Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2000, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2000, Side 4
Alltaf föstu- dagur hjá Krínglu- parinu Uppátæki útvarpsstöðvarinnar FM og nýjasta auglýsingatrikk hefur varla farið fram hjá neinum. Þetta gerir enginn nema FM-dag- skrárgerðarfólk. Hver man ekki eftir hrjálaða afmælisdagaleiknum fyrir stuttu þegar möguieikamir á að vinna voru akkúrat engir. („Sérðu aiia þessa peninga?" sagði hin frækna útvarpskona á dögun- um af miklum myndugleik.) Jú, Fókus er að tala um Kringluparið sem lét læsa sig inni í glerbúri í Kringlunni í 10 daga og fær að launum eina milljón króna hvort í formi vöruúttekta í Kringlunni. Það er að sjálfsögðu hvers og eins að meta hvort það er milljónarinnar virði að verða landsþekktur fyrir að láta læsa sig inni, pissa einu sinni á dag og láta horfa á sig eins og dýr í búri. Það er sumra tebolli en annarra ekki. Því vonar Fókus að Dagný og Biggi hafl tekið þetta að sér sem vinnu í ágóðaskyni; vinnu sem þarf að ljúka og það hið fyrsta. Tveir vikudagar Fókus hafði samband við fyrr- nefnt Kringlupar og spurði hvort það væri ekki föstudagur í þeim eins og títt er um hlustendur FM. Það var ekki að sökum að spyrja, hvort það var stuð, það var næst- um því laugardagur í þeim. Biggi svaraði fyrir hönd lagskonu sinn- ar og sagði að hjá þeim væri alltaf fostudagur... Líðanin var góð. „FM957 auglýsti og við sendum inn umsókn á hugi.is," segir Biggi. Hann segir það vissulega þess virði að fá að taka þátt í þess- um leik og vörurnar og hvíldin komi sér vel. „Við erum bæði námsmenn og skólinn er að fara að byrja. Við hættum einni viku fyrr í vinnunni til að geta tekið þátt.“ Biggi segir að í fyrstu hafi verið skrýtið aö fá alla þessa at- hygli en að svo hafi það vanist með tímanum. „Við fmnum ekki mikið fyrir myndavélinni en það er svolítið erfitt að hafa allt þetta fólk á glugganum hjá manni. En við höfum ekkert að fela.“ Francisco Marecos Olmedo heitir hann fullu nafni, maðurinn sem þenur raddböndin og plokkar gítarinn af list fyrir matargesti Amigos. Hann mætir til viðtals í fylgd sambýliskonu sinnar, Hrafn- hildar Tyrflngsdóttur. „Hún er sú eina sem skilur enskuna mína,“ út- skýrir Francisco og á meðan hann klæðir sig í „ponsjóið" og setur upp sombreró ræðum við Hrafnhildur saman. „Það hefur alltaf verið ofsa- legt stuð í kringum hann,“ segir hún. „Jafnvel á ensku ströndinni, þar sem samkeppnin var mikil, flykktist fólk að,“ og riijar upp gamla tíma á Kanarí. Leiðir þeirra lágu fyrst saman á Naustinu ‘72 þegar Francisco lék þar með hljóm- sveit sinni, hinni heimsfrægu Los Paraguayas. í kjölfarið fór hún til Líbanon á fund hans og síðan þá hafa þau alltaf haldið sambandi." Kvenmenn og hangi- kjöt En af hverju ákvað Francisco að koma til íslands? „Mér bauðst vinna hér. Ég hafði raunar kom- ið hingað mörgum sinnum. Fyrst ‘72 og þetta er fjórða skiptið mitt á íslandi. Fyrri skiptin staldraði ég stutt við en nú bý ég hér og hef kynnst fólkinu,“ segir trú- badorinn. Áður en hann kom hingað fyrst vissi hann varla hvar ísland var að finna á landa- kortinu, hvað þá meira. En nú veit hann hverju skal til svara þegar „hádujúlækæsland-spurn- ingunni" er slengt framan í hann. „Fólk er alls staðar eins,“ segir Francisco, en kann þó að meta íslenskt kvenfólk betur en annað, landið þykir honum heill- andi og segist ekki fúlsa við hangikjöti ef það býðst. Einnig þykir honum furðulegt hve margir landsmenn þekkja Para- gvæ og mál innfæddra, guarani. Islendingar og áfengi þykir hon- um ekki verri blanda en hvað annað. „Þegar ég spila er fólk yf- irleitt að skemmta sér, þá er það stundum drukkið og kann að meta tónlistina, Stundum skemmti ég mér og verð fullur og það er bara allt í lagi,“ bætir hann við. Los, dos, el Paraguayo Spurninguna um muninn á klakanum og Paragvæ grípur Francisco á lofti. „Veðrið maður, veðrið,“ svarar hann um leið. „I Paragvæ er allt of heitt á sumrin og á íslandi er allt of kalt á vet- urna. Hitamunurinn skemmir í mér raddböndin." Hann flytur aðallega þjóðlög frá Suður-Amer- íku en lumar á nokkrum rokkslögurum ef með þarf. Francisco gekk til liðs við Los Paraguayos árið 1969 og síðan virðast meðlimir hafa komið og farið, eftir því hvernig vindátt er. „Fyrst vorum við flmm og hétum Los Paraguayos, svo vor- um við allt 1 einu orðnir tveir og hétum Dos Paraguayos, núna er ég einn, og hlýt bara að vera E1 Paraguayo," segir Francisco hlæjandi. Með hljómsveitinni gaf hann út margar plötur og þvæld- ist um allan heim á farsælum ferli. Hann segist ekki vita hvað framtíðin ber í skauti sér. „Lif mitt snýst um tónlistina, kannski hringir gamall vinur og býður mér verkefni annars stað- ar og kannski vil ég bara spila einn.