Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2000, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2000, Blaðsíða 5
fjármálamarkaði? Amerískar bíómyndir hafa lengi frætt okkur um hina svokölluðu „uppa“ sem spruttu upp í landi tækifæranna, Ameríku, á 8. áratugnum. Þessi tegund manna var svo tekin rækilega á teppið í bók Bret Easton Ellis, American Psycho, sem út kom árið 1991. Nú tæplega 10 árum seinna hefur bókin verið kvikmynduð og er nú til sýningar í bíóhúsum borgarinnar. Fókus hóaði saman nokkrum hressum einstaklingum sem starfa í verðbréfabransanum og lét þá horfa á myndina til að komast að því hvort til væri íslenskur Patrick Bateman. Það eru fimm einstaklingar sem eru mættir til að greina myndina og titiar þeirra allra myndu sóma sér vel á nafn- spjaldi Patricks Batemans og félaga í myndinni. Þessir fjármálaspekúlantar eru Guðrún Inga Ingóifsdóttir, nýskip- aður framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs Einingar sem Kaupþing rekur og einnig sú yngsta tO að gegna slíku starfi hérlendis, Gunnlaugur Jónsson, gjaldeyrismiðlari hjá Islandsbanka FBA, Sigurður Kjartan Hilmarsson í áhættufjármögnun hjá MP Verðbréf- um, Guðrún Johnsen, verðbréfamiðlari Islandsbanka FBA, og Benedikt Pálma- son, einnig verðbréfamiðlari frá Bún- aðarbankanum. American sækó Fyrsta spumingin sem varpað er fram er um hvað myndin sé og það er Guðrún Inga sem byijar. „Myndin er um ungan mann, 27 ára gamlan, sem er úr fínasta skóla Bandaríkjanna, Harvard, og vinnur á Wall Street. Hann vinnur nú reyndar ekki mikið heldur eyðir tíma sínum í vinnunni í að hlusta á tónlist í vasadiskóinu sínu. Hans helstu verkefni á daginn eru að plotta hvemig hann getur drepið fólk. Hvemig hann klæðir sig og hvemig hann geti fengið borð á heitasta veit- ingastað borgarinnar. Hann leggur mikið upp úr líkamsrækt og stærir sig af því að geta gert 1000 magaæfmgar í einum rykk. Svo skiptir annað útlit hann einnig miklu máli og i þvf skyni smyr hann sig með hinum og þessum smyrslum til þess að viðhalda hraust- legu og unglegu útliti sínu. Ég hef aldrei vitað um nokkum mann sem getur eytt jafruniklum tíma á morgn- ana í að gera sig tilbúinn eins og þessi ungi maður.“ Sigurður Kjartan bætir við: „Svo er líka „trikk“ sem hann veit af en flestir karlar klikka á og það er að nota ekki áfengi í andlitið á sér (krem með alka- hóli), því það flýtir fyrir hrukkumynd- un. Hann notar því bara sérstök raka- krem.“ Heilbriað sál í hraustum líkama? I myndinni er mikið lagt upp úr út- liti eins og Guðrún nefndi og þvi lá beinast við að forvitnast um hvort þetta unga fólk úr fjármálaheiminum legði áherslu á það, líkt og Bateman. Skiptir það máli að hafa líkamann sem fúllkomnastan? Gunnlaugur var fyrst- ur til að svara þeirri spumingu. „Já, það skiptir mig mjög miklu máli að hafa likamann fúllkominn og ég legg mikla áherslu á það,“ segir hann og hinir fara að hlæja. „Af hveiju hlæið þið? Ég sæki líkamsræktarstöðina Planet Pulse nokkrum sinnum í viku í því augnamiði eins og önnur fyrir- menni þjóðarinnar. Þar gefst einnig starfsmönnum og öðrum gestum tæki- færi til að dást af líkama mínum." Guð- rún Inga segist eiga kort í baðhúsi Lindu en hafi ekki notað það í nokkra mánuði. Sigurður er einnig skráður meðlimur líkamsræktarstöðvar og seg- ist sækja Hreyfingu Ágústu