Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2000, Blaðsíða 11
Bandaríski rapparinn Canibus er kominn með nýja plötu. Eins og Trausti Júlíusson komst að þegar hann hlustaði á gripinn er hann harðari og kröftugri en nokkru sinni fyrr. fær uppreisn sni Fyrsta Canibus-platan „Can-I- Bus“ kom út 1998. Hann var þá einn af ferskustu textasmiðum rappsins en þó að slatti af fínum lögum hafi verið á plötunni olli hún samt vonbrigðum. Tónlistin var ekki alltaf í sama gæðaflokki og framlag Canibusar sjálfs. Platan náði að vísu gullsölu í Bandaríkj- unum en margir þeirra sem keyptu hana voru vonsviknir. Gafst upp á tölvuforritun- inni Canibus heitir réttu nafni Germaine Williams. Hann ólst upp á eins ólikum stöðum og Bronx, Miami, Atlanta, Englandi og Jamaica, en er nú búsettur í New Jersey. Hann vann við alls konar störf áður en hann byrjaði að rappa, var við verkamannastörf, skrifstofustörf og var um tíma tölvuforritari, en fann sig ekki í neinu af þessu. Hann hafði þörf fyr- ir að skapa eitthvað og fékk útrás fyrir þá þörf þegar hann fór að rappa. Canibus vakti fyrst athygli fyrir gesta-rapp á plötum með Lost Boys, DJ Clue og Wyclef Jean og fyrir mixtape þar sem hann rappar yfir alls konar snilldarverk úr rappsögunni. Hann skaust samt fyrir alvöru upp á rappstjömuhim- ininn þegar hann háði einvígi við LL Cool J í laginu „2nd Round Knockout". Fékk hann sjálfan Mike Tyson til að koma fram í lag- inu og LL Cool J átti aldrei mögu- leika. Ósáttur við Wyclef Þegar Canibus tók upp fyrstu plötuna sína var hann á tónleika- ferðalagi með Wyclef Jean. Wyclef vann að gerð plötunnar með Cani- bus og Canibus er mjög ósáttur við vinnu hans á plötunni. Honum fmnst hann ekki hafa lagt sig fram sem skyldi og því hafi útkoman orðið eins slök og raun bar vitni. í laginu 2000 B.C. á nýju plötunni biðst hann afsökunar á því hvað fyrsta platan var léleg: „You mad at my last album/I apologize for it/Yo, I can’t call it/Muthafuckin’ Wyclef spoiled it.“ 2000 B.C. Á nýju plötunni, 2000 B.C. (Before Canibus), stjórnar hann sjálfur upptökunum. Hann var ákveðinn í að láta ekki einhvem pródúser klúðra málunum fyrir sér í þetta skiptið og vann því lögin frá upphafi til enda með upptöku- mönnunum. í staðinn fyrir að skjótast í stúdíóið á milli tónleika til þess að rappa, eins og þegar fyrri platan var gerð, var hann í stúdíóinu allan tímann. Hann bað um ákveðin sánd og hætti ekki fyrr en hann var búinn að ná þeim. Út- koman er lika ekkert í líkingu við þægilegt grúv Fugees-leiðtogans heldur dúndrandi kraftmikil rapp- lög. Lög eins og The C-Quel, 2000 B.C., Phuk U, Chaos, I’ll Buss’em U Punish’em, sem hann rappar með Rakim og Mic-Nifícent, eru hlaðin hálfgerðum sprengikrafti. Auk Rakim koma þeir Kurupt, Ras Kass og Killah Priest fram á plötunni. Áður en Can-I-Bus kom út bjuggust allir við því að Canibus yrði næsta stór- stjama rappsins. Það varð ekki en nú er að sjá hvemig honum gengur þegar hann hefur hlutina eins og hann vill hafa þá! Canibus er ósáttur við vinnubrögð Wyclef Jean á fyrri plötu sinni og biðst af- sökunar á hversu léleg platan var í einu lagi á nýju plötunni. plötudómar Hitar upp fyrir Radiohead Hljómsveitin Sigur rós er al- deilis búin að komast í feitt eftir að tilkynnt var um það á dögunum að hún kæmi til með að hita upp fyrir stórsveitina Radiohead á tíu tónleikum hennar í Evrópu. Þetta kemur sér sérstaklega vel fyrir hljómsveitina þar sem Sigur rós gefur út sína fyrstu breiðskífu í Englandi í næstu viku og ætti að vekja enn meiri athygli á henni fyrir vikið. Thom Yorke, söngv- ari Radiohead, lýsti því yfir í breskum fjölmiðlum á vordögum að hann hefði orðið yfir sig hrif- inn er hann heyrði tónlist Sigur rósar og kemur þessi tilkynning í beinu framhaldi af þvi. Radiohead hefur einmitt undanfarið lagt mikla áherslu á að styðja ungar og upprennandi hljómsveitir til dáða með því að taka þær með í hljóm- leikaferð og þykir það einatt mik- il stuðningur og von um bjarta framtíð. Við vonum bara að Sigur rós fái að klára settið sitt og það verði ekki slökkt á henni eins og gerðist i Bretlandi í vetur. Ice-T f lögguna Hinn aldni og ávallt svali frum- kvöðull bófarappsins, Ice-T, hefur mörg jám í eldinum þessa dagana. Hann er að komast aftur á skjá imbakassans með leik sínum í