Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2000, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2000, Qupperneq 9
f O k U S Vi ka n 15. ,s e »t e m hje.j—U.l.2,1,,... lífÍÖp.TT, v T M M " Sara Björnsdóttir og Magnús Sigurðsson myndlistarmenn. m w sig i ■■ ______ anar ^mir Leikritið Shopp- ing and Fucking verður frumsýnt á sunnudags- kvöldið í Nýlista- safninu við Vatns- stíg. í tilefni þessa verður opnuð á sama stað á laug ardaginn sam- nefnd myndlistar- sýning þar sem sex listamenn sýna verk sín. Myndlistarsýningin mun dreifast um allt safnið og einnig út fyrir það, en leikritið verður sýnt í svokallaðri Gryfju. Sara Björnsdóttir, einn sýnenda, segir myndlistarmenn- ina hafa lesið handrit leikritsins yfir og fylgst með æfingum til að verða sér úti um einhverja teng- ingu við verkið. „Leikritið er um eitthvað sem við öll könnumst við, eins og til dæmis neyslusamfélag- ið, einmanaleikann og eymdina. Þar er einnig meðal annars fjallað um eiturlyf sem orðin eru hluti af samfélaginu í kringum okkur. Verkið er því oft ansi sjokker- andi.“ Hún segir þó að myndlistar- sýningin og leikritið tengist ekki beint. Þessu er Magnús Sigurðs- son, sem einnig á verk á sýning- unni, sammála. „Það er frekar að titill leikritsins sé konseptið sem við vinnum með í stað þess að þar sé að fmna beinar tengingar við leikverkið.“ Magnús bætir við: „Við leituðum að sameiginlegum flötum, en svo tók konseptið yfir og við misstum okkur eiginlega í allar áttir.“ Magnús telur þó að út- koman verði rétt. „Þegar búið er að frumsýna bæði myndlistina og leikritið fellur þetta allt saman.“ Þeir listamenn sem eiga verk á sýningunni eru: Ása Heiður Rún- arsdóttir, Darri Lorenzen, Ingi- björg Magnadóttir, Jóhannes Hin- riksson, Magnús Sigurðsson og Sara Björnsdóttir. Aðspurð segir Sara listamenn- ina alla mjög ólíka. Sýningin verði því fjölbreytt, þama verða til dæmis ljósmyndir, videóverk og gjörningar. „Þetta eru allt saman „egósentrískir“ einstak- lingar, sem er nauðsynlegt í þess- um geira,“ segir Magnús. „En það er líka yndislegt og samstarfið hefur gengið vel.“ Sem dæmi um verk á sýning- unni verður Sara með einka- gjörning í sérrými i portinu fyrir framan Nýló. „Ég mun fremja einkagjöming gegn borgun og því verður fólk að koma með pening með sér ef það vill skella sér á einn gjöming," segir Sara sposk. Opnun sýningarinnar verður kl. 17.00 á laugardag en leikritið verður frumsýnt á sunnudag kl. 20.00. Reykjavíkin mín Hadda Hreiðarsdóttir laganemi. nORGUNMATUR ■ KEBABHÚSIÐ Þaö hendir mig æ oftar að ég er stödd á morgunverðartíma í miðbæ Reykjavíkur um helgar! Þá er það kjúklingakebab með grænmeti sem verður fyrir valinu. djamminu hefur fiörið þar ekki látið á sér standa. Hver brosir ekki þegar Gleðibankinn er leik- inn á fullu blasti fyrir fullan sal af kósveittum djömmurum, ég get ekki annað! HÁDEGISMATUR ■ GRÆNN KOSTQR Þegar hollustuæði veður yfir klikka buffin á Grænum kosti aldrei. ■ AMERICAN STYLE Það er ekkert betra en að fara, helst á náttfot- unum, á American Style eftir erfiðar helgar. Þangað fiölmenn- ir vinahópurinn nær undan- tekningarlaust hverja helgi og ég held að maturinn hafi aldrei klikkað. KVÖLDMATUR ■ asía í sumar hef ég örugg- lega oftar borðað á Asíu heldur en heima hjá mér og þá er það stóra græn- metissúpan, rólegheita- stemning, indælt starfsfólk og rosa- lega gott kaffi. ■ LÆKJARBREKKA Ef ég vil fara flott út að borða, fá góða þjónustu og góðan mat fer ég á Lækjarbrekku, staðurinn er ynd- islegur. ■ KFC Þegar ég nenni ekki að elda og er andlaus á ég það