Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2000, Page 14
14
ÞREDJUDAGUR 29. ÁGÚST 2000
ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2000
27
Útgifufélag: Frjáls fjölmiölun hf.
Stjórnarforma&ur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aðstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvik, simi: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimaslða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritsfjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf.
Filmu- og plötugerð: isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
í upphafi skyldi endirinn skoða
Það er auðvelt að yflrtaka lítil félög ætli menn sér það
og sjái hag í því. Það sannaðist um helgina þegar hópur
manna í félaginu Afl fyrir Austurland gekk í Náttúru-
verndarsamtök Austurlands daginn fyrir aðalfund sam-
takanna. Aflsmenn, sem barist hafa fyrir virkjunar- og
stóriðjuframkvæmdum á Austurlandi, náðu þar með tök-
um á fundinum og stjórn náttúruvemdarsamtakanna sit-
ur eftir í vanda með samþykktir aðalfundar sem hún stóð
ekki að. Þar er kveðið á um að Náttúruverndarsamtök
Austurlands muni ekki leggjast gegn framkvæmdum á
virkjun við Kárahnúka og álveri við Reyðarfjörð eftir að
lögformlegt umhverfismat hefur farið fram.
En í upphafi skyldu menn endirinn skoða. Sá hópur
innan Afls fyrir Austurland sem yfirtók aðalfund hins fá-
menna náttúruvemdarfélags fjórðungsins er eflaust sigri
hrósandi og telur bragðið hafa lukkast. Það er þó ekki víst
að aðgerðin verði málstað Aflsmanna til framdráttar þeg-
ar litið er fram á veginn. Aðgerðin kann að auka samúð
almennings með málstað náttúruvemdarmanna. Fólk lít-
ur svo á að áhugafélag, sem barist hefur með lýðræðisleg-
um hætti fyrir málstað sínum, hafi verið órétti beitt. Um-
hverfisverndarmenn telja, eftir fundinn, að virkjana- og
stóriðjusinnar á Austurlandi hafi unnið skemmdarverk á
starfsemi náttúmvemdarsamtaka og vinnubrögðin á
fundinum séu fáheyrð og óviðeigandi í lýðræðisþjóðfélagi.
Það er eðlilegt að menn takist á um stórmál sem virkj-
un á hálendinu er, sem og stóriðja í héraði. Því hafa menn
skipst í hópa með og á móti virkjun og stóriðjunni, ekki
aðeins á Austurlandi heldur á landinu öllu. Náttúruvemd-
arsinnar hafa ágætan málstað og reyna eðlilega að koma
honum á framfæri. Eins og segir í ályktun Umhverfisvina
eftir aðalfund Náttúruvemdarsamtaka Austurlands um
helgina leggja þeir áherslu á málefnalega baráttu fyrir því
að íslensk náttúra sé metin að verðleikum og að engin
ákvörðun um nýjar stórvirkjanir verði tekin fyrr en
rammaáætlun um virkjanir á íslandi liggi fyrir. Tæki til
að koma sjónarmiðum náttúruvemdarsinna á framfæri er
meðal annar Náttúmverndarsamtök Austurlands, eða var
það að minnsta kosti fram að síðustu helgi.
Á sama hátt er málstaður Afls fyrir Austurland og
þeima sem vilja virkjun og stóriðju í fjórðungnum góður.
Þeir eru að berjast fyrir aukinni atvinnu og uppbyggingu
í héraði og reyna um leið að koma í veg fyrir fólksflótta.
Allt em það gildar ástæðm: fyrir baráttunni. Þetta ágæta
fólk ætti hins vegar að sjá sóma sinn i því að berjast fýr-
ir málstað sínum með skikkanlegri meðulum en beitt var
á aðalfundi Náttúruverndarsamtaka Austurlands um
helgina.
