Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2000, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2000, Side 13
með endurbættum texta yfir æst rapp Pharoahe Monch og sjálfur tekur hann svo sína útgáfu af Pink Floyd-laginu Wish You Were here við misgóðar undirtekir. Aðallega samt frekar dræmar. Wyclef hefur hins vegar alltaf lagt áherslu á að hann sé ekki þröngsýnn rappsinni heldur sé hann mótaður af öðrum hlutum líka, t.d. rokki og reggíi. Betur tekst til þegar hann fær stórsveitina Earth Wind & Fire með sér í lagið Runaway, sem er eitt af betri lögum plötunnar, og eins er lagið sem hann tekur með Youssou N’Dour ekki svo slæmt. Það heitir Dialio og fjaliar um vesturafríska innflytj- endann Amandou Diallo sem var myrtur af lögregl- unni i New York árið 1999. Annars er platan fjölbreytt eins og við er að búast frá Wycief. Þetta er allt frá frekar hörðu rappi (miðað við Wyclef a.m.k.) út í þjóð- lagapopp, með viðkomu í slikk r&b og ska, en lagið It Doesn’t Matter er ekta ska lag sem notast við brot úr lagi með hljómsveitinni Bad Manners. Wyclef kemur líka víða við í textunum. Þetta er allt frá þjóðfélagsmálum, eins og í Diallo, yfir í ástarsögur. Wyclef segist taka Bob Marley sér til fyrirmyndar heima í Brooklyn og er reyndar með henni enn en þau Lauryn voru mikið saman á þessum tíma og enduðu oft í sömu sæng. Síðan Lauryn byrjaði með Rohan Marley, sem hún á tvö böm með, hefur þeim gengið illa að umgang- ast hvort annað. „Það er ekki það að ég eigi eitthvað sökótt við þau tvö, segir Wyclef en einhvern veg- inn er það þannig að í hvert sinn sem ég kem inn í sama herbergi og þau þá færumst við hvort í sína áttina“. Erfitt mál sem sagt. Pras, þriðji Fugees-meðlimurinn lýsir þessu svona: „Þetta varð eins og í öllum þessum þáttum á VHl (Behind the Music þættimir), það voru engin eiturlyf eða svindl, heldur bara velgengnin og frægðin og egóvandamál- in sem fóru með bandið.“ Þeir Wyclef og Pras eru samt sammála um það að það komi að þvi að hljómsveitin geri nýja plötu. Það er kannski svolítið flókið mál í augnablikinu en það kemur ör- ugglega að þvi, segja þeir. Lauryn hefúr hins vegar ekki viljað láta neitt hafa eftir sér um málið. Hún vill sennilega frekar úttala sig þeg- ar hún kynnir næstu sólóplötu sína sem er í vinnslu. hvað þetta varðar. „Á hans plötum voru alltaf bæði raunsæir textar og ástarljóð." Hvað með Fugees? En hvað með Fugees? Er einhver von á nýrri plötu. Þegar Wyclef er spurður hvemig standi á því að það dragist endalaust að hljóm- sveitin komi saman á nýjan leik þá kemur ýmislegt í ljós, t.d. að sam- bandið við Lauryn er svolítið erfitt því að þegar The Score var að slá í gegn þá þróaðist ástarsamband á milli þeirra. Wyclef átti konu Misjafnar viðtökur The Ecleftic hefur vægast sagt fengið mjög misjafna dóma. I Bandaríkjunum er plötunni hamp- að sem meistaraverki. (Rolling Stone gefur henni fjórar stjömur og mikið lof og rappblaðið The Source gengur enn lengra og gefur plötunni fjóra og hálfan hljóðnema af fimm mögulegum). En bresk blöð eins og Q og NME rakka hana niður. Það er bara eitt hægt að gera í því. Fara út I næstu plötubúð og fá að hlusta... plötudómar ★★★★ Flytjandi: Quasimoto piatan: The Unseen Útgefandi: Stones Throw/Þruman Lengd: 63:22 mín. ★ ★★ Flytjandi: Coldplay piatan: Parachutes Útgefandi: EMI/Skífan Lengd: 41:48 ★ ★★ Fiytjandi: Gary Lucas og ýmsir piatan: Improve the Shining Hour Útgefandi: Knitting Factory/12 tónar Lengd: 70:15 hvaöf Quasimoto er alter ego rapparans og pródúsersins Madlib frá Kaliforniu. Hann hefur vakiö mikla athygli vestan hafs og austan fyrir þessa frumsmíð sina. Madlib gefur einnig út undir nafn- inu Lootpack og gaf í því gervi út plöt- una Soundpieces í fyrra. Þessi diskur er