Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2000, Qupperneq 15
Krossinn
Emil Hreiðar Bjömsson, 23 ára
liðsmaður í Krossinum, mætir
með Biblíuna undir hendinni.
Hann vinnur hjá Síld og flski.
Emil er alinn upp á kristnu
heimili. Foreldrar hans fóru með
hann á samkomur þegar hann var
lítiil. Hann hefur aldrei farið af
sporinu. EmO er bókstafstrúar-
maður. Hann trúir öllu sem stend-
ur í Biblíunni. ÖUu. Hann kvænt-
ist konu sem hann kynntist á sam-
komu Krossins. Ástin kviknaði á
undarlegan hátt.
Guð fann konuna
„Ég er fyrir austan að spila
körfubolta og hún er i bænum. Við
þekktumst ekkert það mikið þá.
Síðan erum við búnir að spila
körfubolta og ég sit inni í stofu, all-
ir famir að sofa, þá fæ ég skrítna
tiiflnningu eins og ég sakni henn-
ar, þó að ég þekki hana ekkert í
rauninni. Þá fannst mér svona
eins og Guð væri að segja mér að
þetta myndi verða konan mín. Mér
fannst þetta merkilegt því ég hafði
aldrei fundið svona tilfinningu
áður. Ég var eitthvað 1&-17 ára.
Svo kem ég í bæinn og þá er hún
með einhverjum strák ofan af
velli.
Við töluðum þá eitthvað saman
en það gerðist ekki neitt því ég var
ekkert hrifinn af henni þá. Svo
gerist það tveim árum síðar að ég
fer að verða hrifinn af henni og
hún hættir með stráknum og við
hyrjum að vera saman. í dag erum
við gift. Ég trúi því að Guð sé bú-
inn að plana allt mitt líf og ég þarf
bara að taka réttar ákvarðanir."
Samkynhneigðir lifa í
synd
Hvemig er þetta með samkyn-
hneigðina og fólkið í Krossinum.
Hvað er málið þar? Emil hugsar
sig aðeins um og svarar svo: „Sam-
kynhneigt fólk liflr í synd. Það er
fólk eins og ég og þú. Alveg jafn-
gott og alveg jafnvont. En Guð vill
að það viðurkenni syndina og fái
síðan fyrirgefningu. Sama hvort
því finnist þetta vera synd eða
ekki þá er samkynhneigð synd í
augum Guðs. Þótt ég gangi með
Guði þá syndga ég oft á dag og þarf
að biðja um fyrirgefningu oft á
dag. Ég er guðhræddur. Það að
vera guðhræddur er að vera
hræddur við að gera það sem Guði
mislíkar. Þess vegna verð ég að
lesa í Biblíunni og læra hvað það
er sem er Guði þóknanlegt," segir
Emil Hreiðar Bjömsson, krossfar-
inn og syndgarinn sem fékk kon-
una frá Guði.
tí:
Bahá’f (Bahæ)
Matthías Pétur Einarsson er 26
ára viðskiptafræðingur. Hann
starfar á viðskiptastofu Lands-
bankans og er bahá’í-trúar.
Bahá’í-trúin gengur út á einingu
trúarbragða, kynþátta, kynja, sam-
félaga o.fl. Stikkorðið er „eining".
Bahá’í-ar trúa því að hvert tímabil
hafi sinn boðbera (líkt og Jesús var
boðberinn á sínum tíma) og boð-
beri okkar tíma er samkvæmt
þeim náungi sem hét Bahá’u’lláh.
Vildi ekki fermast
Þegar Matthías var sjö ára gekk
mamma hans i Bahá’í-söfnuðinn
og þegar hann átti að fermast tók
hann meðvitaða ákvörðun um að
gera það ekki og fara þess í stað í
Bahá’í-söfnuðinn. Síðan þá hefur
hann verið virkur meðlimur.
Hann kynntist konunni sinni
sem unglingur í unglingastarfi
safnaðarins og er giftur henni í
dag. Matthías iðkar sina trú einn
og með sjálfum sér en boðar hana
einnig þegar færi gefst á. „Maður
getiu ekki sagt „ég trúi“ og gert
síðan ekkert með það,“ segir hann.
Það að ég trúi þýðir að ég reyni að
bæta mig og fara eftir fremsta
megni eftir því sem trúin snýst
um. Ég bið kvölds og morgna og les
í ritningu trúarinnar til að dýpka
minn skilning á trúnni.
„Vinum mínum sem eru ekki í
þessu ftnnst þetta forvitnilegt og
kannski athyglisvert í íjarlægð.
Mínum vinahópi finnst þetta æðis-
legt og virðir þetta sem hluta af
mér. En þeim ftnnst trúmál vera
meira privat. Það er helst þegar
menn eru komnir í glas - en ég
drekk samt ekki - að upp komi
hugrekki. Þá fara menn að spyrja
og vilja spjalla. Það liggur við að
þetta sé eins með þetta eins og kyn-
líf fyrr á tímum, segir hann og
glottir.
Ásatrú
Gréta Hauksdóttir er 24 ára
hjúkrunarritari á Landspítalanum
sem stefnir á myndlistarnám í
haust. Hún kynntist ásatrúnni sem
bam. Stóri bróðir hennar var í fé-
laginu og 11 ára fór hún fyrst að
spá í þetta. Fyrir fjórum árum
skráði hún sig úr Þjóðkirkjunni og
í fyrra tók hún skrefið og skráði
sig í Ásatrúarfélagið.
Blindir fá ekki sýn
„Sumum brá svolítið þegar ég
skráði mig en svo einhvem veginn
finnst fólki þetta í lagi. Að vísu
finn ég stundum fyrir því að þegar
ég segist vera í félaginu heldur fólk
að ég hafi þessa og þessa skoðun.