til að fara á KFC og fá mér hotwings og kók. Sterkur matur er mitt uppáhald og þessir vængir eru þeir allra bestu í bænum. ÚT NED VINUNUN ■ SÓLON Djammið byrjar oftast á Sóloni og endar oft þar líka. Þama er lið á svipuðu reki og maður sjálfur og gaman að setjast niður með vinkonun- um, fá sér bjór ^. x og ræða málin. ■ SPORTKAFFI í þau skipti sem ég hef farið á Sportkaffi á Wf^ml RÓNANTÍK í REYKJA- VÍK ■ ÆGISÍDAN OG TJÖRNIN Ég hef nú aldrei verið talin neitt sérstaklega rómantísk en göngutúr í kringum Tjörn- ina, eftir Ægisíðunni og um vesturbæinn hefur alltaf einhver sérstök áhrif á mig. HEILSAN LAUGARDALS- LAUGIN Þ e g a r stressið er að gera út af við mig fer ég í Laugar- dagslaugina, fer í gufuna, pott- ana og syndi jafn- vel nokkuð hundruð metra. VERSLUN IKEA Eftir að ég fiárfesti í íbúð í vetur hefur aleig- an farið í Ikea og sams konar verslanir. Habitat, Borð fyrir tvo og Salt og pipar eru nokkrar af mínum uppáhaldsbúðum og alltaf finn ég eitthvað sem ég gæti hugsað mér í búið. ■ SKÓBÚÐIR Þar sem ég er haldin sjúklegri skóáráttu, stunda ég allar skóbúðir i Reykjavík mjög reglulega. Gallerí-skór, Val- miki, Bossanova og Skæði - X-18 eru nokkrar af þessum búðiun en vikulega bætast pör í safnið sem telur nú yfir hundrað skópör. I Kvikmyndasýningar MÍR hafa verið fastur liður yfir vetrarmánuðina síðustu áratugi. Á sunnudaginn hefjast sýningar á ný eftir sumarfrí. Sýndar verða tvær myndir, Fall hinnar keisaralegu Romanovættar frá 1927 og Rrælasaia frá 1990. ívar H. Jónsson verður fyrir svörum þegar spurt er út í kvik- myndasýningarnar. Hann segir alltaf vera um rússneskar mynd- ir að ræða. Hann bætir við að lít- ið hafi verið sýnt af nýlegum myndum síðastliðin ár því erfið- ara sé að komast yfir þær en hin- ar eldri. En þó slæðast alltaf með nokkrar í nýlegri kantinum. Má þar sem dæmi nefna seinni mynd siumudagsins. Sú nefnist Þræla- hald og er heimildarmynd um mannrán og gíslatöku tsjetsjenskra glæpahópa i Rúss- landi. Myndin er gerð í sam- vinnu við sakamáladeild innan- ríkisráðuneytis Rússlands og rússneska ríkissaksóknaraemb- ættið. Aðspurður segir ívar ekki vera um áróðursmynd að ræða, aðeins mynd gerða af hinu opin- bera og frá sjónarhóli þess. í áraraðir hefur verið til siðs hjá MÍR að standa fyrir árlegri sýningu á hinu mjög svo langa meistaraverki rússneskra kvik- mynda, Stríði og friði. Myndin, sem byggð er á verki Leos Tol- stojs, tekur um átta og hálfan tíma í sýningu hjá MlR, með þremur hléum. ívar segir tíðkast að taka kaffihlé á löngum sýning- um. Þá er gestum selt kaffi og með því en annars er ókeypis á allar sýningar í MÍR. Flestar myndanna eru með enskum texta eða dönskum en ef ekki skaffa MÍR-menn skýringartexta á blöð- um. ívar bætir við að yfirleitt hafi verið þokkaleg aðsókn á sýn- ingamar í MÍR í gegnum árin og aldurshópurinn breiður. Margar kvikmyndanna sem MÍR hefur til sýningar eru komn- ar til ára sinna. Má þar nefna fyrri mynd sunnudagsins, Fall hinnar keisaralegu Romanov- ættar. Myndin sú er frá 1927 og byggð á samtíma fréttamyndum. Að sögn ívars er hún óskýr á köflum eins og gengur með svo gamlar myndir. Þá er bara að skella sér í bíó í MlR á sunnudag, þetta er jú líklega eina skemmt- unin í boði í borginni sem enn þá er ókeypis. Reykjavlk: Austurstræti 3, Suðurlandsbr. 46, Esso-stöðin Ártúnshöfða & Kringiunni. Hafnarfjörður: Esso-stöðin, Lækjargötu 46, Esso-stöðin, Reykjavíkurvegi 54. Keflavik: Hafnargötu 32. Akureyri: Kaupvangsstr. 1. vSUBUJflY* I'crsklciki er okkar bragð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.