Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2000, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2000, Side 16
16 Menning MÁNUDAGUR 19. JÚNÍ 2000 I>V Tónlist Hið goðsagnakennda Hvert svo sem viðfangsefni Áshildar Haraldsdóttur var á þessum tónleikum þá var flutningur hennar ávallt hinn glæsilegasti. Hún er virtuós og það er djúp einlægni í túlkun hennar. Afar áhugaverðir tón- leikar voru haldnir í Ými, sal Karlakórs Reykjavíkur á fmuntu- dagskvöldið. Þar var í aðalhlutverki Áshildur Haraldsdóttir flautuleik- ari og var viðfangsefni hennar islensk flautu- tónlist frá miðhluta ald- arinnar. Tónleikarnir voru hluti af röð Tón- skáldafélagsins og með Áshildi komu fram þau Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanóleik- ari, Bryndís Halla Gylfa- dóttir sellóleikari, Guðni Franzson klar- ínettuleikari og Steef van Oosterhout slag- verksleikari. Atli Heim- ir Sveinsson lék einnig á píanó í síðasta verki efnisskrárinnar, en það var Xanties fyrir flautu og píanó. Hluti af verk- inu er hyggt á skáldsög- unni í leit að glötuðum tíma eftir Marcel Proust, og eru orð ofin inn í tónlistina. Það kom þannig út að þau Áshildur og Atli kölluðu setningar úr bókinni á meðan þau léku á hljóðfærin sin, og var tónlistin áköf og þrungin spennu. En um síðir hvarf hið talaða mál og var tónlistin þá ein eftir, im- pressjónísk og minnti jafnvel örlítið á Debussy. Þar magnaðist upp einhver galdur, tónarnir virtust reika um í óræðiun, tímalausum sorta og var útkoman engu lík. Atli Heimir er óumdeilanlega snillingur, og var gaman að sjá hann leika á píanó, en það er orð- ið æri sjaldgæft að tónskáld flytji eigin verk. Blásið í blööru Önnur frábær tónsmíð á þessum tónleikum var Kalais fyrir einleiksflautu eftir Þorkel Sigurbjöms- son, en Kalais er í grískri goðafræði sonur norðan- vindsins. Tónlistin var mikill blástur, og yfirskyggði frumkrafturinn og hið goðsagnakennda svo hið mannlega að hrein dásemd var á að hlýða. Á tima- bili heyrði maður nokkurs konar yflrtóna sem virt- ust koma hvaðan sem var, og var það afar frumleg- ur effekt. Kalais er yflrgengileg snilld og ef það er ekki til á upptöku þá heimtar undirritaður að úr því verði bætt og geflð út hið bráðasta. Hin tónsmíðin eftir Þorkel var líka bráðskemmti- leg, René fyrir flautu, píanó, selló og slagverk. Þetta er litrík tónlist sem í höndum hljóðfæraleikaranna geislaði af lífsgleði og kom manni stöðugt á óvart. Ýmislegt spaugilegt átti sér stað i verkinu, Anna Guðný blés t.d. í blöðra og lét hana prampa, og var merkilegt hve þetta var eðlilegur hluti af tónlistinni. Húmor- inn er aldrei langt undan i verkum Þorkels, en það er afslappaður húmor og virk- ar aldrei eins og tónskáldið sé að rembast við að vera fyndinn. Aðrar tónsmíðar á tón- leikunum voru að mati undirritaðs ekki eins spennandi, þó margt væri áheyrilegt. Solitude eftir Magnús Blöndal Jóhanns- son fyrir einleiksflautu er t.d. afar lagrænt, angur- vært og einmanalegt eins og titillinn vísar til um. Verse fyrir selló og flautu eftir Hafliða Hallgrímsson er hins vegar margbrotið og svipmikið, þó það sé dá- lítið þurrt og geri töluverð- ar kröfur til áheyrandans. En hvert svo sem viðfangs- efni Áshildar Haraldsdótt- ur var á þessum tónleikum þá var flutningur hennar ávallt hinn glæsilegasti. Hún er virtuós og það er djúp einlægni í túlkun hennar. Hver tónn virðist hafa dulda meiningu, og er það einkenni á sönnum listamanni. Hljómaði hljóðfæri hennar dásamlega í mikilli endurómun Ýmis og voru þetta einir bestu flaututónleikar sem hér hafa verið haldnir. Jónas Sen Tónleikar í Ými 15. júní. Árni Björnsson: flögur íslensk þjóðlög, Leifur Þórarinsson: Sonata per Manuela, Hafliði Hallgrímsson: