Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2000, Blaðsíða 9
9 MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 2000 DV Fréttir Landsmót hestan^anna fram undan í Reykjavík: Hitasott hræðir ekki hestamenn - forseti fer fyrir hópreið á landsmótinu Hitasótt í hrossum hefur látið á sér kræla reglulega síðan sóttin kom til landsins fyrir 2 árum og voru meðal annars smituð hross í hópferð fyrir skömmu. Sigurborg Daðadóttir dýralæknir sagði nýlega í samtali við DV að sóttin væri kom- in til að vera og að engin leið væri að forðast hana. „Ég held það sé með hestana eins og mannfólkið, þegar þeir eru vel hraustir þá smit- ast þeir síður og þetta veldur okkur engum andvökum," segir Sigur- björn Bárðarson, tamningamaður og keppnismaður í hestaíþróttum. Landsmót hestamanna hefst þriðjudaginn 4. júlí og kemur þar saman rjómi íslenskra hesta og hestafólks en Sigurbjörn hefur engar áhyggjur af þvi að hitasóttin taki stóran toll þar. „Við verðum þar með hressa og heilbrigða hesta og ég hef ekki trú á því að margir sýkist því jafnvel síðast, þegar pestin náði há- marki og var ný hérna, veiktust að- eins nokkrir," segir Sigurbjörn. Að sögn hans verður komandi Forvitnileg heimasíða bandarísku jarðvísindastofnunarinnar: Allt sem vita um Bandaríska jarðvísindastofnunin, USGS, heldur úti forvitnilegum vef þar sem hægt er að fylgjast með öll- um skjálftum sem eiga sér stað á heimsvísu hverju sinni. Fram hefur komið hversu fljótir sérfræðingar við stofnunina voru að miðla upp- lýsingum um skjálftann á laugar- daginn á Netinu en um fjögurleytið lágu réttar upplýsingar þegar fyrir. Þegar farið er inn á vefmn er hægt að skoða skjálftana i tímaröð og einnig er hægt að smella á viðkom- andi land og fá upplýsingar á þann hátt. Ekki er aðeins hægt að skoða á þar til gerðu grafísku korti hvar og þú vildir skjálfta hvenær skjálftinn átti upptök sín, hversu stór hann var og hversu djúpt upptök hans voru heldur er einnig birt mynd af útprentun úr skjálftamæli sem sýnir titringinn. Auk þess er hægt að skoða skjálfta- virknina á svæðinu í kjölfar stóra skjálftans, skjálftinn á laugardag er kortlagður til að sýna hvernig hann fór um álfuna og síðan heimshorna á milli og minnst er á þá staðreynd að hann er sá stærsti á landinu síð- an 1912. Fyrir þá sem vilja vita allt um jarðskjálfta er því tilvalið að skoða heimasíðu stofnunarinnar. Slóðin að vefnum er: http://quake.usgs.gov/ -KGP -36' -:ET ÆC -'ií' J* -3*' ÍCSAND jBa.-riMaui.Tcasai.’oifiwiijpihiaoiiimixO*. Sójunicity 1K7 - Pnrsenl, 7iaíe Boundaneí. m irflmr USGS’Naharutl Earihquakr3nhjrmai.au Cattar Ekki hræddur um hraust hross Sigurbjörn Báröarson hestamaöur segir hraust hross í lítilli hættu á aö smit- ast af hitasóttinni alræmdu og er ekkert hræddur viö aö sóttin láti á sér kræla á glæsilegu landsmóti hestamanna sem er fram undan. landsmót það stærsta og glæsilegasta hingað til. „Þarna verður ein stærsta hópreið frá upphafi og forsetinn og mektar- menni þjóðarinnar verða í fara- broddi," segir Sigurbjörn. - Hvar varst þú þegar þjóðhátíð- arskjálftinn varð? „Ég var í Víðidal við hátíðahöld að leiða hryssu undir stóðhest og þau kipptu sér ekkert upp við skjálftann þrátt fyrir að jörðin bylgjaðist undir okkur,“ segir Sig- urbjörn. Toyota Nissan Range Rover Ford Chevrolet Suzuki Cherokee JeepWillys Land Rover Musso Isuzu 2E (D ALLT PLAST Kænuvogi 17 • Sími 588 6740 Framleiðum brettakanta. sólskyggni og boddíhluti á flestar gerðir jeppa. einnig boddíhluti í vörubíla og vanbíla. Sérsmíði og viðgerðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.