Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2000, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2000, Blaðsíða 17
Dagný Hulda Er- lendsdótlir e r u n g u r háskólanemi á framabraut sem lætur sér fátt fyrir brjástilbrenna. Mún er n'efnilega á inni í nám til lands þar sem hún ætlar að dvelja næsta árið. Hún hlær framan í hætt- urnar og gerir lítið úr því þegar minnst er á banvænan berkla- stofn og háa glæpa- tíðni í Sankti Péturs- borg, borg sem kö 11- uð hefur verið Fen-. eyjar norðursins. Iss. ÉP$P þar Sem £ rs?rás-apét^ söguogÞarætJDaXar;ybnr0tnÍ fussnesku þjóöarsáS % PSargersemum borgannnaf " 'JO framabraut í R ú s s Af hverju rússneskunám? „Mér flnnst rússneska mjög fal- legt tungumál og svo hefur æsispennandi fréttaflutningur á RÚV í gegnum tiðina haft mikil áhrif á mig. Þetta var þannig að strax eftir stúdentspróf frá ML fór ég í frönsku í Háskólanum en skipti yfir í rússnesku strax eftir fyrsta daginn. Þá hafði ég setið í frönskutímum heilan dag og hafði bara skilið Bon jour. Svo hlógu allir að frönskubröndurunum nema ég. Það var því ekkert ann- að í stöðunni en að arka upp á Stúdentagarð með grátstafmn í kverkunum og þar sem ég stýfði lifrarpylsukepp úr hnefa ákvað ég að hefja rússneskunám. í mér hafði alltaf blundað sú löngun að læra rússnesku og ég sé ekki eftir þeirri ákvörðun. Það er gaman að kunna eitthvað sem fáir kunna og svo eru rússneskar bókmenntir sérlega skemmtilegar.“ Rússneskur hundur Ertu af rússnesku bergi brotin eða þekktirðu einhverja Rússa þá? „Nei, það eru engir Rússar í ættinni minni en það býr rúss- neskur hundur í götunni minni sem e.t.v. skýrir þenna mikla áhuga.“ Hvað voru þeir margir sem námu rússnesku með þér í vetur? „Við vorum Fimm og erum öll á leiðinni utan núna í byrjun sept- ember. Við fáum 400 íslenskar krónur í styrk á mánuði frá rúss- neska ríkinu en fyrir þá upphæð fæst mun meira þar en hér heima. Það er nefnilega mjög ódýrt að lifa í Rússlandi." Er rússneska hagnýtt nám? „Já, það mundi ég segja. Reynd- ar er verið að hætta að kenna rússnesku í Háskólanum því að- sóknin var svo lítil. Kennsla verð- ur tekin upp að nýju ef 10 eða fleiri nýnemar skrá sig.“ Vodki í dós Þó vodki sé ódýrari en kók í Rússlandi þá er þaó ekki þaö sem dregur Dagnýju til landsins. „Áfengisneyslu i Rússaveldi tel ég vera verðlaginu að kenna, vod- kinn er jú ódýrari en kók. Fólk er að reyna að spara. Það er líka svo kalt í veðri og manni hlýnar að drekka smávodkadreitil. Ég hef líka heyrt því fleygt að hægt sé að kaupa hreinan vodka í dós úti í búð. Það er líka algjör óþarfi að blanda hann, kókið er svo dýrt. “ Er einhver dœmigerður rúss- neskur matur sem þú kemur til með að borða? „Jú, rauðrófu- og kálsúpa. Annars ætla ég bara að vera grænmetisæta þetta árið.“ Verður þetta ekki bara einn sam- felldur „Komedy Zitkom-þáttur"? „Ég vona ekki en það kemur í ljós. Ég er búin að sjá myndir úr íbúðinni þar sem ég verð og þar er gaseldavél og fínt veggfóður. Svo er sjónvarp ofan á ísskápnum og risastórt greiðuloftnet ofan á því, inni í húsinu. Vaskurinn er líka skemmtilega ljósbrúnn. Það er svolítið Komedy Zitkom. Annars er ég mjög spennt að búa í íbúð- inni því hún er á besta staðnum í borginni." Arftaki Árna Hvað býstu viö aö fá út úr ár- inu? „Ég fæ auðvitað rússneskuna en ég held samt að aðalnámið felist í því að bjarga sér í daglega lífinu.“ Hvað tekur svo við eftir BA í rússnesku? „Þá ætla ég í nám i fjölmiðlun; ég ætla að vinna sem fréttamað- ur,“ segir Dagný sem hlakkar til dvalarinnar. Arftaki Áma Snævarrs frétta- manns eða Árna Bergmanns blaðamanns er sem sagt kominn fram á sjónarsviðið. Það er von- andi stutt í það að við fáum að berja Dagnýju augum á skjánum, flytjandi fréttir af samlanda sín- um, Pútín. Svo er sagt að ungt fólk í dag hafi hvorki stefnu né markmið! Fókus óskar Dagnýju Huldu góðrar ferðar. Sunnudaginn 77. águst munu Förðunarskóii NO NAME ot Naglaskóli Professionaíls kynn starfsemi sína í Boihoiti 6. íboði verður einstaklega Irtrík og skemmtileg dagskrá. Kennarar skólanna verða á staðnum og veita allar upplýsingar um námið. 80 þúsund kr. vinningurt Þeir sem skrá sig í tfsku- og Ijósmyndaforðun eða í naglaskólann þennan dag eiga mögu- leika á að vinna vörupakka að verðmæti 80.000 kr. Þeir sem áður hafa skráð sig á haustönn fara sjálfkrafa í pottinn. Auk þess fá þeir sem skrá sig í tísku- og Ijósmyndaförðun (12 vikur), leikhús- og kvikmyndaförðun (13 vikur) eða Naglaskóla Professionails og greiða 15.000 króna staðfestingargjald, 10% afslátt af skólagjaldi. PR*FkðÞi*NAiLí> NAGLASKÓLI NONAME Sími 588 8300 • Fax 588 8500 | Bolholti 6 • 105 Reykjavlk | Sími 588 6525 • www.noname.is 25. ágúst 2000 f Ó k U S AUK k329-71 sia.is / Myndir: Atli

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.