Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2000, Blaðsíða 8
44 MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 2000 Sport x>v BlcsncS í poka Savio Varnarmaöurinn sterki, Paolo Maldini, I setti nýtt met á laugar-| daginn í leik Italíu og| Rúmeníu þegar hann lék 113. landsleik sinn fyrir| Ítalíu og sló þar með metE sem markvörðurinn Dino Paolo Zoffátti. Maldini John Petersen, framherji hjá Leiftri og færeyska landsliðinu, var á skotskónum gegn Svisslendingum. Færeyingar töpuðu reyndar leiknum, 5-1, en Petersen kom Færeyingum yf- ir í leiknum með marki á 4. mínútu. Brasilíski framherjinn Savio, sem leikur með Real Madrid, er ekki |á leiðinni til Chelsea þrátt fyrir að forráða- menn Real Madrid eigi viðræöum við kollega sina hjá Chelsea. „Það skiptir engu máli hvaða upphæðir eru i boöi. Ég hef skyldum aö gegna gagnvart stuðnings- mönnum Real Madrid og ég ætla mér aö vera áfram í her- búðum liðsins,“ sagði Savio. Pólski framherjinn Radoslaw Kaluzny fór á kostum þegar Pólland sigraði Hvíta Rússiand, 3-1, í Lodz í Póllandi. Kaluzny skoraði öll mörk Pólverja í leiknum sem eru í efsta sæti 5. riðils með sex stig eftir tvo leiki. Terry Venebles, sem stjórnaöi enska landsliðinu í Evrópukeppninni árið 1996, þykir vera líklegastur til að taka við af Kevin Keeg-I an ef marka má breska veöbanka. Peter\ Taylor, knattspyrnu- stjóri Leicester, kemur næstur og þeir John Gregory, Bryan Rob-I son, Peter Reid, Arseneyerry Wenger, Alan Curbis-yene^|es hley og Marcello Lippi eru þar á eftir. Marco Tardelli, þjálfari ítalska U- 21 árs landsliðsins, hefur ákveðið að taka við þjálfarastarfinu hjá Inter Milan sem hefur verið laust síðan forráðamenn félagsins létu Marcello Lippi taka pokann sinn síðastliðinn mánudag. Tardelli er nú upptekinn við aö undirbúa liö sitt undir lands- leik gegn Georgíu á þriðjudaginn en hann mun ganga frá tveggja ára samningi eftir þann leik. Chileski landsliösmaöurinn Clarence Acuna mun gerast leik- maður enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle á næstu dögum. Kaup Newcastle á Acuna hafa gengið ótrú- lega hægt en nú virðist sem allir hnútar séu leystir. Newcastle hefur náð samkomulagi við félag Acuna, Universidad de Chile, um kaupverð sem er rúmar 150 milljónir króna. Frakkland og Suöur-Afrika gerðu markalaust jafnteíli í vináttu- leik I Jóhannesarborg á laugardag- inn. Leikurinn var til heiðurs Nelson Mandela, fyrrum forseta Suður-Afr- íku. Þetta er annað jafntefliö sem heims- og Evrópumeistarar Frakka gera á skömmum tíma en síðastliðinn miðvikudag skildu Frakkar og Kamerúnar jafnir, 1-1, í Paris. Júgóslavneski miöjumaöurinn Slavisa Jokanovic, sem leikur með spænska félaginu Deportivo La Cor- una, er liklega á leiðinni til Chelsea. Jokanovic missti sæti sitt i byrjunar- liðinu hjá Deportivo í byrjun þessa tímabils en hann er reynslumikili leikmaður sem hefur leikið yfir 50 landsleiki fyrir Júgóslavíu. Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Chelsea, leitar nú allra ráða til að styrkja leik- mannahóp sinn fyrir átök vetrarins. Margir leikmenn hafa verið orðaðir við Chelsea undanfarið, m.a. Savio hjá Real Madrid, Jesper Gronkjær hjá Ajax og Zvonimir Boban hjá AC Milan. -ósk Kaflaskipt - hjá íslenska U-21 árs landsliðinu í Tékklandi DV, TékMandi Leikur ungmennalandsliða Tékk- lands og íslands var háður á fóstu- daginn á Liberace-leikvanginum í köldu og blautu veðri. Fyrir fram vissu Sigurður Grétarsson og hans menn ekki mikið um þetta tékk- neska landslið eins og oft á við þeg- ar