Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2000, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2000, Qupperneq 8
* ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 Jamaíkumenn mótmæla íþróttamenn frá Jamaíku mót- mæltu í Ólympíuþorpinu í Sydney þegar það fréttist að hinni fertugu Merlene Ottey hefði verið geflð sæti í 100 m hlaupinu fyrir þjóð sína. Eins og flestir vita kannski tókst henni ekki að tryggja sér sæti þar á úrtökumóti fyrir leikana í sumar og átti einungis að hlaupa í boðhlaupssveit Jamaíku. íþróttamennimir báru jafnvel skilti þar sem þess var krafist að Ottey ýrði send heim án þess að fá að keppa í boðhlaupinu. Enginn af talsmönnum jamaíska liðsins fékkst til þess að tjá sig um málið. Ottey hefur hlaupið á fimm Ólympíuleikum og unnið fleiri heimsmeistaratitla en nokkur ann- ar frjálsíþróttamaður. Hún féll á lyfjaprófi og fékk bann en því var aflétt fyrr á þessu ári. -ÓK Handboltakonurnar Mia Hundvin og Camille Andersen í sviðsljósinu í Sydney: ■> Hvor þeirra fagnar í Sydney, Mia Hundvin meö fé- lögum sínum í norska landsliðinu, líkt og á heims- meistaramótinu 1998, til vinstri, eða eiginkona hennar, Camilla Anderson, sem sést hér að ofan fagna ásamt félögum sínum í danska landsliðinu gullinu á Ólympíuleikunum 1996? Reuters Þær gætu gert handboltann frægan í Bandarikjunum, eru örugglega fyrstu mak- amir til að mætast á Ólympíuleikunum og stefna báðar á að koma með Ólympíugull inn á heimilið frá Sydney. Gullið geta þær þó ekki komið með báðar. Handboltakonurnar Mia Hundvin frá Nor- egi og Camilla Andersen frá Danmörku hafa verið á milli tannanna á fólki í upphafi hand- boltakeppninnar í kvennaflokki á Ólympíu- leikunum í Sydney, ekki síst vegna þess að þjóðir þeirra mættust í fyrsta leik. Þar höfðu Mia Hundvin og félagar hennar i norska lið- inu betur en hún reynir að jafna afrek „eig- inkonunnar" Camillu sem vann Ólympíugull með danska landsliðinu í Atlanta fyrir fjór- um árum. Eru umfjöllunarefni hjá stærsta íþróttablaöi heims Frægðin í Bandaríkjunum gæti fylgt í kjöl- far þess að þær eru umfjöllunarefni næsta tölublaðs hjá stærsta íþróttablaðs heims, Sports Dlustrated. í flestum ríkjum Banda- ríkjanna eru hjónabönd ekki leyfð milli fólks af sama kyni og því gæti þessi sérstaka saga borið hróður handboltans inn á bandarísk heimili þar sem hann ■ >efur ekki verið áður. Hundvin er ekkert að láta sambandið trufla sig inni á vellinum og hún sást klappa þegar Camilla var rekin út af i tvær mínútur og einnig þegar markvörður Noregs varði víti frá Camillu en þá lét hún þó minna fara fyrir fagnaðarlátum sínum. Mia var þó fegin í lokin. „Þetta hefur tekið á og ég er ánægð að við gátum klárað þennan leik strax í byrj- un. Nú geta leikamir fyrst farið að byrja fyr- ir alvöru,“ sagði Hundvin ánægð í leikslok. Verr gekk hjá Camillu Mun verr gekk hjá Camillu Andersen i þessum leik þrátt fyrir að hún skoraði þrjú mörk. Camilla lét norska markvörðinn verja frá sér ófá skotin og átti margar misheppnaðar sendingar. Skotnýting Camillu var þannig aðeins 9% úr skomm utan af velli (1 af 11) en hún nýtti tvö af þremur vítum. Vilja eignast barn Hvemig sem fer og hvort gullverðlaunin koma inn á heimilið eftir leikana eru þær stöllur að huga að því að ættleiða barn. Það