þáttunum “Law & Order: Special Victims" á NBC sjónvarpsstöð- inni. Þar mun hann fara með hlutverk leynilög- reglumanns í kyn- ferðisafbrotadeild New York-lögregl- unnar. Ætti kapp- inn að geta leyst verkefnið vel af hólmi ef miðað er við þá reynslu sem hann hefur afl- að sér í viðskiptum siniun við lögguna í gegnum tíðina. Ice-T hef- ur áður leikið í þáttunum „Players" og „New York Und- ercover" auk fjölda bíómynda. Meðan hann hlúir að leikferlinum hyggst rapparinn gefa út safnplöt- una „The Greatest Hits: Evidence Tomorrow“ og verða á henni hans helstu smellir allt frá upphafl fer- ilsins. h v a ö Ý fyrir hvern? ★★★ Flytjandi: Dysted piatan: When We Were Young Útgefandi: Go-Beat/Skffan Lengd: 58:39 mín. Þetta er hliðarverkefni Rollo úr Fait- hless. Platan inniheldur 13 lög sem hann hefur unnið í samvinnu við Mark Bates. Þetta er ekki danstónlist f anda Faithless heldur róleg sumarplata stfl- uð inn á Ibiza chill-markaðinn. When We Were Young minnir um margt á hljómsveitir eins og Massive Attack. Það eru þessar seiðmögnuðu stemningar sem þeim Dusted-félögum hefur tekist aö búa til f mörgum lag- anna. Þessi plata verður þess vegna örugglega vel þegin af unnendum gæða trip-hops. ★★★, Fiytjandi: Ýmsir flytiendur piatan: Harpsichord 2000 Útgefandi: S.h.a.d.o / 12 tónar Lengd: 64:52 Safnplata þar sem nútímaútgáfa fyrir- rennara pfanósins, harpsfkordið, er f fyrirrúmi. Þekktustu nöfnin eru Mom- us, The Make Up og Stereo Total, en önnur eru m.a. Valvola, The Secret Goldfish, Cinerama, Micromars og Remington Super 60. Platan er gráupplögð fýrir þá sem fila efni frá útgáfum eins og Emperor Norton og Bungalow og hljómsveitir eins og Stereolab, Pizzicato 5 og The Cardigans. Tónlistin er létt, grúfi og svöl popptónlist með sterkum keim af því sem þótti svalast og flottast á 7. áratugnum, sérstaklega f París. ★★★ Fiytjandi: Phunky Data Platan: 38 Útgefandi: 65:50 mfn. ‘ Lengd: Edel/Japis Þetta er önnur plata franska house dúósins Phunky Data, sem er skipuð þeim Kiko og Olivier Raymond. Sú fyrri „Fashion or Not?" kom út 1998 og hlaut mjög góðar viðtökur. Phunky Data er sem sagt enn eitt house-nafn- ið frá Frakklandi. Tónlistin á 38 er að mestu leyti pump- andi tónlist fyrir dansgólfið og ætti þar með að höfða til flestra næturlífs- og dansfíkla landsins. Þetta er diskóskot- ið og fönkf house f franska stílnum og fer líka stundum út f deep house og teknóskotið house. skemmtileqar staöreyndir niöurstaöa Þema plötunnar er bernskan og text- arnir eru byggöir á bernsku Rollos og pælingum hans um það hvað það er að vera barn. Myndin á umslaginu er teiknimynd af litlum strák að spila á flautu úti í skógi þar sem alls konar skrimsli úr ævintýraheimi bernskunnar elta hann. Raf harpsfkord eins og Spinetta, Clavinet og Clavichord urðu fyrst áber- andi í barokk-poppi 7. áratugarins. Sándiö kom svo aftur í fönkadelískri blökkutðnlist á 8. áratugnum og var áberandi í ftölskum sándtrökkum á svipuðum tfma. Þetta safn er tilraun til að endurvekja hinn fagra tón harpsfkordsins. Þeir Kiko og Olivier eru frá Grenoble og nafnið á plötunni vfsar í þaö. Frakk- landi er skipt f héruð sem hafa númer og þeir eru frá héraði 38. Þeir félagar eru greinilega mjög þjóðernissinnaðir Grenoble-búar þvf að myndirnar á um- slaginu eru líka allar þaðan. Þessi plata kemur töluvert á óvart. Ekki bara að þetta er róleg plata frá Rollo, heldur Ifka hvað útsetningarnar eru fjölbreyttar. Það er drengjakór f einu laganna, sum lögin eru með svip- uðum reggf-áhrifum og maður heyrir hjá Massive Attack, önnur eru hrein popplög. Ágætis plata. trausti júlíusson Hér er engin öskrandi snilld en sem bakgrunnsplata á kaffihúsi eöa ann- ars staðar er platan aö gera sig vel. Hún rennur vel og áreynslulaust og harpsfkordið gefur öllu snyrtilegan blæ. Nokkur lög standa upp úr jafnri heildinni og þetta er ágætis plata þó hún flytji engar stórfréttir. dr. gunni Þetta er ágætis plata. Hún er full af flottum grúvum. Þeim Kiko og Olivier hefur tekist að gera heilsteypta og fjöl- breytta plötu sem þrátt fyrir það aö vera með flottu sándi og fínum lögum er ekki að færa okkur neitt sem ekki hefur heyrst áður. Ágæt plata sem sagt, en engin bylting. trausti júlíusson 11. Sgúst 2000 f Ó k U S 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.