Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2000, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2000, Page 18
í f ó k u s Leikfélag íslands er í fókus í dag. Góðir viðskiptahættir hafa virkaö eins og segull á fremstu leikara landsins og skilið önnur leikfélög eftir í duftinu. Félagiö hefur vaxið og dafnað alveg frá stofnun og nú seinast þegar það sameinaðist Iðnó og Hljóðsetningu og úr varð Leikfélag íslands. Magnús Geir stendur í stafninum og stjómar öllu batteríinu, rétt eins og skipstjóramir sem í gamla daga fylltu ungu strákana í hinum ýmsu höfnum og sigldu svo með þá á haf út til að gera þá að sjó- mönnum. Nú gabbar Magnús alla leikarana tU sín frá Þjóðleikhús- inu, lokkar tU sín hverja stór- stjömuna á fætur annarri. Hann fyllir kannski ekki leikarana en býður þeim alla vega mannsæm- andi laun. Svona á emmitt að gera, bjóða stóru ríkisreknu fyrir- tækjunum birginn. Fókus sér fram á bjart leikár á íslandi, svo er Leikfélagi íslands fyrir að þakka. Samkeppnin gerir leikfé- lögunum öUum gott og stuðlar að vexti. ú r f ó k u s Nektar- dansmeyjar em úr fókus þessa dag- ana. Þessar löðrandi s t ú 1 k u - kindur hafa nuddað sér upp við hluti svo lengi að það er hætt að vera flott. Þær minna einna helst á hunda sem riðlast á löpp- um þeirra sem fyrir verða. Ekki er lengur hægt að fela hneigðir sínar á bak við listina eins og maðurinn sem runkaði sér á myndbandinu á Kjarvalsstöðum um árið. Það er ekki sæmandi fyrir karlmenn ís- lands að standa bara og horfa á þegar rússnesku hasarkroppamir nudda sér utan í þá og blikka þá og fá ekki einu sinni að grípa í. Veiklunda menn slefa á eftir tál- drósunum og ausa í þær pening- um i aumri von um samræði. Gef oss heldur gleðikonuna sem í kapítalískum heiðarleika veitir blíðu sína þurfandi karlmönnum. Farið er að halla undan fæti hjá nektardansmeyjum og sést það berlega á því að ekki einu sinni Neyslupakki nemandans Lífsgæðakapphlaupið einskorð- ast ekki við fullorðna menn í jeppa- leik eða unga uppa í verðbréfa- sveiflu. Á öllum skólastigum þurfa nemendur að hafa sig alla viö til þess að heltast ekki úr lestinni og dragast aftur úr jafnöldrum sínum. En til þess að tolla í síbreytilegri tisku og eignast flottustu græjum- ar þarf peninga. Sumir blóðmjólka foreldra sína aila ævi, aðrir þurfa að hafa meira fyrir gæðunum. Það er sennilega óhætt að fullyrða að hvergi annars staðar vinni img- lingar jafnmikið með námi eins og á íslandi. Enn tognar úr góðærinu og næg atvinna er i boði fyrir ungt fólk sem vantar flíkur á kroppinn, inneign í símann og bensín á bíl- inn. Óþarft er að taka fram að lítið þýðir að mæta í skólann öðmvísi en með hlaupahjól undir arminn og gemsa við eyra. Fókus fór á stúf- ana og komst að þvi hvemig mögu- legt er að sleppa með innkaup fyr- ir einungis 500.000 kr. og samt mæta svalur til leiks fyrsta skóla- dag. Afgreiðslustúlkurnar í búöinni Divaa völdu uppáhaldsklæðnaðinn sinn fyrir skólastelpur. Útvíðar gallabuxur, svört peysa, frakki