Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2000, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2000, Blaðsíða 3
e f n i Þessa dagana standa yfir tökur á fyrstu kvikmyndinni sem kvikmyndagerðin Þeir tveir gera í fuliri lengd. Um er að ræða heimildamynd um fjöltæknilistamann en list hans felst í því að hefja ástarsamband með ýmsum konum, segja þeim svo upp og smella Ijósmynd af konunum sem sýna viðbrögð þeirra þegar þeim er sagt upp. Þorbjörg Gunnlaugsdóttir hafði samband við Gunnar B. Guðmundsson, leikstjóra myndarinnar, sem sagði frá gangi mála. „Tökur á myndinni hófust 17. júlí og munu standa yfir fram á haust en eftirvinnsla myndarinn- ar er þegar hafin og því má gera ráð fyrir frumsýningu á hvíta tjaldinu einhvern tímann á kom- andi vetri. I augnablikinu er erfitt að segja til um nákvæma tíma- setningu,“ segir Gunnar B. Guð- mundsson, leikstjóri myndarinn- ar. Hverjir eru það sem gera mynd- ina og hvað heitir hún? „Vinnu- heiti myndarinnar er „Konung- legt bros“ og það nafn verður myndinni að öllum líkindum gef- ið. Framleiðsla myndarinnar er í höndum kvikmyndagerðarinnar Þeir tveir. Framleiðandi myndar- innar er Óskar Þór Axelsson," segir Gunnar sem er að öðru leyti mjög dulur um efni myndarinnar og vill sem minnst gefa upp. Some girls are bigger than ouiers Gunnar hefur áður gert slatta af heimildamyndum og stutt- myndum, eins og Some girls are bigger than others 1993 (önnur verðlaun á stuttmyndadögum í Rvík 1994, Einhvers staðar verða litlir að vera 1993, TF- 3BB 1994 (önnur verðlaun á stutt- myndadögum í Rvik 1995), Á blindflugi 1997 og Hræsni 1999. Dularfullur fjöl- tæknilistamaður Um hvern er heimildamyndin, hver er þessi fjöltœknilistamaöur? „Myndin fjallar um fjöltæknilista- mann hér í bæ. Hann hefur lagt stund á list sína í um fjögur ár, ég vil ekki segja hver það er en það kemur í ljós bráðlega," segir Gunnar enn dularfyllri. Hvað er Þeir tveir? „Kvik- myndagerðin Þeir tveir var stofn- uð árið 1997. Fyrsta myndin sem Þeir tveir gerðu er stuttmyndin Á blindflugi. Hún fjallar um mann sem er að reyna að hætta að reykja. Myndin var frumsýnd í nóvember 1998 í Háskólabíói, á undan TAXI, mynd Lucs Bessons. Á blindflugi hefur verið sýnd á kvikmyndahátíðum víðs vegar um heiminn, tíl dæmis í Egypta- landi, Portúgal, Brasilíu, Þýska- landi, Bretlandi, Ástraliu, svo ein- hver séu nefnd. Síðustu tvö árin hafa Þeir tveir verið að gera fjöldann allan af auglýsingum, eins og Georg spari- grís íslandsbanka, rosalega raka- drægu dömubindin Vania, Villi- kött Freyju sem Jón Gnarr lék í, Goða-pylsur og sprengjuna sem er auglýsing fyrir Sambíóin og Sím- ann GSM til þess að fá fólk til að slökkva á gemsum í Sambíóunum og Goða-pylsur,svo eitthvað sé nefnt.“ Búast Þeir tveir við miklu, er þetta myndin sem leiðir ykkur inn í veröld þeirra frœgu og ríku? „Ef marka má þær tökur sem komnar eru í hús þá búumst við við því að þessi mynd verði tíma- mótaverk. Myndin ætti að verða skemmtileg og spennandi og höfða til allra þar sem hún fjallar um „ástina" sem allir eru að leita að, þó myndin nálgist ástina frá mjög sérstöku sjónarhorni. Að sjáifsögðu verðum við ríkir og frægir, allavega eftir þetta stór- kostlega viðtal,“ segir Gunnar að lokum. „Myndin fjallar um fjöltæknilistamann hér í bæ. Hann hefur lagt stund á list sína í um fjögur ár. Ég vll ekki segja hver það er en það kemur í Ijós bráölega," segir Gunnar B. Guðmundsson, leikstjóri Konunglegs bross sem íslendingar mega eiga von á innan tíðar. kvikmynduðum hana meðan hún tók myndimar. Davið er hins vegar meira í listmálun og hefur gert talsvert af „graffití" á húsveggi bæjarins í félagi við kærustuna Tinnu. Við fundum fyrir þau vegg á Hverfisgötunni sem þau máluðu og við kvikmynduðum þau á meðan. í desember eða janúar lýkur tökum svo og munum við þá fylgjast með þeim klára verkið í snjónum.