Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2000, Blaðsíða 28
MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 2000 DV Tilvera ■ SVEIFLA A GAUKNUM Hinn tind ilfætti Geir Olafs og Furstarnir hans mæta á Gauk á Stóng með últra kúl Sinatra-sveiflu og þess háttar. r m UÚFT Á NAUSTINU Enska söng konan og píanóleikarinn Liz Gamm- on sér um Ijúfa tóna á bar og kon- íakstofu Naustsins. Leikhús Sjá nánar: Liflð eftir vinnu á Vísi.is í Listasafni Islands stendur yfir sýning á úrvali íslenskra verka í eigu safnsins. Sýningin er 1 öllum sölum safnsins. í ein- um af sölunum eru verk málar- anna Þórarins B. Þorlákssonar (1867-1924) og Ásgríms Jónsson- ar (1876-1958). Þessir tveir mál- arar hófu brautryðjendastarf sitt í byrjun þessarar aldar og lögðu grunn að íslenskri landslagslist. t En annars erum við að tala um íslenska snillinga á borð við Jón Stefánsson, Jóhannes S. Kjarval, Júlíönu Sveinsdóttur, Kristínu Jónsdóttur, Finn Jónsson, Gunnlaug Scheving og marga fleiri. Krár DV-Fókus fagnar 100. tölublaðinu: Stuð á ströndinni - fyrsta strandveisla á íslandi haldin með pomp og prakt DV-MYND GF Frá opnun gistihúss og upplýsingamiðstöðvar í símstöðvarhúslnu við Brú. Guðrún Jóhannsdóttir kaupfélagsstjóri, Sóley L. Árnadóttir, forstöðum. upp- lýsingamiöstöövarinnar, Guðrún L. Ásgeirsdóttir, sr. Ágúst Sigurðsson á Prestbakka, Guöbjörg Kristinsdóttir og Sverrir Björnsson í Brautarholti. Brú, Hrútafirði: gert að Úrval íslenskra verka í Fylgst með teygjustökklnu Það voru margir sem dóluöu milli himins og jarðar á föstudagskvöldið en aðrir voru jarðbundnari og tétu sér naegja að fyigjast með úr fjarlægð. Buslað og fyrri daginn var krökkt af ungu fólki í lóninu góða. „Hér er þröskuldurinn að Vest- fjarðasvæðinu svo staðsetningin getur varla verið ákjósanlegri. Markmiðið er að þetta verði bæði heimilislegt og hlýlegt," segir Guðrún Jóhannsdóttir, nýráðinn kaupfélagsstjóri KHB á Borðeyri, um nýja gistiaðstöðu og upplýs- ingamiðstöð ferðamála í sím- stöðvarhúsinu i Brú í Hrútafirði. Kaupfélag Hrútfirðinga keypti ásamt Olíufélaginu símstöðvar- húsið síðastliðið haust en það er eitt glæsilegasta hús sýslunnar, reist um miðja öldina. í því er gistiaðstaða fyrir 20 manns, eldunaraðstaða, matsalur og setustofa. Öll herbergin bera nöfn eyðibýla í Hrútafirði sem letrað er á tréskilti og einnig er gistihúsi þar að finna myndir af býlunum. Aðspurð um kostnað við endur- bæturnar segir Guðrún margt fólk í sveitinni hafa lagt hönd á plóg. „Sjálf hef ég t.d. verið að sauma gardínur og vinna ljós- myndirnar eftir frummyndun- um,“ sagði Guðrún. Á neöri hæðinni hafa einnig orðið breytingar. Þar sem fyrrum var afgreiðslustaður Pósts og síma verður upplýsingamiðstöð ferðamála. Forstöðumaður henn- ar er Sóley Lára Árnadóttir. Þá fær Byggðasafnið á Reykjum inni í húsinu en fyrirhugað er að í því verði komið fyrir munum sem tengjast fjarskiptum og sögu hússins. Þar verður því hægt að líta sögu póstþjónustu og fjar- skipta á svæðinu. -GF Fjölmenni lagði leið sína í Nauthólsvikina á föstudagskvöld þar sem fyrsta alvöru strandteit- ið hér á landi var haldin í tilefni 100. tölublaðs DV-Fókuss. Plötu- snúðar Kaffi Thomsens og hljóm- sveitin Kanada sáu um að halda uppi fjörinu og þeim sem voru svangir var boðið upp á gos og grillaðar pylsur. Þá fór fram blautbolakeppni og blakmót, auk þess sem ofurhugarnir gátu feng- ið útrás í teygjustökki og voru margir sem nýttu sér það enda vart hægt að hugsa sér fallegri stað til að láta sig gossa út í him- inblámann. DV-MYNDIR EINAR J. Ofurmennið mætti á staðinn til að bjarga ógæfusömum ungmennum frá því að lenda í klóm Bakkusar. Kanada í sveiflu Hljómsveitin Kanada gerði mikla lukku í strandpartíinu enda strák- arnir rómaöir fyrir hressitega sviðsframkomu. Pósthús DV, HÖLMAViK: Slakaö á í kvöldsólinni Elsa, Heiena og Guömundur komu sér vel fyrir í sandinum og nutu lífsins. ■ GOTULEIKRIT UM GDÐFRÆÐING Klukkan sautján gefst borgarbúum tækifæri til að horfa á sérstæða götuleiksýningu en þá munu félagar í finnska leikhópnum Sirius Tea- tern flytja verkið Martin Luther og Thomas Múnzer á Ingólfstorgi. Leikritið er háðsádeila sem fjallar á beittan hátt um hræsni, fégræðgi og klofning innan kirkjunnar. Hún er hluti af Menningarborgar-pakk- anum en þeir flakka á milii allra borganna nú í sumar, voru í Bergen um síðustu helgi og svona. Myndlist I GALLERI HLEMMUR Ragnar Gestsson sýnir um þessar mundir í GalleríiHlemmi. Sýningin samanstendur af vinnubeltum með ofhlaðin notagildi. Þetta fyrirbæri hefur listamaöurinn m.a. unniö í leður og stál. Svo eru þaö staðarkortin, grafískar eftirmyndir vinnuteikninga sem hann hefur fengist viö undanfarin ár. Sýningin stendur til 16. júlí. 10' Reykjavik Bíó ■ RAFEIND, EGILSSTÖÐLIM Að þessu sinni er þaö íslenska stór- myndin 101 Reykjavík sem sýnd veröur í bíói Rafeindar. Sýnd kl. 20.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.