Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2000, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2000, Side 14
14 MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 2000 Skoðun DV Finnst þér lögreglan nógu áberandi í bænum? Helga B. Haraldsdóttir nemí: Nei, alls ekki. Heldur finnst mér þeir fela bílana og reyna aö nappa fólk. Magnea Sif Agnarsdóttir klippari: Þegar ég keyri of hratt eru þeir alls staöar. Þess á milli sé ég þá aldrei. Hrólfur klippari: Mér hefur fundist þeir frekar reyna aö grípa fólk glóövolgt heldur en aö reyna aö koma í veg fyrir glæpi. Jóhanna Frímann klippari: Hún er fín á „istana“ en mætti vera meira áberandi. Geir Leó Guðmundsson sölumaður: Þeir mættu vera miklu meira áber- andi en þeir eru. Helena Stefánsdóttir leikstjóri: Nei, þeir eru ekki nógu áberandi. Þaö vantar verulega strangari lög- gæslu í miöbæ Reykjavíkur. Dagfari Orsök rútuslysa G.G.G. skrifar: Slysaalda hefur riðiö yfir okkur og ótrúlega oft koma rútubílar við sögu. Fimm erlendir gestir okkar hafa látist á íslandi í ár og að auki margir íslendingar. Mér og fleirum er það alger ráð- gáta að eftirlit með ökuritum í lang- ferðabifreiðum er að mér virðist ekkert. Ég hef verið að spyrja bíl- stjóra hvort ekki sé verið að stöðva þá meira en verið hefur vegna allra þessara slysa. Undantekningarlaust er svarið nei. Hvar er eftirlitið? Hvað eru for- svarsmenn þessa eftirlits að gera daginn út og daginn inn? Hafa þeir enga ábyrgð í þessum málum? Félag fararstjóra er búið að senda út yfir- lýsingu. Ekki hef ég orðið vör við nokkur viöbrögð. Bílstjórar eru undirlaunaðir og er þrælað út á meðan á þessari ferðamannavertíð stendur, en að þeim séu greidd laun í samræmi við ábyrgð... nei. Frekar kjósa þessi rútufyrirtæki að greiða lág laun fyrir kannski óvana bíl- stjóra og yfir höfuð hvaða bílstjóra sem er, svo lengi sem þeir eru með meirapróf. Sem gerir þá aö sjáif- sögðu ekki endilega að góðum bíl- stjórum. Það segir sig sjálft að þeg- ar laun eru svo lág eins og stað- reynd er í þessum bransa þá eru að sjálfsögðu ekkert þeir bestu að sækja um þessi störf. Getur verið að rútufyrirtæki séu aö bjóöa bílstjórum sínum örlítið hærri laun með því skilyrði að þeir séu ekki í Sleipni? Þetta er maður að heyra. Ef þetta er staðreyndin ættu þessi sömu fyrirtæki að sjá sóma sinn í því að taka raungildi fyrir ferðir sínar, hætta að bjóða allt að 50% af- Rútuslys „Bílstjórar eru undirlaunaöir og er þrælaö út á meöan á þessari feröamanna- vertíö stendur, en aö þeim séu greidd laun í samræmi viö ábyrgö... nei." „Það segir sig sjálft að þegar laun eru svo lág eins og staðreynd er í þessum bransa þá eru að sjálfsögðu ekkert þeir bestu að sœkja um þessi störf. “ slátt á háannatíma, einungis til að ná ferðinni frá samkeppnisaðilan- um, og ég get ekki ímyndað mér að tekið sé tillit til kostnaðar þegar þetta er gert. Hvernig væri að greiða bílstjórum sínum mannsæm- andi laun? Síðan getur Ari Edwald birst í fjölmiðlum og sagt að þessir menn séu ekki í tengslum við raunveru- leikann. Eitt veit ég að ef ég myndi reka heimili mitt svona, gefandi tugi % afslátt án tillits til kostnaðar, þá færi ég á hausinn. Svo málið er ekki hvort heldur hvað er skulda- boltinn stór sem rútufyrirtækin eru að velta á undan sér, á herðum bíi- stóra. Forsvarsmenn rútufyrirtækja, axlið ábyrgð, eða það sem meira er, prófið að vera á sömu launum og þið eruð að greiða ykkar bílstjórum og liflð á þeim, sjáið hvernig ykkur tekst til. Ég hvet Ara Edwald til að prófa hið sama. Svona til að tengjast raunveruleikanum. Mikilvægi hjálparsveita Kristín Hauksdóttir