Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2000, Side 28
,.44______
Tilvera
MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 2000
ÐV
lí f iö
E F T I R V I N N U
Spænski gítarleikarinn Manuel
Babiloni heldur námskeið fyrir ís-
lenska gítarleikara í dag og á morg-
un í Tónskóla Sigursveins D.
Kristinssonar í Hraunbergi 2.
Manuel Babiloni fæddist í Castellón
á Spáni. Manuel Babiloni hélt tón-
leika í Áskirkju í gær.
KSúbbar
■ KARLREMBUBOLTI A IÞROTTA-
KAFFIHUSINU Fótbolti í kvöld
klukkan sjö á Sportkaffi. Sheffield
W. gegn Blackburn R. í beinni.
Krár
1 MIÚES DOWLEY A ROMÁNCÉ
Miles Dowley skemmtir gestum
Café Romance og Café Operu um
þessar mundir alla daga nema
mánudaga, frá kl. 20 til 1 virka
daga og 21 til 3 um helgar.
■ DÚETT SVEINS Á PUNKTINUM
Dúett Sveins í kvöld til 1.
Opnanir
■ MYNPIRNAR HENNAR SIGGU í
■» dag munu Byggöasafn Hafnarfjaröar
og Islandsbanki opna Ijósmynda-
sýninguna „Bærinn minn“, myndir úr
eigu Sigríöar Erlendsdóttur, í nýju
húsnæði bankans aö Strandgötu I
Hafnarfiröi. Myndir þessar hafa ekki
áður komið fyrir sjónir almennings.
Sigriður var áhugamanneskja um
Ijósmyndir og eftir hana liggur fjöld-
inn allur af filmum og Ijósmyndum
sem með leiftrandi hætti bera vitni
um sýn Sigriðar á bæinn sinn og
fólkið sem hann byggöi. Sýningin er
opin á sama tíma og bankinn.
Síðustu forvöð
■ MALVERK FRA MARS I dag lýkur
í Odda málverkasýningu Williams K.
Hartmanns í tengslum við alþjóö-
lega ráöstefnu um könnun heim-
skautasvæöa og jökla á Mars sem
> haldin var dagana 21.-25. ágúst.
Sýningin, sem nefnist Rauöa plánet-
an. er opin frá 9.00-22.00. Um
sölusýningu er að ræða.
■ BEZTI HLEMMUR í HEIMI
Hlemmur, sem nokkurs konar jaðar-
svæði, millibilssvæði þar sem fólk
staldrar ekki lengi við, er viðfangs-
efni sýningar Alþjóöa sýningarfe-
lagsins (Exlntern) á svæðinu í kring-
um Hlemmtorg í Reykjavík sem verð-
ur lokað í dag.
Fundir
■ RAÐSTEFNA UM HUGBUNAÐ
Háskóli Islands heldur alþjóðlega
ráðstefnu um gæði hugbúnaöar og
hugbúnaðarþroun þann 31. ágúst og
1. september næstkomandi. Heið-
ursfyrirlesarar ráðstefnunnar eru
J tveir, þeir dr. David Parnas, prófess-
or í Kanada, og Pekka Kess, pró-
fessor í Finnlandi.
Myndlist
■ HEIMIR í KETILSHÚSII Ketils-
húsi á Akureyri er til sýningar audio
visual list Heimis Freys Hlöðvers-
sonar. Sýningin er á vegum Lista-
sumars á Akureyri og lykur 4. sept-
ember.
■ TORG OG TÓMIR KASSAR Borg-
hildur Oskarsdóttir sýnir verk sín í
Listasafni ASÍ, Ásmundarsal og
Gryfju. Sýningin, sem stendur yfir
núna, nefnist „Torg og tómir kass-
> ar“ og eða „Hver er þessi hnöttur
Jörð?“ Sýningin stendur til 10. sept-
ember og er opin alla daga frá kl.
14.00-18.00.
■ ARNA í KOMPUNNI í Kompunni
á Akureyri stendur nú yfir myndlistar-
sýning Ornu Valsdóttur á vegum
Listasumars á Akureyri.
Sjá nánar: Líflð eftir vinnu á Vísi.is
Tónleikaferð hafin
Raddir Evópu sungu í Hallgríms-
kirkju á laugardaginn og i gær.
