Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2000, Qupperneq 12
... fyrrverandi
fóbíusjúklingur
... en eftir langa meðferö hjá
Paul Welch, sálfræðingi og and-
legum leiðtoga, er mér fullkom-
lega batnað. Og það er ekki svo
lítill árangur ef tekið er tillit til
þess hvemig ég var fyrir nám-
skeiðið. Ég liföi í stöðugum ótta
við að verða gjaldþrota. Þetta er
fóbía sem ég hef þurft að lifa við
frá bamæsku, alveg frá því að
faðir minn, sem er heildsali,
lagði alla fjármuni fjölskyld-
unnar í að kaupa fötanuddtæki
árið eftir að fótanuddtækin
komust...
... í tísku.
Það var eins og Paul Welch vissi
nákvæmlega af þessari ofsa-
hræðslu minni við að verða gjald-
þrota vegna þess að í fyrsta skipti
sem við hittumst leit hann djúpt í
augun á mér og sagði: „You have
to pay 9.500 kr. per day.“ Ég fékk
svo mikiö sjokk að það leið yfír
mig á staðnum. Steinrotaðist eins
og Witney Houston í góðum kók-
fílingi. En þegar ég raknaði úr
rotinu ákvað að halda áfram og
reyna að sigrast á fóbíunni.
Hann lét mig hafa upprúllað
teppi sem ég átti að berja í gólfíð og ímynda mér að
væri einhver sem ég hataði. Ég ímyndaði mér auðvitað að það væri
hann ...
... sjálfur.
Ég barði og barði í gólfið og
öskraði: Helvítis okrari!! Djöfuls-
ins fúskari!! og allt það. Og viti
menn. Eftir u.þ.b. viku fór ég að
finna mun á mér. Ég var ekki líkt
því eins hræddur um að verða
gjaldþrota og áður. Ég andaði létt-
ar - þangað tO hann rukkaði mig
fyrir námskeiöið, en þá leið yfir
mig aftur. Paul sagði mér að til
þess að yfirvinna fóbíuna við að
verða gjaldþrota yrði ég að inn-
rita mig í sex inánaða þjálfun hjá
honum. Svo sagði hann mér hvað
það myndi kosta mig í peningum
og ég fylltist svo mikilli reiði og
ofsahræðslu að ég ákvað að ...
... slá til.
Námskeiðið gekk út á það að við
reyndum að mógða hvert annað
eins mikið og við gátum með
bundið fyrir augun. Ég veit vel að
þetta er hrikalega léleg sálfræði-
aðferð og ég hefði alveg eins getað
hent peningunum út um glugg-
ann en Paul sagði mér að á þenn-
an hátt gæti ég unnið bug á fóbí-
unni og fundið mitt innra sjálf.
Hann er í beinu sambandi við
sitt innra sjálf (eins og nánast
allir alvöru-geðsjúklingar heims)
en það er innra sjálflð sem segir
honum allt sem hann þarf að
vita, meðal annars hvað hann á
að láta námskeiðin sín ...
... kosta.
Sex mánaða námskeiðið var
mjög gott og ég losnaði við mikla
reiði og fóbíska hræðslu. En Paul
vissi hvað ég þurfti og hætti ekki
að hringja í mig fyrr en ég lét skrá
mig á heilsársnámskeið. Hann
sagði að hann hefði talað við sitt
innra sjálf og innra sjálfið hefði
bent honum á að ég ætti að halda
áfram. Og ég þakka guði fyrir að
ég sló til. Eftir heilt ár í lélegustu
sálfræðimeðferð sem til er, hjá
þessum illa gefna fúskara sem
hefur ekki meira vit á sálfræði en
Rúnar Þór rokksöngvari, er ég al-
veg gjaldþrota. Ég er búinn að missa alla vini mina og í síðustu
viku var ég rekinn úr vinnunni. En það sem mestu máli skiptir er
að ég er alveg laus við þá fóbíu að verða gjaldþrota.