og sjal. Skómir eru frá Valmiki. Sæmilega ódýr tískufot fyrir skonsur sem eru búnar að mar- ínera sig í ljósabekkjunum. Samtals kr. 26.500. Það er aldrei hægt að hlusta of mik- ið á góða tónlist og oft getur verið skemmtilegra að hlýða á glæný popp- lög en útjaskaðar tuggur gamalla kennara. í versluninni Kalíber er hægt að fá snilldarlegt MP3- úr frá C a s i o . Hægt er að tengja úrið við tölvu og hlaða MP3-skrár inn a það. Svo er heymar- tólum stungið í samband við úrið og þá opnast fyrir þér nýr heimur. Kr. 24.990. Þó að þú sért ekki með fartölv- una við höndina er engin ástæða til að örvænta. Það er að segja ef þú átt Casiopeia-lófatölvu. Þá geturðu komist á Netið, hlustað á tónlist, hripað í dagbókina eða tekið upp á diktafón, hvort sem þú ert í efna- fræðitíma eða leikfimi. Kr. 59.990. Strákamir í Hanz fengu heiðurinn af því að velja skólafotin á stráka. Þar dugir ekkert nema galli frá Hugo Boss. Að þeirra sögn em þetta ódýrustu fötin í þessum gæðaflokki. Ull- arpeysa, buxur og skór og strákarnir mæta glerflnir í tíma. Samtals kr. 34.700. Það dylst engum að fartölva er nauðsynleg- ur búnaður fyrir alla námsmenn. Það er ekk- ert vit i öðru en að hamra glósurnar strax inn á nútímaform svo meira pláss sé fyrir annað í heilabúinu. Powerbook frá Apple er einmitt það sem þú þarft. Hún hefur alla kosti venju- legrar heimilistölvu, er meira að segja út- búin DVD-drifi og vegur aðeins um 3 kíló. Hvað varð um Commodore 64? Kr. 269.900. ÉMÉmi Ef batteríin klárast í tölvunum þínum er best að vera við öllu búinn. Parker- penninn er eina skrif- færið sem getur öragg- lega forðað þér frá aðkasti skólafélaga. Gæðin eru ein- stök þó að vanti í hann MP3-tengið. Kr. 39.000. h v e riir voru hvar meiara. á. |- www.visir.is 1 Þaö var mikið að gerast á skemmtistöðum borgarinnar þessa helgina. Föstudagurinn þjón- aði sem upphitun fyrir sjálfa menningarnóttina á laugardag. Allt að 50.000 manns voru eins og síld í tunnu f miðbænum um það leyti sem flugeldasýningin árlega ögraði Ómari Ragnars- syni um yfirráð háloftanna. Andrúmsloftið á Spotlight var rafmagnað þegar poppgoö islands, Dr. Páll Óskar Love, fikraöi sig að dansgólfinu. Á Klaustrinu sáust dans- tónlistargúrúarnir Phats & Smalls hella f sig íslensk- um þrennsa með Ministry of Sound-genginu og Kidda stórbeinótta. Helga Braga dillaði sér við salsatakta DJ Carlos og með henni Súsanna Svavars. Bjóssi Stef „ofur- fýrirsetill" hnyklaði lærvöðvana á dansgólfinu. „Það var bæði mikill föstudagur og sérstaklega mikill laugardagur" í FM-krúinu sem var of hresst að vanda. Meðal þeirra voru Rúnar Rób, Kalli Lú, JóiJó og Halli Da, umkringdir skonsum f óskalagastemningu. Friðrik Friðrlks og Her- bert litu yfir staöinn og Marius var á „toppnum ! teinóttu". Það væsti ekki um Phllippe B þar sem hann sat viö dansgólfiö. Hanna „íslensk- ameriska“, Gunna „systlr“ og Begga „Kókó“ áttu pallana, til dæmis Palla Gunn. Jón Örn, þjálfari kvennalandsliðsins, kíkti inn og Ámi Vigfússon „athafnamaður" kom