Það er rétt sem fram kemur hjá Smára Geirssyni, for-
seta bæjarstjómar Fjarðabyggðar, i blaðinu í dag að hætt
sé við að þegar menn eru komnir út í átök sem þessi hætti
umræðan að snúast um málefni en fari þess í stað að snú-
ast um vinnubrögð, aðferðir og framkomu. Umræðan
verður þá tilfinningaþrungin og menn missa sjónar af
meginmarkmiðunum og málefnunum sjálfum. Svo sem
kunnugt er hefur Smári verið framarlega í flokki þeirra
Austfirðinga sem barist hafa fyrir virkjun og stóriðju í
tengslum við hana. Þeir félagar Afls fyrir Austurland, sem
yfirtóku aðalfund Náttúmvemdarsamtaka Austurlands,
hefðu átt að leita ráða hjá þessum leiðtoga virkjunar- og
stóriðjusinna í fjórðungnum en eftir Smára hefur verið
haft að hann hafi komið af fjöllum er hann frétti af aðgerð-
um skoðanasystkina sinna.
Jónas Haraldsson
I>V
Skoðun*'
Sjá má dósir og aðrar umbúðir, úr plasti og gleri, svífa út um bílglugga, umbúðir
utan af súkkulaði og jafnvel bamableyjur sem búið er að nota. Það virðist sem sé
vera að koma í Ijós að íslendingar séu sóðar, þótt tekist hefði um hríð að vekja með
þeim nokkra hirðusemi gangvart umhverfi sínu.
/ «
Islendingar eru soðar
Fyrir nokkrum áratugum
varð blaðagrein með fyrir-
sögninni sem hér er hnupl-
að til þess að vekja hita með
nokkrum íslendingum; öðr-
um varð þetta réttmætt til-
efni til að líta í eigin barm
eða réttara sagt í kringum
sig og sjá: íslendingar voru
sóðar.
Á þessum tíma var al-
gengt að sjá ýmiss konar
rusli fleygt út um bílglugga
hvar sem farið var, jafht í
þéttbýli sem dreifbýli.
Flöskur og flöskubrot lágu
hvarvetna með fram vegum og aUs
staðar þar sem landanum hafði þókn-
ast að eiga næturdvöl í tjaldi, eða
bara stansa aðeins með nestisbitann
sinn, lágu misfríðar umbúðir eftir.
Að hella úr rígafullum öskubökkum
við gangstéttarbrún eða á bílastæði
þótti ekki tiltökumál.
Hvort sem það var ofannefnd
blaðagrein eða önnur vakning sem
varð með þjóðinni er svo mikið víst
að hér varð heilmikil bragarbót á.
Vinnuskólar, íbúasamtök og góð-
gerðaklúbbar fóru að hreinsa með
fram vegum landsins og á tjaldstæð-
um, menn sáu í hendi sér að það var
ekkert mál að hirða upp eftir sig
draslið og mun skemmtilegra að
koma að tjaldstæði eða fallegri nestis-
laut ef ekki þurfti að byrja á að raka
þar saman óþrifum og alls konar leif-
um sem kannski var farið að slá í.
Landverðir komu tU skjalanna á ýms-
um fjölfómum stöðum og
sáu um að hafa skikk á sóða-
skap landans og trausti hans
á ræstitækni norðanáttar-
innar.
Undanfarið ár eða tvö hef-
ur aftur farið að bera meira
á því að fólk fleygi rusli það
sem það er statt. Sjá má dós-
ir og aðrar umbúðir, úr
plasti og gleri, svífa út um
bUglugga, umbúðir utan af
súkkulaði og jaöivel bama-
bleyjur sem búið er að nota.
Það virðist sem sé vera að
koma í Ijós að íslendingar
séu sóðar, þótt tekist hefði um hríð að
vekja með þeim nokkra hirðusemi
gagnvart umhveríi sínu.
En það em ekki heldur landverðir
aUs staðar. Nýlega fór undirritaður í
kynnisferð um hluta HeUisheiðar og
langleiðina upp í HengU. í faUegu
veðri faUegar slóöir þó víða sé þar
hrjóstrugt um að líta. Þarna standa
sums staðar sumarbústaðir eða skál-
ar einhverra félaga, sumir þokkalegir
en aðrir miður og jafnvel mátti sjá
ótrúlega mikið og smekklaust skran
og rusl við hús af þessu tagi sem í
sjálfu sér voru þokkaleg. Glerbrot
liggja furðulega víða og það alveg hjá
vel hirtum skálum og fjallakofum.