í aldanna rás hafa margar íslensk-
ar mæður séð á eftir sonum sínum í
vota gröf á íslandsmiðum. Hver róð-
ur gat orðið sá síðasti og kveðju-
stundimar urðu innilegar áður en
haldið var til sjós. Þeir Steinarr Lár
Steinarrsson, Lárus Helgi Lárus-
son og Ingólfur Olsen hafa annan
hátt á. Þeir hringja i mæður og
kærustur úr gemsunum og segja
þeim hvert stefnan sé tekin en
sleppa öllum vasaklútum og væmni.
Á leiðinni úr bænum stoppum við til
þess að háma í okkur nútímalegan
kvöldskattinn, flatböku og brauð-
stangir. Strákamir útskýra að þeir
séu allir í fullri vinnu og þegar brim-
ið er gott verður að hafa hraðar
hendur. Verbúðin er á hjólum. ‘86
árgerð af Dodge Caravan þjónar
köppunum sem mötuneyti og bún-
ingsklefi. Þeir eru búnir að velta fyr-
ir sér veðri og sjólagi á heimasíðu
Siglingamálastofnunar (www.sigl-
ing.is) og eru að gera upp hug sinn.
Spáin er ögn betri fyrir austan fjall
en á Suðumesjum og þangað brun-
um við með græjumar í botni.
stöðum verði ljóstrað upp á prenti
en gefa þó upp að þeir stundi aðal-
lega Suðurnesin. í Bandaríkjunum
berjast illræmdar sörfklíkur, í ætt
við íslensku Hákarlana, um bestu
staðina og þar tíðkast svonefndur
„localismi". Lassi hefur prófað brim-
ið í Kaliforníu og skilgreinir þetta
fyrirbæri. „Þetta er eiginlega algjör
geðveiki. Þetta virkar bara svona: Ef
þú ert ekki héðan og kemur hingað
sem ókunnugur þá læturðu ölduna
okkar í friði eða við lemjum þig.“
„Við erum að reyna að koma á þess-
um „localisma" á íslandi," segir Ingó
en missir reiðiviprumar í bros og
hljómar ekki mjög sannfærandi.
Hlæja að hættunum
Gott brim skapast af mörgum þátt-
um. Kappamir eru vel að sér í þeim
fræðum og segja það lykilatriði að
stúdera sjóinn og veðrið. „Það er
þrennt sem býr til ölduna," fræðir
Lassi okkur um, „undiraldan í sjón-
um, landslagið í botninum og vind-
urinn.“ Einnig brotna öldurnar mis-
jafnlega. Ýmist hafa staðirnir rifbrot
(Point Break), þar sem aldan brotnar
á rifi og auðvelt er að ná henni, eða
strandbrot (Beach Break), sem er
gangi en ómögulegt er að vita hvar á
landinu þær eru teknar. Strákarnir
segja þetta hluta af iþróttinni. Bestu
staðimir eru aldrei gefnir upp, þeim
er haldið leyndum. Sjálflr vilja þeir
ekki heyra á það minnst að þeirra
villtara og erfiðara viðureignar. All-
ir þrír eru sammála um að stærðin
skipti ekki öllu máli. En er ekki
hættulegt að leika sér að náttúruöfl-
unum með þessum hætti? „Það getur
verið hættulegt ef þú veist ekki hvað
Sörfgengið Hákarlarnir
Strákamir búa sig undir slaginn
og troða sér í gallana á meðan þeir
skiptast á að keyra. Þetta er tækifær-
ið til að þrykkja á þá nokkrum
spurningum. Hvemig kom það til að
þeir fóru að stunda brimbrettareið-
ar? „Við kynntumst strákum sem
voru í þessu í gegnum snjóbrettaiðk-
un. Fyrir 5-6 árum fréttist af ein-
hverjum gaurum af herstöðinni í
sörfi og þeir drógu nokkra Islend-
inga með sér. Við byrjuðum fyrir 1-2
árum,“ segja þeir. Núna telja strák-
arnir að um 30 manns stundi brimið
á íslandi en 15 manna kjami „sörfí“
að staðaldri. Sjálfir láta þeir ekki
gott sörf renna sér úr greipum og
reyna að fara eins oft og þeir geta.
