Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2000, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 2000 Fréttir DV Grunnvatn nær ekki að flæða af lóð á Akureyri: Bærinn aðgerðalaus - segir Bragi Steinsson sem hefur tapað milljónum „Þetta hafa verið stanslaus slags- mál undanfarin átta ár. Þetta sumar er þriðja sumarið sem ég þarf að grafa í sundur alla lóðina mína til þess að reyna að stemma stigu viö grunnvatninu," segir Bragi Steins- son, íbúi í Hraunholti á Akureyri. Bragi hefur búið í Hraunholtinu sl. 19 ár og fyrir um átta árum fór hann að taka eftir því að lóðin um- hverfis húsið hans var alltaf blaut. Hann fór að athuga málið þegar ástandið var orðið þannig að ekki var hægt að fara út úr húsinu án þess að vera í stígvélum. Ástæðan getur verið margþætt að sögn Braga. Ekki er ólíklegt að bygging- arframkvæmdir fyrir ofan húsið eða jarðvegsframkvæmdir hafi orð- ið til þess að rennsli stöðvaðist. Því neitar Guðmundur Guðlaugsson, bæjarverkfræðingur Akureyrarbæj- ar, ekki. Bragi er orðinn langþreyttur á öllu því tilstandi sem vatnsílaum- inum fylgir. „Svæöið er ein mýri og húsið mitt er orðið verðlaust vegna þessa. Ég hef stritað alla mína ævi til þess að eignast þetta húsnæði og nú þegar húsið er mitt get ég ekki fengið að njóta þess að búa í því. Hér hef ég lagt drenlagnir til þess að bægja vatnsrennslinu frá og þær eyðileggj- ast nánast samstundis." Þvælt á milli deilda Lóð Braga er orðin sundurgrafm og i síðustu viku ákvað hann að mæla vatnsrennslið sem fór i gegn- um lóðina. Á einum sólarhring runnu 21.800 lítrar af vatni í gegn- um lóðina og höfðu þá skurðirnir á lóðinni, 90 metrar samtals, verið opnir í heila viku. Aðspurður segir Bragi að viðbrögð bæjarins hafi ver- ið lítil sem engin. „Þeir þvæla mér á milli deilda og visa hver á annan. Ég hef tapað 2-3 miiljónum í beinan kostnað og þá er vinnutap og tilfínningalegt tjón al- gjörlega ótalið. Bamabörnin mín búa hérna í næsta húsi og ég hef þurft að stjaka þeim frá mér vegna slysahættu á lóðinni minni. Nú er svo komið að ég er búinn að gefast upp og ætla að höfða mál. Ég reikna með því að ég þurfi að ráða til mín lögfræðing að sunnan - það eru all- ir tengdir þessari mafíu hér,“ sagði Bragi. Blaðamaður fékk afrit af þeim gögnum sem hafa verið send á milli Braga og bæjarstjórnarinnar á Ak- ureyri. i þeim gögnum mátti meðal annars finna að greinargerð frá Jóni Geir Ágústs- syni byggingarfull- trúa dagsettri þann 25. júní 1998. Grein- argerðin er unnin að beiðni bæjar- stjóra og í henni segir „að þennan mikla vatnsaga í lóðinni þurfi að koma í veg fyrir Kristján Þór þar sem ástand Júlíusson. hennar er með öllu óviðunandi." Þegar haft var samband við Krist- ján Þór Júlíusson, bæjarstjóra Ak- ureyrar, samsinnti hann því að lítið hefði verið að gert. „Vissulega hefur eitthvað verið gert en það virðist ekki hafa verið nóg. Bæjarverkfræðingi var falið af bæjarráði að vinna í málinu en ég veit ekki hvað hefur gerst í málinu síðan. Það er ríkur vilji til þess að leysa þetta mál hjá bæjarráði. Það er þó víst að Bragi hefur ekki feng- ið þá úrlausn mála sem hann hefur verið að sækjast eftir á undanförn- um árum og fyrir því eru ýmsar ástæður. Þó get ég ekki nefnt hverj- ar þessar ástæður eru,“ sagði Krist- ján og bætti því við að hann