Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2000, Blaðsíða 8
8 Fréttir MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 2000 DV - segir Jörmundur Ingi allsherjargoði um smærri kristna söfnuði á Þingvöllum Nota ekki aðstöðuna Jörmundur Ingi allsherjar goöi ásartrúarmanna segir aö hans menn muni ekki nota aöstööuna sem Þjóökirkjan hefur látiö setja upp á Þingvöllum. Jörmundur Ingi, allsherjargoði ásartrúarmanna á íslandi, telur að þjóðkirkjan sé að setja sig á háan hest gagnvart öðrum trúarbrögðum með því að bjóða til Kristnihátíðar á Þingvöllum. „Þeir eru í sjálfu sér að bjóða til Kristni- hátíðar, en ekki Kristnitökuhátíð- ar eins og haldið hefur verið fram i fjölmiðlum. Væri verið að fagna kristnitöku væri það eitthvað sem ásatrúarfé- lagið hefði ánægju af því að taka þátt í og leggja nafn sitt við. Kristnitakan var mikilvægur við- burður í íslandssögu og allir vita að þar komu heiðnir menn við sögu.“ Jörmundur Ingi sagðist ekki vera hrifinn af því fyrirkomulagi sem haft hefði verið á undirbúningi Kristnihátíðarinnar og sagði heiðna menn ekki koma til með að nýta sér þá aðstöðu sem þarna hefði verið komið upp. „Eftir að þeir hófu undirbúning hafa Þingvellir orðið eins og niður- nítt frystihúsahverfl úti á landi. Þegar við sáum þetta urðum við ákaflega fegnir að hafa ekki tekið þátt í þessu kraðaki. Þrátt fyrir að við hefðum kannski getað haft meiri og betri dagskrá og mun meira fólk þá held ég að fólki finn- ist það ekki vera á Þingvöllum þeg- ar það er komið.“ Óhreinu börnin í augum Jörmundar Inga eru Þingvöllur komnir í búning skemmtigarðs með veitingastaði og ys og þys stórborgarlífsins í hjarta þjóðgarðsins. „Að sjálfsögðu þarf að gera fólki þarna góða aðstöðu, en þetta er líka afar andstæðukennt. Þarna er verið að stefna tugþúsundum manns til þess að fólkið geti notið náttúrunn- ar og á sama tíma er náttúran tekin frá því með því að koma upp veit- ingatjöldum á hverju horni og kömrum annars staðar. Ég skil það mætavel að þessa aðstöðu þurfi þeg- ar svo miklum fjölda er stefnt á einn stað. Það er aftur á móti sorg- legt að verið sé að gefa fólki tæki- færi til þess að skoða Þingvelli en á sama tíma sé byggt yfir þá.“ Jörmundur bætir því við að hon- um þyki það vera táknrænt að eini staðurinn á Þingvöllum, þar sem töluvert grjóthrun varð í skjálftun- um um daginn, hefði verið í Hesta- gjá. Það hljóti að tákna eitthvað þeg- ar hrunið kemur í veg fyrir að „óhreinum bömum“ þjóðkirkjunn- ar sé stjakað frá dagsljósinu. „Hestagjá er sá staður sem þjóð- kirkjan hafði ætlað að hola niður öllum „óhreinu börnunum" sínum, öllum þessu litlu söfnuðum sem virðast þó í raun og veru trúa á Guð. Um guðhræðslu þjóðkirkju- manna efast ég hins vegar. Þjóð- kirkjan er orðin að stjórnardeild í ríkiskerfinu." -ÓRV Jörmundur Ingi, allsherjargoði BALENO TEGUND: 1,6 GLXWAGON 4x4 VERÐ: 1.695.000 KR. $ SUZUKI ✓✓------- SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, simi 431 28 00. Akureyrj: BSA hf„ Laufásgötu 9, slmi 462 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, slmi 555 15 50. Hvammstangi: Bfla- og búvélasalan, Melavegi 17, slmi 451 26 17. Isafjörður: Bllagarður ehf.,Grænagarði, slmi 456 30 95. Keflavik: BG bílakringlan, Grófinni 8, slmi 421 12 00. SUZUKIBILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is Heiðnir menn ætla ekki að notfæra sér aðstöðuna á Þingvöllum: Óhreinu börnin falin Á að á úti í náttúrunni ? Fyrsta skóflustungan Ingi Steinar Gunntaugsson, skóla- stjórí Brekkubæjarskóla, tekur fyrstu skóflustunguna aö framkvæmdum vegna einsetningar skótans. Akranes: Einsetinn skóli - framkvæmdir hafnar DV. AKRANESI: Framkvæmdir vegna einsetning- ar grunnskólanna á Akranesi hófust þegar fyrsta skóflustungan að fram- kvæmdum við Brekkubæjarskóla var tekin á dögunum. Verktaki er Loftorka í Borgamesi. Áætlaður heildarkostnaður viðbyggingarinn- ar, sem á vera lokið á fimmtíu ára afmæli skólans haustið 2001, er rúmar 160 milljónir króna. Nýja viö- byggingin mun tengjast eldri bygg- ingu sem snýr í átt að íþróttahúsinu við Vesturgötu. Viðbyggingin er 1400 fermetrar á þremur hæðum og bætir alla kennsluaðstöðu til muna. Á neðstu hæð verður aðstaða Tón- listarskólans á Akranesi, auk að- stöðu fyrir stoðþjónustu skólans, þ.e. heilsugæslu, sálfræðing og ráð- gjafa, biðstofu og húsnæði fyrir sér- deild. Á annarri og þriðju hæð verða 10 kennslustofur, fundaher- bergi og geymslur. Allar kennslu- stofumar verða með salemi og fata- hengi. -DVÓ Mikið byggt í Borgarnesi DV, BORGARNESI:_____________________ Nú er unnið að gatnagerð í Arn- arkletti í Bjargslandi í Borgarnesi. Þar hefur verið úthlutað lóðum und- ir þrjú fjölbýlishús og tvö raðhús, alls um 36 íbúðir. Reiknað er með að framkvæmdir hefjist á næstunni. Gatnagerð hefst senn norðan við gróðrarstöðina Gleym-mér-ei og að flugvailarafleggjaranum sem telst vera framlenging á Sólbakka. Þar er þegar búið að úthluta nokkrum lóð- um. Þá er Kaupfélag Borgfirðinga í samstarfl við aðra aðila, meðal ann- ars Olíufélagið, að fara að reisa tæp- lega 2.300 m2 verslunarhús við Borg- arbraut í Borgarnesi. -DVÓ Lögreglunni í Hólmavík barst tor- kennilegur hlutur nú nýverið sem fannst rekinn við bæinn Smáhamra í Kirkjubólshreppi. Um er að ræða belg sem barki er tengdur í og er gashylki við hinn endann og festiarmur sem ætla má að hafi verið mun stærri en brotnað við mikið högg. Enga áletrun er hægt að sjá sem segir til um fram- leiðsluland eða hlutverk sem þessum búnaði er ætlaður. Landhelgisgæsl- unni verður sendur hluturinn til rannsóknar. -GF SUZUKI Baleno Wagon - ferðavænn, alvöru fjölskyldubíll Torkennileg- ur hlutur finnst rekinn DV, HÓLMAVIK:~ DV-MYND GF Furöuhlutur á reki Höskuldur B. Erlingsson, lögreglu- varöstjóri á Hólmavík, meö sjórekna búnaðinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.