Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2000, Side 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2000
E>V
Fréttir
Aflsmenn neyttu aflsmunar og urðu í meirihluta Náttúruverndarsamtaka Austurlands:
Síðasta sort
- óttast að átökin leiði til að menn hætti að ræða um málefni, segir Smári Geirsson
Fundur sem ekki var talinn málefnalegur af hálfu allra
Sé meirihluti fundarmanna nýkomin í viötkomandi samtök og er andvígur máiefnum sem stjórnin stendur fyrir
má vissuiega spyrja hvor nýliöarnir séu aö sækja slíka fundi af heilindum. Frá fundinum viö Snæfell.
Viðbrögð manna
eystra eru víða neikvæð
við því að um 60 félagar
í samtökunum Afl, sem
berjast fyrir virkjunum
á Austurlandi, sóttu um
aðild að Náttúruvernd-
arsamtökum Austur-
lands fyrir helgi og
voru í meirihluta og
réðu þannig afgreiðslu
tillagna á aðalfundi
NAUST á sunnudag. Ef
eitthvað er vekja þessar
aðgerðir samúð með
náttúruverndarsinnum.
Hrafnkell A. Jónsson,
félagi í NAUST, sagði
aðgerðirnar skipulagt
ofbeldi - „dapurlegasti
atburður sem ég hef
verið viðstaddur frá því
að ég fór að skipta mér
af félagsmálum."
Hákon Aðalsteinsson
umhverfisverndarsinni
var viðstaddur fundinn á sunnudag
og sagði að atkvæðagreiðslan hefði
verið spaugileg - stundum hefðu Aíls-
menn ekki rétt upp hönd á réttu
augnabliki og fyrir vikið hefði sér-
stakur maður verið settur í „að sýna
þeim hvenær þeir ættu að rétta upp
hönd og hvenær ekki“.
Innlent fréttaljós____J
Ottar Sveinsson
blaðamaöur
Umræðan hættlr að snúast
um málefni
Smári Geirsson, forseti bæjar-
stjómar í Fjarðabyggð, segist ekki
muna eftir vinnubrögðum eins og
þessum í félagsmálum áður.
„Ég frétti þetta aðfaranótt íostu-
dagsins og kom af fjöllum. Ég hafði
gert mér vonir um að umræða um
virkjana- og stóriðjumál á Austur-
landi yrði málefna-
leg - um það hvernig
best væri að standa
að þessum málum,
þó svo að skoðanir
séu skiptar. Ég er
hins vegar hræddur
um að þegar menn
eru komnir út í átök
af þessu tagi hætti
umræðan að snúast
um málefni - hún fari að snúast um
vinnubrögð, aðferðir og framkomu.
Þá verður umræðan tilfmningaþrung-
in og menn missa sjónar á megin-
markmiðunum og málefnunum sjálf-
um,“ sagði Smári.
Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins i Austurlands-
kjördæmi, sagði við DV að þeir Afls-
menn sem um er að ræða hafi greini-
lega aðrar áherslur en segist vera
náttúruverndarmenn. „Þetta fólk sem
er að ganga þarna inn virðist ekki
með sömu skoðanir og stjórnin,“
sagði hún. Arnbjörg kvaðst ekki hafa
kannað málið út í hörgul og vildi því
ekki tjá sig frekar um það.
Ráðnir tíl að
rétta upp hönd
Hákon Aðalsteins-
son segir að um-
ræddur Afls-hópur
nýrra félaga í
NAUST hafi stillt
sér upp í fundarsaln-
um: „Hópurinn hafði
nú greinilega verið
ráðinn í einhverja
helgidagavinnu við að rétta upp hend-
ur - að fella allar tillögur sem voru
um virkjunarmál hérna. Það var aðal-
markmiðið, þar var einstefna og
leyndi sér ekki til hvers þeir voru
komnir - að hafa áhrif á ályktanir
náttúruverndarsamtakanna, enda var
þessi hópur undir forystu formanns
Afls fyrir Austurland," sagði Hákon.
Smári Geirsson segir NAUST vera
fámenn samtök og menn geti á einum
til tveimur dögum nánast „yfirtekið
þau“ með sama hætti og Afl gerði.