Margt var um manninn á tónleikun-
um sem mörkuðu upphaf tónleika-
ferðar kórsins um menningarborg-
irnar níu. Raddir Evrópu eru eitt
viðamesta sameiginlega verkefni
menningarborganna og er stýrt af
Reykjavík. Kórinn kom fyrst saman
um áramótin og söng þá í Reykja-
vík. Hann æfði svo af kappi undir
stjórn kórstjóra frá öllum menning-
arborgunum í Reykholti aUa síð-
ustu viku.
Tónskáld
Auðunn Atlason og Atli Heimir Sveinsson.
Stjórnendur frá menningarborgunum
Michel Capperon frá Frakkiandi, Denis Menier frá Betgiu og Maximino Zumalave
frá Spáni.
Bíógagnrýni
Háskólabíó/Bióborgin/Laugarásbíó - Shanghai Noon:|;
Fáránleiki í Villta vestrinu
Ekki er ég viss um að
harðir aðdáendur vestra
séu ánægðir þessa dagana,
varla búnir að jafna sig á
fáránleikanum og vitleys-
unni í Wild Wild West þeg-
ar boðið er upp á Shanghai
Noon (nafnið gæti þess
vegna verið fengið frá
tveimur frægum kvik-
myndum, Shanghai Ex-
press og vestranum fræga,
High Noon, þar sem
byssuglaðir kúrekar eru af-
vopnaðir með einu
karatestökki. Shanghai
Noon hefur það þó fram
yfir Wild Wild West að hún
er á köflum fyndin og þar
er mest að þakka Jackie
Chan sem hefur það fram
yfir koUega sína í leikara-
stéttinni, sem eru betri slagsmála-
hundar en leikarar, að í leik hans
og bardagalist er mikiU húmor. Svo
fær hann ágætan mótleik frá Owen
Wilson. Saman mynda þeir nokkurs
Nýkominn frá Kína í Villta vestriö.
Jackie Chan í hlutverki lífvarðarins sem ætiar sér að frelsa
kínverska prinsessu.
konar Bakkabræðradúett þar sem
annar er símalandi á meðan hinn
lætur verkin tala.
Jackie Chan leikur lífvörð í kín-
verska hemum, Chon Wang, sem
fær það verkefhi að
fara tU Bandaríkj-
anna og frelsa kín-
verska prinsessu
(Lucy Liu) sem hef-
ur verið rænt. Slóð
prinsessunnar ligg-
ur í VUlta vestrið
þar sem klæðnaður
Wangs vekur ekki
minni athygli en
útlit hans. Á vegi
hans verður hinn
misheppnaði
lestarræning Roy
O’Bannon (Owen
WUson) og er lítiU
vinskapur á miUi
þeirra í fyrstu en
það á eftir að lagast
og taka þeir hönd-
um saman um að
bjarga prinsessunni.
Þegar best lætur er Shanghai
Noon vel heppnaður farsi. Hraðinn
í atburðarásinni er mikiU. Fyndnar
setningar eru oftast á kostnað
Hilmar
Karlsson
skrifar gagnrýni
um kvikmyndir.
Chans og svo er myndin upp fuU af
vel útfærðum bardagasenum og
áhættuatriðum. Enginn slær þó
Jackie Chan út í slíkum atriðum
þar sem hann nánast prjónar sig í
gegnum tug af kúrekum eins og
ballettdansari innan um glímu-
kappa og gerir svo hluti sem aðrir
leikarar mundu fá áhættuleikara til
að gera fyrir sig. Owen Wilson á
einnig sínar góðu stundir, fer sér-
lega vel með hlutverk sitt, og er oft
á tíðum sá sem heldm- húmomum
gangandi. Aðrir leikarar eru í raun
aðeins til uppfyUingar fyrir þá fé-
laga. Það er greinUegt að Jackie
Chan og Owen WUson hafa haft
skemmtun af að gera þessa kvik-
mynd og svo er örugglega um flesta
þá sem sjá myndina. Hilmar Karlsson
LeikstjórcJohn Day. Handrit: Alfred
Gough og Mlles Millar. Kvikmyndataka:
Dan Mindel. Tónlist: Randy Edelman. Aö-
alhlutverk: Jackie Chan, Owen Wilson,
Lucy Liu og Brandon Merrill.
Ein af röddum Evrópu
Laufey Kristjánsdóttir, Magnús Þór Gylfason og Elva Dögg Melsteð, kórfélagi og ungfrú ísland.is
Islenski stjornandinn
Áskell Harðarson ásamt Þorgerði
Ingólfsdóttur.
Ánægö með tónleikana
Forseti íslands, herra Ólafur Ragnar
Grímsson, með
Döllu, dóttur sinni.