illa hávaða á knatt-
spymuleikjum. Þarna var kominn
stuðningsmannahópur Blika með
sínar trommur og lúðra, og sungu
og trölluðu meðan leikurinn stóð
yfir. Ekkert er nema gott um það að
segja. Hins vegar vöktu furðu mína
viðbrögð Gindvíkinga við stuðningi
Kópavogsbúa við sitt lið. Þeir köll-
uðu til þeirra að hætta þessum
andsk.... hávaða o.s.frv.
Sumir Grindvíkinganna hættu
„Það eina sem vantaði var
að gœslumenn á vellinum
vœru með skilti sem notuð
eru á golfvöllum og stendur
á stórum stöfum ÞÖGN!“
nánast að horfa á leikinn og störðu
forviða á þessar grænu verur sem
höfðu svona hátt í brekkunni. Greini-
lega ekki vanir þvi að hvetja sitt lið
heldur bara að horfa á það spila.
Stuðningsmenn Blika tóku líka
með sér nokkra poka af litlum bréf-
miðum sem voru grænir og hvítir
að lit. Hentu þeir þessu upp í loftið
þegar leikmenn komu inn á völlinn
og nokkrum sinnum meðan á leikn-
um stóð. Dreifðist þetta um brekk-
una og aðeins inn á völlinn líka.
Flott að sjá þetta svifa þarna um. En
aftur létu Grindvíkingar þessi
„skrípalæti“ stuðningsmanna Blika
fara eitthvað í taugarnar á sér og
blótuðu þeim í sand og ösku fyrir að
henda þessu „rusli“ út um allt.
Það eina sem vantaði var að
gæslumenn á vellinum væru með
skilti sem notuð eru á golfvöllum og
stendur á stórum stöfum ÞÖGN! -
Ég vil geta þess í lokin að ég er ekki
stuðningsmaður Blika heldur
Grindavikur og báðum þessum lið-
um óska ég hins besta í baráttunni
i Landssímadeildinni.
Dagfari
Þannig sýndi Jörmundur Ingi allsherjargoði
að máttur ásatrúarinnar er siður en svo horf-
inn. Ekki minnast menn þess að kirkjan hafi
sýnt viðlíka mátt i verki síðan land byggðist.
Eiginlega hefur hún verið næsta máttlaus og
ekki einu sinni getað tekið almennilega á sín-
um eigin málum hvað þá annað. Það er því
varla nokkur spurning að ásatrúarmenn búa
yfir því valdi sem fært getur fjöll og væri því
líklega best að aflýsa kristnihátíð á Þingvöllum
og afhenda svæðið Jörmundi til brúks. Kannski
mætti þannig sefa reiði Óðins og félaga og
koma í veg fyrir meiri eyðileggingu en orðið er.
Svo er líka önnur hlið á þessu máli sem snýr
að vísindunum. Jarðskjálftafræðingar hafa
hingað til ekki getað spáð fyrir að neinu marki
um jarðskjálfta. Því er alveg gráupplagt að ráða
Jörmund Inga á skjálftavaktina á Veðurstofunni.
Þá fá menn allar upplýsingar frá fyrstu hendi.
Sönnur hafa nú verið færðar á að þegar allsherjar-
goðinn trampar niður fæti þá skelfur jörðin. Sem
betur fer trampaði hann bara niður öðrum fætin-
um á bryggjusporðinum í Reykjavíkurhöfn á laug-
ardaginn. Varla er hægt að hugsa þá hugsun til
enda ef Jörmundur hefði trampað niður báðum
fótum. _ .
Viaftxri.
Þá reiddust goðin
Sautjándi júní árið 2000 verður án efa lengi í
minnum hafður hérlendis. Það er dagurinn þeg-
ar goðunum var misboðið og skóku því jörðina
til að sýna mátt sinn.
Meiningar voru um það allan síðari hluta
laugardagsins hvar, hversu stór og af hverju
jarðskjálftinn stafaði. Vangaveltur voru uppi
um orsök og afleiðingu og einnig stærð skjálft-
ans. Niðurstaðan varð sú að hann hafi verið að
stærðinni 6,5 og því greinilegt að goðin hafa
orðið snarpili.
Reykvíkingar voru tugþúsundum saman nið-
ur við höfn þegar skjálftinn reið yfir að kveðja
víkingaskipið íslending sem sigla mun frá bæ
Eiríks rauða í Dölum út á opið haf til Vestur-
heims. Siglt verður í kjölfar Leifs heppna Ei-
ríkssonar sem fyrstur hvitra Evrópubúa upp-
götvaði Ameríku. Þar með verður loks sýnt fram á
með óyggjandi hætti að víkingar gátu með góðu
móti siglt yfir Atlantshafið 500 árum á undan Kól-
umbusi.