Hér og hvar eru rústir eftir hús af
þessu tagi sem flest virðast hafa
brunnið. Þar hefur enginn lagt á sig
að hreinsa ótætið sem eftir liggur
heldur flaka þessar rústir eftir eins
og minnismerki ömurleikans, sviðnir
Sigurður Hreiðar
Hreiðarsson
blaöamaöur
bjálkar með kolryðguðum gaurum
upp úr eða innan um, rauðryðgaðar
grotnaðar tunnur undirstöðunnar
eins og kýli í landslaginu. Þetta vitn-
ar um skeytingarleysi eigenda og til-
litsleysi við móður náttúm.
Grátlegast er þó að sjá yfirgefna
skíðalyftu sem fikrar sig upp i suð-
vestanvert Skarðsmýrarfjall, ef ég, ^
ókunnugur maðurinn, hef náð að lesa
rétt úr kortinu. Hún teygir sig eins og
andvana stirðnaðir fingur upp eftir
hlíðinni en neðan undir er stjómstöð
úr gleri og málmi þar sem glerið hef-
ur raunar að verulegu leyti verið
brotið. Hinum megin við sjálfa tog-
brautina er fyrrverandi skáli sem far-
inn er að grotna og ftagna og allt í
kringum þessi óhrjálegu mannvirki
eru glerbrot, spýtur og drasl í óskipu-
legum haugum eða bara á tvist og
bast.
Þetta mannvirki er eigendum sín-
um til skammar, hverjir sem þeir
eru. Óskiljanlegt að eigendurnir skuli
ekki hafa fyrir löngu gert gangskör
að því að þrífa þama tO, jafnvel þó
mannvirkin sjálf fái að standa áfram''
til minja um foma frægð, þar til tím-
ans tönn nær að naga þau niður. Því
það er enginn vansi að minjum um
menningu og tækni ef snyrtilegt er í
kringum þau.
En glerbrot, spýtnabrak, naglar og
ryðræksni af tunnum og öðra þvílíku
- þess háttar ósómi, er staðfesting á
ömurlegri staðhæfmgu; íslendingar
era sóðar.
Sigurður Hreiðar Hreiðarsson
Jafn aðgangur að upplýsingahraðbraut
Störfum 1 frumfram-
leiðslu, þeim störfum sem
fyrirferðarmest eru í dreif-
býlinu og á minni stöðum á
landsbyggðinni, hefur
fækkað um nokkur þúsund
á undanfomum árum. Því
er spáð að þeim muni enn
fækka. Nýju störfin sem
orðið hafa til vegna nýrrar
tækni og þróunar í fram-
framleiðslugreinunum hafa
því miður orðið til annars
staðar en i sveitum og sjáv-
arþorpum. Það era samt
sem áður verulegir vaxtar-
möguleikar í mörgiun þjónustugrein-
um þar sem staðsetning skiptir ekki
máli heldur fyrst og fremst gott síma-
samband og fjarskiptakostnaðurinn.
Með jöfnuði í aðgangi að upplýsinga-
hraðbrautinni geta skapast mögu-
leikar á fjölbreyttari atvinnutæki-
færum utan stærstu byggðakjama.
Möguleikar upplýsingatækninnar og
það að byggja hluta framtíðarþróun-
ar samfélags okkar á öflugu fjar-
skiptakerfi og hagnýtingu þess, m.a.
á úrvinnslu upplýsinga, getur lika
dregið úr áhrifum dreifðrar búsetu
og landfræðilegri einangrunar.
Stefna stjórnmálaflokka í þessum
efnum er því
byggðastefnu
framtíðar.
lýsandi
þeirra
um
til
Svanfríður
Jónasdóttir
þingmaöur
Samfylkingarinnar
Forsenda virkrar
byggðastefnu
Samfylkingin hefur mót-
að skýra stefnu varðandi
upplýsingasamfélagið og
þátttöku og aðgang fólks að
því. Samfylkingin telur að
jafn aðgangur að íjarskipta-
netinu, án tillits til búsetu,
sé forsenda virkrar byggða-
stefnu og að bæði einstak-
lingar og fyrirtæki verði að
hafa sömu aðstæður til að nýta sér
möguleika ijarskiptanetsins. Sam-
fylkingin vill að grannnet Landssím-
ans, ljósleiðarinn, verði skilgreint
sem sameign okkar allra, með sama
hætti og t.d. vegakerfið. Allir eiga að
hafa þar jafnan rétt til nýtingar á
sambærilegu verði. Samfylkingin tel-
ur því að skilja eigi grannnetið frá
samkeppnisrekstri Landssímans og
mynda um það sérstakt hlutafélag í
eigu þjóðarinnar. Og það er ekki
bara til að styðja við vöxt og viðgang
hinna nýju atvinnutækifæra framtíð-
arinnar sem Samfylkingin vill að
grannnetið sé í sér fyrirtæki. Það er
„Samfylkingin vill að gmnnnet Landssímans, Ijósleið-
arínn, verði skilgreint sem sameign okkar allra, með
sama hœtti og t.d. vegakerfið. “
Sársaukafullur sannleikur?