er nokkuð ljóst að mætist þær í úrslitaleiknum mun þessi skemmtilega saga verða umfjöllunarefni hjá flestum fjölmiðlum heims. Báðar leika þær sem atvinnumenn hjá Frederiksberg í Danmörku og hafa þær komið sér vel fyrir þar, en nú er að sjá hvor tekur gullið. -ÓÓJ Bandarikjamadurinn Brad Friedel, markvörður enska úrvals- deildarliðsins Liverpool, hefur ekki spilað fyrir liöið i 11 mánuöi. Hann hefur þó litlar áhyggjur af því þessa dagana þar sem hann er nú í keppni með bandaríska landsliðinu á OL. Liðið eygir von um sæti í átta liða úr- slitum. Fulltrúar Toronto-borgar í Kanada, sem sótt hefur um aö halda ÓL 2008, hafa komiö fram með nýja kynningu sem ætlað er að höfða til íþrótta- mannanna frekar en til stjómmála- mannanna. Þeir kynna þar útópiu íþróttamanna, fjölmiöla og áhorf- enda, þar sem allt sé á litlum bletti og engin samgönguvandræði eða þess háttar. Peking i Kina er ein þeirra borga sem vilja fá til sín ÓL 2008. Þykir hún liklegasti kosturinn en þó em meng- unarmál þar í nokkrum ólestri og umferðin í talsverðum hnút. Til að mæta þessum vanda hafa stjórnvöld í borginni ákveðið að setja 17,8 millj- arða Bandaríkjadala í úrbætur á þessum þáttum áður en kemur aö ákvarðanatökunni á næsta ári. Franski spretthlauparinn Christine Arron, Evrópumeistari og methafi í 100 m hlaupi frá 1998, gæti hugsanlega misst af greininni nú vegna sýkingar í hálsi. Læknir franska Olympíuliðsins segir að allt að viku taki að ná úr sér slikri sýk- ingu en riðlakeppnin fer fram á föstu- dag. -ÓK k Ástralía vann Bandaríkin Pað er keppt í hinum ýmsu íþróttum á Ólympíuleikunum og ein þeirra er sundbolti. Pegar þessi mynd var tekin áttust við lið Ástralíu og Bandaríkjanna og vann heimaliðið 7-6 í ieiknum. Bridgette Gusterson skoraði tvö mörk fyrir Ástrala og þar á meðal sigurmarkið í leiknum, rétt rúmum tveimur mínútum fyrir leikslok. Eftir allt sem á undan er gengið hef- ur þýski hlauparinn Dieter Baumann loks verið dæmdur í keppnisbann vegna lyfjamisnotkunar örfáum dögrnn áður en hann átti að keppa á ÓL. Dómur Alþjóða frjáls- íþróttasambandsins segir ekki nægar sannanir fyrir þvi að efninu hafi ver- ið laumað í tannkrem kappans og því skuli bannið standa þrátt fyrir að þýska sambandið hafi aflétt því. Lög- maður Baumanns segir þá gera allt sem hægt sé til þess að hlauparinn geti tekið þátt í undanrásum í 5000 m hlaupinu sem fram fara 27. september nk. Sterkar likur eru á því aö Aleksandr Bagach, silfurverðlauna- hafi í kúluvarpi á ÓL I Atlanta, muni missa af keppni í sinni grein af sömu orsökum. Mál hans er talið munu fara fyrir dóm innan fárra daga. Frankie Fredericks spretthlaupari tilkynnti um helgina með tárin i aug- unum að hann þyrfti að draga sig út úr keppni á ÓL. Hann hefur átt i hásinarmeiöslum allt tímabilið og gat aðeins keppa fyrst snemma i þessum mánuði. Fredericks segir ákvörðun- ina um að draga sig f hlé hafa verið sína erfiöustu. Margir töldu hann lik- legastan til að vinna í 200 m hlaupinu á leikunum i fjarveru Maurice Green og heimsmethafans Michaels Johnson. Fredericks, sem er 33 ára, segist þó ekki vera hættur og að hann ætli að einbeita sér að því að ná sér góðum fyrir heimsmeistaramótið á næsta ári. -ÓK Símamynd Reuters

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.