Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2000, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2000, Page 13
13 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2000 PV___________________________________________________________________________________________________________________________Menning Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Pólsk fjarstæða Á sjötta og sjöunda áratug þessar- ar aldar töldust flest merkileg ný leikhúsverk til fjarstæðuleikhússins svonefnda. Lfkt og mörg bók- menntatískan átti sú stefha upptök sin I Frakklandi þó svo undarlega vildi til að höfundarnir væru þar flestir innflytjendur sem skrifuðu á frönsku, nægir þar að nefha Irann Beckett, Rússann Adamov, Rúmen- ann Ionesco og Spánverjann Arrabal og er þó ekki allt upp talið. En absúrdísk leikritun skaut víðar rót- um í Evrópu, ekki síst í Austur-Evr- ópu þar sem höfundar urðu gjarnan að tala undir rós til að forðast kárín- ur ritskoðarans. Og einn þeirra höf- unda sem þar skutu upp kollinum verður gestur hér á bókmenntahátíð, Pólverjinn Slawomir Mrózek. Reynd- ar má draga það i efa hvort rétt sé að draga hann í diik með áðurnefndum fjarstæðugemsum því þótt hann líkt og þeir sneri hefðbundinni rökræðu á hvolf og tætti niður vanahugsun og hversdagsklisjur voru verk hans háðskari, illskeyttari en þeirra flestra. Það var ekki laust við að áhorfendum og lesendum þætti sem þessum manni lægi meira á hjarta en kollegum hans erlendum flestum. En því má heldur ekki gleyma að Pólverjar áttu sér frumkvöðul í framúrstefnuleikritun þar sem var skálsagnahöfundurinn, heimspek- ingurinn, málarinn og leikritaskáld- ið Witkacy réttu nafni Stanislaw Ignacy Witkiewicz sem á millistríðs- árunum samdi undurfurðuleg leikrit svo af- brigðileg að voru helst ekki sýnd nema í kunn- ingjahópi en um það leyti sem Mrózek kom fram var verið að draga verk upp úr frystikistu gleymskunnar og matreiða við mikla hrifningu. Hjákátleg uppreisn bóhemanna En hverjar sem rætur verka Mrózek eru og vert er að geta þess að listamannsferil sinn hóf hann sem skopteiknari og hafa ýmsir þóst greina þess merki enda skopteikningar og póli- tískar skrýtlur vinsæl vopn og geta orðið likt og ferskeytlan „hvöss sem byssustingur" þar sem alræði ríkir, þá náðu leikrit hans fljótt miklum vinsældum og bárust víða, meðal annars hér Til að rísa gegn þeim hverfur því Artúr aftur til fornra gilda og gerir ofbeldisfulla valdaránstil- raun til að gamlar hefðir skuli uppteknar á ný. En sú tilraun fær hrapállegan endi og það er ekki hið frjálsa bóhemlíf sem fagnar sigri heldur alræði skrilsins í gerfl þrjótsins Edda. Á sínum tíma lögðu margir í þetta verk djúpan pólitískan skilning og sýndist þá sitt hverjum en í dag minnh það ekki síst á 68-kynslóðina og afdrif hennar. Enn eitt dæmið um að góð skáldverk flnna sér alltaf merking- arsvið. Örsögur Mrózeks Af öðrum leikverkum Mrózek má nefna Lögregla, Karol, einþátt- unginn Strípileikur sem er dæmi- saga um persónufrelsið og Vatislav skopstælingu i 77 atriðum á róm- antískum þjóðrembuverkum 19. aldar. Nýrri af nálinni eru Sendi- herrann og Útflytjendur en þau ágætu verk hef ég hvorki heyrt né séð og segi því um þau sem allra fæst. En auk þess að semja leikrit er Mrózek einnig smásagnahöfund- ur réttara væri þó að nefha sögur hans örsögur, býsna smellnar stuttar sögur oft í dæmisagnastíl þar sem hann leikur sér að máli og hugmyndum af mikilli hind. Á þeim árum sem undirritaður dvaldi í heimalandi hans las hann sagnasafnið Fttinn sér til mikillar ánægju en þó skömm sé frá að segja er sú upplifun nú hulin nokkru mistri enda langt um liðið. En á bók- menntahátíð mun skáldið flytja nokkrar nýlegar sögur sem hafa verið þýddar af því tilefni, verða þær mörgum vonandi fagnaðarefni. Mrózek, sem nú stendur á sjötugu, kemur hingað frá Krakow en þar er hann fæddur og þar búsettur á ný eftir langa dvöl í Frakklandi og á Ítalíu. Krakow er sem kunnugt er ein