Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2000, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2000, Síða 3
fókus VJ-kan 15. september til 21. sentember lifið E F T I R V I N N U Davíð Stefánsson, AC/DC og Bugs Bunny. Hvað eiga þessi fyrirbæri sameiginiegt? Jú, þau búa öll í verkum þriggja ungra listamanna á sýningunni Pacman sem verður opnuð í Gallerí Geysi á morgun. og ro „Þarna er ekki hver meö sinn vegg til umráöa heldur blandast verkin meira saman en tiðkast á venjulegum samsýningum. Við vinnum þó verkin ekki saman, það er frekar að við vinnum í samráði við hver annan um uppsetningu þeirra,“ segir Bibbi um sýninguna. Bibbi, Hari og Baldur hafa þekkst siðan í FB. Eftir það lá leið þeirra allra í MHÍ. Nú er Baldur á leiðinni til Ameríku að freista gæf- unnar og segir Bibbi það vera helstu ástæðu þess að þeir halda sýningima núna. Rock n’ Roll Á sýningunni mun Bibbi vera með hljóðinnsetningu, Hari sýna málverk og Baldur verður með „animation". „Verkiö mitt heitir Rock n’ Roll og er unnið úr gítar“riffum“ (gítar- frösum) úr frægum rokklögum eins og t.d. Smoke on the Water með Deep Purple og Walk Thls Way með Aerosmith. „Riffin" eru svo látin „loopa“ (endurtekin í sí- fellu),“ segir Bibbi um verkið sitt. Bibbi hefur í þessu augnamiði sett upp 5 hátalara í gcilleríinu sem munu hver um sig koma einu „riffi“ til skila. Verk Bibba verður spilað yflr (og undir) verkum Hara og Baldurs og segir Bibbi að þannig muni verk þremenninganna blandast meira saman en oft er á svokölluðum samsýningum. Að gefa sér tíma Baldur, eða Baldur.com eins og hann kýs að kalla sig, er með eitt verk á sýningunni. „Þetta er „ani- mation" á ljóðabálki eftir ungt ljóðskáld sem heitir Davíð Stef- ánsson. Bálkurinn nefnist Þú skalt gefa tíma er að finna í ljóða- bókinni Hveddu mig frá því í- fyrra. Ég hef búið til myndræna túlkun á ljóðinu, svokallaða vef- væna „animation". Verkið mitt verður auk þess á vefnum á slóð- inni Baldur.com. Á þessari sýn- ingu verður aðeins upphafið að myndrænni túlkun minni á ljóða- bálknum. En framhaldinu verður hægt að fylgjast með á Netinu, því ég vil halda áfram með verkið þar eftir að sýningunni lýkur. Þar að auki vinn ég með „input“ Stefáns í verkinu." Baldur segir verkið vera fyrst og fremst hugsað fyrir Netið og skjáinn. Hugmyndina á bak við verkið segir Baldur kjamast að vissu leyti í titli ljóðsins Þú skalt gefa tíma. „Ég leitast við að skapa umhverfi sem stuðlar að því að maður gefi sér tíma til að lesa í ró- legheitunum. Verkið mitt er ólíkt hinum línulega lestri sem prentað- ar bækur bjóða upp á. Ljóð Stefáns er örlítið frábrugðið hefðbundnum prentuðum texta því þar eru hlut- ar ljóðsins ekki númeraðir né blaðsíðurnar. Þetta form brýtur upp hið hefðbundna og býður frek- ar upp á rólegheitalestur því hægt er að fletta fram og til baka án þess að riðla einhverri númeraðri röð.“ Hetjudýrkun Hari segir verkin sín eins konar málverk. „Þetta eru litlar myndir af nokkrum af mínum uppáhalds teiknimyndafigúrum, þó með mín- um útfærslum.“ Hari hefur málað myndirnar á spónaplötur og segir vinnuferlið hafa gengið hratt fyrir sig. „Ég hef ekki málað í nokkur ár og þess vegna ákvað ég að leika mér aöeins og reyna að hafa gam- an af þessu.