Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2000, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2000, Side 12
12 Útlönd MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 2000 I>V Gagnrýni Nödyu á yfirvöld Hún er meðal þeirra sem fá háar bætur og nýjar íbúðir frá yfirvöidum. Var ekki spraut- uð niður Móðir eins fórnarlambs Kúrsk- kafbátaslyssins, sem sást í frétta- myndum hrópa að rússneskum ráð- herra, hefur sagt að sér hafi ekki verið gefið róandi lyf heldur hjarta- iyf. í einu myndskeiðanna, sem var sjónvarpað um allan heim og hefur vakið athygli, sést að kona gengur að móðurinni og sprautar hana í handlegginn. Augnabliki síðar féll Nadya Tylik saman og var fylgt á brott. Frekari myndatökur voru bannaðar. Nadya hefur haldið áfram árásum á yfirvöld fyrir ómarkviss og sein viðbrögð. Hún býr í bænum Vidyayevo þaðan sem Kúrsk lét úr höfn í sina seinustu ferð. Arsenikeitrun í Bangladess UNICEF, samtök Sameinuðu þjóðanna, sögðu um helgina að 25 milljónir manna í Bangladess kunni að vera í hættu vegna mengaðs drykkjarvatns. Arsenik er í grjóti og setlögum en styrkur þess er talinn hafa aukist á stórum svæðum vegna jarðfræðilegra ástæðna. Þegar hafa uppgötvast um 8000 tilfelli um eitrun og er það aðeins talið vera toppurinn á ísjakanum. Um 20% íbúa Bangladess eru taldir vera i hættu. Eitrunin kemur fram í svörtum blettum í húð sem leiðir svo til krabbameins og dauða. UNICEF hefur þegar varið 8 milljónum dollara í varnir og fræðslu um hættuna. Á vettvangi daginn eftir Þrír létust og sá fjórði særöist í skotbardaganum. Þrír ísraelskir hermenn skotnir Þrír ísraelskir hermenn féllu í skotbardaga við skæruliða Hamas aðfaranótt sunnudags á Vestur- bakkanum í Jerúsalem. Það kann að vera að þeir hafi fall- ið fyrir hendi félaga sinna. Yfirmað- ur i israelska hernum segist ekki geta útilokað að svo hafi verið. Átökin voru þau mestu og blóðug- ustu á Vesturbakkanum síðan árið 1996. Forsætisráðherra ísraels, Ehud Barak, hefur fyrirskipaö rannsókn á mannslátunum. Sjónvarpsturn brennur í Moskvu liðið þar til fólk nær sendingum sjónvarps aftur og jafnvel lengri tíma breiðist eldurinn enn frekar út og valdi meiri skaða. Rafmagn var strax tekið af tum- inum og gestum hans gert að koma sér niður 340 metra með því að nota stigana. Vegna hæðar turnsins liggur nærri að eina leiðin til að vinna slökkvistörf sé að ofan og því verður að nota þyrlur. 540 metra hátt mannvirki Tuminn Ostankino er hæsta mannvirki sinnar tegundar í heim- inum, 540 metrar á hæð. Hann er úr styrktri steinsteypu og stendur í norðurhluta Moskvuborgar. Hann var byggður árið 1967 og var áður stolt Sovétrikjanna og tákn um innreið nútímans. Turninn hefur áður komist í heimsfréttirnar, hann varð vettvangur átaka þegar uppreisnarmenn reyndu að steypa af stóli sfjórn Borísar Jeltsins árið 1993. Eldur braust út um miðjan dag í gær í sjónvarpsturni í Moskvu. Enginn eldur er sjáanlegur utan á tuminum en upptökin voru í rafmagnsköplum inni í honum. Samkvæmt fréttastofunni Itar- Tass er fjögurra manna saknað, þ.e. þriggja slökkviliðsmanna og eins starfsmanns turnsins. Þá eru þrjár lyftur inni i turninum og eru þær sagðar hafa fallið niður þegar rafmagnið fór af tuminum. Eldur slökktur úr þyrlum Eldurinn kviknaði um 100 metra fyrir ofan útsýnispall og veitinga- stað sem eru hvað vinsælastir ferða- mannastaða í Moskvu. Úr tuminum senda 30 sjónvarps- og útvarpsstöðvar allt efni sitt og því varð borgin sjónvarps- og út- varpslaus. Sendingar ríkissjónvarpsins lágu einnig niðri í nálægum héruðum. Sendingum nokkurra stöðva var fljótlega komið á aftur en víða næst sjónvarp ekki enn þá. Vika getur I 400 metra hæð yfir Moskvu Sjónvarpsútsendingar liggja niðri og slökkvilið vinnur úr þyrlum. Súkkulaðihúðaöur og dansandi á karnivali Karnival í Notting Hill í Bretlandi dregur