Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2000, Blaðsíða 8
ðarfuU Margrét Eir söng með kór Öldutúnsskóla frá 6 ára til 15 ára aldurs. Eftir grunnskóla fór hún beint í Flensborgarskóla enda Gafl- ari. Þar kynntist hún Margréti Pálmadóttur kórstjóra með meiru. „Hún var eiginlega kveikjan að því að ég fór í tónlistarskóla." Fyrsta skipti í míkrófón Árið 1991 vann Margrét Eir Söngvakeppni framhaldsskólanna sem þá var haldin í annað sinn. „Það var í fyrsta skipti sem ég söng í mikrófón." Eftir söngvakeppnina fór Margrét að fá önnur „gigg“, söng í „Júróvísjón" og Landslaginu. Svo byrjaöi hún í hljómsveit sem hét Svartur pipar. „Allt í einu var ég farin að vinna við að syngja 6 tU 7 sinnum í viku, með skólanum og tónlistarskólanum, og svo var ég að vinna líka.“ Margrét bætir við hlæjandi: „Ég er sem sagt vinnualki, algjör vinnualki. Ég var samt orðin svo þreytt í röddinni eft- ir helgarnar að söngnámið datt á endanum upp fyrir og svo skólinn." Margrét Eir segist samt aUtaf hafa reynt að halda sér við með því að fara i söngtíma. Auk þess telur hún aUa menntun vera af hinu góða. „Núna er ég rosalega mikið í poppi, rokki og djassi en ég hlusta mikið á aðra tóniist. Það eru mikU mistök fmnst mér að týna sér alveg í þeirri tónlistarstefnu sem maður er að vinna í á þeim og þeim tíman- um.“ Syngur allan fjandann „Ég var orðin „fuU time“ söng- kona á þessum tíma. Ég söng með Svörtum pipar og var að uppgötva sjálfa mig sem söngkona og allan „prósessinn" sem fylgir því að vera í hljómsveit. Það er mikiU skóli.“ Margréti fannst hún aUt í einu verða rosalega gömul sál á einu ári. „Þama er maður að vinna þegar allir aðrir eru að djamma. Og ég er það mikU „prinsipp“-manneskja að ég er ekki að detta í það og taka þetta á rokkinu (þótt ýmislegt komi fyrir!). Ég er aUtaf að reyna að gera mitt besta. Það var eitthvað sem sagði mér að ég ætti að gera þetta,“ segir Margrét. „Þótt ég hafi verið hás eftir hverja einustu helgi og rokkandi röddina til helvítis þá lærði ég rosalega mikið á þessu. Ég lærði á röddina mína.“ Nú segist hún geta sungið aUan fjandann án þess að verða hás. Hárið Árið 1994 tók Margrét Eir þátt í uppfærslu á Hárinu. „Ég hef aldrei upplifað annað eins. Þama fór ég líka að verða aðeins þekktara nafn út af laginu sem ég söng, Að eUífu. Ég fékk líka tækifæri með þessu tU að sýna mínar fjölbreyttu sönghlið- ar.“ Sýningamar gengu í sex mánuði og urðu um 90 talsins. Margrét bæt- ir við: „Þetta var ofboðsleg keyrsla en gaman, það var svo góður rnóraU." Hún segir að í hvert einasta skipti sem hún hitti einhvem úr sýningunni tali þau/þær um hvað það hafi verið gaman í þessum hóp. „Þetta var æðislegt ævintýri og mik- U upplifun að fá að syngja frægasta lag „ever“ í söngleik.“ Leiklist í Boston í janúar ‘95 fór Margrét Eir til Boston í Bandaríkjunum í söngleikjanám. „Ég hætti hins veg- Söng- og leikkon- an Margrét Eir hef- ur mörg járn í eld- inum. Hún segir að fyrst hafi heyrst frá henni söngur þeg- ar hún var fimm mánaða og þá með þjóðsöngnum. Þetta er því kona sem ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, Á næstunni er vænt- anleg frá henni plata. Þorgerður Agla Magnúsdóttir tók hana tali og forvitnaðist um plötuna og allt hitt. ar við söngleikjanámið eftir svona mánuð og fór alfarið í leiklist," segir Margrét. Skólinn heitir Emerson CoUege og segir Margrét þetta vera góðan skóla. TU að komast i upp- færslur á vegum skólans þurfti hins vegar að fara i áheymarpróf og standast það. Þau voru haldin þrisvar á vetri. „Það var því aUs ekki öruggt að maður fengi að taka þátt í sýningum þótt maður væri að læra leiklist í skólan- um.