menn- ingarborga Evrópu á þessu ári hefur reyndar verið menningarborg í meir en 700 ár. Þar hefur löngum verið blómlegt bókmennta- og leikhúslíf og er Mrózek sannarlega góður fulltrúi þeirrar hefðar. Geirlaugur Magnússon Slawomir Mrózek, einn af mörgum góöum gestum bókmenntahátíðar í haust. „Þótt hann sneri heföbundinni rökræðu á hvolf og tætti niöur vanahugsun og hversdagsklisjur eins og skáld fjarstæöuleikhússins voru verk hans háöskari, illskeyttari en þeirra flestra, “ segir Geirlaugur Magnússon í umfjöllun sinni um Mrózek hinn þólska. upp á klakann. Leikfélag Reykjavíkur sýndi Tangó, hans þekktasta verk, í magnaðri upp- færslu um 1970 og einþáttungurinn Á rúmsjó hefur verið sýndur víða. Tangó, sem var frumsýnt i Belgrad 1965 og i Varsjá tveimur árum síðar, segir frá yngismann- inum Artúri sem rís upp foreldravaldinu og hafnar öllum gildum þeirra eldri. Þetta kann að hljóma sem mjög hefðbundið viðfangsefni en sem víðar snýr Mrózek venjulegum hlutfóllum við því foreldrarnir og reyndar fjölskyldan öll eru aldurhnignir bóhemar sem hafnað hafa borgaralegu siðgæði og lífsmynstri. Uppreisn þeirra er þó gerð harla hjákátleg en þau líða um í sjálfsánægjurús yfir því að hafa tekist að hneyksla samtíð sína rækilega. Sagnfræði í hádeginu DV-MYND EINAR J. Björgvin Sigurösson og Kristrún Halla Helgadóttir sagnfræöingar Margt er á döfinni hjá Sagnfræðingafélagi íslands í vetur. Má nefna aö áframhald veröur á hádegisfundum félagsins sem notiö hafa mikilla vin- sælda og þar tala m.a. Davíö Oddsson og Svavar Gestsson um stjómmál á nýrri öld. Sagnfræðingafélag íslands hefur birt vetrardagskrá sína á bráð- skemmtilegum veggspjöldum sem nú skreyta alla helstu menningar- staði borgarinnar. í fyrra var gerð- ur góður rómur að fundum félags- ins og vákti m.a. umræða um póst- módemisma feikna athygli. Nú er yfirskrift fundanna Hvað er stjóm- málasaga? og hyggst Sagnfræðinga- félagið kalla ttt fræðimenn sem hafa fengist við kenningar og ttt- gátur um stjómmál, sem og stjóm- málamenn, til þess að komast að því hvemig best sé að fjalla um stjómmál á nýrri öld. „Það virðist henta mörgum að mæta á hádegisfundi Sagnfræð- ingafélagsins," segir Kristrún Halla Helgadóttir, ritari félagsins. „Þá em meiri líkur á því að fólk eigi heimangengt og láti verða af því að mæta. Það eru flestir sem geta skroppið úr vinnunni á þeim tima og sú staðreynd að fyrirlestr- amir era haldnir í Norræna hús- inu gerir það að verkum að há- skólafólk þarf ekki að fara langa leið.“ Björgvin Sigurðsson, ritstjóri fréttabréfs félagsins, bætir við að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á há- degisfundunum því þó að þar sé fjallað um ýmis grundvallarhugtök í sagnfræði verði umræð- umar aldrei of „tæknilegar" eins og hann orðar það. „í fyrra var rætt um póstmódemisma og mættu þar margir heimspekingar og bók- menntafræðingar. Nú verður spennandi að sjá hvemig salurinn lítur út og sjá hvort áheyr- endahópurinn hefur eitthvað breyst með nýjum áherslum," segir Björgvin. Stjórnmálamenn í eldlínunni Á dagskrá vetrarins vekur einna mesta at- hygli að Sagnfræðingafélagið fær til sín tvo nafnkunna stjómmálamenn, þá Davíð Oddsson og Svavar Gestsson, sem halda fyrirlestra á há- degisfundunum. Hvaða erindi eiga þeir við áhugamenn um sagnfræði? „Hugmyndin var sú að fá fólk úr ólíkum átt- um til þess að tengjast umræðunni. Þá fyrst verða fundimir þverfaglegir,“ segir Björgvin. „Hvernig tengjast sagnfræði og stjómmálafræði? Það er nýtt að láta stjómmálamenn sem eru enn í eld- línunni og þekkja vígvöllinn svara því. Svavar er að vísu orðinn diplómat en hann hefur þá örlitla fjarlægð á pólitíkina sem nýtist honum áreiðanlega í umfjöllun- inni.