langaði til þess að kanna málið betur. -ÓRV Akureyri Bragi Steinsson, íbúi í Hraunholti, er í stööugri baráttu viö vatn á lóö sinni. Bæjaryfirvöld sýna málinu lítinn skilning. Bolungarvík: Mokveiði í höfninni Menn hafa verið að draga ríga- þorsk úti á Brimbrjótnum í Bolung- arvík undanfarnar vikur. „Þetta er fallegur fiskur og stórir aular innan um,“ sagði Gísli Hjartarson á ísa- firði í samtali við DV fyrir helgina. „Ég vissi ekkert um þetta en vin- ir mínir tveir, Atli Þór Ólafsson og Gísli Sveinn Aðalsteinsson, sem verið hafa hjá mér í læri í vetur, voru að þrífa og bóna fyrir mig bíl- inn á sunnudaginn og ráku þá aug- Hámarkshraði hækkar, slysum fækkar Fyrirhuguð eru tvenn mislæg gatnamót á Reykjanesbraut við Mjódd til að draga úr hárri slysa- tíðni sem einkennt hefur brautina en í dag eru þar 5 gatnamót með umferðarljósum. Auknum umferð- arþunga verður svarað með aíkasta- meiri mannvirkjum. Breytingin á að draga úr slysahættu, minnka taf- ir og auðvelda umferð fleiri bíla á Reykjanesbrautinni. Vinna við fyrsta áfanga hefst á þessu ári og lýkur árið 2002. Samkvæmt frummati Línuhönn- unar á umhverfisáhrifum mun hljóðstig, sem er nú þegar yfir við- miðunarmörkum á 4 stöðum, í flest- um tilvikum hækka eða standa í stað. Hámarkshraði mun að öllum likindum hækka. Þá munu gatna- mótin stuðla að minni eldsneytis- notkun og þar með draga úr meng- un. Þegar á allt er litið mun fram- kvæmdin breyta samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins til mikils batnaðar og slysum á Reykjanes- braut ætti að fækka um 40%. Vega- gerðin stendur að framkvæmdinni og er áætlaður kostnaður 1270 millj- ónir króna. -HH Zontasamtökin á íslandi: Aðstoða konur af landsbyggðinni - vegna ofbeldis á heimilum Fulltrúar Zontaklúbbanna á ís- landi afhentu þann 24. maí sl. Kvennaathvarfinu i Reykjavík eina milljón króna sem renna í sjóð til aðstoðar konum af landsbyggðinni, sem þurfa að komast í athvarfið vegna ofbeldis á heimilum sinum. Var þetta rúmlega helmingur þess fjár sem Zontakonur söfnuðu í ár og er afrakstur af sölu gjafakorta með hinni hefðbundnu gulu rós Zonta, sem seld voru 17. og 18. mars sl. Hinn helmingur fjársins rann í alþjóðasöfnun Zonta Int. sem, ásamt UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, eru að hefja baráttu gegn umskurði stúlkubama í Vestur-Afr- íkurikinu Burkina Faso. Kortin verða áfram til sölu. Zontasamtökin á íslandi þakka landsmönnum góðar undirtektir, ekki sist Ólafi Guðmundssyni, fyrr- verandi lögregluvarðstjóra í Reykja- vík, fyrir hans höfðinglegu gjöf í söfnunina, 60 þúsund. krónur. Zontasamtökin eru alþjóðleg þjónustusamtök kvenna í ýmsum starfsstéttum. í samtökunum eru 34.000 konur, klúbbarnir eru 1224 í 70 löndum í öllum heimsálfum og hafa það að markmiði að vinna að bættri stöðu kvenna og barna og stuðla að líknarmálum. Zontaklúbbarnir á íslandi eru sex talsins, tveir i Reykjavík, tveir á Akureyri, einn á Selfossi og einn á ísafirði. un í sjóstangirnar hans pabba heit- ins, Hjartar stapa, og vildu óðir og uppvægir fara að veiða. Þeir hnýttu bara silungaspúna á og ég fór með þá á Hnífsdalsbryggjuna. Þar var ekkert að hafa svo við fórum út i Vík. Þar var torfan við Brjótshaus- inn og strákarnir drógu á auga- bragði 50-60 kíló af þorski. Þá voru spúnamir famir neðan