“ Útskriftarverkefni Hara úr LHÍ voru ljósmyndir af honvun þar sem hann brá sér i líki helstu hetja kvikmyndanna eins og James Bond og Súper- m a n n s . H a n n segir verkið á sýningunni á morg- un vera byggt á sömu pælingum. „Ég hef verið að vinna með þessar pælingar í tæp tvö ár og þetta hef- ur verið þróast og breytast. Verkin sem eru a syningunm a morgun eru samt meira „basic“ en þau sem ég var með á útskriftarsýn- ingunni." '/ viö mælum meö Nýir sundbúningar Islenska Ólympiuliðið í sundi hefur fengið nýja búninga. Það er af sem áður var með pæjulega sundboli og pínulitlar skýliu-. Nú er það eina sem blívur foðurland úr efni sem á að auka enn frekar sundget- una. Næsta skref er að koma klæðnað- inum á almennan markað þannig að áhuga- sundmenn og -konur geti stundað sína íþrótt laus við áhyggjur af sportröndum og kantskurði. íslenski draumurinn Það er ekki nóg með að hún sé drepfyndin heldur þarf enginn að engjast af aulahrolli í myrkri bíósalarins vegna hrollvekjandi frammistöðu leik- aranna. Karakter- inn Tóti er auðvit- að hrein snilld og mun í framtíðinni skipa sér í flokk með kvikmynda- figúrum á borð við Stellu og hina ógleymanlegu Þór og Danna. .V Réttir Nú er bara að draga fram versl- unarmannahelgarmarineraða ull- arpeysuna og -nær- fötin og skella sér í réttir. Nauðsynlegt j þykir einnig að i verða sér úti um drjúgan fleyg og góð- an „rudda“. Ekki er j verra að vera fær um j að hnoða saman fer-1 skeytlu og geta tekið | undir ættjarðarlögin á milli þess sem dregið er í dilka. Hótel Borg Á Hótel Borg er alltaf ljúf stemning og allt svo skemmtilega gamaldags. Frábær staður til að setjast niður og spjalla í næði. Ekki þessi týpíski glymjandi og ærandi tónlist sem gerir hverj- um manni ókleift að hugsa, hvað þá að halda uppi samræð- um. Sem sagt: Glimrandi finn staður fyrir af- slappaðar samræður. Á föstudaginn fer ég á æfingu þar sem farið verður yfir taktíkina fyr- ir mikilvægan leik á sunnudag. Um kvöldið hittumst við Blika- stelpurnar svo í sumarbústað fyrir utan Mosfellsbæ, grillum og slökum á til þess að þjappa hópn- um saman. Við förum aftur í bæinn um kvöldið svo að allar geti farið snemma að sofa. Svo er aftur æfing um hádegisbil á laugardag og ekki búið að ákveða hvort liðið geri eitthvað saman eða hvort hver fer bara heim til sín og slakar á. Ég veit ekki hvað ég geri en það veltur á því hvort maðurinn minn, Þórhallur Hinriksson, vinnur íslandsmeistaratit- ilinn með KR. Hann er reyndar sjálfur í banni en ef þeir vinna býst ég við að fara út að borða með liðinu og fer bara sem fyrst í háttinn. Við stelpumar mætum í morgunmat á sunnudag- inn, hjá Bubba, formanni Manchester United klúbbsins. Þaðan förum við í Smárann á upp- skeruhátíð yngri flokka Breiðabliks. Að henni lokinni er andlitsmálning fyrir stuðningsmenn og við höldum á völlinn. Leikurinn hefst klukkan 14 og áður en við keppum peppum við hverja aðra upp með öskrum og hlustum á sama lag og venjulega , Where Is My Mind, með Pixies. Ef við förum meö sigur af hólmi verður honum fagn- að ærlega og farið út að djamma fram á nótt. Helga Osk Hannesdóttir, leikkvendi Breiöabliks. Offitusjúklingar búa yfir gríðarlcgu þyngdarafii.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.