Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2000, Blaðsíða 11
Bandaríska rappsveítin Jurassic 5 býr til
tónlist sem er undir miklum áhrifum
frá hip hop tónlist níunda áratugarins.
TVausti Júlíusson skoðaði þessa
vaxandi sveit.
Aftur til framtíðar með JuraSSÍC 5
»
Þegar Jurassic 5 gáfu út sína
fyrstu plötu í Evrópu fyrir tveimur
árum voru margir sem sáu i þeim
nýja frelsara rappsins. Síöan þá
hafa komið fram ótal listamenn
sem gætu eins átt tilkall til þess tit-
ils (Common, Dead Prez, Anti
Pop Consortium, Slum Village
eða Roots Manuva, svo einhverjir
séu nefndir). Nú er önnur plata
þeirra komin. Hún heitir Quality
Control og þó að það sé fullt af flott-
um hlutum að gerast í rappinu þá
festir hún Jurassic 5 í sessi sem
eitt af mest spennandi nöfnunum í
rapptónlistinni í dag.
Búa til nýtt úr gömlu
Jurassic 5 búa til hip hop í lík-
ingu við það sem tíðkaðist seint á
níunda áratugnum og i byrjun þess
tíunda. Þeir eru afkvæmi rappara á
borð við Eric B. & Rakim, Master
Ace, Marley Marl og Big Daddy
Kane. Þeir voru sjálfir frekar lítið
spenntir fyrir því þvf ofhlaðna og
ofunna rappi sem réð ríkjum
seinni hluta tiunda áratugsins með
ofur-pródúserum á borð við Dr.
Dre og RZA. Þeir vildu hafa hlut-
ina einfaldari og meira í líkingu
við það sem tíðkaðist í árdaga
rappsins. Það var enginn að búa til
þannig tónlist svo að þeir ákváðu
að gera það bara sjálfir. Tónlistin
þeirra minnir okkur á það hvað
það var sem var spennandi við hip
hoppið í byrjun. Þetta er partímús-
ík; -rapp, bít, grípandi viðlög,
harmóníur og léttleikandi bassalín-
ur. Þeir blanda svo inn í þetta mis-
munandi hlutum. Á nýju plötunni
eru áhrif frá elektró, latin áslætti
og swing, svo eitthvað sé nefnt.
Stjörnukerfi Ifókus
★ ★ ★ ★ ★ Gargandi snilld! * Notist f neyð.
• ★★★★Ekki missaaf þessu. OTÍmasóun.
★ ★ ★ Góð afþreying. V Skaðlegt.
★ ★Nothæft gegn leiðindum. v
p1ötudómar
Þóttu ekki nógu gangst-
erlegir
Jurassic 5 eru ekki 5 talsins eins
og ætla mætti heldur 6. 4 rapparar:
Chali 2una, Akil, Mark7even og
Zaakir og tveir plötusnúðar: Nu-
Mark og Cut Chemist. Þeir voru
upphaflega stofnaðir upp úr tveim
rappteymum í LA, Rebels of Rhyt-
hm, sem í voru þeir Nu-Mark, Za-
akir og Akil og Unity Community
sem var skipað Cut Chemist,
Mark7ceven og Chali 2una. Árið
1993 ákváðu þeir að hljóðrita lag
saman. Lagið „Unified Revolution"
gerði það gott á neðanjarðarsen-
unni í Kaliforníu og fékk nokkra
spilun á háskólaútvarpsstöðvunum
en samt höfðu stóru plötufyrirtæk-
in ekki áhuga á þeim. Þeir þóttu
ekki nógu miklir gangster-rappar-
ar til þess að passa inn í þann
ramma sem plötufyrirtækin höfðu
sett sér á þessum tíma. Þeir héldu
samt áfram að rappa með fram al-
mennri launavinnu. Á daginn
unnu þeir sem burðarmenn á hótel-
um, í ræstingum eða við að smyrja
samlokur, svo eitthvað sé nefnt, en
notuöu kvöldin til að troða upp og
búa til tónlist. Þeir komu oft fram
á Good Life Café en þar stigu fleiri
rappsveitir sín fyrstu spor, þ. á m.
Freestyle Fellowship og Dilated
Peoples.
Cut Chemist hefur auk þess að
spila með Jurassic 5 spilað með DJ
Shadow. Þeir fóru saman á tón-
leikaferðalag, sem þeir kölluðu
„Brainfreeze", fyrir nokkrum
árum. Hann er líka, ásamt Chali
2una, meðlimur í stórsveitinni
Ozomatli sem blandar saman afró-
kúbanskri tónlist, reggae og rappi.