úr. Meðal- vigtin var um 2,5 kg og aular innan um. Strákarnir urðu hálfvitlausir á þessu og vildu ólmir fara daginn eft- ir. Ég lét það eftir þeim og þeir fóru vel útbúnir með sjóstangirnar, með ekta króka og lóð. Ég sagði stopp þegar þeir höfðu dregið 100 kg á inn- an við klukkustund, enda erum við ekki með kyóta. Nú eru allar kistur fullar. Ég lét vin minn hann Jón Fann- dal á flugvellinum vita af þessu og hann gat varla beðið eftir að af- greiða kvöldvélina á þriðjudaginn. Síðan fór hann út á Brjót og dró í frystikistuna á augabragði. Svo má enginn veiða fisk,“ sagði Gísli. Að- spurður sagðist hann ekki eiga neinn kvóta og þvi mætti búast við að hann yrði settur á bak við lás og slá fyrir tiltækið. -HKr. Atli Þór Ólafsson Slægir sprotafisk á Brjótnum í Bolungarvík. Ætli „Stapinn“ eigi nokkurn kvóta? Sandkorn . Jilli, 'Umsjón: Hördur kristjánsson netfang: sandkorn@ff.ls Messufall? Sagt er að nokkuð hafi farið um Júlíus Hafstein, fram- kvæmdastjóra Kristnihátíðar, er niðurstöður voru kunngerðar úr skoðanakönnun sem fram fór á vis- ir.is. Þar gafst fólki kostur á að svara spurningu Dags um hvort það ætlaði á hátíðina. Aðeins 7% svarenda sögðust ætla á hátíðina og í fram- reikningi fá menn þannig út að 20 þúsund manns muni mæta á Þingvöll. Þetta er ansi langt frá þeim 75 þúsundum sem aUur und- irbúningur miðar við. Telja gár- ungar nú víst að Júlíus verði að leita á náðir ásatrúarmanna til að ekki verði algjört messufaU... Púkinn Ungir Framsóknarmenn vUja ólmir í ESB samkvæmt niðurstöð- um fundar þeirra i um helgina. Þykir þetta og núverandi afstaða HaUdórs Ásgrimssonar til málsins stefna | stjómarsamstarf- inu I nokkra tví- sýnu. Davíð I Oddsson hefur þráfaldlega lýst því yfir að ótíma- bært sé að huga að inngönguvið- ræðum. Sagt er að nú hlakki mjög í Össuri Skarphéðinssyni sem sitji eins og púki á fjósbitanum við að æsa ESB-hungrið upp í HaUdóri með hugsanlegt nýtt stjórnarmynst- ur Samfylkingar og Framsóknar í huga... Páll að flytja? Ráðherrar og þingmenn hafa verið iðnir við það að undan- fömu að draga stofnanir úr Reykja- vík og út á lands- byggðina. Nokkur kosningafnykur þykir af þeim mál- um og minnast menn umræðu um flutning Byggða- stofnunar norður í land að frumkvæði Kristins H. Gunnarssonar sem greinilega hyggur á forystu í útvíkkuðu kjördæmi. PáU Pétursson, sem nú situr í forystusætinu fyrir norðan, er líka að huga að stofn- anaflutningi. Nú er það Jafnrétt- isstofa sem planta á niður á Ak- ureyri. Gárungar spyrja sig því hvort Páll hyggi nú á endurkjör og flutning í næsta kjördæmi við hliðina... Keimlíkur... Ásatrúarmenn halda nú hátíð mikla á Þingvöllum. Ekki gekk það þó andskota- laust fyrir Jörm- und Inga Han- sen og félaga að fá að njóta þeirr- ar aðstöðu sem þar er upp sett vegna kristnihá- tíðar. Deilt var m.a. um hvort ásatrúarmenn ættu að greiða fyr- ir afnot af kömrum Júlíusar Haf- steins kristnihátíðarfram- kvæmdastjóra. í síðustu viku rak þennan kveðskap á fjörur Sand- koms en orðabrengl varð í birt- ingu þá en hér er hún rétt. Þrisvar máttu segja mér menn þó haldi risnu aö heiönir fái að hœgja sér viö hliöina á þeim kristnu. Út má finna andríkur eftir góöra beiðnum að kúkurinn sé keimlíkur úr kristnum manni og heiönum. -PK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.