Umræðan í okkar ágæta samfélagi
tekur oft á sig undarlegar myndir.
Ég sagði viljandi ágæta samfélagi,
því vissulega er það um svo ótal-
margt ágætt. Það þýðir hins vegar
ekki það að það eigi ekki sínar
skuggahliðar sem vitanlega setja á
sinn svip og snerta raunar alltof
marga. Tvennt er þar daprast að
mínum dómi: Annars vegar er þaö
hin ömurlega neyzla hvers konar
vímuefna með öllum sínum skelfi-
legu afleiðingum, hins vegar er það
hin sára fátækt sem alltof margir
búa við í þessu annars auðuga sam-
félagi. Og þá er komið að upphafs-
orðunum, þeirri undarlegu umræðu
sem ærið oft einkennir þetta hvoru
tveggja. Nýjasta dæmið og það fárán-
legasta varðar eiturlyfin sem ein-
staka menn, sem maður hélt jafnvel
að væra góðri skynsemi gæddir,
vilja gefa frjáls svo allir geti auðveld-
ar neytt og eigi enn greiðari
aðgang að. Alvara dauðans í
þessu máli virðist hafa farið
fram hjá þessum mönnum
eða þeir eru bara svo trúir
sinni almáttugu „frelsishug-
sjón“ að ekkert verði und-
anskilið „frelsinu" og
mundi þá skammt undan að
öll lög í landinu væra óþörf
með öllu. Því miður mæla
þar þeir sem ekki verða af-
greiddir með því að „ómerk
séu ómagaorðin". Gjalda
skyldu allir hugsandi menn ______
varhug við slíku óráðshjali
því dæmi sögunnar sanna að slikt sí-
ast ótrúlega inn í þjóðarvitundina og
ekki meira um það.
Beizk sannleiksorð
Hitt atriðið sem mér hugnast
hræðilega er þegar menn beija frjáls-
Helgi Seljan
fyrrverandi
alþingismaöur
hyggjuhausnum við stein-
inn og bera það á borð fyr-
ir alþjóð að af því að verð-
bréfaviðskiptin blómgist
svo bærilega og færi ein-
staklingum ómældan
braskauð þá sé hér engin
fátækt og sumir ganga svo
langt að fuilyrða að hér sé
engin misskipting lífsins
gæða. Það getur svo sem
vel verið að einhveijir lifi í
slíkri órafjarlægð frá hin-
um beizka veruleika fá-
_____ tæktarinnar að þeir sjái
aldrei útfyrir eigin borð-
rönd alsælunnar en þó læðist að
manni sá grunur að menn þessir viti
betur. Það virðist nefhilega vera svo
að af ákveðinni pólitískri blindu eða
máski réttara sagt pólitískri hlýðni
og auðmjúkri undirgefni þá haldi
menn þessu fram, vitandi betur, ein-
„Það getur svo sem vel verið að einhverjir lifi í slíkri órafjarlœgð frá hinum beizka
vemleika fátœktarínnar að þeir sjái aldrei út fyrir eigin borðrönd alsœlunnar en þó
lœðist að manni sá gmnur að menn þessir viti betur. “
Með og á móti
Hvað með Hafnarfjörð? Mjög miður
j „Ég tel nauðsyn-
y*** legt að halda fjár-
FAvfH lagaframvarpinu
mi sjálfu í þeim
ramma sem gert er
og skera niður frá því sem
menn höfðu ætlað sér. Ég legg
áherslu á að það er engu að síð-
ur verið að veita mjög ríflegar
fjárveitingar til margra góða
mála, eins og velferðarmál-
anna. Þótt það séu mikil von-
brigði að skorið sé niður í
Reykjavík verðum við að muna að
þenslan er mikil á höfuðborgarsvæð-
Olafur Órn
Haraldsson
þingmaöur Fram-
sóknarflokks I
Reykjavík
þunginn mestur og því ekki
góður bragur á þvi að eingöngu
virðist vera skorið niður í
Reykjavik en ekki í öðrum
sveitarfélögum á höfuðborgar-
svæðinu. Það er tO dæmis mjög
slæmt að mislæg gatnamót við
Víkurveg við Grafarvog verði
skorin niður. Sama gildir um
flutning Hringbrautar sem
tengist bamaspitalanum. Á
meðan get ég ekki séð að þessi
niðurskurður komi niður á ná-
inu. Hér er þó fólkið flest og umferðar-
grannasveitarfélögunum og þar get ég
nefnt samgönguframkvæmdir í ná-
grenni Hafnarfjarðar sem dæmi.“
„Mér finnst
SH mjög miður ef enn
á ný á að fresta
framkvæmdum
við samgöngu-
mannvirki hér í höfuðborg-
inni og tel það i raun afar
óskynsamlegt.