Siógu í gegn f Bretlandi
Árið 1997 sendu þeir frá sér ep
plötuna „Jurassic 5“ á óháða plötu-
fyrirtækinu TVT records og ári síð-
ar var hún gefin út með fleiri lög-
um og aukamixum í Betlandi þar
sem hún fékk strax góðar móttökur
og fór inn á Top 40. í framhaldinu
Sex saman: rappsveitin Jurassic 5.
kom velgengni í öðrum Evrópu-
löndum og frábærar móttökur á
mörgum af stærstu tónlistarhátíð-
unum Evrópu í fyrrasumar. Eitt af
því sem veitir Jurassic 5 nokkra
sérstöðu er að þeir höfða til
svo ólíkra hópa af fólki.
Þeir virðast falla
kramið jafnt hjá göml-
um rapp-aðdáendum
sem unglingum, jafnt
hjá hvítum sem svört-
um og jafnt hjá
rokkurum og hip
hop aðdáend-
um. Þeir
eru jú
sjálfir af
mismun-
a n d i
kyn - j
þáttum •
og þeir I
h a f a I
1 í k a 1
ver ið
óhrædd-
ir við að
spila fyrir
ólíka hópa.
Þeir fóru á
tónleikaferða-
lag með popp-
söngkonunni
Fionu Apple,
þeir hituðu upp fyr-
ir ný-soul-sjarmör-
inn D’Angelo og
hafa svo eins og áður
sagði spilað á ótal
festivölum.
Eru að komast
inn í Bandaríkj-
unum
Velgengni Jurassic 5
í Evrópu leiddi svo til
þess að þeir fengu
samning við Interscope í
Bandaríkjunum og Qu-
ality Control er fyrsta af-
urð þess samnings. Og viti menn!
Nú er þeim hampað jafnt af banda-
rísku neðanjarðarpressunni sem
gamalgrónum blöðum eins og The
Source. Þeir eru yfirlýstar anti-
stjömur (Cut Chemist býr enn i
föðurhúsum og er hæstánægður
með gömlu Honduna sína,
„finn bíll“), en framtíðin virð-
ist nokkuð björt hjá þessum
þrautseigu hugsjónamönnum
hip hopsins. Kannski DJ Nu-
Mark geti bætt
svolítið vel í
vínylplötusafnið sitt á næstunni.
Hann á 35.000 plötur sem allar eru
flokkaðar og geymdar eftir
ákveðnu kerfi. Hann áætlar að með
því aö fjórfalda safnið geti hann
kannski gert það sem hann vill á
bak við plötu-
spilarana.
hvaöf fyrir hvernf ^"ðreVn^iT niöurstaöa
★★★ Fiytjandi: Sinéad O'Connor piatan: Faith and Courage Útgefandi: Atlantic / Skífan Lengd: 55:51 mín. Þetta er fyrsta stóra plata Irsku söngkonunnar síöan 1994 og tilraun til að endurvekja vinsældirnar sem hún naut I kringum 1990 og plötuna „1 Do Not Want What 1 Haven’t Got". Lögin eru þrettán, megniö I Ijúfum poppglr, en inn á milli eru kraftmeiri rokklög. Plata fyrir þá sem ekki hafa gleymt söngkonunni og hina sem vilja kynn- ast ofurnæmri og opinni söngkonu. Kella hefur hér ýmsar hetjur sér til aðstoðar, m.a. Dave Stewart úr Eurythmics, döbbfönkarana Adrian Sherwood og Skip McDonald, gúrú- inn Brian Eno og Wyclef Jean úr Fu- gees. Eins og frægt er orðið reif Sinéad mynd af páfanum I beinni 1992 og vakti ofsareiöi. Sex árum síöar gerö- ist hún þó snartrúuð sjáif og var vlgð til þrests. Utan poppsins er hún nú þekkt sem móðir Bernadette Marie og hyggst einbeita sér að hjálpa hin- um deyjandi og þeim sem taldir eru geðveikir - „eins og égl“ Þetta er fjölbreytt og fln plata hjá stelpunni og alls ekkert gospel, þó Sinéad geti vissulega veriö djúp I textunum sínum. Mörg ágætis lög eru hér og þetta er þægileg plata og á köflum fiott. Tónlistin færir þó eng- ar stórfréttir, fetar fullfjölfarnar slóö- ir og dettur stundum niður I væluleg- an fíling. dr. gunni