En svo kemst það oftast að ein-
hverju öðru. Trúin gengur út á það
að ég láti gott af mér leiða. Þetta er
ekkert eins og að fara í kirkju
reglulega, maður eiginlega iðkar
þetta í einrúmi. Virðir náttúruna
og reynir að virða annað fólk,
virða það sem lifir og haga sér vel.
Þetta kemur mikið fram í Eddu-
kvæðum og Hávamálunum. Þau
eru ekki beinlínis Biblían en alla
vega það sem við reynum að fara
eftir.“
Telur þú aö þaö sé betra fyrir
fólk að vera í trúfélagi?
„Það fer bara eftir hverjum og
einum held ég. Hjá okkur er þetta
ekkert „blindir fá sýn dærni" og
við erum ekki að slátra kindum
handa Óðni. Ég held ekkert frekar
að fólk sé betur sett í ásatrúnni.
Fólk ætti bara að finna sig í ein-
hverri trú sem leiðir að hinu góða.
! grunninn hef ég ekkert á móti
kristinni trú en mér mislikar það
hvemig sumir hafa reynt að nýta
sér hana i eigingjömum tilgangi til
að öðlast völd eða gróða. Fyrir ása-
trúarfólki er synd einfaldlega það
sem skaðar aðra.“
Goðaskortur
Til að iðka trúna tilbið ég nátt-
úruna en við í félaginu erum með
félagsheimili þar sem við hittumst
einu sinni í viku. Svo eru fjögur
höfuðblót á ári. Fyrsta vetrardag, á
jólunum, fyrsta sumardag og á tí-
undu viku sumars. Þá er lesið upp
úr Hávamálum og svo er hom lát-
ið ganga til heiðurs guðunum. Það
er ekkert kynsvall eða fyllirí á
meðan á blótinu stendur en ég veit
ekkert hvað gerist eftir blótin,"
segir Gréta og hlær.
Hún segir Ásatrúarfélagið vera á
uppleið og að skortur sé nú á goð-
um.
„Jörmundur er eini goðinn í fé-
laginu. Hann er sá eini sem hefur
leyfi til að jarðsetja og gifta. Okkur
vantar í rauninni fleiri goða því
það er búið að fjölga svo rosalega í
félaginu á síðustu mánuðum. Við
erum rúmlega fimm hundruð
núna. Nýr goði þarf að sanna sig
fyrir öðrum i félaginu. Að hann sé
starfinu samboðinn. Það getur tek-
ið tíma,“ segir Gréta Hauksdóttir,
hjúkrunarritari og ásatrúarkona.
Óðinn Gústafsson er 31 árs
kokkur á Amigos. Hann hefur
migið í saltan sjó og gert margt
fleira sem íslenskir karlmenn
kannast við. í dag kyrjar hann
„gongjó" á hverjum degi og kross-
leggur lappir.
Ég kynnist þessu fyrir 13 árum
þar sem ég á 3 eldri systkyni sem
em að iðka svona búddisma. En
það er ekki fyrr en fyrir 3 árum
sem ég fer að leita mér að ein-
hverri trúarlegri iðkun. Ég hafði
öðlast einhverja svona andlega
vakningu/andlegt rumsk í gegnum
aðra hluti og fer að leita fyrir mér
í trú. Svo tek ég ákvörðun um það
um síðustu áramót að tileinka mér
þennan búddisma og iðka hann.
Áður en ég byrjaði á þessu má
segja að ég hafi verið í „helvítis
ástandi". (Einn af 10 skilgreindum
heimum i búddisma. Heimur þján-
ingar, örvæntingar, þunglyndis og
tortímingar. Allir vegir lokaðir og
engin lausn sjáanleg.)
Atvinnulaus kyrjar
„Ég var atvinnulaus á götunni
og allir lífshættir mínir voru í
henglum. En ég vissi að þegar ég
var að kyrja þá leið mér vel þótt
allt væri í rúst í kringum mig. Ég
öðlaðist þá vissu að hlutirnir
yrðu i lagi. Það er það sem er svo
gott. Ég öðlast þessa vissu og
losna við óþarfa ótta. Mér líður
betur. Veraldlegu hlutirnir eru
líka allir á leiðinni upp og sjálfs-
öryggi og lífsfylling eru eitthvað
sem ég hef. Lífsfylling er í raun
samnefnari yflr það sem allir trú-
aðir sem ég þekki hafa. Sama
hvaða trú það er. Trúað fólk hef-
ur þessa lífsfyllingu sem gefur
svona glampa í augun og það er
oftast gaman að umgangast það.
Appelsínugui föt
„Eg mæti þokkalegum skilningi
í kringum mig. Sumum finnst svo-
lítið skrítið að ég skuli ekki vera í
appelsínugulum fötiun að hoppa
um bæinn. Reyndar var ég
krúnurakaður í srnnar og fólk hélt
að það væri af því ég er búddisti en
það er það ekki. Mér fannst það
bara þægilegt. Það eru engar regl-
ur og engin boð eða bönn í búdd-
ismanum. Enginn hárgreiðslu-
stefna heldur. Ég held að það sé
mikill skilningur á trúarleit og trú-
arbrögðum á íslandi. Þá er búdd-
isminn ekkert undanskilinn. Fólk
er forvitið um þetta. Hvort mín
leið er sú rétta? Ef fólki líður vel,
hvort sem það er í Krossinum eða
hverju sem er. Hver er ég þá að
segja að þeirra leið sé ekki rétt?“
25. ágúst 2000 f Ó k U S
15