Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2000, Blaðsíða 12
KÖTUI ... og bílpróf. Lækniriiin minn hefur bannað mér að borða sykur og salt, ég vakna með gigtarverki, ég sé ekki baun, heyri illa, þjáist af þvagleka, pungsigi, flösu, krónískum brjóstsviða, ég hef ekki gagnast konunni minni i áratugi og ég man ekkert stund- inni lengur. Ég fylgist illa með fréttum, ég skil ekki það sem ég sé í sjónvarpinu (sérstaklega ekki það sem á að vera fyndið) og ég lít hræðiiega iila út. Sem sagt mjög venjulegur eldri mað- ur. En þegar það liggur sérstak- lega iila á mér, þá gríp ég bíllyklana í aðra höndina, ljós- gráa flónelshattinn í hina, fer út að keyra og keyri eins hægt og ég mögulega ... ... get. Það er engu líkt. Ég sem fæ aldrei neina athygli (meira að segja stundum ekki einu sinni af- greiðslu í verslunum) fæ fulla at- hygli fólks í umferðinni. Það gláp- ir inn um gluggann hjá mér þegar það tekur fram úr, vinkar mér og gefur mér fokkmerki með löngu- töng. Þegar ég er úti að keyra líð- ur mér eins og Celine Dion (eng- inn þolir mig en það er vonlaust að losna við mig). Ég brosi með sjálfum mér, dreg hattinn fram á andlitið, leysi vind og æsist allur upp þannig að það liggur við að mér standi aftur eins og í gamla ... ... daga. Síðasta helgi var verslunar- mannahelgin, mesta umferðar- helgi ársins, og þá fór ég út að keyra þó að ég ætti ekkert erindi. Það má bóka að þá fóru allir karl- ar með hatta út að keyra. Ég keyrði til Vopnafjarðar þar sem ég fékk mér pylsur á bensínstöð- inni (kvartaði yfir því hvað þær væru dýrar og borgaði með fimm- krónupeningum) og sneri svo við. Þetta var á mánudaginn þegar ailir voru á leiðinni heim. Ég er á stórum bíl þannig að það er erfitt að taka fram úr mér og ég keyri líka á miðjum veginum þegar það er ekki umferð á móti. Og ég var ekki kominn nema fimmtíu metra frá bensínstöðinni þeg- ar það var kominn bhl í... ... rassinn á mér. ... sem vildi komast fram úr. Ég leit i spegilinn og sveigði svo hægt fyrir hann. Hann kloss- bremsaði og hætti við. Þetta var yndislegt. Ég átti ekki í nokkrum vandræðum með að halda honum fyrir aftan mig alla leið til Reykjavíkur. Ég fylgdist með honum verða pirraður, verða reiður, brjálaður, örvæntingar- fullur, ég fylgdist með þegar það nrnnu tár niður kinnamar á honum á Hvolsvelli og þegar hann frikaði út og öskraði á Sel- fossi. Ég sá að hann missti viljann til að lifa í Hveragerði og keyrði næstum því út af í... ... Kömbunum. Þetta var dálítið aumingjalegur maður en rosalega snyrtilegur, dá- lítið líkur Bergþóri Pálssyni óp- erusöngvara (eða Helga Bjöms- syni, þeir eru alveg eins). Og mér, farlama gamalmenninu sem get ekki einu sinni klippt á mér tá- neglumar sjálfur, tókst að brjóta hann gersamlega niður. Mér leið eins og alvöru manni. Og það er þetta sem við gerum, karlar með hatta. Við brjótum fólk niður í umferðinni. Svo framarlega sem við lendum ekki sjálfir í þeirri ógæfu að lenda fyrir ciftan ... karl með hatt. Að vera dömpað er eitt það versta sem fólk lendir í. Menn upplifa þunglyndi, tómleikatilfinningu, niðurlægingu og detta í það að fara að „segja söguna frá sinni hlið“ við alla á djamm- inu og verða mjög sorrí. Fókus skoðaði málið og hér koma nokkur skotheld ráð fyrir hina dömpuðu til þess að rífa sig upp úr eymdinni, bregðast við af hörku og gera fyrrverandi makann að fórnarlambi. Fólk ætti þó ekki að taka þetta of alvarlega en getur alla vega hugsað sér gott til glóðarinnar. Fyrrverandi parið Sean Penn skaphundur og Madonna voru ekki að gera góða hluti sem par. Penn á meira að segja að hafa bundið frú sína viö stól þegar hún neitaði að hlýða honum. En Madonna hefndi sín eins og sannri konu sæmir. Listin að Ríða sig frá vandanum Fyrstu vikurnar eftir aö hafa verið dömpað fara margir í pakk- ann að riða sig frá vandanum. Þetta er algjör klassíker og er fínt til þess að niðurlægja makann. Hér er málið að afgreiða alla sem hann þekkir. Þetta ráð fellur þó um sjálft sig ef þú ert sorrí á með- an, attitúdið skiptir öllu. Alls ekki að fara að tala um gömlu og góðu dagana með makanum. Ef einhver hjásvæfan fer að kommentera á að þetta sé skrýtið geturðu sagt glottandi: „Kynlífið var nú aldrei hans sterkasta hlið. Þess vegna er maður nú svona sveltur.