★★★★ Flytjandl: Sex Pistols og fleiri piatan: The Filth & The Fury Útgefandl: Virgin / Skífan Lengd: 94:16 mín Þetta er tvöfaldur diskur úr nýrri heimildamynd Juliens Temple um Sex Pistols. Hér eru 18 Pistols-lög - öll þau klassísku, plús annað stöff- og ellefu lög með öðrum sem höfðu áhrif á bandiö eða voru I loftinu þeg- ar pönkið var að taka sín fyrstu skref. Pistols og aðrir greddupönkarar voru sparkið I rassgatið sem staðnaði rokkheimurinn þurfti á miðjum 8. áratugnum. Rokkbransann I dag er alveg jafn vonlaus og hann var fyrir pönk. Pönkið mun þó ekki valda bylt- ingu aftur - enda löngu orðið sölu- vara - en hér má heyra hvað þurfti einu sinni til að slátra stöðnuninni. Þetta er önnur heimildamynd Juliens Temple um Sex Pistols (hin var The Great Rock 'N’ Roll Swindle). Hún hefur fengið frábæra dóma og von- andi er að hún berist fljótlega hing- að. I nýjum viðtölum við Pistols- menn lét Julien andlitin á þeim vera úr fókus til að halda I æskuímynd- ina. Ljómandi góður diskur. Með vlsunum I fyrirrennarana heyrist I bestu lögum Pistols hvers kyns þrumuband var hér á ferðinni. Rokkið hefur varla hljómað grimmara eða ferskara en á þessum tlma og Pistols eru eitt af fáum böndum sem hægt er að segja að hafi breytt gangi sögunnar. Skylduhlustun rokkarans. dr. gunni
★★★★ Flytjandl: YmSÍr Platan: Out PatÍentS Útgefandi: Hospital / Þruman Lengd: 100:53 mín (2 diskar) Þetta er safnplata frá breska þlötu- fyrirtækinu Hospital Records en það vakti athygli fyrir útgáfu plötunnar „Pull the Plug“ með London El- ektricity I fyrra. Sú plata var ein af bestu breakbeat plötum slðasta árs. Hér eru L.E. aftur komnir, en líka Marcus Intalex, Mr. Scruff, Aquasky, Yukihiro Fukutomi ofl. Out Patients er mjög fjölbreytt plata sem spannar allan breakbeat skal- ann, frá djassl-bræöingi og soul grúvi útl drum & bass. Mest af plötunni er frekar þægilegur bræöingur sem ætti að falla I kramið hjá þeim sem kunna að meta djassskotin grúv. Þeir Chris Goss og Tony Colman, sem reka Hospital Records, byrjuðu útgáfuferilinn með Acid Jazz-merkinu Tongue & Groove árið 1996. Það gekk ekki en Hospital viröist ætla að blómstra. Þeir eiga greinilega rætur I jassbræðingnum. Gamla Steely Dan- lagið, Peg, er að finna á diskinum I „off-beat dub“ útgáfu. Þetta er frábær plata. Lögin eru flestöll mjög flott og heildarsvipurinn óaðfinnanlegur. Það er sjaldgæft að detta niður á safnplötu meö nýju efni sem er bæöi jafn fjölbreytt og flott heild. Þaö verður gaman aö fylgjast með Hospital I framtiðinni. Ein af bestu safnplötum ársins hingað til. traustl júlíusson
★ ★★ Fiytjandi: Busta Rhymes piatan: Anarchy Útgefandi: Elektra / Skífan Lengd: 78:34 mln. Anarchy er fjóröa plata hins sl-æsta rappsnillings Busta Rhymes, en hann er þekktastur fyrir bombur á borö viö Whoo-Ha!, Turn it uþ og What’s it gonna be sem hann gerði meö Janet Jackson. Á meðal gesta hjá Busta I þetta sklptið eru DMX, Jay Z, Raekwon, Ghostface Killah og Lenny Kravitz. Tónlist Busta Rhymes er hipp hopp með mjög sterkum karaktereinkenn- um hans sjálfs. Þetta er oftar en ekki ómstrlð tónlist og mjög æstur söngur. Busta Rhymes hentar ekki fyrir viökvæmar og friðsælar týpur, en orkan frá honum er slík þegar best tekst til, að fyrir okkur hin er hann eins og vítamín beint I æð. Busta hefur nóg aö gera þessa dag- ana. Hann leikur eitt aöalhlutverkið I endurgerðinni af Shaft sem verið er að sýna vestanhafs og eins er hann nýbúinn að kynna sitt eigið fata- merki, Bushi Designs. Þá er ný plata frá teyminu hans Flipmode Squad væntanleg I september. Þetta er ágætis plata. Sándin sem Busta notar I tónlistina eru fjölbreytt og þaö er slatti af mjög flottum lögum. Það sem dregur hana svolltiö niður er að innan um eru frekar slök lög. Það er ekkert jafnkraftmikið og Turn It up, en lög eins og Street Sh * *, Salute da Gods og Get Outli eru frábær engu aö síður. traustl júliusson
7. júlí 2000 f Ó k U S
11