frumraun nokkurra breskra stráka og hefur gengið með eindæmum vel i lýðinn heima fyrir. Enda þótt þeir séu flestir nýútskrifaðir úr háskóla virðist brautin liggja í aðrar áttir, allavega á næstunni. Siðan er auðvitað alltaf gott að hafa eitthvað í bakhöndinni þegar frægðin tekur að þverra. Gitarieikarinn Gary Lucas hefur komið víða við um ævina og hér er eins kon- ar yfirlit á ferðinni. Platan inniheldur mestmegnis óútgefið efni, oftast nær flutt á tónleikum eða tekið upp af hon- um einum heima i stofu. Meðal þeirra sem fram koma eru: Captain Beefhe- art, Nick Cave, Eric Mingus og Peter Stampfel. fyrir hvern? Þeir sem hrífast af geggjuðu, veru- leikafirrtu geim-rappi ættu að kunna að meta þessa plötu. Quasimoto minnir stundum á De La Soul og stundum á Kooi Keith. Hann er bara miklu klikkaðri. Tónlistin er frekar hæggeng, en textarnir og umgjörðin er villt. Þetta er plata fyrir furðufugla og ævintýramenn. Þeim hefur verið iíkt talsvert við Travis og ekki að ósekju. Breska pressan heldur því fram að í sameiningu hafi sveitirnar gert út af við „Lad rock" Oasis og félaga. Eftir að hafa hlustað talsvert á diskinn er ég kominn á þá skoðun að þeir séu hreinlega betri en Travis. Hvað um það, fólk hefur alla- vega einhverja hugmynd um að hverju það gengur. Góð spurning, platan fer um vlðan völl í stíl og áherslum en þeir sem þekkja þá garpa sem þarna koma að láta það varla slá sig út af laginu. Leikmenn gætu notað plötuna til að kynna sér feril Lucas og þefað uppi frekara efni eftir þvl hvað á plötunni höfðar til þeirra. skemmtilegar staöreyncTir Quasimoto er enn eitt dæmið um gróskuna I neðanjarðar hip-hoppinu þessi misserin. Kalifornla, New York, Bretland, Frakkland, það er allt mor- andi I flottu hip-hoppi. Anti-Pop Consortium, Kid Koala, Supa Saian Crew og Mike Ladd hafa allir verið að gefa út mergjað efni á árinu og listinn er rétt að byrja. Skemmtilegar staðreyndir varðandi þessa stráka er að þeir reykja hvorki né drekka og eru duglegir við að læra heima þó að þeir séu útskrifaðir. Þeir hafa eitthvað verið aö reyna að hnekkja þeim orðrómi en gengið illa. Afleiðingin hefur frekar orðið sú að vondir kallar eins og Alan McGee hafa farið að striða þeim. Sem er náttúr- lega bara fyndið. í kringum 1991 stofnaði Lucas skammlífa hljómsveit, Gods and Mon- sters, með ungum og efnilegum manni sem hét Jeff Buckley. Sá hóf þó fljótlega sólóferil og entist aldur til að Ijúka einni breiðsklfu, Grace. Á henni semur Lucas með honum og spilar I tveimur lögum. niöurstaöa Þetta er ein af betri plötum ársins. Tónlist- arlega er hún ótrúlega flott. Madlib tekst að búa til magnaðar stemningar með frek- ar einföldum aðferðum. Tónlistin er gegn- umsýrð af djassáhrifum og skreytt með framandi hljóðbrotum. Svo rappar hann stóran hluta plötunnar með helium-rödd sem gefur henni óraunverulegan teikni- myndasögublæ. Snilld. trausti júlíuson Þessi strákar virðast svei mér þá hafa fundið uppskriftina aö meðallaginu. Plat- an llður áfram á afskaplega þægilegu tempói og gæðin eru nokkuð jöfn. Þeir sem fíla „Yellow" geta glaðst yfir þvl að hún inniheldur allavega 3-4 I þeim klassa. Þeir sem fíla það ekki geta lík- lega sneitt hjá því að kaupa plötuna. Rétt er að árétta að hér er ekki verið að finna upp hjóliö... kristján már ólafsson Það er Ijóst að Lucas er með eindæmum fimur gltarieikari og að heyra hann spila Beefheart-steypuna, Flavour bud living, þannig aö það meiki smáséns er upplifun. Ég er hins vegar litill spunahundur og finnst flest það á plötunni sem tekið er upp á fjöl- um Knitting Factory of mikið, sæki meira í hann einan með sína ágætu söngrödd og frábæra gltarleik kristján már ólafsson 25. ágúst 2000 f ókUS 13

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.