Ég bendi á að umræddum
framkvæmdum hefur ítrekað
verið frestað þrátt fyrir að
sýnt hafi verið fram á að þær
era mjög arðsamar.
Umferðarþunginn fer sífellt
faldlega af þeirri ástæðu að ekkert
má skyggja á hina dýrðlegu glans-
mynd sem dregin er upp af þeim sem
málum stjóma. Nýjasta dæmið er
innsetningarræða forseta lýðveldis-
ins sem fór ótrúlega fyrir brjóstið á
mörgum þeim auðmjúkustu og m.a.
þau ágætu og sönnu vamaðarorð
hans um hina auknu misskiptingu
sem viðgengst í samfélaginu og við
vitum að beinlínis er ýtt undir af
þeim sem með æðstu völd fara. Þetta
þoldu menn forsetanum ekki því
þessi beizku sannleiksorð bregða
skugga á hina almáttugu glansmynd
góðærisins sem ein og óskyggð á yfir
okkur að ríkja svona líkt og stjöm-
um prýdd festing himinsins.
Verkin verði látin tala
Það er sannast sagna ekki von á úr-
bótum, knýjandi og miklum úrbótum
varðandi kjör öryrkjanna okkar þeg-
ar slík glansmynd er látin duga. Þeg-
ar hún þykir hinn eini sannleikur á
meðan lífeyrir og tekjutrygging ör-
yrkja á mánuði nær ekki 50 þús.
krónum, svo aðeins eitt staðreynda-
dæmi um misskiptinguna sé tekið því
himinháar tekjutölur toppanna hafa
menn nýlega haft fyrir augum og
samanburðurinn því augsýnilegur
hverjum sem vill.
Sá sýnileiki þarf að vera til staðar
þegar ráðum er ráðið á æðstu stöðum
um lífskjör og lífsaðstæður þúsund-
anna en máski þykir mönnum þar á
bæ svo vænt um glansmyndina sína
að þeir eru famir að taka hana sem
hinn eina óskeikanlega sannleika. í
raun og sannleika vil ég ekki trúa
þeim býsnum en bíð eftir að verkin
verði látin tala. Það er sannarlega
kominn timi til.
Helgi Seljan
ríkisins í Reykjavík
þeim sökum. Jafnframt er
mjög aðkallandi að auka ör-
yggi vegfarenda i umferðinni
og draga úr umferðarslysum
sem eru afar dýr á fjárhags-
legan mælikvarða, auk þess
sem afleiðingar þeirra eru í
mörgum tilvikum óbætanleg-
ar.