“ Það er margt skemmtilegt á döf- inni hjá Sagnfræðingafélaginu og hvetur menningarsíðan alla áhuga- menn um sagnfræði til þess að kynna sér veggspjaldið góða. Hægt er að nálgast fyrirlestra hádegis- fundanna á heimasiðu Sagnfræð- ingafélagsins á slóðinni www.aka- demia.is/saga auk þess sem félagið er f samstarfi við Matthias Viðar Sæmundsson, sem birtir fyrirlestra sem fluttir hafa verið á vegrnn þess, á Kistunni - vefriti um hugvísindi. Markmiðið er að hleypa af stokkun- um menningarumfiöllun á Netinu. Björgvin og Kristrún Halla minn- ast líka á það markmið félagsins að fara eina ferð út á land á hverju ári og halda ráðstefnu. 1 fyrra var ráð- stefna haldin á ísafirði og svo önn- ur í vor á Sauðárkróki en báðar þóttu þær lukkast sérstaklega vel. Næst er kúrsinn tekinn á Stykkishólm og verð- ur ráðstefna haldin þar undir yfirskriftinni Bókmenning og daglegt líf. Breiöafjörður, land- ið og heimurinn. Einnig má benda á athyglisverðan fyrirlestur sem haldinn verður á aðalfundi Sagnfræðinga- félagsins í Þjóðmenningarhúsinu í september en þar fjalla þau Agnar Helgason mannfræðing- ur og Sigrún Sigurðardóttir líffræðingur um rannsóknir sínar á uppruna íslendinga. Víst jólaleikrit Pétur Eggerz, leikhússtjóri Mögu- leikhússins, hafði samband við menningarsíðu og vttdi fyrir alla muni koma því á framfæri að sér- stakar jólasýningar í desember hafa verið fastur liður í starfsemi Mögu- leikhússins frá ár- inu 1992 og ávallt notið mikilla vinsælda. Þetta nefnir Pétur vegna þess að forráðamenn Leikfélags íslands hafa látið að því liggja að væntanlegar sýningar þeirra á jólaleikriti í desember séu nýnæmi hér á landi og fjölskyldum hafi ekki gefist kostur á að fara að sjá slíkar sýningar á aðventunni, þó dæmi séu um slíkt erlendis. Pétur segir að á síðasta ári hafi Möguleikhúsið meira að segja boðið upp á tvær slíkar sýningar, „Hvar er Stekkjarstaur?" og „Jónas týnir jól- unum“, auk þess að standa ásamt Þjóðminmjasafninu að heimsóknum íslensku jólasveinanna í Ráðhús Reykjavíkur. Einnig hafi fleiri leik- hópar um árabil boðið upp á sérstak- ar jólasýningar fyrir börn og fjöl- skyldur þeirra hér á landi. Pétur vttdi þó segja að honum þyki ánægjulegt að Leikfélag íslands ætli nú einnig að bætast í hóp þeirra sem bjóða upp á jólasýningar, en varla sé hægt að halda því fram að slikt sé nýnæmi. Þá vttdi Pétur einnig benda á að Möguleikhúsið, sem fagnar tíu ára afmæli um þessar mundir, fastréð ttt sín leikara í fyrsta sinn haustið 1995, en í fréttaflutningi undanfarið hafi verið látið í veðri vaka að fastráðn- ing leikara hjá Leikfélagi íslands sé nokkuð sem ekki hafi tíðkast fyrr hjá sjálfstæðu leikhúsunum. Hér með er þessu komið á fram- færi. Einhver í dyrun- um Nýtt leikár hefst í Borgarleikhús- inu 1. september þegar dagskrá vetr- arins verður kynnt með pompi og pragt. Fyrsta frumsýn- ing vetrarins verður um miðjan septem- ber á leikriti Sigurð- ar Pálssonar, Ein- hver í dyrunum, sem forsýnt var á Listahátíð í vor. Kristín Jóhannesdóttir leikstýrir verkinu en Kristbjörg Kjeld leikur aðahlutverkið. Þetta er í fyrsta sinn sem Kristbjörg leikur hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Einhver í dyrunum er á dagskrá Reykjavikur menningarborg- ar Evrópu árið 2000. íslandsmyndir eftir Karl-Lud- wig Wetzig Á Skriðuklaustri hefur verið opn- uð ljósmyndasýning á 20 íslands- myndum eftir Þjóð- verjann Karl-Lud- wig Wetzig. Sýn- ingin er samvinnu- verkefni ljósmynd- arans, Gunnars- stofnunar og Tölvusmiðjunnar. Hún er sett upp á fjórar tölvur sem komið hefur verið fyrir á ýmsum stöðum í þessu húsi Gunnars Gunn- arssonar skálds. Karl-Ludwig Wetzig er 44 ára Þjóðverji sem var lektor við Há- skóla íslands 1992-1997. Á þeim tíma ferðaðist hann mikið um landið og tók ljósmyndir. Hann er menntaður í þýskum og norrænum fræðum og starfar sem sjálfstæður þýðandi. Um þessar mundir vinnur hann að þýskum þýðingum á íslenskum bók- menntum. í tengslum við þá vinnu dvaldi hann í gestaíbúðinni á Skriðuklaustri í sumar og er sýn- ingin hans framlag til starfseminn- ar þar. Opið er á Skriðuklaustri alla daga nema mánudaga frá kl. 11 til 17 allt fram til 10. september.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.