Verse, Þorkel Sigurbjörnsson: René, Kala- is, Magnús Blöndal Jóhannsson: Solitude, Atli Heimir Sveinsson: Klif, Xanties. Áshildur Haraldsdóttir flautuleik- ari og aörir. Má ég bjóða í dans? Merkilegt er að lesa núna ljóðin úr fyrstu ljóðabók Stefáns Harðar Grímssonar, Glugginn snýr í norður, og vita hvað hann átti eftir að gera. Það er hreinlega eins og annar maður yrki i þessa bók en þá næstu á eftir, Svartálfadans. Þegar sú fyrri kom út 1946 var Stefán Hörður hálfþrítugur sjómaður og hún ber því vitni að hann hafði lesið vandlega ljóð góðskáldanna, Snorra Hjartarsonar, Steins Steinars, Amar Amar- sonar, Tómasar Guðmundssonar og fleiri. Þegar sú seinni kom út, hið magíska ár 1951, var hann búinn að vinna úr arfinum og áhrifunum og breiddi stoltur úr gullunum sínum sem enn era meðal áhrifamestu ljóðum 20. aldar á íslensku. Einkenni Svartálfadans er óvenjuleg myndvísi og málbeiting og slær fyrsta ljóðið strax tóniim með sterkum andstæðum sínum: Þegar undir sköróum mána kuliö feykir dánu laufi mun ég eiga þig að rósu. Þegar tregans fingurgómar styöja þungt á strenginn rauöa mun ég eiga þig aó brosi. Annað ljóð bókarinnar, Bifreiðin sem hemlar hjá rjóðrinu, hefur orðið eitt þekktasta ljóð Stefáfls Harð- ar, enda er skírskotun þess víð og það hefur haldið nýstárleika sínum merkilega vel. Til dæmis gat Stef- án Hörður varla vitað þegar hann bjó til orðið „blikkdósahlátur" í þetta ljóð að löngu seinna fengi það sína sérstöku merkingu sem gervihlátur undir gamanþáttaröðum í sjónvarpi. Nútíminn fær á sig skýra mynd í ljóðinu en ekki er síður sterk myndin af óafmáanlegri fortíð sem þar er líka. Stefán Hörður var ekki framleiðinn fremur en önnur atómskáld. Nærri tveir áratugir liðu milli annarrar og þriðju bókar og Farvegir komu enn tíu áram síðar, 1981, Tengsl 1987 og Yfir heiðan morgun 1989, en fyrir hana hlaut Stefán íslensku bókmennta- verðlaunin fyrstur manna. Meginviðfangsefni Stef- áns Harðar í öllum ljóðabókum hans eru andstæð- umar ást og tortíming og hann kemur að þeim frá ótal óvæntum hliðum. Farmannsljóð í ástarljóðunum skynjar lesandinn iðulega tvenna tíma. „í lyngbrekku gamals draums" í Svartálfadansi „hlógum við tvö í skóg“ en gengum svo fram á lík: Stefán Hörður Grímsson „Heimsendir er boöaöur meö dansleik í Ijóöum Stefáns Harðar; hrunadansi menningarinnar. “ Þaó var líkió af mér þaö var líkió af þér i lyngbrekku gamdls draums. Ástin er lifandi vera sem þar af leiðandi getur dáið; við getum drepið hana en við getum líka skilið hana eftir eina. Aftur og aftur sýnir Stefán Hörður í ljóðum sínum skilnað elskenda og hverfulleika ástar- innar, því jafnvel þótt elskendur hittist aftur er sá sem kemur aftur „aldrei sá sami / og fór“. I þessum ljóðum talar farmaðurinn sem átti þess ekki kost að íýlgja tilfinningum sínum. Mörg ástarljóð Stefáns Harðar eru með þeim fegurstu á 20. öld og nægir að minna á „Náttúrufegurð", „Eter“ og „Játningu" í Hliðin á sléttunni (1970) sem mynda magnaða and- stæðu við ádeilur og heimsslitaljóð þeirrar bókar. Heimsendir er boðaður með dansleik í ljóðum Stefáns Harðar; hrunadansi menningarinnar. „Dans á sandi“ í Svartálfadansi er martraðarkennt en þó fyndið ljóð þar sem „drottinn máttugur" kemur „vestan flóann / ríðandi á brokkgengum heildsala". Enn þá glæsilegra og úrkynjaðra er titillljóð og loka- ljóð þeirrar bókar þar sem „Við blöndum kvöldskin- inu í fólgult vinið / og bíðum eftir nóttinni sem er að koma.