“ En af íslandi vill farand- söngvarinn knái brott, áður en kuldaboli rífur úr honum bark- ann. Strokið, sogið, nuddað og nartað Bakið Þa6 hefur lengi þótt nokkuö sexí og því öruggt til ár- angurs í forleiknum aö nudda hvort/hvor/hvor ann- að/aðra/annan. En því er líka auðvelt að klúðra. Til . dæmis með því aö sletta of mikilli olíu á þann sem maöur er aö nudda þannig að viðkomandi líöi eins og hann hafi dottið ofan í lýsistank. Því er best að fara varlega i olíunotkun. Vinsælasti nuddstaðurinn hefur lengi verið bakið. Þar þykir reynast best að nudda létt en þð örugglega upp í mðti til að auka blðð- og orkustreymiö upp i höfuð. Það virkar örvandi og er þvi prýðisgott sem fyrri hluti forleiks- ins. Eyrun Aö nudda eyrun þykir tilvalið en einnig að blása létt á og inn i þau og leika svo létt með tungunni um þau. Til- raunir hafa nefnilegar sýnt aö eyrnasneplar kvenna bðlgna viö kynferöislega örv- un. Karlar fíla þetta lika. Hálsinn Mörg kvenkyns spendýr þurfa á því að halda að vera bitin í hálsinn til þess að egglos eigi sér stað. Þó að þetta eigi ekki alvegviö um kvendýrin af okk- ar tegund þá vekja fjaöuriéttir kossar á hálsinn víst sterk viðbrögö hjá flestum konum (og körlum). Passið samt aö gera hálsinn ekki löðrandi í munn- vatni, þaö geturvirkaö sem algjört ,turn-off“. Hendurnar Þaö er gott trix að þyrla tungunni um i Iðfanum á rekkjunautnum og nudda Iðfana svo vel á meðan þú sýgur á munúðarfullan hátt hvern fingur fyrir sig, nammi, namm. Ágætis kvöldsnakk fyrir þá sem eiga i vandræðum meö aukakilðinl Hér verð- ið þið lika að passa upp á munnvatnsstreymið. Rassinn Stundum er bara nóg aö leggja höndina á aöra kinnina til þess að vekja upp kynferðislegar lang- anir hjá þeim sem þig lang- ar í. Einnig getur reynst vel að strjúka, narta i og nudda rasskinnarnar. Ef um er að ræða konu þykir best að komast sem næst „stjörn- unni“ sjálfri (úpps!) því þar leynist vist heill hellingur af taugaendum sem gott þykir að örva sem mest til þess að gera konuna alveg spólgraöa. Það er svo auðvitað almenn vitneskja að þegar komiö er inn fyrir áðurnefnt gat á körlum finnum við fyrir blööruhálskirtilinn sem elskar að láta fitla við sig. Eina vandamálið er að karlarnir vilja margir hverjir ekki sjálfir verða viöfangsefni þess sem kinkí er. Jæja, nú er komið að því að leggja rækt við forleikinn í kynlífinu. Kíkjum á nokkra staði á líkamanum sem nauðsynlegt er að þekkja til að teljast samkeppnisfær á markaðinum. Höfuðleðrið Rólegt og blítt höfuðnudd er nokkuö sem ætti að fá hvern mann til að slaka vel á. Flestum þykir ósköp gott að láta stijúka sér og nudda um höfuðið, hvað þá sem hluta af forleik fyrir kynlíf. Svo er líka hægt að vera dáldiö röff og rífa aöeins í hárið, smá sadó-masó. Hnén Það kannastjú flestirvið að- ferð Fish í Ally McBeal, þeg- ar hann þrýstir á og nuddar hnésbætur Ling til að gera hana alveg snar! Þetta virkar best á stöðum sem ekki eru beint hugsaðir fýrir kynlíf, eins og á fundum og í ferm- ingarveislum. Fætur Það er vitað mál að í fótunum eru fullt af taugaend- um sem eru alveg tilvaldir til að fitla við í forleikn- um. Þar eru iljarnar aðalstaðurinn. Best er að nudda ekki of laust því þá ertu farinn að kitla og það virkar ekki sérlega slakandi. Frekar að þrýsta þétt með fingrunum og líkja þá eftir þungstfgri, kónguló. Sumum finnst voöa gott að láta sleikja og sjúga á sér tærnar en á sama tíma finnst öðrum þaö algjört ógeð. Það fer nú aðallega eftir því hvað fólk er upptekið af hreinlæti, sínu eigin sem og annarra. Allt verður þetta þó að stjórnast af því hvað rekkju- nautinum likar viö og hversu langt hann er til f að ganga, Sumir meika vfst ekki að vera of kinkf... 4 f 6 k U S 25. ágúst 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.