Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2000, Blaðsíða 16
en við erum af skiljanlegum ástæðum mjög sárir yfir fram- komu borgaryfirvalda í okkar garð. Á nýliðinni „menning- amótt“ var komið fram við okkur eins og við værum ekki til, hvað þá að við værum einhver smá- partur af menningu þessa lands ef land skyldi kalla. Af öilum við- burðunum á menningamótt (ör- ugglega þrjú hundruð talsins) þá var enginn viðburður með þátt- töku okkar kraftlyftingamanna. Við voriun ekki einu sinni beðn- ir um að sprengja hitapoka, hvað þá ... * ... meira. Þetta skýtur mjög skökku við. Hvar sem er á landinu og á hvaða menningarhátíð sem er þá erum það við, kraftlyftingamenn, sem berum höfuð og herðar yfir aðra. Hvar væri Bylgjulestin ef ekki væru kraftlyftingamenn? Mér þætti gaman að sjá Hemma Gunn, Stein Ármann, Gulla Helga og drengina í Skítamóral reyna að lyfta tvö hundmð kílóa grjóthnullungi. Ég er hræddur um að það yrði fljótt að renna af ... þeim. Við kraftlyftingamenn höfum í áratugi staðið fyrir gríðarlegri landkynningu sem enginn virðist hafa tekið eftir. Á meðan menn hengja alls konar fálkaorður utan á Björk og Kristján Jóhannesson þá fáum við ekki svo mikið sem baun í bala. Og svo litur Kristján út alveg eins og feitur Þjóðverji og Björk er alveg eins og Græn- lendingur. Góða landkynningin það. Erað þið að djóka í... ... mér? Það sem manni dettur auðvitað fyrst í hug er að Ingibjörg Sólrún sé enn þá svona rosalega reið yflr því þegar Hjalti Úrsus ætlaði að flytja inn dverga til að nota í dvergakasti í Hljómskálagarðin- um fyrir nokkrum árum. Hún virðist ekki enn þá vera búin að ná því að dvergamir A: vilja láta henda sér, B: fá mikla peninga fyrir að láta henda sér, C: að fólk hefur mjög gaman af dvergakasti og D: að þetta vekur athygli á stöðu fatlaðra í þjóðfélaginu. Er ekki timi til kominn að láta gott af sér ... ... leiða? Við gerðum okkur ferð niður í bæ á laugardaginn. Við byrjuöum á því að fara á sýningu í Þjóðleik- húsinu sem heitir Baldur. Á þetta að vera menning sem fólkið fílar? Örmjóir útlendingar í sokkabux- um, með dinglandi pungana út um allt. Og á þetta að vera tónlist? Maður gæti orðið geðveikur á því að hlusta á þennan hávaða ef maður væri ekki tæpur fyrir. Lokið þið mig heldur inni á al- menningsklósetti með ... ... Börbru Streisand. Við löbbuðum um bæinn og þar varð ekki þverfótað fyrir fólki. Á það að vera svona rosalega menningarlegt? Og svo þessi flugeldasýn- ing. Væri ekki nær að eyða þessum peningum í rannsóknir á alzheimer? Hvar endar þetta endalausa menningarbrölt? Má ég þá heldur biðja um dvergakast. Rúnturinn á að sjálfsögðu að vera Skuggi, Sólon, Spotlight, Thomsen og Húð- og kyn. Þá sjaldan maður lyftir sér upp. Það er um að gera að hafa gaman af heimsókninni upp á Húð- og kynsjúkdómadeild og líta á það sem skemmtilega lífsreynslu að deila kvíða og handsvita með súkkulaðigaurun- um og 14 ára stelpunum sem voru að sofa hjá í fyrsta skípti Húð- og kyn er nefnilega inn í dag, sem og Blóðbankinn. Fókus fór í kjallaraskoðun hjá nágrönnunum í Húð og kyn og upplifði stemningu sem á sér enga líka. í fyrra skiluðu sér 6700 maniis upp á Húð- og kyn sem er ekki nóg iniðaö við ailt þaö skrall sem viðgengst í dag. Ástæðan fyrir því að ekkl komu íleiri liggur að hluta til í því að deildin annar ekki öllum þeim sem vilja koma. Meirihluii þeirra sem koma á deildina er karlar og því er það kvenþjóöarinnar að sjá sóma sinn í að mæta betur. Klamedía er al- gengasti kynsjúkdómurinn en á seinasta ári greindust rúm 600 tilfelli á deildinni. Fókus ætlar í samvinnu við Iiúð- og kyn að skera upp herör gegn kynsjúk- dómum svo skemmtanalífíð og fyigifiskar þess verði ánægju- legri. Fókus spjallaði við Emmu á deildinni og fór í Blóðbankann. Þar mega næstum allir gefa blóð nema sprautufíklar og karlmenn sem stunda samfarir viö aðra karlmenn. Ókeypis og allt hægt „Færri