hringdi: Vegna tíðra slysa undanfarið hafa björgunarsveitir víðs vegar um landið haft í nógu að snúast. Tel ég að fæstir íslendingar hafi nokkra hugmynd um hvað þessar sveitir hafa lagt á sig til þess að vera í stakk búnar til þess að veita þá hjálp sem þær veita. Islendingar, gerum okkur grein fyrir að þessir menn eru alltaf tilbúnir til að leggja sig í stórhættur til þess að bjarga mannslífi eða -lífúm. Þeir eru jú vel þjálfaðir. En hvað með þessa þjálfun? Hún er ekki bara komin til af útköllum einum saman. Síður en svo. Þeir eru búnir að vera á æfingum svo jafnvel árum skiptir og leggja á sig ótalferðir frá heimilum, vinnu eða skóla. Þeir eru búnir að leggja sálu „Gerum okkur grein fyrir því að þetta eru ekki bara menn í merktum fatnaði sem þeim er skaffaður. Þetta eru menn sem við eig- um að beygja okkur og bugta fyrir. “ sína i þetta ómetanlega starf. Vita íslendingar hvað þetta hefur kostað þessa einstaklinga mikið fjármagn? Hundruð þúsunda. Sem dæmi má taka að sonur minn er í einni þess- arra sveita og á hún hug hans allan. Stefnir hann á að verða henni til sóma en til þess verður hann að taka þátt í öllum æfingum sem haldnar eru. I ár hefur hann verið að kaupa sér búnað til þess að geta farið á æf- ingar á jökla. Aðeins þessi búnaður hans hefur kostað hann mestallan peninginn sem hann hefur þénað í sumar. Gerum okkur grein fyrir því að þetta eru ekki bara menn í merktum fatnaði sem þeim er skaffaður. Þetta eru menn sem við eigum að beygja okkur og bugta fyrir. Styðjum ætíö vel við bakið á þeim. Þeir eru ekki að telja það eftir sér sem þeir hafa lagt á sig til þess að geta verið öðr- um til hjálpar. Það væri ekki til mikils ætlast að einn dagur á ári væri tileinkaður þeim, þar sem ís- lendingar kæmu saman og hylltu þá. Til þess eins að þakka þeim ekki bara vel unnin stöif, heldur ómetan- leg störf utan útkalla sem í útköll- um. Munum líka að störfin sem þeir vinna eru ólaunuð. Nú skulu þeir liggja íslenskir knattspymumenn hafa yfirleitt ekki riðið feitum hestum frá viðureignum sínum við danska knattspyrnumenn og oft og iðulega farið háðuglega frá þeim bardögum. Hefur þó ýmsum brögðum verið beitt af hálfu okkar manna, m.a., var dönskum knattspyrnumönnum boðið að ríða feitum íslenskum hestum fyrir leik þeirra hér á landi fyrir áratugum, í þeim tilgangi að Danir fengju sitjandasár og gætu því ekki beitt sér af fullum krafti. En allt kom fyrir ekki, Danir reynd- ust bæði geta riðið feitum íslenskum hestum og spDaö betri knattspymu en okkar menn þrátt fyr- ir einhver rasssærindi. Oft hafa íslenskir knattspymumenn ætlað sér stóra hluti gegn Dönum en jafnan setið eftir sárir. Frægast var það hér um árið þegar aldeilis átti að taka Baunana til bæna á þeirra eigin heimavelli og spila gegn þeim grimman sóknarleik. Okkar menn tóku hressa upphitun í búningsklefanum og urðu afleiðingamar m.a. þær að fyrirliði liðsins sparkaði knetti af þvílíkum krafti í höfuð annars leikmanns að sá lá rotaður eftir og vissi hvorki í þennan heim né annan. Eitthvað mun hann þó hafa rankað við sér en hermt er aö þegar Gunnar Thoroddsen, sem þá var sendiherra, kom og heils- aði leikmönnum hélt sá vankaði að þar væri kom- in Danadrottning og hneigði sig djúpt. En állt kom fyrir ekki, Danir reyndust bœði geta riðið feitum íslenskum hest- um og spilað betri knattspymu en okkar menn þrátt fyrir einhver rasssœrindi. Þegar í leikinn sjálfan kom var ljóst að Akur- eyringar, sem vom nokkrir í liðinu, vom mættir til að spila sóknarleik og mættu þeir varla aftur fyrir miðju vallarins. Kom fyrir ekki þótt Danir tækju að raða