Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2000, Side 32
44
MÁNUDAGUR 19. JÚNÍ 2000
Tilvera I>V
■ UUFT A NAUSTINU Enska söng
konan og píanóleikarinn Liz Gamm-
on sér um Ijúfa tóna í bar og koníak-
stofu Naustsins.
, Sveitin
■ MALÞING I ISAFJARÐARBÆ
Staða kvenna um aldamót í sögu-
legu samhengi er yfirskrift málþings
sem kvenfélögin í Isafjaröarbæ sam-
einast um aö halda í tilefni af
kvennadegi 19. júní.
Leikhús
■ LOKI I NORRÆNA HUSINU Leik
hópurinn Loki sýnir kl. 20 í Norræna
húsinu. Loki er ellefu manna hópur
íslendinga, Dana og Svía sem hafa
unnið saman í eitt ár. Stjórnandi
leikhópsins er myndlistarkonan og
* leikstjórinn Jónhildur Valgeirsdóttir
sem einnig semur handrit að verk-
inu. Fiðluleikarinn Kerstin Backlin
samræmir tónlistina sem er blanda
af klassískri og þjóðlegri tónlist.
Sýningin ber yfirskriftina Rejsen
hjem. Þar er gengið út frá
málverkum Jónhildar sem
grunnþema en auk þess mynda
tónlist, hreyfing, söngur og grímur
umgjörðina um verkið sem sækir
orku og hugmyndir í náttúrukraftinn
sem í ollum óýr. Verkið er tjáning á
þeim andstæðum sem í kringum
okkur eru og skaþa þann heim sem
við lifum í - himinn ogjörð, maður
og kona, gott og illt, tryllingur og
rósemi. Upphaf og endir alls.
Bíó
■ RAFEIND. EGILSSTOÐUM Stór
myndin Gladiator er sýnd í Rafeind-
inni kl. 20. Bönnuð innan 16 ára.
Sport
■ LINUSKAUTAKVOLD I tengslum
við Sumaríþróttavikuna verður línu-
skautakvöld í kvöld þar sem allir
eru hvattir til að mæta og skauta á
göngustígum við Fossvog og Skerja-
flörð. Kennsla fyrir almenning hefst
kl. 18.00.
Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is
11 f iö
[E F T 'I ;R. .. :V l
Kvennamessa í
Laugardal
, í kvöld, á kvenréttindadagixui,
verður kvennamessa við þvotta-
laugamar í Laugardal kl. 20.30 í
samvinnu Kvennakirkjunnar,
Kvenréttindafélags Islands og
Kvenfélagasambands íslands.
Fjölbreytt dagskrá er í boði og
Kafli Flóra í Grasagarðinum er
opið en þar verður hægt að
kaupa veitingar að lokinni
messu.
Krár
Hlýindin settu svip á hátíðahöld á þjóðhátíðardaginn:
Hátíðahöld í rjómablíðu
Fjölskylda
á villigötum
Þessi andamamma
fór ásamt ungum sín-
um í bæinn til aö
taka þátt í hátíöa-
höldunum. Ekki þótti
laganna vörðum fjöl-
skyldunni vera óhætt
í miöbænum og fékk
hún fylgd til heim-
kynna sinna
viö Tjörnina.
Dansað í rigningu
Aö kvöldi þjóöhátíöardagsins var
dansað í miöbænum og fólk lét ekki
á sig fá þótt nokkuö rigndi
framan af.
Mæðgur á upphlut
Ekki gengur annaö
en aö vera vel gyrtur
og snyrtilegur þegar
fólk klæðist þjóöbún-
ingum.
Hátíðahöld á 17. júní fóru fram í
óvenjugóðu veðri að þessu sinni en
nokkuð rigndi á hátíðargesti í mið-
bæ Reykjavíkur að kvöldi þjóðhátíð-
ardagsins. Jaröskjálftinn setti svip
sinn á miðbæinn
um tíma en ekki
greip þó um sig
neinn ótti enda
var fólk grunlaust
um hversu alvar-
legar hamfarirnar
voru þangað til
heim var komið
og farið að fylgj-
ast með fréttum.