“ Margrét held- ' ur áfram: „Það var frábært úti í Boston . en fyrsta önnin min var al- veg hræðUega erf- ið. Ég meina, ég var að flytja ein í ókunnuga borg.“ Ástæðan fyrir því að Margrét Eir skipti yflr í leiklist- ina alfarið var að hún var búin að vera svo mikið í söngnum. „Auk þess bauð tónlist- ardeildin ekki upp á marga kosti en leiklistar- deUdin er hins vegar mjög sterk.“ En Margrét Eir fór líka í söngtíma með leik- listarnáminu. „Ég var með sama kennarann aUan tím- ann og hann kenndi mér rosalega mikið. Og það var bara klassík. Ég hafði ekki sungið klassík svo lengi þannig að þetta var mjög krefj- andi.“ Þama var Margrét Eir í 3 og hálft ár. Aðspurð segir Margrét að í skólann hafi oft komið gestafyrirlesarar. Sem dæmi nefnir hún leikritaskáldið David Mamet og leikstjórann Gary MarshaU, en hann leikstýrði meðal annars Pretty Woman og Frankie and Johnny. Mama Rose Síðasta árið tók Margrét þátt í uppsetningu á söngleiknum Gypse og fékk í sinn hlut aðalhlutverkið. „Þetta var rosastór og dýr sýning. Ég lék Mama Rose. Það var mjög gaman og ég fékk líka góða blaðadóma," seg- ir Margrét stolt. 1 upphafi segist Margrét Eir hafa tekið það mjög rólega. „Ég sótti ekki einu sinni um í fyrstu sýningamar, ég bara kunni það ekki, var alveg á taugum. Hvað ef ég gleymi textan- um? Mér fannst bara alveg nógu erfitt að vera í nýju umhverfi og vera að byrja í skólanum." Loks kom þó að því að Margrét hætti sér í áheyrnarpróf. „Én kennararnir vissu ekki einu sinni að ég væri söngkona. Ég var bara í leiklistinni. Byrjaði mjög lítið, í litlum sýningum. Þegar aðalkennar- inn minn, David Robinsson, komst svo að því að ég gæti sungið fór hann að troða mér í sönghlutverk í hverju einasta stykki sem hann var með,“ segir Margrét Eir og hlær. Vorið ‘98 útskrifaðist Margrét úr skólanum og fór strax á mánaðar-Shakespeare- námskeið. „Það var alveg geðveikt, bara úti í náttúrunni með Shakespe- are. Þarna tók ég ástfóstri við Shakespeare," segir Margrét dreym- in á svip. Disney fyrir fullorðna „Eftir þetta fór ég til New York til að meika það. Maður fær nefnilega atvinnuleyfi í eitt ár eftir tveggja ára nám þama úti. Ég vann sem þjón- ustustúlka eins og fjölmargir leikar- ar gera og fór í áheymarpróf þess á miUi.“ Margrét Eir vann á stað þar sem voru leikarar í því að „harra- sera“ kúnnana. „En ég var ekki í því, ég var bara þjónustustúlka,“ segir Margrét. Hún segir hafa gengið hægt að meika það því að í október var hringt í hana frá Þjóðleikhúsinu og henni boðið hlutverk i söngleikn- um Rent. „Þannig kom ég heim 26. febrúar ‘99 og hafði þá bara verið í New York í 6 mánuði. Ég var bara enn þá að kynnast New York þegar ég fór. New York er Disney World fyrir fullorðna. Maður er bara: „oh, my god“ allan daginn. Þarna eru milljón og átta leikhús, staðir, kaffi- hús og fólk.“ Margrét Eir segist elska að hitta nýtt fólk sem geti kennt henni eitthvað. „Alltaf þegar ég hitti til dæmis skemmtilega ís- lendinga sem ég hef ekki kynnst áður þá hugsa ég: Af hverju hef ég ekki hitt þig áður.“ Rent Margréti fannst gaman að leika í Rent því hún var búin að sjá stykkið tvisvar sinnum áður. „Ég var rosa- hrifin af söngleiknum, mikið rokk, maður. Og ég filaði þetta allt rosa- lega vel og það var mjög gaman en leiðilegt hvað sýningarnar stóðu stutt.“ Eftir Rent fór Margrét að ^ vinna - söng hér og þar á árs- \. hátíðum, í brúðkaupum og öðrum líkum uppákomum. Svo fór hún að vinna í fé- lagsmiðstöðinni Ekkó í Kópavoginum og er að kenna leiklist og söng í tónlistarskólanum í Árbæ. „Svo hoppaði ég inn í S.O.S.