niður mörkunum yfir okkar menn, alltaf voru Akureyringarnir frammi og höfðu hátt um það að Danirnir væru alveg við það að brotna niður. Sigurður heitinn Sigurðsson, sem lýsti leiknum í islenska útvarpinu, átti ekki skemmtilega stund á meðan leikurinn stóð yfir. Háðsglósur danskra „kollega" hans dundu á honum og Sigurður sagði m.a. í útsendingunni að það væri hreint ekki skemmtilegt hlutskipti að vera Islendingur á vell- inum að þessu sinni enda skoruðu Danir 14 mörk í leiknum. Hermann Gunnarsson, sá ástsæli knattspymumaður skömmu upp úr miðri síðustu öld, náði síðan að skora mark fyrir ísland og ann- ar leikmaður annað þannig að lokatölumar urðu hinar frægu 14—2. Um næstu jól fékk svo Knatt- spyrnusamband ísland jólakort frá danska knatt- spyrnusambandinu þar sem kærlega var þakkað fyrir liðið (sem Island hafði sent út um sumariö). Því er þetta rifjað upp að um næstu helgi koma Danimir enn og spila við okkar menn í Laugar- dal. Og sem fyrr er ætlunin að taka þá til bæna og sigra þá hressilega. Nú skulu Danirnir sko liggja i því. Gleymdist Helgi Pjeturs? Jón Trausti Halldórsson hringdi: Mig langar að spyrja rektor sem var með vísinda- og trúarráðstefnu þann 8. júlí síðast- liðinn af hverju þeir töluðu ekki um vísindi og fræði doktors Helga Pjeturs á þessari ráðstefnu. Ég vildi gjarnan fá svör við þessu því Helgi Pjeturs er vísindamaður sem er fremstur meðal jafningja og það þarf heldur betur að kafa ofan í hans mál til þess að öðlast meiri þroska og skilning á tilgangi tilver- unnar. Það að sleppa því að ræða um doktor Helga Pjeturs á þessari ráð- stefnu jafnast á við helgispjöll. Flutningur jákvætt skref Eva skrifar: Helgi Pjeturs. Eftir að farið var að flytja opinber- ar stofnanir hafa margir borgarbúar brugðist ókvæða við og gagnrýnt þessa flutninga harðlega, jafnvel tek- ið það sem illvilja í sinn garð. Ég er einnig höfuðborgarbúi en ég gleðst einlæglega yfir flutningi mikilvægra stofnana út á land. Fyrir mér voru það mistök í byrjun að staðsetja all- ar þessar stofnanir í sama bæjarfé- lagi og ekki seinna vænna að leið- rétta þetta. Ekki hættulegri en önnur störf Þunglyndissjúklingur skrifar: Undanfarið hefur í fjölmiðlum ver- ið ijallað mikið um hættuna sem fylgir því að vinna með geðsjúka. Við skulum ekki gleyma því að öll störf eru hættuleg. Málari uppi á húsþaki getur dottiö niður, glugga- þvottamaður getur slasað sig, öku- maður á sjúkrabíl getur valdið dauða annarra og slasað sjálfan sig eða látið lífið og svo mætti lengi telja. Geðsjúkt fólk hefur skap eins og við öll og oft eru áfóll þeirra sem leita hjálpar á geðdeild hrikaleg. For- dómar í garð geðsjúkra eru til skammar á íslandi. Lífið er ekki hættulaust, hvar sem maður er staddur. Hjálpið frekar geðsjúkum með kærleika og virðingu. - > tp V A r « * V, \ . h s* . Jri\ í- áý. \ 1 E&jfHQ. Mataræði - meöal matsölustaöa sem sífellt eru aö vinna á eru staöir sem bjóöa ein- göngu upp á holla oggóöa fæöu án kjöts og físks. Hleifur heppni Páll hringdi: Fjölbreytni í mataræði er af hinu góða. Á síðustu áratugum hafa alls kyns alþjóðlegir matsölustaðir og kaffihús skotið upp kollinum hér á landi. Meðal matsölustaða sem sifellt eru að vinna á eru staðir sem bjóða eingöngu upp á holla og góða fæðu án kjöts og fisks. Nýlega opnaði nýtt kaffihús/matsölustaður sem byggir á Zone-fræðum á Klapparstíg. Ég vil endilega hvetja fólk til að líta upp frá pitsunum og smakka t.d. „Hleif heppna" - meinhollt tofu - á þessu nýja kaffihúsi. DV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, ÞverhoKi 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.