„Þetta eru fámenn samtök. En þegar
þau hafa sent frá sér ályktanir - þar
sem fáir standa á bak við - hafa fjöl-
miðlar keppst við að birta þær at-
hugasemdalaust. Ég þekki fólk, meira
að segja stjómarfólk úr
náttúruvemdarsamtök-
unum, sem hefur dreg-
ið sig algjörlega í hlé úr
starfsemi þeirra.
- Voru samtökin Afl
vísvitandi að freista
þess að sýna með að-
gerðum sínum um helg-
ina hve Náttúruvernd-
arsamtök Austurlands
eru smá?
„Ég held að það sé
meginkjarni málsins.
Hins vegar hef ég ekki
rætt það í smáatriðum
við menn. En ég tel
miður ef þessi aðgerð
verður til þess að um-
ræðan um virkjunar-
og stóriðjumál fer nú út
á þá braut að ræða um
samskipti manna og
vinnubrögð."
Þetta er síðasta
sort í félagsmálum
Hákon Aöalsteinsson segir að at-
kvæðagreiðslan á sunnudag hefði
verið dálítið spaugOeg:
„Stundum kom fyrir að menn í
nýja hópnum réttu ekki upp hönd á
réttu augnabliki. Það endaði með því
að sérstakur maður var settur í að
sýna þeim hvenær þeir áttu að rétta
upp hönd og hvenær ekki. Þetta var
dálítið leiðinlegt fyrir mennina og
áberandi og sýndi að þeir höfðu ekki
kynnt sér málefnin neitt áður.
Þeir hafa gert þetta í trausti þess
að sýna með því fram á að þeir gætu
ráðið niðurlögum þessa félagsskapar
ef þeir vildu.
Hákon kvaðst hafa eftir fundinn
rætt við mann sem fer ekkert dult
með að hann sé virkjanasinni.
„Hann sagðist nú aldrei hafa trúað
því að nokkur tæki upp á svona að-
gerðum," sagði Hákon. „Þetta er nú
eiginlega síðasta sort. Við náttúru-
verndarsinnar erum ekkert á móti
virkjunum. Við vOjum bara að tOlit
sé tekið til lands og náttúru en ekki
vaðið áfram i blindni."
Smári
Geirsson.
Samvinnuháskólinn á Bifröst verður Viðskiptaháskólinn á Bifröst:
Samvinnan hverfur
- vinsældir skólans á Bifröst miklar, þrír umsækjendur um hvert pláss
DV-MYND DANÍEL V. ÖLAFSSON
Nýtt nafn, nýtt merkl
Runólfur Ágústsson, rektor Viöskiptaháskólans á Bifröst, viö nýja nafniö og merkiö.
PV, BIFRQST:____________________
Björn Bjamason menntamálaráð-
herra afhjúpaði sunnudaginn 27.
ágúst nýtt nafn Samvinnuháskólans
á Bifröst og merki sem hannað var
af Bimi Jónssyni hjá Auglýsinga-
stofunni Fíton nú. Skólinn hefur
sleppt samvinnunni úr nafni sínu
og mun hann hér eftir heita Við-
skiptaháskólinn á Bifröst.
Samvinnuskólinn var stofnaður
árið 1918 sem skóli samvinnuhreyf-
ingarinnar og hefur starfað óslitið
síðan, fyrst i Reykjavík undir stjóm
Jónasar Jónssonar frá Hriflu, en á
Bifröst frá 1955. Skólinn var færður
yfir á háskólastig árið 1987 og nafni
hans þá breytt i Samvinnuháskól-
inn á Bifröst.
Samfara nafnbreytingu var birt
ný stefna Viðskiptaháskólans til
næstu ára. Skólinn skilgreinir sig
sem alhliða viðskiptaháskóli. Hlut-
verk hans verður að búa nemendur
undir ábyrgðar-, forystu- og stjóm-
unarstörf i innlendu alþjóðlegu
samkeppnisumhverfi. Hann vill
bjóða nemendum sínum framúr-
skarandi fræðslu og þjálfun í rekstr-
ar- og viðskiptafræðum. Með nýrri
stefnu er háskólinn að aðgreina sig
á markaðinum sem eini háskólinn á
landinu sem sérhæfir sig í náms-
framboði í viðskiptafræðum. Bif-
rastarháskólinn er óháður, sjálf-
stæður háskóli með takmarkaðan
fjölda nemenda. Á þann hátt getur
hann veitt hverjum nemanda per-
sónulegri þjónustu og betri aðstöðu
til náms og þroska en aðrir háskól-
ar. Með þessu telja stjórnendur há-
skólans að hægt sé að koma tO móts
við auknar kröfur viðskiptavina
hans og um leið fáist möguleikar á
að bjóða betri þjónustu en aðrir há-
skólar geta gert. í ræðu Runólfs
Ágústssonar rektors kom fram að
umsóknir um skólann hafa slegið
öll fyrri met. Þrír umsækjendur
voru um hvert pláss og þegar eru
umsóknir farnar að berast fyrir
skólaárið 2001-2002.