Einhver kann að spyrja hvað Leifur heppni
komi skjálfta á Suðurlandi við. Því er til að svara
aö Jörmundur Ingi allsherjargoði ásatrúarmanna
hugðist senda með skipinu böggul. Ekki fékk alls-
herjargoðinn að stíga fæti um borð í íslending til
að afhenda pakkann. Viti menn - við þær mála-
Svo mikil var reiði goðanna að jörð
gekk í bylgjum svo finna mátti um
mestallt land.
lyktir fauk heiftarlega í goðin. Þau tóku Suður-
land með Þingvöllum og öllu saman þar sem Is-
lendingar hyggjast halda kristnihátíð og hristu
það duglega. Svo mikil var reiði goðanna að jörð
gekk í bylgjum svo finna mátti um mestallt land.
Brak eftir brotlendingu
Nógu mörg slys á Reykjavíkurflug-
velli nú þegar.
Færum flugvöllinn
Heimir hringdi:
Ég er þess fullviss að margir hafa
fengið hnút í magann við að heyra
um flugslysið á Reykjavíkurflug-
velli sl. miðvikudag þegar lítil flug-
vél með tveimur mönnum brotlenti
á aðalbrautinni i ágætu veðri og
ótakmörkuðu skyggni. Flugvellin-
um varð að loka og aðrar flugvélar
lentu í Keflavík á meðan. Ekki hef-
ur heyrst um kvörtun um þau
skipti. Oft er það svo að fleiri flug-
slys fylgja þegar eitt óhapp verður.
Vonandi fer ekki svo nú. Nógu mörg
slys hafa orðið á og við þennan
ólánsflugvöll og flugmenn látið þar
lífið þótt ekki sé beðið með að loka
Reykjavíkurflugvelli strax.
Hækkun bílatrygginga
Haukur Haraldsson skrifar:
Það er með ólíkindum að maður
skuli þurfa að sæta því af tveimur
viðamestu þjónustugeirum lands-
ins, nefnilega tryggingafélögunum
og olíufélögunum, að fá verðhækk-
anir yfir sig hvenær sem er, alltaf
árvissar, og síðan eiginlega hvenær
sem er utan þess. Núna ráðgera
stærstu tryggingarfélögin iðgjalda-
hækkun upp á 15% eða meira á
meðan FÍB segist enga hækkun yfir-
vofandi. Og það sem verst er, maður
má ekki tryggja sjálfur erlendis þar
sem mun hagstæðari kjör fást. Hvað
er nú orðið um þennan margróm-
aða EES-samning sem átti að vera
okkur stoð og stytta í samkeppnis-
málum m.a.?
VMSÍ og Björn Grétar
Halldór Einarsson hringdi:
Mikil óá-
nægja virðist
ríkja innan
verkalýðsfélag-
anna, einkum á
landsbyggðinni,
vegna brott-
hvarfs Björns
Grétars Sveins-
sonar úr for-
mannssæti.
Segja þeir áköf-
ustu að Bjöm sé
áfram formaður
og hann hafi
ekki átt að reka
úr stólnum.
Fjölmiðlar taka
þetta upp óskoðað, en leita ekki eft-
ir áliti Björns Grétars sjálfs á þess-
um ólátum í landsbyggðarfélögun-
um. Vildi Björn fara eða var honum
ýtt út? Eða var það einungis starfs-
lokasamningurinn og eingreiðslan
sem freistaði Björns Grétars? Þessu
þarf Björn að svara.
Hjól hverfur í Hraunbæ
Mððir skrifar:
Dag einn í april skrapp sonur
minn út á hjóli og skildi það eftir
ólæst fyrir utan Hraunbæ 158 í 10
mín. Er hann kom út aftur var það
horfiö! Þetta er silfurgrátt Trek-
fjallahjól, 26 tommu, með rauðum
stöfum og breiðum hnakki sem á
stendur Velo. Ég vil biðja fólk í
Hraunbænum að athuga hvort það
sjái hjól af þessari gerð í hjóla-
geymslunni hjá sér. Einnig hvet ég
foreldra til að fylgjast með því hvort
bömin þeirra séu á stolnum hjólum.
Vinsamlegast látið vita í síma 899
4107 eða til lögreglunnar.
DV Lesendur
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eða sent tölvupóst á netfangið:
gra@ff.is
Eða sent bréf til: Lesendasíða DV,
Þverholti 11, 105 Reykjavík.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar með bréfunum á
sama póstfang.
Björn Grétar
Sveinsson
enn formaöur
eöa ekki?
1 Hve þungt vó
eingreiöslan?