“ Sólveig nefnir fleiri ung- menni sem birtast í myndinni. „Aðrir sem fram koma í myndinni eru meðal annars stelpa sem heitir Hrönn og er DJ ásamt öðru, Svanhvít, sem er hár- greiðslukona á Hár expó, og Róbert sem er sjómaður. Þetta eru allt saman krakkar sem þrátt fyrir peningaleysi finnst þeir geta farið hvert sem er og gert hvað sem er, ólíkt til dæmis frönskum krökkum." Með haustinu mun svo Martin Wheeler, höfundur tónlistarinnar í myndinni, koma til landsins og leita fyrir sér um samstarf við islenskar hljómsveitir og tónlistarmenn fyrir myndina. Þar sem tökum lýkur ekki fyrr en í janúar og klipping myndar- innar tekur sinn tima mun myndin ekki verða frumsýnd fyrr en eftir um það bil ár. Frumsýning verður í öllum löndunum samtímis, sýnd á Stöð 2 hér á íslandi en þar hafa Sólveig og hennar fólk fengið mikla hjálp og stuðning. Eins og sést hér á undan er mikið að gera hjá Sólveigu og mörg verkefhi sem bíða hennar. Sem dæmi má nefna íslenska kvikmynd og mjög áhuga- verða heimildamynd um Odell Barnes sem tekinn var af lífi í Texas 1. mars á þessu ári og mikið var fjallað um í íjölmiðlum á þeim tíma. „Ég var fengin til að gera þessa mynd af sjónvarpsstöðinni ARTE. Hugmyndin var að setja saman fjög- urra tíma sjónvarpsdagskrá um ungt fólk í borgum Evrópu. Frá hverju landi kæmi „pakki“ sem samanstæði af klukkustundar langri heimildar- mynd um ungt fólk í borg í landinu og svo innlendri kvikmynd og stutt- mynd. Þetta yrði því sex kvölda pró- gramm sem sýnt yrði i öllum þátttök- ulöndunum," segir Sólveig. Ný leið farin „Til að fmna rétta fólkið gripum við til þess ráðs að auglýsa eftir fólki í myndina og fengum mikil viðbrögð. Fvrir valinu urðu fjögur ungmenni. Áo,.sða þess að við völdum þetta ákveðna fólk var að við vildum gera myndina í samstarfi við þau, um líf þeirra og störf frá bæði okkar sjónar- hóli og þeirra. Þetta er heimildamynd en þó leikin að miklum hluta. Þannig flnnst mér best að vinna heimilda- myndir. Það eru engin bein viðtöl í myndinni því ég vildi prófa eitthvað nýtt í kvikmyndagerð," segir Sólveig og bætir við að í stað viðtalanna búi þau til aðstæður þar sem unga fólkið kemur saman, t.d. á kaffihúsum, og ræðir ákveðna hluti. Þetta sé þó allt gert í samvinnu við þau. Hárgreiðslukona og sjóari „Til dæmis eru í myndinni tvö ung- menni sem eru par, Tinna og Davíð. Þau eru ofsalega sæt og eru bæði í Listaháskóla íslands. Tinna er að taka svolítið sérstakar ljósmyndir og við Síðastliðna daga hafa staðið yfir tökur á heimildamynd um ungt fólk í Reykjavík sem unnin er á veg- um fransk-þýsku sjónvarpsstöðvarinnar ARTE. Fengnir voru kvikmyndagerðar- menn frá sex Evrópu- löndum til að gera mynd í einni af borg- um landsins og er leikstjóri íslensku myndarinnar Sólveig Anspach sem gerði fyrir skömmu verð- launamyndina Hertu upp hugann. Fókus mælti sér mót við Sólveigu og spurði hana út í þetta nýja verkefni. Halldór Ómar Sigurðsson: Langar í nýjan ein- kennis- búning Unga verðbréfafólkið: Eru þau Patrick Boris Dlugosch: á menrting- arnótt Sinéad O’Connor: Lesbía með boðskap Gamlir elsk- hugar: Hvernig áttu að hefna þín? IM Ægir Örn Val- geirsson: Hver verður herra Island? Elíza M. Geirs- dóttir: Keppir ekki við Britney Spears Haukur og Daníel: Stofna um- boðsskrif- stof u í London 10 gm.. % ♦a 111 o Hinseain daoar i Revkiavík Clonnev oa Markv Mark í Stormunum Fókus bvður þér á Galaxv Quest Virainio Lima í kabarett f ókus fylgir DV á föstudögum Forsíðumyndina tók Teitur af Elizu M. Geirsdóttur 11. ágúst 2000 f Ó k U S 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.