Johnson. Guðrún Johnsen virðist vera minna fyrir líkamsræktarstöðvar. „Ég stunda sundlaugamar ef ég nenni að þurrka á mér hárið á daginn. Svo fer ég í Yoga- stöðina Heilsubót." Benedikt er sá eini þeirra sem ekki stundar líkamsrækt af neinu tagi. Engin þakhýsi Umgjörðin skiptir Bateman ekki minna máli og sést það vel á kuldalegri og „minimaliskri" innréttingu íbúðar- innar sem hann býr í. Því er næsta spuming hvar þau búi og hvemig. Öll búa þau í eða nálægt miðbænum en því miður virðist ekki um nein penthouse að ræða. Þau segja að vel geti passað að innréttingamar séu kuldalegar en kenna frekar um peningaleysi en með- vituðum stíl. Sem sagt engir innan- hússarkitektar heldur. En hvað með bílana, þeir hafa nú lengi verið notaðir sem stöðutákn? Guðrún Inga virðist vera sú eina sem keyrir um á bíl sem ýtt gæti undir ímynd hinnar frama- gjömu og peningaglöðu. Hún keyrir um á BMW. Hin grípa andann á lofti, „átt þú BMW-inn hér fyrir utan, þenn- an með leðuráklæðinu?“ Guðrún Inga svarar þessu játandi (en þó með sem- ingi). Hin virðast keyra um á nokkuð venjulegum bílum, tvö em meira að segja á verkamannabílnum Golf. Nafnspjöld úr járni Næst víkur sögunni að annars konar stöðutáknum og þá á vinnustaðnum sjálfum, eins og t.d. nafnspjöldum. Það virðist vera áhugi meðal þeirra um nafnspjöldin. Guðrún Johnsen segist meira að segja hafa lagt inn beiðni um að fá vatnsmerki prentað á sitt en sú tillaga virðist lítinn hljómgrunn hafa fengið. Gunnlaugur er hins vegar einn um það að eiga ekki nafnspjöld. „Þau em ekki komin úr prentun eftir sam- runann (Islandsbanki og FBA). Ég þyki líklega ekki nógu merkilegur." Þau ræða um nafnspjöldin í kvikmyndinni og Benedikt segir: „Mér finnst nú eigin- lega nafnspjaldaparturinn vera það skemmtOegasta í myndinni. Takið eftir því að þetta er ekkert svona „trendí" eins og þau era i dag, þetta er allt bara hvítt og flottleikinn virðist felast í letr- inu.“ Guðrún Inga segist hins vegar engu fá að ráða um sin nafnspjöld, það er í mesta lagi að hún fái að ráða hvað hún heitir. Gunnlaugur bendir þá á að hann hafi ekki fengið að ráða sínu nafni sjálfur, það voru aðrir sem ákváðu það. Sigurður fræðir okkur um að á ráðstefiiu sem hann sótti um dag- inn hafi hann fengið fúllt af nafnspjöld- um. „Menn vora famir að „extríma" í plasti og jámi og svoleiðis." Spjöldin virðast því skipta miklu máli í þessu fagi. Klárar konur Tónlistin skipar stóran þátt í mynd- inni jafnt sem bókinni. Patrick Batem- an heldur margar „innihaldsríkar" ræður um tónlist bæði í skáldsögunni og kvikmyndinni. En hvaða tónlist hlusta viðmælendur okkar á og hvers vegna? Gunnlaugur segist hlusta á Britney Spears, eingöngu. „Ástæðan er sú að hún er mjög góður tónlistarmað- ur.“ Nú er krafist frekari ástæðna fyr- ir dálæti Gunnlaugs. „Hún er mjög góð- ur söngvari." „Mér finnst hún semja fallega tónlist," skýtur Benedikt inn. Gunnlaugur leiðréttir hann hins vegar og bendir Benedikt á að hún semji ekki neitt sjálf. Það sem Gunnlaugi virðist líka þó hvað mest við tónlist fröken Spears era önnur líkamshljóð en beinn söngur, „Hún gefur frá sér svo skemmtileg búkhljóð eins og aaaaaaa beibe beibe og oooooooooo og alls kon- ar svoleiðis,“ (Gunnlaugur reynir að líkja eftir þessum hljóðum eftir bestu getu og tekst nokkuð vel upp!). Næstur er Benedikt: „Madonna er náttúrlega gyðja.