-kabarett og hvíslaði í Latabæ. Ég endaði reyndar uppi á sviði þar sem Stína símalína. Það var rosastuð en það er erfitt að leika fyrir krakka." Margrét syngur líka lög í hlutverki Klöru í morgunstund barnanna á sunnudags- morgnum. í kringum það hefur hún lent í hin- um og þessum barna- skemmtunum. Hún hefur einnig verið að syngja með Selmu í bakröddum í sumar og túra með henni og Todmobile. „Svo syng ég inn á auglýsingar. Ég er til dæmis röddin á bak við talstelpuna,“ bætir Margrét við. Plata með Óla Palla „Ég held samt að ég sé á leiðinni út aftur. Ég er að vísu að klára þetta dæmi sem ég stend í núna, það er platan mín. Hún kemur út um mánaðamótin septem- ber-október.“ Þetta fyrsta sólóplata Margrétar og segir hún að vinnan við hana sé mjög spennandi. „Ég ákvað að gera þessa plötu þegar maður labbaði upp að mér á skemmtistað snemma í vor og sagði: ert þú ekki söngkona? Jú, sagði ég. Þá sagði hann: Þú átt að gefa út plötu, núna! Þannig byrjaði þetta,“ segir Margrét og hlær. Þessi maður var Ólafur Páll Gunnarsson á Rás 2. Hann hefur síðan aðstoðað Margréti Eir við plötuna. „Ég hafði svo sem velt þessu fyrir mér í tvö ár en fannst ég ekki komin með efni. Það hafði bara verið frestun en nú var komið að því.“ Margrét hafði sam- band við góðan vin sinn, Kristján Eldjám, sem hún hafði unnið með áður. „Ég valdi lögin í sumar. Svo talaði ég við Karl Olgeirsson, sem ég hef unnið með í 10 ár, Birgi Baldursson á trommur, snillingur, og Jón Rafns- son á kontrabassa. Úr þessu varð hljómsveit. Svo fékk ég Tómas M. Tómasson til að stjóma upptökum." „THst“ lög Margrét segir þau hafa æft í tvær vikur. Einnig héldu þau frábæra tónleika í Kaffileikhúsinu í síðustu viku þar sem færri komust að en vildu. Platan er öll tekin upp „læf ‘ því Margrét gefur hana út sjálf. „Lögin eru öll sungin á ensku og eru svona soldið trist. Ég tek lög eins og True Colour með Cindy Lauper og Live to Tell með Madonnu. Svo eru líka lög eftir til dæmis Paul Weller, Tom Waits og Bob Dylan. Þetta eru gömul og ný róleg lög og soldið annað en það sem ég hef verið að gera.“ Margrét segir þau hafa reynt að skapa sinn eigin stfi í flutningi laganna. „Þetta á eftir að koma soldið á óvart, ég syng mjög rólega og oft verður þetta að hálfgerðu hvísli.“ Algjör vinnualki í framtíðinni ætlar Margrét Eir sér að sjá fyrir sér og sínum. „Hvað sem það nú þýðir. Ég nota alltaf orð- ið „successful" því ég vU ekki endi- lega frægð og frama. Ég ætla bara að ná því takmarki sem mér er ætlað. En einhvem veginn hef ég það á tfi- finningunni að það sé ekki hér á ís- landi. En ég er héma núna og ætla að gera þessa plötu. Mig langar að fara tfi New York aftur af því að þar er eitthvað sem togar í mig. Á með- an ég er enn óbundin og bamlaus þá er ég enn þá frjáls. En ég er metnað- arfull frá helvíti og algjör vinnucdki eins og ég sagði áðan.“ Þess vegna er Margrét tfibúin að fórna því sem hún hefur héma fyrir ný tækifæri úti. „Þetta er ævintýraþrá og þrá eftir að hitta nýtt fólk og vinna með metn- aðarfullu fólki. New York er svo kjörinn staður tU þess. Ég hefði samt mátt vera duglegri við að koma mér áfram þegar ég var þar. En það tek- ur mann alveg heUt ár bara að flytja tU New York og að fatta hana og kunna að búa þama. Og svo að tapa sér ekki í að vinna mikið. Það er mikilvægt að fá tekjur en tU hvers að vera þama bara tU þess? Þessa dagana lifí ég bara fyrir daginn í dag. Ég er auðvitað, eins og margir aðrir, að leita að ástinni. En aUt hefur sína tímasetningu. Það er aldrei að vita hvað gerist." f Ó k U S 25. ágúst 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.