“ Hnötturinn snýst og löndin elta hvert annaó. Friölaus er snœldan sem bláþráöinn vindur. Kvöldió réttir aö nóttinni strengjaspil tímans viö lyftum glösum og drekkum stundarskál. Má ég bjóóa í dans? Svo „stígum við bálvígðan dansinn" eftir „hjartslætti tímans / fólskum blóðtónum stundar /.../ fram á nótt allra nátta". Sami hrunadans er stig- inn í „Þrettán gular ein svört" í Hliðin á sléttunni en nú eftir nótum súrrealismans sem setur enn frekara mark sitt á þá bók en aðrar bækur Stefáns Harðar. Tilvistarefa og veruleikavillu má víða sjá í ljóðum Stefáns Harðar, og sérkennilegt er að því efni velur hann oft form prósaljóða. Furður skynjunarinnar mynda þá skemmtilega andstæðu við prósalegt orða- valið og stílinn eins og í Ijóðinu „Fjöll“ i Hliðin á sléttunni: Laufsalir heitir íjall á Síðumannaafrétti og maður- inn sem er þar á reiki leitar að þessu fjalli en þar er og Laufsalavatn og allt í einu stendur hann á vatns- bakka og sér spegilmynd fjalls í vatninu en eygir hvergi fjallið sjálft. Undarlegt hugsar hann og heldur áfram göngunni. (Ljóð, 102). Eins og ljóð Stefáns Harðar eru aðeins til með orð- um hans og verða ekki endursögð er erfitt að lýsa snilld hans öðravísi en birta hana. Og nú er svo gam- an að heildarsafn ljóða hans eins og hann hefur sjálf- ur gengið frá því er komið út í einni bók, Ljóðasafni. Megi sem flestir lesa það og njóta. Silja Aðalsteinsdóttir Stefán Höröur Grímsson: Ljóðasafn. Mál og menning. Reykjavík 2000. Til heiðurs Halldóri Hansen Mikil söng- veisla hófst í Salnum í Kópavogi i gærkvöld. í kvöld kl. 20 er hápunktur dagskrárinn- ar, en þá mun listunnandinn og bamalækn- irinn Halldór Hansen verða heiðr- aður af tónlistarmönnum sem sumir koma langt að. Ekki verður um hefðbundna tónleika með nið- urritaðri efnisskrá að ræða, held- ur hafa tónlistarmennirnir beðið um að fá að stíga á svið og syngja og leika ýmsar af þekktustu perl- um söngbókmenntanna fyrir vin sinn Halldór. Þeir sem koma fram á sönghá- tíðinni eru Elly Ameling, hin dáða hoflenska söngkona, og Dalton Baldwin, sem er í hópi þekktustu undirleikara heims. Lorraine Nub- ar, Olivera Miljakovic, Margareta Haverinen, Simon Chaussé, Violet Chang, Sólrún Bragadóttir, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Finnur Bjarnason, Bergþór Pálsson, Diddú, Garðar Cortes og Jónas Ingimundarson. Kynnir verður Gunnar Eyjólfsson leikari. Siðfræði fyrir börn Siðfræði- stofnun Há- skóla íslands og Háskólaút- gáfan hafa gef- ið út bókina Siðfræði handa Ama- dor eftir Fem- ando Savater. í fréttatil- kynningu seg- ir að „í bókinni finnum við orðin sem við leitum öll að þegar við töl- um við bömin okkar um framtíð- ardrauma þeirra og þær vænting- ar sem við höfum fyrir þeirra hönd“. Höfundur ræðir í bókinni við Amador, fimmtán ára son sinn, um siðfræði og segir honum með- al annars að hún sé ekki eingöngu fag fyrir þá sem leggja stund á heimspeki í háskólum, heldur sé hún öðru fremur lífslist sem fólgin sé í því að uppgötva hvernig lifa skuli góðu lífi. Fernando Savater er kunnastur spænskra samtímaheimspekinga. Hann hefur sent frá sér fjölda bóka, skáldsögur, leikrit, heim- spekirit og greinasöfn um ýmis málefni. Haukur Ástvaldsson þýddi. Kver um kristni Herra Karl Sigurbjöms- son, biskup ís- lands, hefur skrifað Litið kver um kristna trú, sem kemur út hjá Skálholts- útgáfunni. Kverið er gefið út í til- efni 1000 ára kristni á ís- landi og er markmið þess að „leiða lesendur inn í grundvallaratriði kristinnar trúar og siðar á einfald- an og hlýlegan hátt og beina sjón- um þangað sem svörin er að finna", eins og segir í fréttatil- kynningu. Viðfangsefni Karls eru margvís- leg og snerta daglegan veruleika nútímamannsins. Faðir vorið, trú- arjátningin og hinar ýmsu hátíðir kirkjuársins eru meðal þess sem biskup ræðir í bókinni og leggur sig fram um að útskýra mikilvægi þessara lykilatriða kristninnar með þeim hætti að sem flestir geti samsamað sig efninu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.