“ Framhjáhaid með þeim fyrrverandi Ef þú ert virkilega langrækinn getur þú farið í það að halda fram hjá með x-inu sem dömpaði þér eftir að þú ert búinn að eignast nýjan maka. í þessum bransa skiptir öllu að vera fyrri til að ná sér í maka, sérstaklega ef þú sleist ekki sambandinu sjáifur. Ef þú vinnur þann slag eru allar lik- ur á því að gamli makinn sjái eft- ir þér. Þú fullkomnar dæmið með þvi að gera x-ið að viðhaldi sem þú bjallar í þegar þér hentar. Sitja um fórnarlamb sitt Flestir fríka út við tilhugsun- ina um að einhver fylgist með þeim. Þess vegna er algjör snilld að fara í hlutverk „stalker". Stal- ker er sá sem hringir á nóttunni og skellir á. Keyrir löturhægt fram hjá húsinu. Sendir svartar rósir á Valentínusardeginum. Á djamminu er hann alitaf nálægt án þess að koma og tala við fórn- arlamb sitt. Stalkerinn er alltaf að. Hrosshaus í rúmið Allir muna eftir senunni í God- father I þar sem maður sést vakna í rúmi sínu sem er blautt af blóði, blóði ómetanlegs gæð- ings. Fyrir þá sem ekki geta redd- að sér hrossi er svo sem hægt að notast við önnur dýr og hamstrar eru á fínum prís í Dýraríkinu. Dauðir og blóðugir hamstrar, mýs og rottur eru líka príma til þess að hræða líftóruna úr stelp- um. Leigja götugengi Flestir vija sjá fyrrverandi makann þjást. Engin leið er betri til þess en að beita ofbeldi þó Fók- us mæli nú ekkert sérstaklega með því. En við erum ekki lengur svo vitlaus að gera það sjálf og í nútímasamfélaginu er hægt að kaupa allt. Þess vegna leigirðu götugengi (það getur líka lamið makann prófessjónal) til að berja x-ið. Mikilvægt er að sjá til þess að fiflið hljóti ekki varanlegan skaða því þá er hægt að minnast á atvikið næst þegar þið hittist á djamminu. „Ég frétti að þú heföir lent í óhappi um daginn.“ Stela kreditkortinu Annað ráð sem alltaf virkar er að meiða hatursmanninn fjár- hagslega. Þetta er liklegt til þess að fara verulega í taugarnar á fólki. Steldu kreditkortinu, ávis- anaheftinu eða bara öllu sem þú getur frá x-inu og hann mun bil- ast af reiði. Hér er mikilvægt að reyna að gera skaðann sem per- sónulegastan ef makinn fyrrver- andi á ekki mikla peninga. Steldu úrinu sem pabbi gaf hon- um/henni rétt áður en hann fékk sér nýja kellingu og fjölskyldu. Reyndu líka að haga málum þannig að það sé augljóst að þú sért þjófurinn án þess að hægt sé að sanna það. Nota Netið Þetta er augljóst að það eru bara fávitar sem nota ekki þetta tæki á sjálfri upplýsingaöld. Settu inn allan hugsanlegan sora sem þú veist um eða getur búið til. Enginn getur varist Netinu. Ef þú ert stelpa notar þú annað net sem er ekki síður gott, net slúðurs og sagna. Þú ferð í saumaklúbbinn og segir öllum vinkonum þínum frá því að gæinn sé ömurlegur í rúminu, „mínútumaður“, og að honum sé laus höndin. Hraðinn á slikri sögu er geðveikur og mað- urinn mun aldrei verða við kven- mann kenndur eftir þetta. Náðu fjölskyldunni á þitt band Hægt er að fara tvær leiðir. Þú getur farið til fjölskyldunnar og sagt þeim ömurlega hluti af mak- anum og fá hana þannig til þess að hata eigið afkvæmi. Það er mjög sterkur leikur því ekkert er jafnleiðinlegt og nöldur frá eigin fjölskyldu. Hin leiðin sem er eig- inlega sterkari er að vera æðisleg- ur böddí fjölskyldunnar. Þú ert í öllum fjölskylduboðum og ert fé- lagi pabba hennar eða vinkona mömmu hans. Þetta svínvirkar. 12 f Ó k U S 11. ágúst 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.