“ Benedikt vill ekki viðurkenna að aðdáun hans á Madonnu tengist á nokkum hátt líkamlegu útliti hennar. Sigurður Kjartan kemur vini sinum til hjálpar: „Ég held að Madonna sé bara klár,“ og Benedikt er sammála. Gunn- laugur bætir við: „Mér skilst að hún sé með 140 í greindarvísitölu, eða það er sagt. Ég verð verulega svekktur ef það kemur ekki í ljós að Britney Spears er að minnsta kosti með það.“ Sigurður segist ekki vera jafnhrifinn af þessum fallegu gáfukonum og tekur Depeche Mode fram yfir þær. Guðrún Inga nefnir diskinn sem hún hlustaði á á leið í viðtalið, Massive Attack. Guð- rún Johnsen virðist vera á allt annarri línu og kýs helst franska tónlist. Mímisbar og McDonald's Bateman ver dágóðum tíma sínum í að falast eftir borði á heitasta veitinga- stað New York-borgar. Hann virðist heldur ekki vinna mikið. Er lífið svona ljúft í vinnunni hjá ykkur? Ekkert þefrra vill meina það og Benedikt segir: „Tónlist í vinnunni er fáránleg." „Og svo er engin tölva á skrifstofunni hans og borðið alltaf autt,“ bætir Sigurður við. En hvað með ykkur, hvert farið þið að borða og hvað er „inni“? Guðrún Inga segist nota hádegið til að hitta vin- konumar og kærastann. Benedikt og Sigurður era staðsettir niðri í miðbæ á vinnutíma. Benedikt segir að helst verði fyrir valinu Victor, Grillhús Guðmund- ar og Jómfrain. „Svo er Homið jú okk- ar staður." Gunnlaugur segist vera hrifiiastur af McDonald's og þá á öllum tímum sólarhringsins. En hvert er haldið á kvöldin og um helgar? Benedikt: „Mímisbar á Hótel Sögu.“ Og Sigurður bætir við: „Eini bar- inn sem blandar almennilega Bloody Mary.“ Hin segjast ekki fara mikið út á lífið. Gunnlaugur segir þó að þegar það komi fyrir að hann bregði undir sig betri fætinum bregðist ekki að dyra- verðir Kaffibarsins reyni að fá hann þangað inn. „En ég læt ekki glepjast." Engin morð í vinnunni Finnst ykkur þið kannast við þann heim sem Bateman lifir og hrærist í, er hann líkur þeim sem þið þekkið? „Ég hef ekki tekið eftir neinum morðum til dæmis þar sem ég vinn,“ segir Gunn- laugur og bætir við: „Forstjóri FBA hugsar vel um hárið sitt. Það er kannski líkt því sem er i myndinni en að öðra leyti hef ég ekki tekið eftir sams konar hegðun og Bateman sýnir.“ En týpan hvað varðar merkin og bil- ana? Guðrún Inga (sem á BMW-inn): „Ég myndi segja að það væri svolítið bílasnobb í gangi,“ segir Kaupþings- starfsmaðurinn og fær smáglósur á sig. Hvað gerir Bateman? „Bateman er í mergers and aquesitions," segir Gunnlaugur en Guðrún Inga vill ekki samþykkja það. Sigurður vill meina að hann sé í corporate services. Gunnlaugur: „Hann segist vera í murders and executions (morðum og aftökum). Benedikt virðist hins vegar hafa þetta á hreinu „ það stendur vice president á nafnspjaldinu hans.“ Sigurður bætir við: „I bókinni kemur það miklu betur fram að hann er undir vemdarvæng pabba síns og hann var auðvitað löngu orðinn geðveikur áður en hann varð verðbréfamiðlari." „Það er yfirleitt mynstrið, menn verða geðveikir fyrst og verðbréfamiðlarar svo,“ segir Gunnlaugur og Benedikt tek- ur við: „Og verða svo enn þá geðveikari eftir að hafa verið í þessu í 2 vikur." „Þetta er eiginlega forsenda fyrir vali inn i verðbréfamiðlunina." 11. ágúst 2000 f Ó k U S 5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.