Steini hugsar sig um og tilkynnir að
það hafi alltaf verið ætlunin að
stofna alvörusörfgengi og kalla það
Hákarlana eða eitthvað. Hinir
hlæja að nafngiftinni og Ingó stingur
upp á nafninu „Shrinker" (og vísar
þar með til þess að getnaðarlimur
karldýra skreppur nokkuð saman
við volkið i ísköldum sjónum).
Gott leynibrim á íslandi
En hvernig eru aðstæður fyrir
sörf á íslandi? Þrátt fyrir kuldann
segjast þeir félagar geta stundað
íþrótt sina allan ársins hring. „Sept-
ember og október eru aðaltíminn en
á veturna notum við bara þykkari
galla,“ segir Lassi. „En maður endist
ekki jafnlengi í sjónum." „Það komu
atvinnumenn til landsins fyrir
nokkrum árum,“ segja strákamir.
„Þeir höfðu með sér blaðamenn, veð-
ur- og sjávarfræðinga og fóru um allt
land í þyrlu í leit að góðu sörfi. Þeir
fundu alveg brjálaða staði með risa-
öldur og leist geðveikt vel á.“ í er-
lendum tímaritum birtust myndir af
fagmönnunum í íslenskum öldu-
Ingólfur, Lárus og Steinarr slappa af eftir erfiðan túr.
Ingólfur og Steinarr líta brimið girndaraugum, á háleynilegum stað, fyrir austan
Fjall.
þú ert að gera og þekkir ekki um-
hverfið,“ svarar Ingó. „Það virðist
nú vera nógu andskoti hættulegt fyr-
ir sjómenn að vera úti á bátunum
sinurn," bætir Steini við og segir
mestu hættuna vera að rotast á
steinum eða fá brettið í sig. Sumar
öldur geta líka verið öflugar og hald-
ið fólki lengi í kafi. Þó að ekki séu
jafhmargir að berjast um sömu öld-
una hér og á Hawaii er ekki svo að
skilja að kappamir séu einir um
þær. „íslenskir sörfarar hafa séð til
hákarla tvisvar," segja strákamir.
„Þetta voru meinlausir beinhákarl-
ar, en ekki skrifa það,“ segir Steini
og glottir við tönn. „Svo er Snorri
alltaf hjá okkur,“ skýtur Lassi inn.
Oftar en ekki fylgjast forvitnir selir
með tilburðum hinna tvífættu. Ingó
kann líka sögu af því þegar tveir
„sörfarar" komu að landi og hittu
þar fyrir rostung í fjöruborðinu.
Ódýrt adrenalín
Strákarnir harðneita því að brim-
brettareið sé dýrt áhugamál miðað
við skemmtigildi. Þeir slumpa á að
nýjar græjur kosti um 90 þúsund
kall. Búnaðurinn samanstendur af
bretti og blautgalla, hönskum, skóm
og kannski vaxdreitli fyrir brettið.
Úrval bretta er mjög fjölbreytt en
skiptist í þrjár megintegundir, með
mismunandi eiginleika. Longboard
flýtur best og er gott fyrir byrjend-
ur, Shortboard er minna og liprara
og auðveldar beygjurnar en Funbo-
ard sameinar kosti hinna tveggja.
„Svo er líka til Big gun, sem er risa-
bretti fyrir risaöldur," segir Lassi.
Það fer ekki á milli mála að kapp-
arnir eru helteknir af briminu og
skilja ekki hvað það er sem aðrir
skilja ekki við það. „Þetta er eins og
hvert annað áhugamál. Það reykir
enginn okkar og við drekkum varla.
Við erum bara að sækjast eftir
adrenalíni og eyðum peningunum
okkar í þetta. Sörfið er bara hluti af
þessum freestyle lífsstíl. Maður
sörfar bara fyrir sjálfan sig. Svo er
þetta svo góð æfing. Maður fær ekki
six-pack í sörfi, maður fær eight-
pack,“ segir Lassi. „Það er að vísu
12
f Ó k U S 1. september 2000