Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2000, Blaðsíða 11
11 MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 2000_ py útiönd Yasser Arafat Forseti Palestínumanna segir næstu vikur verða afgerandi fyrir nýtt ríki. Palestínskt ríki verður stofnað innan fárra vikna Yasser Arafat, forseti Palestínu- manna, sagði í Nablus á Vestur- bakkanum í gær að lýst yrði yfir stofnun palestínsks ríkis innan fá- einna vikna. Arafat hefur margsinn- is sagt að palestínskt riki yrði stofn- að síðar á árinu en hann hefur aldrei lagt fram jafnnákvæma tíma- setningu og nú. „Lýst verður yfir stofnun palest- ínsks ríkis á komandi vikum,“ sagði Arafat á fundi með þúsundum stuðningsmanna Fatah-samtak- anna, sem eru meginstoðin í Frelsis- samtökum Palestínu (PLO), í skóla í Nablus. Á sama tíma vöruðu palestinskir embættismenn við því að fyrirhug- aður leiðtogafundur ísraela, Palest- ínumanna og Bandaríkjamanna færi út um þúfur ef ekki þokaðist í átt að endanlegu friðarsamkomulagi þegar á fyrsta deginum. Vellríkur vinur Tonys Blairs segist ekki hafa gert neitt rangt: Nornaveisla í Baskalandi Þúsundir ferðamanna úr allri Evrópu tóku þátt í mikilli nornaveislu í helli ein- um í Baskalandi um helgina. Hátíð þessi er haldin árlega í þorpinu Zugarram- urdi, nærri landamærum Spánar og Frakklands. Borgaði ekki nema 600 þúsund krónur í skatta Vellauðugur kaupsýslumaður og góðvinur Tonys Blairs, forsætisráð- herra Bretlands, Levy lávarður, greiddi ekki nema sem svarar um sex hundruð þúsund krónur i tekju- skatt á síðasta ári, að því er breska blaðið Sunday Times greindi frá í gær. Það er jafnhá upphæð og mað- ur á meðallaunum í Bretlandi, 2,4 milljónum króna, greiðir í skatta. Levy lávarður, sem reyndi árang- urslaust að stöðva birtingu fréttar Sunday Times, sagði að hann væri fórnarlamb óþokkabragða og að upplýsinganna hlyti að hafa verið aflað á ólöglegan hátt, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Levy lávarður vísar því harðlega á bug að hann reyni að koma sér hjá því að greiða skatta. „Ég hef ekkert að fela,“ sagði Levy í viðtali við Rás 4 hjá BBC. Hann sagðist hafa greitt meira en Vinur í vanda Góðvinur Tonys Blairs, forsætisráöherra Bretlands, og margfaldur milli vanda vegna þess hversu lítið hann greiddi í skatta á síðasta ári. er i þrjú hundruð milljónir króna í skatta árið 1988 þegar hann seldi hljómplötufyrirtæki sem hann átti fyrir rúman milljarð króna að nú- virði. Þegar Levy var spurður hvers vegna hann hefði aðeins greitt um sex hundruð þúsund krónur í skatta í fyrra sagði hann að mestallir pen- ingamir hans væru bundnir í tveimur fallegum heimilum sem hann hefði ekki neinar tekjur af. Lávarðurinn seldi annað fyrir- tæki sitt 1997 og í viðtalinu við BBC sagðist hann í grundvallaratriðum hafa lifað á fjármagnstekjum næstu tvö ár þar á eftir. Hann sagðist ekki eiga neina bankareikninga í skattaparadísum erlendis. Levy lávarður rétti af fjármál breska Verkamannaflokksins með því að safna rúmum 800 milljónum króna fyrir síðustu kosningar. MMC Pajero, langur, árg. 2000, ek. 6 þús., beinsk., turbo dísil, rafdr. r., rafdr. sp., litaö gler, ABS, álf., o.fl. - o.fl. Lán getur fylgt. Ásett verð 3.090 þús. MMC Pajero stuttur, árg. 2000, ek. 5 þús., beinsk., turbo dísil, rafdr. r., rafdr. sp., litaö gler, ABS, upph.33“, álf., o.fl. - o.fl. Asett verð 2.490 þús. VW Golf Highline, árg. '99, ek. 11 þús., beinsk., með öllu, leðuráklæði, toppl., 16“ álf., spoiler, eini leddarinn á landinu. Ásett verð 1.890 þús. VW Golf Comfortline, árg. '99, ek.32 þús., beinsk., með öllu, 17“ álf., low profile, spoilerakitt allan hringinn, líósahlífar, ristar í húddi, svaaakalegur. Asett verð 1.790 þús. i. Alfa Romeo V-6,191 hö., árg. '98, ek. 22 þús., beinsk., með öllu, leðuráklæði, toppl, spoiler, 6 gíra, 17“ álf. Ásett verð 2.550 þús. Toyota Avensis 1600 Terra, árg. '98 ek.28 þús., beinsk., með öllu, spoiler 15“ álf. Ásett verð 1.550 þús. Hrismyri 3, Selfossi Drap skólafélaga sinn Þrettán ára skólapiltur í úthverfi borgarinnar Lille í Frakklandi varð tólf ára félaga sínum að bana með 22 hnífstungum þann 15. júní síðastlið- inn. Pilturinn játaði á sig glæpinn viku siðar. Hann hafði þá mætt í skólann eins og ekkert væri. Að sögn franska blaðsins Libér- ation hafði fórnarlambið boðið morðingjanum heim með sér. Þar mun sá tólf ára hafa móðgað móður hins með þeim afleiðingum að eldri drengurinn greip til hnífs sem hann kastaði síðan út um gluggann að verknaðinum loknum. Að sögn lögreglunnar á ódæðispilturinn erfitt að gera grein- armun á raunveruleikanum og til- búnum heimi sýndarveruleika. Orval no+a^ra bíla af 5llom s+aer^o^ 03 ^er&uwi / Margar bifreiðar á söluskrá okkar er hægt að greiða með Visa eða Euro raðgreiðslum VW Caravelle Syncro, dísil, f.skrd. VW Caravelle, bensín, f.skrd. 10.05.1996, VW LT35’ dísil, f.skrd. 6.11.1997, 29.04.1993, bsk., 5 dyra, ekinn 202 þ.km, bsk., 4 dyra, ekinn 75 þ.km, rauður. bsk., 4 dyra, ekinn 37 þ. km, hvítur. rauður. Verð kr.1.050.000. Verð kr.1.720.000. Verð kr- 2.090.000. MMC Pajero, 2,5 dísil, f. skrd. 16.11.1995, bsk., 5 dyra, ekinn 61 þ.km, blár. Verðkr.1.900.000. _______________ VW Caravelle TDi, f.skrd. 28.11.1996, bsk., 5 dyra, ekinn 270 þ.km, blár. Verð kr 1.280.000. Mersedes Benz Vrto, f.skrd. 23.10.1997, bsk, 4 dyra, ekinn 38 þ.km, hvítur. Verð kr.1.850.000. Ford Transit 100S, f.skrd. 7.05.1998, bsk., 5 dyra, ekinn 47 þ.km, hvítur. Verð kr.1.090.000. VW Caravelle Syncro, f.skrd. 31.01.1996, bsk., 5 dyra, ekinn 135 þ.km, hvítur. Verð kr.1.550.000. Borgartúní 26. ámar 561 7510 & 561 751

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.