árlega til sín hundruð þúsunda. Þetta er stærsta karnival í Evrópu og fer stækkandi með ári hverju. Þessi réð sér ekki fyrir kæti þar sem hann dansaði á eftir trukk í miðjum mannfjöldanum en mikið ber á íburðarmiklum búningum og skreyttum bílum á þessari götuhátíð. Bandaríkjaforseti í opinberri heimsókn í Afríku: Clinton hyggst auka samstarf við Afríkuríki Bill Clinton kom í gær til Nígeríu í opinbera heimsókn með Chelsea dóttur sinni. Nígeríuheimsókninni lýkur i dag þegar forsetinn heldur til Tansaníu. Olíulindir og uppbygging Bandaríkin hyggja á aukið sam- starf við Nígeríu enda býr landið yf- ir auðugum olíulindum. Það er jafn- framt fjölmennasta landið í Afríku. Bandaríkin vilja stuðla að aukinni efnahagslegri uppbyggingu í Níger- íu. Móttökur heimamanna voru hlý- legar í gær og dagskráin þétt skip- uð. Clinton sat meðal annars ráð- stefnu um börn meö alnæmi og hitti íbúa þorpsins Ushafa, stutt frá höf- uðborg Nígeríu, Abuja, og hlaut að gjöf búning innfæddra. Þegar Clinton kom í bæinn Clinton í Nígeríu Bandaríkjaforseti og Muhammadu Bada fytgjast með dansara í Ushafa. Arusha í N-Tansaníu í dag blasti við honum sýn ólík þeirri sem heima- menn og aðrir gestir fá að sjá. Bæn- um hefur verið gefm andlitslyfting á mettíma. Heimsókn Clintons stendur aðeins 5 klst. í sparifötin fyrir Clinton Vegir hafa verið sléttaðir, götu- skilti sprottið upp, ljósastaurar mál- aðir, rusli sópað burt og betlurum skipað að hafa sig á brott. M.a.s. flækingskettir og hundar hafa horf- ið. íbúar Arusha eru vanir tignum gestum en Clinton er valdamesti vestræni leiðtoginn sem heimsótt hefur bæinn. Fjölmiðill í Tansaniu hafði orð á að Bandarikjaforseti þyrfti að heim- sækja fleiri bæi til að knýja fram þróun og framkvæmdir. mwEssmi Arafat hitti Jose Maria Arafat, forseti Palestínu, hitti for- sætisráðherra Spánar, Jose Maria Aznar, í Madrid í gær til að ræða um Jerúsalem. Borgin er nú helsti ásteyt- ingarsteinn í friðar- viðræðum ísraela og Palestínu- manna. Biðst fyrirgefningar Leiðtogar kaþólsku kirkjunnar báðust fyrirgefningar á afskipta- leysi kirkjunnar í seinni heims- styrjöldinni og helforinni í kirkjum víða um land í gær. Fyrir strið voru 3 milljónir gyðinga í Póllandi en nokkur hundruð eftir það. 86 aftökur í Sádi-Arabíu Karlmaður var líflátinn í gær í borginni Riyadh fyrir að hafa nauðgað tveimur stúlkum. Aftökur á þessu ári eru orðnar a.m.k. 86 tals- ins. Alls voru 99 líflátnir í fyrra, þ.á.m. margir útlendingar. Eldarnir geisa enn Enn þá geisa skógareldar í Grikk- landi en fjölþjóðlegt björgunarlið berst nú við að ráða niðurlögum eldanna víða. Þessu valda miklir þurrkar í Miðjarðarhafslöndunum upp á síðkastið. Þá geisa eldar á Korsíku og á Korfu. Siðan í maí hafa eldar í Grikklandi orðið 12 manns að bana. Til eyðingar kjarnavopna SBretar tilkynntu í gær að þeir mundu fyrrum Sovétríkjun- vopnum þekkir eng- in landamæri,“ sagði Robin Cook. Fjögur serbnesk börn myrt Ekið var á fjögur serbnesk börn í Kosovo í gær. Lögregla handtók al- banskan mann sem talinn er valdur að slysinu. Síðan NATO og SÞ tóku yfir stjórn Kosovo í júní í fyrra hafa Serbar og aðrir minnihlutahópar í auknum mæli orðið fyrir árásum al- banska meirihlutans. Snoðinkollar í Póllandi Til átaka kom í hópi pönkara og nýnasista á rokktónleikum í borg- inni Poznan á laugardagskvöldið. Árás ungmennanna 300 beindist svo að lögreglu þegar hún skásti leik- inn. Fjórtán á aldrinum 17 til 21 árs voru handteknir. Fjöldamorð í Kólumbíu Hægri öfgasveitir í Kólumbiu eru grunaðar um að hafa myrt 22 óbreytta borgara um helgina í tveimur atrennum. Tiu fórust í flugslysi Björgunarlið á N-Costa Rica fann í gær flak flugvélar, sem saknað hafði verið síðan á laugardag, utan í hlíðum eldfjalls. Allir 10 farþegarnir létust. Vélin var 14 sæta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.