Um 20.000
manns voru í mið-
bænum síðdegis
þegar mest var og
fóru hátíðahöld
einstaklega vel
fram. Um kvöldið
er talið að milli 10
og 15 þúsund manns hafi verið í
bænum og gengu hátíðahöldin þá
einnig vel að sögn lögreglu.
DV-MYNDIR EINAR J.
Við leiði Jóns Sigurðssonar
Forseti borgarstjórnar, Helgi Hjörvar, lagöi blómsveig að
leiöi Jóns Sigurössonar aö morgni þjóöhátíöardagsins.
Breikað á Ingólfstorgi
Ungir krakkar léku listir sínar í marg-
víslegum dönsum á Ingólfstorgi, allt
frá samkvæmisdönsum yfir í breik
og freestyle.
Víkingaskipstjóri kvaddur
Víkingaskipiö Islendingur lét úr höfn
á þjóöhátíöardaginn og á langa ferö
fyrir höndum vestur um haf. Hér
sést skipstjórinn, Gunnar Marel Egg-
ertsson, kveöja konu sína.
Að loknum sundspretti
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir efndi loforö sitt og stakk sér til sunds í Nauthóls-
vík á 17. júní. Hér er hún meö Eyjólfi Jónssyni sundkappa sem synti meö
henni en hann er 75 ára og sonur síöustu ábúenda á bænum Nauthól.
Biogagnryni
Háskólabíó - East Is East: -k-kir
Alvöruþrungin skemmtan
Björn Æ.
Norðfjörð
skrifar gagnrýni
um kvikmyndir
Hér er sögð saga hjónanna Geor-
ge Khan (Om Puri) og Ellu (Linda
Bassett), Pakistana og Englendings.
Ástir þeirra hafa gefið af sér sjö
börn, sex pilta og eina stúlku. Faðir-
inn vill ala þau upp í siðum og trú
fósturjarðarinnar þótt bömin hafi
aldrei stigið fæti í Pakistan. Veldur
þetta auðvitað margvíslegum
árekstrum en allt er þetta þó í jafn-
vægi þar til kemur að giftingum
barnanna. Snemma í myndinni á
elsti sonurinn að giftast konu sem
faðirinn hefur valið honum en hann
sjálfur aldrei séð. Þetta reynist hon-
um um megn og hann flýr á brott og
George afneitar honum. Þetta kem-
ur miklu róti á fjölskylduna og þeg-
ar faðirinn ætlar að endurtaka leik-
inn sýður upp úr.
East is East reynir að sameina
grín og alvöru og tekst það ágætlega
þótt stundum sé vaðið óvarfærnis-
lega á milli brandara og háalvar-
legra atriða. Þetta kemur nokkuð
niður á persónu Om Puri, fóðurnum
sem er bæði kómískur karakter en
einnig alvarleg uppspretta vanda-
mála fjölskyldunnar. Linda Bassett
er góð í sínu hlutverki en Ella er
þversagnakenndur karakter líkt og
George. Synirnir sex og systir
þeirra eru skemmtilegar flgúrur og
óþarft að gera upp á milli þeirra.
Fjölmargar aðrar persónur koma
við sögu og lífga mjög upp á at-
burðarásina.
Þótt East is East sé að fjalla um
alvarlegt efni eru efnistökin uppfull
af galsa. Birtist það einnig skemmti-
lega í myndmálinu; þar sem
myndrammi kvikmyndarinnar er
oft notaður á frumlegan máta auk
þess sem að hefðbundnir mynda-
rammar koma við sögu í bráðsnjöll-
um atriðum. Þessi galsi gerir mynd-
ina fyllilega þess virði að horfa á
þótt bæði uppbygging sögunnar og
lykilpersónur séu nokkuð þver-
sagnakenndar. Kannski er það þó
bara við hæfi í mynd sem fjallar um
árekstur ólíkra menningarheima.
Lelkstjóri: Damien O’Donnell. Handrit:
Ayub Khan-Din. Aöalhlutverk: Om Puri,
Linda Bassett, Jordan Routledge, Archie
Panjabi, Emil Marwa, Chris Bisson, Jimi
Mistry, Raji James, lan Aspinall og
Lesley Nicol.