i félagi viö sína heittelskuðu Sunnu. Unnar og Japis-kallarnir skemmtu sér hið besta og Jóhannes á Mónó teygaði mjöðinn og sagöi skrýtlur og var með gott glens ! nærveru Einars Vllhjálms spjót- kastara. Sigþrúður Ármann „Susari" og Viddi „greifi“ brostu út að eyrum og Ingi og Hard Rock-gellurnar fengu sér snúning með Ásgeiri „FM-Pönk" og Kjarra “Ijósabekk". Föstudagsnóttin bar meö sér vinda úr suöurhöf- um að Skuggabar. Staðnum var breytt f karab- fska eyju og dragdrollan Venus kynnti kvöldið með tilþrifum. póra Tökufusa mætti kát til leiks og Kitty Johansen lét sig ekki vanta frekar en hinar steipurnar frá Pharmaco. Böðvar Bergsson hjá Fft- on kom meö Ómari Frið- leifs, Eiríki og hinum Sambíókóngunum sem tottuðu vindla af áfergju. Svali var i beinni fyrir FM og restin af starfsliði FM hlýddi á. Ásgeir Kolbeins lék við hvern sinn fingur, Hvati var á hækjum eins og fff en Óll Boggi, klippari á Space, var hár í loftinu. Lína í Monsoon var í fínu stuði og „sölumenn áfengisdauðans" frá Karli K. Karlssyni voru glerfínir og sniðugir. Á Sóloni íslandus spilaði DJ Magic á föstudags- kvöld en á menningarnótt datt tónlistin niður á plan meðalmennsku og leiðinda. Engu að síður virtust menn skemmta sér sæmilega. Kim Magnus Nilsen „skvassari" sat sem fastast við hlið kærustu sinnar, Krissu „grænfriðungs”, og Hildar í Veggsport. Meðlimir rappsveitarinnar „Lyrically blessed“ höfðu sig hæga á eigin boröi og Arnar úr Vinyl leit einnig inn. Á Wunderbar féll hitinn niður fyrir frostmark þegar Fjölnir Þorgeirs mætti þangað f fylgd fríðra meyja og Astró var vettvangur glaumsins þegar Mónó fagnaði 2ja ára veru sinni á öldum Ijósvakans. Simmi og Jói 7-10-menn skvettu f sig með Jóni Gunnari Geir- dal, fráfarandi dagskrár- stjóra. Geir Róvent skók á sér belginn og Ingó, Gassi og Gústi Bjarna voru heldur betur f gleðivímu. Emmi í 66 gráð- um norður og DJ Dice samglöddust strákunum og allir helstu jaxlarnir hjá ÍÚ létu sjá sig. Vin- konurnar Harpa, Ólina og Marta Drófn döns- uðu sig sveittar með kærustum sinum. Á Prikinu var troðið alla helgina, enda lítill staður og vinsæll. Siggi Kári, formaður SUS, sást grátbiðja dyraverð- ina um að hleypa sér inn í hlýjuna. Þar voru fyrir Árnl Vigfús, Björn Jörundur «g Tobbi núlleinnmaöur sem sprangaði um ölur mjög. Á Sportkaffi er hægt ab treysta á að heyra „jólahjól" allan ársins hring og Olsen-bræð- urna dönsku kyrja Eurovision- smellinn sinn. Addi, leikmaður Víkings, og Addi f Skallagrimi fögnuðu glæsilegu gengi liða sinna í sumar. Á Thomsen dunaði dansinn viö plötusnúðun heimsfrægra útlendinga. Þossi á Radíó X var þar og einnig sáust dansararnir Trix og Bones gera það sem þeir gera best. í Þjóöleikhúskjall- aranum var ball með Á móti sól og Skímó og þaðan sendu Valli sport og siggi Hlö „Hausverk um helgar" beint. Einar Bárðar, textasmiður Skímó, og Gummi „umbi“ Gísla vættu kverkarnar með ókeypis bjór. f Ó k U S 25. ágúst 2000 18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.