Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2000, Blaðsíða 6
haf Nördaleg hrekkjusvfn Www.hrekkjusvin.is er alíslenskt rafrit, nýlega spunnið við vefinn af nokkrum framtakssömum ungum mönnum. Áherslan er ekki á pólitík og ef þú vilt vita hvemig tónlist verð- ur leikin á Glaumbar næsta fimmtu- dag verðurðu að leita annað. Þeir sem að Hrekkjusvíninu standa eru aðallega stúdentar við háskóla, hér- lendis sem erlendis. Ritstjórarnir em tveir og með þeim starfar sex manna ritnefnd, auk fjölda pistlahöfunda. Hrekkjusvín.is hefur ekkert sérstakt markmið og umfiöllunar- efnin eru margvísleg. Jarðbundin og nördaleg hugðarefni pistlahöf- unda og menningarlegt, ) íslenskt efni ber þar hæst. Vefurinn er því æði fjölbreyttur og þar ; má lesa um jafn- ótengda hluti og Picasso, heima- síðugerð, persónusköpun í hoilívúdd- myndum, stýrikerfið Linux eða búð- arráp í leit að snoppufríðum af- greiðslustúlkum. Einnig má skoða daglegt gaspur með ábendingum um sniðugar heimasíður, stutt „kvabb“ netverja, gagnrýni á bækur, tónlist og kvikmyndir og reglulega pistla er- lendis frá. Siðan er látlaus hvað graf- ík og myndir varðar og byggist að mestu á texta. Biðin er því engin eft- ir hleðslu næstu greinar og uppsetn- ingin er þægileg og auðveld. Að sögn aðstandenda er tilgangurinn með út- gáfu rafritsins óljós og í raun enginn annar en sá að gefa ungu fólki tæki- færi á að lesa skrif ungs fólks á vef, reknum af ungu fólki. Eru okkar menn að verða af dýr- mætum saltkornum fyrir tilstilli erlendra glæpamanna? Kristján Már ^^Óiafsson steig málió fyrir p©ll útvarpi Miklar breytingar hafa átt sér stað hjá útvarpsstöðinni Mono 877. Eins og kunnugt er giftist Norður- ljós fyrirtækinu erlenda, Saga Communications, sem er einmitt afi Fíns miðils, fóðurbróður FM957. Þar með urðu Mono og FM kviðmágar. Stöðvarnar hafa herjað á sama hlustendahóp og spilað 40 efstu lög vinsældalista en nú verður breyting þar á. FM heldur sömu stefnu og veldur „miklum fóstudegi hjá mann- skapnum" en Mono mun einbeita sér að dansgeiranum. Létt danstón- list frá Benidorm, R’nB og vinsæld- ar-hip-hop mun ráða þar ríkjum. Allt rokk og blöðrupopp verður tek- ið af dagskrá á þeim bæ. Einar Ágúst Skímómaður færir sig yfir á FM og morgunþátturinn vinsæli, 7- 10, verður ekki lengur á dagskrá Mono. Sigurbjorn maður. Hljómsveitin Bang Gang fannst við leit ásamt ýmiss konar viðbjóði. ■ ■ jpjm mm ■yp' ■iS3Í^|HmífI IwSÉlilk tonlist óvætturinn Napster m RHkar Salin er vinsæl MP3 eins og annars staðar. Bárðarson hestaíþrótta- Chuck leikari. Norris, bardagamaður og Tvífaramir að þessu sinni eru mögulega tvíburar. Báðir eru þeir framúrskarandi afreksmenn á sínu sviði. Þeir gefa ekkert eftir og ef ein- hver er með skit við þá er voðinn vis. Sigurbjöm Bárðarson hjólaði í yf- irdýralækni á dögunum sem var með uppsteyt gegn honum. Þar sem Sigurbjöm hélt konungi dýranna kverkataki fjölmiðlanna krafðist hann afsökunarbeiðni á ásökunum yfirdýralæknis um að hann hefði smyglað hrossum til landsins með víkingaskipi. Öllum er atgervi Chuck Norris kunnugt. Hann er löggæslumaðurinn Walker, Texas Ranger, og tekur ekki við skít frá neinum. Stundum kemst hann líka í kast við lögin en tekur því með hörkunni eins og Sig- urbjöm. En eitt er ljóst: Báðir fá þeir endalaust að ríða. Mikill styr hefur staðið um fyrir- bærið Napster vestanhafs undanfar- ið og enn sér ekki fyrir endann á deilunum. Áður en lengra er haldið er líklega rétt að skýra út um hvað ræðir. Napster er stórsniðugt forrit og lykill að sérstöku samfélagi þar sem allir deila öllu sem er á tölvun- um þeirra og fellur undir tónlist. Þetta er mögulegt, þökk sé pökkun- araðferð sem kallast MP3 sem gerir kleift að þjappa lögum gríðarlega mikið saman, án þess