-DVÓ
Sandkorn
..........ÍÉSfcVUrnsjón:
Horður Kristjánsson
netfang: sandkorn@ff.is
Sniglamálaráðherrann
Starfsmenn
landbúnaðar-
ráðuneytisins
hafa aldrei fyr-
irgefið Guðna
Ágústssyni
þegar hann
réðst að ráðu-
neytinu fyrir
síðustu kosn-
ingar og ásak-
aði það um
að vinna á
hraða snigOsins. Innan ráðuneytis-
ins er þvi nokkur Þórðargleði yfir
þeirri útreið sem Guðni hefur
fengið fyrir að geta ekki tekið
ákvörðun um hvort norsku belj-
urnar eigi að koma tO landsins
eða ekki. Segja menn þar á bæ að
nýi ráðherrann ætti að bera titO
sniglamálaráðherra þar sem eng-
inn þekki honum betur hvernig er
að vinna á hraða roskins snigOs...
Úr einu í annað
Samtökin Afl
fyrir Austur-
land, sem m.a.
hafa barist fyr-
ir stóriðjuhug-
myndum á
Austfjörðum,
gerðu sér lítið
fyrir og yfir-
tóku Náttúru-
verndarsam-
tök Austur-
lands, skamm-
stafað NAUST. Þannig fékk Einar
Rafn Haraldsson því framgengt
að aOar mótbárur gegn virkjunum
og stóriðju voru kæfðar í fæðingu.
NAUST-félögum þykir þetta súrt i
broti og þá ekki síst Hjörleifi
Guttormssyni sem háð hefur
harða baráttu fyrir verndun nátt-
úrunnar. Sagt er að mótleikur sé í
smíðum sem felist í því að nátt-
úruvemdarmenn fylki liði og yfir-
taki samtökin Afl fyrir Austur-
land.
Trompið
Eitt helsta
tromp Reykja-
víkurlistans í
næstu kosn-
ingum verður
I Lína.Net sem
Alfreð Þor-
steinsson
stofnaði á veg-
um borgar-
innar með 250
mOljóna
króna fram-
lagi hennar. Fyrirtækið hefur ekki
aðeins tryggt borgarbúum aðgang
að háhraðaneti ljósleiðarans, held-
ur margfaldast í verði. í Ráðhús-
inu er hvíslað að það fari á mark-
að fyrir vorið, verði metið á rífa
þrjá mOljarða, og borgin ætli sér
að selja aUs 70% fyrir kosningar.
Það þýðir að Alfreð yflrborgar-
stjóri, eins og Björn Bjarnason
menntamálaráðherra hefur skírt
hann, hefur yflr 2 miUjarða
aukreitis tO að spreða fyrir kosn-
ingamar...
Vættirnir hristu sig
Bolvíkingar
fögnuðu 50 ára
afmæli Óshlíð-
arvegar um I
helgina. Þar
fluttu höfðingj-
ar með Ólaf I
Kristjánsson í
bæjarstjóra í I
fararbroddi I
lofræður um [
það merka af-
rek er vegur-'
inn var ruddur með einni lítOli
níu tonna jarðýtu og flokki
manna með skóflur og haka að
vopni. Ekki munu Bolvíkingar þó
aOtaf hafa lofað vegagerðarmenn
fyrir áratugabaráttu við Óshlíðar-
veg og stundum sent þeim heldur
betur tóninn. Sagt er að vættum
fjaflsins hafi því þótt nóg um aflt
lofrullusprok Bolvíkinga og hrist
sig ógurlega svo grjóti rigndi yfir
gestina...