Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2000, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2000, Síða 13
MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 2000 DV 13 Útlönd Filippseyskir uppreisn- armenn sleppa fimm Fimm gislum, sem verið hafa í haldi uppreisnarmanna á Filipps- eyjum, var sleppt úr haldi í gær. Talið er að stjóm Líbíu hafl þurft að greiða eina milljón dollara fyrir hvern gisl. Lausn gíslanna er niðurstaða mikilla samninga- viðræðna sem staðið hafa yfir milli Líbíustjómar og skæruliðanna. Gíslarnir voru fjórar konur og einn þýskur karlmaður. Tvær kvennanna eru franskar, sú þriðja afrísk og fjórða konan frönsk- líbönsk. Ættingjar frönsku kvennanna þriggja fögnuðu á meðan stjórnvöld héldu áfram aðgerðum til að frelsa þá gísla sem enn eru í haldi á suðurhluta Filippseyja. Jacques Chirac forseti og Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakklands, glödd- ust yfir því að konumar skyldu vera lausar en halda jafnframt áfram aðgerðum til að frelsa þá þrjá Frakka sem uppreisnarmenn halda enn föngnum. Þeir sögðu það skyggja á gleðina í gær að vita af hinum gíslunum enn á Joloeyju. „Allt verður gert til að leysa þá úr haldi og það eins fljótt og auðið er,“ sagði Chirac. Gíslamir hafa nú verið í haldi á Joloeyju i fjóra mánuði. Meirihluti Filippseyinga er kaþólskur en á suðurhluta eyjanna er flokkur uppreisnarmanna undir stjóm Abus Sayafs. Þeir vilja stofna sjálfstætt íslamskt riki. Fimm af tólf gíslum sleppt í gær Franski gíslinn Sonia Wendling kveöur unnusta sinn sem enn er haldiö föngnum á Joloeyju á Suður-Fillppseyjum. Skæruliöar hafa haldiö 12 í gíslingu í 4 mánuöi en útlit er fyrir aö á næstu dögum veröi þau öll leyst úr haldi. MfSÍpJF " " ' •''' .-L,. -í - 'gi 7 • meö flugvallarskatti báöar leiðir © bókunarsími 00 44 12 79 66 63 88 250 kr. aukaafsláttur ef bókað er á www.go-fly.com miðast við eftirspurn samkvæmt skilmálum i nýja lágfargjaldaflugfélagið í eigu british airways I flýgurtil stansted london stansted • alicante • barcelóna • bilbao • bologna • kaupmannahöfn • edinborg • faro • ibiza • lissabon • madrid • malaga • mílanó ■ napolí • palma • prag • róm • feneyjar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.