að hljómgæði rými neitt að ráði. Napparinn Þegar, eða ef þú, lesandi, gengur í Napster-samfélagið seturðu sem sagt upp hugbúnaðinn, tilgreinir þá tón- list sem þú vilt deila (ef þú ert ekki kommúnisti) og öðlast um leið að- gang að öllum þeim tölvum sem tengdar eru Napster-gagnagrunnin- um hverju sinni. Síðan slærðu ein- faldlega inn nafn hljómsveitar eða jafnvel stefnu og færð upp allt tengt leitarorðinu sem í boði er. Nap- ster gerir að vísu fleira en þetta en við ætlum að halda okkur við það sem skiptir máli. Það sem hefur verið að angra tón- listarmenn, eða allavega Metallica og Dr. Dre, er að með því að eignast tónlist á þennan hátt sniðgengur fólk alfarið höfundarrétt. Þar sem höf- undarréttur er bundinn í lög þá telst slíkt sem sagt ólöglegt og góðu rokk- aramir í MetaUica ætla ekki að láta slíkt viðgangast. íslenskir notendur Þessar fréttir hér að ofan em hins vegar hundgamlar fyrir fólki sem eitt- hvað veit þcmnig að ég ákvað að grennslast aðeins fyrir um hvort ís- lenskir notendur væm að markaðs- setja „okkar“ fólk í þessu samfélagi. Maður þóttist svo sem vita að Björk hefði ratað þarna inn, hugsanlega hin sírýmandi Gus Gus og svo auðvitað nýstimin í Sigur Rós. Athugunin var gerð um klukkan 21.00 á virku kvöldi, 6.808 vélar vora tengdar þegar ég hófst handa og niðurstöður urðu eftir- farandi. Ég byrjaði á Bellatrix, einu önnum kafnasta meikbandi landsins um þess- ar mundir og, jú, jú, þau áttu auðvit- að sína erindreka þama. Þó vom það nær eingöngu lög af nýjustu plötunni og bara singlamir. Spilverkið slapp aífarið en Stuðmenn vom með eitt lag á lista, Slá i gegn, og era hugsan- lega að hasla sér völl í útlandinu á meðan þetta er skrifað. Rokkarar á borð við Jet Black Joe og Dead Sea Apple sluppu alfarið með skrekkinn en sömu sögu var ekki að segja um Sálina. í fljótu bragði taldi ég eina 15 titla með þessari fomfrægu popp- hljómsveit og áhugavert er að segja frá því að notandinn „Rex-dildo“ sá til þess að lögin Er kominn og Lestin er að fara næðu út fyrir landsteinana. Hins vegar bólaði ekkert á Beaten Bis- hops og er það miður... Nafn konungs okkar, Bubba, kall- aði fram ágætis þverskurð á ferli listamannsins og notandinn Skímó8 sá til þess að lagið í Bljúgri bæn væri á sínum stað. Nafn Bang Gang kall- aði fram mikið Gang Bang og ýmis gengi. Þar innan um fann ég þó 3 lög sem ég veit að tilheyra því bandi. Nafn MúM kallaði fram mikið af alls konar dóti en einn notandi sá til þess að platan þeirra var þarna eins og hún lagði sig. Ensími, Botnleðja og Maus sluppu alfarið en nafn þeirra síðastnefndu framkallaði þó alveg aragrúa af þýsku stöfii. lagi hjá Napster. Rán og rupl? Þessi litla og ómarktæka tilraun á sér svo sem engan tilgang annan en afþreyinguna. Þó verður forvitnilegt að fylgjast með framvindu málsins sem verið er að höfða á hendur Nap- ster. Kunnugir segja að álíka forrit séu strax farin að spretta upp undir öðrum nöfnum og líklega fæst aldrei sett alveg undir slíkan leka. Hvað listamenn hér á landi varðar þá er það nú sennilega bara skemmtileg kynning ef einhverjir úti í heimi ákveða að kynna sér eitthvað af efni þeirra á þennan hátt. En þegar það varðar listamann á borð við Björk erum við líklega að tala um stóra peninga sem hún verður þar með af. Málið er liklega að finna jafhvægi. Flest bönd eru tilbúin að gefa lög til kynningar, og gera það, en vilja að sjálfsögðu jafnframt viðhalda plötu- sölu. Eins getur forrit eins og Nap- ster verið ómetanlegt fyrir fólk til að skiptast á sjaldgæfum tónleikaupp- tökum og þess háttar en enn og aftur erum við að tala um eitthvað sem er ólöglegt. Það verður forvitnilegt að fylgjast með framvindu mála. 6 f Ó k U S 25. ágúst 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.