Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2000, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2000, Page 14
> A ...gaulaði Megas á sínum tíma. Skyldi hann vera þar enn þá? Eða er hann dauður eins og Nietzsche sagði? Svo sannarlega ekki. Margréti Hugmnu langaði til að víta hvað það er sem knýr unga manneskju til að ganga í trúfélag, svitna á samkomum og gleyma sér með Guði í garðslöngunni. Fíladelfía Jóharmes Heimisson er náungi með sjarma og gott karma. Hann er 25 ára kristniboði, veiðivörður og leiðsögiunaður. Hann mætti í viðtalið með ungling með sér sem var einu sinni á kafi í dópi en er núna bara að tjilla með Jesú og Jó- hannesi. Jóhannes er alinn upp á trú- ræknu heimili og var trúað barn. Á unglingsárum flækist hann burtu frá trúnni um tíma, til að prófa ann- að í lífinu. En það stóð ekki lengi því þegar hann var 16 ára varð hann fyrir upplifun sem hefur síðan hald- iö honum á beinni braut. Ofurölvi í foreldrahúsum „Það gerðist á frekar dramatísk- an hátt. Ég kom ofurölvi heim í hús foreldra minna og daginn eftir kom stund sannleikans i mitt líf og ég hugsaði: „Hvað ætla ég að gera við líf mitt?“ Mér fannst vera svo mikið tilgangsleysi og tóm í lífi mínu og ég fór að íhuga. Það sem siðar gerðist var að ég bað til Guðs að fyrirgefa mér allt sem ég hafði gert og bað Jesúm Krist um að hreinsa líf mitt og þá var eins og mörg tonn væru tekin af mér og líf mitt fylltist aftur af tilgangi, svip- uðum og þeim sem ég fann sem bam. Þá vissi ég að þetta væri það sem ég vildi eyða lífinu í.“ Jóhannes á konu sem er á fullu í trúboðinu með honum. Þau kynnt- ust í gegnum trúræknina. „Hún hefur sömu markmið og ég og það hjálpar hjónabandinu mjög mikið eins og gefur að skilja," segir hann og brosir. Vinum Jóhannesar sem eru ekki í kristnibransanum líst vel á hann. „Ég veit ekki annað en að þeir séu bara mjög ánægðir með mig. Fyrir mér er þetta eðlilegt. Þeir tala um sín fyllirí og ég tala um mína hluti og það er bara allt í lagi.“ María Pétursdóttir er 26 ára kennari í Borgarholtsskóla. Hún tók sinn tíma í að gramsa í trúmál- um og fann sig siðan á þeim stað sem hún átti allra síst von á: í þjóð- kirkjunni með Jesú Kristi. „Ég var alltaf trúuð en ég var aldrei kristin. Ég var til dæmis ófermd og óskirð þar til ég varð 23 ára. Það varð samt áður en ég varð kristin. Ég hélt á guðdóttur minni undir skím en ég var óskírð svo ég ákvað bara að láta skíra mig með. Á unglingsárum byrjaði ég að trúa á einhvem guð og fór að leita að honum alls staðar. Ég var opin fyr- ir öllu og fann rosalega margt gott og leið vel með margt en fann aldrei fullnægju og frið. Mér fannst ég verða að leita lengra. Ég bara leitaði og leitaði út um allt og var mikið að leita en lítið að „vera“. Svo fyrir tveimur árum var ég nán- ast búin að prófa allt annað. Mér þurfti að líða mjög illa þar til ég ákvað að prófa þetta en þetta var eitthvað sem ég ætlaði aldrei að prófa. Svona varð ég kristin heima í stofu. Ég bað konu sem ég þekki að hjálpa mér. Hún stakk upp á þvl að ég myndi prófa að biðja persónu- lega bæn til Jesú Krists og ég hló á meðan ég var að gera það. Mér fannst þetta svo ólíklegt til að virka. En það virkaði! Og þama heima fann ég fullkominn frið og enga þörf til að leita lengra. Eftir einhvern tíma fór ég að leita mér að kirkju. Vantaði fræðslu og vantaði einhvern veg- inn að deila þessu með öðrum. Frétti svo af presti sem var að gera skemmtilega hluti og þannig lenti ég inni í Laugameskirkju og fann mig rosalega vel þar. Þegar ég var að byrja á þessu vora margir vinir mínir hálfhræddir um mig. Fannst eins og ég væri að gera hræðileg mistök og væri í hættu eða eitt- hvað. En það er gersamlega búið núna. Þá var ég náttúrlega að gera eitthvað nýtt og fólk var bara hrætt um að það myndi gera mér eitt- hvað en í dag er þetta ekkert mál!“ Hefurðu einhver skilaboð? „öll skilaboðin um það sem ég hef öðlast er eitthvað sem er alger- lega merkingarlaust ef þú segir það við einhvem. Það þýðir ekkert nema ef þú upplifir það. Þá skil- rn-ðu það en ef ég fer að segja eitt- hvað þá er það bara kjaftæði. Fólk er frjálsast með sína trú ef það þarf ekki að troða henni upp á aðra. Mér finnst þægilegast að um- gangast fólk ef ég veit ekki á hvað það trúir. Komast kannski bara allt í einu að því: „Já, þessi. Já, er hann búddisti!?““ f Ó k U S 25. ágúst 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.