komast að en vilja," seg- ir Emma Björg Magnúsdóttir, deildarstjóri Húð- og kynsjúk- dömadeildav, en hún segir deild- ina löngu sprangna og ekki anna öllu þvi sem hún þyrfti að gera. Það er ekki margt sem fæst ókeypis í dag. I rauninni er það undarlegt að ekki skuli vera enn fleiri sem viiji sækja Húð- og kyn. íslendingar flykkjast á alla viö- burði þar sem ókeypis þjónusta eða hallærislegur smávarningur er boðinn og hví skyldi því ekki frí þvagprufa freista? Það er því ekki nógu gott að aðeins skuli að meöaUah 27 koma á deildina á dag. Koman, rannsóJmír og með- ferð sem hægt er að framkvæma á deildinni; allt er þetta ókeypis. Misjafnt er eftir hversu langan tíma niöurstöður berast en það fer þannig fram að við syndasel- irnir hringjutn inn og fáum upp- lýsingarnar símleiðis. Klamedíu- greining tekur ivo til fjóra daga, sem og HlV-greining. Greining á lifrarbölgu og sárasótt getur tekið allt að tveimur vikum. Svo er hægt að lækna klamedíu og lek- anda og meðhöndla kynfæravört- ur og herpes. Við erum við símann núna „Það fer eftir þinni samvisku og hvað þú ert búinn að vera að gera,“ segir Emma þegar blaða- maöur spyr hvort hann þurfi aö Engir hommar, takk Til að gefa blóö verður maður að vera á aldrinum 18 til 65 ára. Lungna- og hjartasjúklingar mega ekki verða blóðgjafar og haílr þú fengið þér húðflúr eða hring þá máttu ekki leggja inn í eitt ár. Samkvæmt alþjóölegum reglum blóöbanka er ekki mælst til þess að hommar gefí blóö. Ástæðan er hræösla við alnæmissmit. Þessu kann þó að verða breytt í nánustu framtíð þvi eins og almenningur veit eru alnæmistilfelli í dag mun fleiri hjá gagnkynhneigöum en samkynhneigöum. „Þetta er ófrá- víkjanleg regla. Viíjum við vera hluti af þessu alþjóðasamfélagi þá lútum við henni. Það verður hins vegar tímanna tákn þegar þetta verður tekið til endurskoöunar," segir Sveinn Guðmundsson, yf- irlæknir í Blóðbankanum. í fyrsta skipti er tekin lítil prufa og hún athuguð. Sé eitthvað að blóðinu er viðkomandi látinn vita og sagt hvert hann á að snúa sér. Karlar sem gefa blóð geta komið fjórum sinnum á ári en konur þrisvar. Fólk gerir sér yfír- leitt ekki grein fyrir hversu mik- ið blóð þarf til daglegrar notkun- ar á sjúkrahúsunum. Blóðiö er notað í aðgerðum og svo eykst þörfin þegar mikið er um slys. Alltaf er samt þörf fyrir nýja blóð- gjafa, þannig þurfa 70 manns að láta sjá sig á degi hverjum svo bankinn haldist gangandi. Engar fortölur og hana nú. Ótti við nálar er ástæöulaus. Nú er það bara gamli ungmennafélags- andinn að vera með, fara í athug- un upp á kynsjúkdómadeild og gefa svo blóð í bankanum. Skemmtanalíf borgarinnar er nú einu sinni hin eiginlega biöstofa Húð- og kyn þannig að flest erum við komin hálfa leiö. Hálfnað verk þá hafiö er. vera smeykur við að koma til hennar. „Ég ráðlegg hiklaust ungu fólki sem oft skiptir um rekkjunaut eða er að byrja í sam- bandi að koma til okkar í tékk,“ segir Emma. Einungis þarf að gefa upp nafn og kennitölu og blóð- og þvagprufan tekur enga stund. Emma ítrekar líka aö eina öragga ráðið til að verjast kyn- sjúkdómum er að nota smokk- inn. „Svo á maður heldur aldrei að sofa hjá einhverjum sem mað- ur þekkir ekkert til.“ Það eru gömul og ný sannindi. Nú er sem sagt ekki eftir neinu að bíða. Maður hringir bara og pantar tíma sem eru bókaðir tvo daga fram í tímann. Tekið er á móti tímapöntunum milli kl. 9 og 10 alla virka daga. Þá er bara að grípa tækifærið, freista gæfunnar og slá á þráðinn. Emma segir reyndar að erfitt geti verið að fá tíma en einnig er hægt að leita tO heimilislækna og Læknavaktar- innar. Bara blóðgjöf Blóðbankinn er hins vegar allt annar handleggur því þar era gef- ins kökur. Taka verður skýrt fram að þangað á maður aðeins að leita til að gefa blóð en ekki til að fara í sjúkdómatékk. Heim- sókn í bankann á náttúrlega að 16 f Ó k U S 25. ágúst 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.