Ég get hins vegar fallist á
frestun annarra fram-
kvæmda hér á höfuðborgar-
svæðinu sem ekki ekki eru
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
borgarfulltrúi Sjálf-
stæöisflokks
vax- jafn aðkallandi."
andi og úrbótum i samgöngumálum
hér er mjög erfitt að slá á frest af
-GAR
Samkvæmt drögum að nýju fjártagafrumvarpi er mörgum stórum vegaframkvæmdum ríkisins i
við Alþingi, Þjóðminjasafn og nýtt gæsluvarðhaldsfangelsi.
höfuðborginni frestað. Sama gildlr um framkvæmdir
líka nauðsynlegt til að jafnræði sé
meðal þeirra fyrirtækja sem selja
símaþjónustu. Það er líka óviðun-
andi fyrir önnur fyrirtæki á síma-
markaðnum að langstærsta fyrirtæk-
ið sé sá aðili sem deilir og drottnar
þegar kemur að aðgangi að grunn-
netinu.
Verðlagningin er lykilatriöi
Því miður varð fjarvinnsla á
landsbyggðinni að nýju refa- og lax-
eldisævintýri í höndum stjómvalda.
Aðgerðaleysi samgönguráðherra við
jöfnun kostnaðar við gagnaflutninga
bendir líka hvorki til þess að skiln-
ingur né vilji sé mikill. Kostnaður
þeirra fyrirtækja sem ijærst eru höf-
uðborginni er enn margfaldur.
Möguleikamir eru samt allir þama
enn og úr þeim verður að vinna.
Samfylkingin mun beita sér fyrir
jöfnum tækifærum fólks og fyrir-
tækja við nýtingu og þróun nýrra
möguleika í þjónustu sem tengist
fjarvinnslu og upplýsingatækni.
Éignarhald á grunnnetinu og verð-
lagning eru lykilatriði, bæði fyrir
þróun skólakerfisins og þau fyrir-
tæki sem eru að hasla sér völl víða
um landið.
Svanfríður Jónasdóttir
Ummæli
Leikarinn er
berskjaldaður
„Leikarinn er að
vinna með tilfinningar
sínar frammi fyrir al-
þjóð og er að gefa af sér
á annan hátt en aðrir
listamenn sem geta til
dæmis tjáð sig í gegnum
málverk eða hljóðfæri.
Leikarinn er svo berskjaldaður, verður
að byggja á sjáifum sér, bæði andlega og
líkamlega. Það er því ekkert undarlegt
þótt honum bregði ef of hranalega eða
ónotalega er vikið að ffammistööu hans.
Þetta er svo einkennilega viðkvæmt og
persónulegt starf.“
Stefán Baldursson þjóðleikhússtj., í
Dags-viðtali 26. ágúst.
Vágesturinn frá Kína
„Það kemur verulega
á óvart, að manni sem
beinlínis fyrirskipaði
blóðbaðið í Peking
hinn 4. júní 1989 sé
boðið að sækja land
okkar heim ... Verði af
heimsókn Li Pengs sé
ég enn fremur enga ástæðu til þess að
íslenskir ráðamenn taki honum opnum
örmum. Verði mér ekki að ósk minni
um að forseti Alþingis dragi boð sitt til
Li Pengs til baka og af fyrirhugaðri
heimsókn hans verði, ber íslenskum
ráðamönnum, að mínu mati, skylda til
að ávíta hann og stjóm hans harðlega
fyrir þau grimmdarverk sem hann ber
ábyrgð á.“
Siguröur Kári Kristjánsson, form. SUS,
í Mbl. 26. ágúst.
í upphafi skyldi
endirinn skoða
„í upphafi skal end-
inn skoða. Það er erfitt
að neita aö taka á móti
Kínveijum þegar búið
er að þiggja heimboð
þeirra. Menn hefðu ef
til vill átt að hugsa sig
betur um á þeim tíma
sem boð Kínverja var þegið.“
Margrét Frímannsdóttir, þingmaður Sam-
fylkingar og fulltr. í utanríkismálanefnd
Alþingis, aðspurð I Degi 26. ágúst.
Framsókn og ESB
„Það hlýtur að teljast heldur ólíklegt
að Framsóknarflokkurinn ákveði að
gera aðildarumsókn að ESB að helzta
kosningamáli flokksins í næstu kosning-
um. Auk þess að skiptar skoðanir eru í
röðum trúnaðarmanna Framsóknar-
flokksins er alveg ljóst, að verulegur
hluti kjósenda flokksins er andvígur að-
ild að ESB. Slíkt kosningamál myndi
valda Framsóknarflokknum miklum
vanda í kosningabaráttunni."
Úr forystugrein Mbl. 26. ágúst.