yngri landslið eiga í hlut. Eftir frernur dapran fyrri hálfleik tókst þó íslenska liðinu að endur- skipuleggja leik sinn og skora mark á þessum erfiða útivelli. Lokatölur leiksins voru 2-1, heimamönnum í vil. Slakt í byrjun Tékkamir byrjuðu af gífurlegum krafti og sóttu afar stift. Fyrsta mark leiksins eftir aðeins 10 mínút- ur þurfti því ekki að koma á óvart en fyrir það fengu heimamenn tvö mjög góð færi. íslendingar réttu þó aðeins úr kútnum og þéttu varnar- leik sinn. Við það jafnaðist leikur- inn en mistökin voru einfaldlega of mörg og eftir ein slík á 25. mínútu skoruðu Tékkar annað mark sitt. Góður síðari hálfleikur Síðari hálfleikur var mun betri af hálfu íslenska liðsins og var bar- áttuandinn greinilega kominn upp í mönnum. Vamarleikurinn var orð- inn mjög góður og sköpuðu Tékk- arnir sér afar fá færi. Á meðan beið íslenska liðið þolinmótt eftir sínu tækifæri og þegar varnarmaður Tékka rétti Guðmundi Steinarssyni eitt slíkt var hann ekki lengi að nýta sér það og koma boltanum í net heimamanna. Var það mjög snyrtilega gert hjá Guðmundi. Hann hirti boltann af vamarmanni og komst þá einn gegn markverðinum sem hann lék á og renndi boltanum í autt markið. Þrátt fyrir ágætar til- raunir beggja liða eftir þetta urðu mörkin ekki fleiri. Reynir Leósson var mjög sterkur í vörninni, sem og bræðumir Bjami og Jóhannes Karl Guðjónssynir sem léku á miðjunni. Guðmundur, sem kom inn i byrjunarliðið á síðustu stundu eftir að Marel Baldvinsson meiddist í upphitun, var mjög skeinuhættur í sókninni þegar hann fékk tækifæri til þess. Teknískir Tékkar „Við byrjuðum leikinn illa og vorum einfaldlega ekki með í leikn- um. Við bjuggumst einnig ekki við því að Tékkarnir væm eins tækni- lega hæfir og þeir reyndust vera. Það sem fór úrskeiðis hjá okkur var að okkur tókst ekki að loka þeim svæðum sem þurfti til að stoppa hættulegar sóknir þeirra. Við bætt- um úr því í síðari hálfleik og náðum í kjölfarið af því að skora mark,“ sagði Sigurður Grétarsson lands- liðsþjálfari á blaðamannafundi eftir leikinn. -esá Kevin Keegan sagði af sér sem landsliösþjálfari Englendinga eftir tapið gegn Þjóöverjum á laugardag. Reuters Undankeppni HM í knattspyrnu: Keegan hættur - eftir tap Englendinga gegn Þjóðverjum á Wembley Kevin Keegan, landsliðsþjálfari Englendinga, var ekki lengi að segja af sér eftir að Englendingar höfðu tapað gegn Þjóðverjum, 1-0, i síð- asta leiknum sem fram fer á Wembley-leikvanginum áður en hann verður rifinn. Keegan hætti störfum strax eftir leik þrátt fyrir að forráðamenn enska knattspymu- sambandsins hefðu reynt að telja honum hughvarf enda sagðist hann hafa ákveðið það fyrir nokkra að hætta ef úrslit leiksins yrðu óhag- stæð. „Mér hefur fundist að ég hafi ekki það sem þarf til að stjóma liði í þessum gæðaflokki. Ég var ráðalaus í leikhléi í dag, jafnvel þótt ég vissi að liðið hefði verið spila hræðilega í fyrri hálfleik," sagði Keegan eftir að hafa tilkynnt um ákvörðun sína á laugardaginn. Slakir Englendingar Eftir alla spennuna sem hafði myndast í Englandi síðustu vikur fyrir leik var sorglegt fyrir stuðn- ingsmenn enska landsliðsins að sjá leik liðsins gegn Þjóðverjum í ní- unda riðli undankeppni HM á laug- ardaginn. Liðið var á hælunum frá byrjun og það var eftir gangi leiks- ins þegar Dietmar Hamann skoraði fyrsta mark leiksins á 13. mínútu. Hamann skoraði beint úr auka- spyrnu tæpa 25 metra frá marki en það verður að segjast að David Seaman, hinn aldni markvörður Englendinga, hefði átt að geta kom- ið í veg fyrir markið. Miðjumenn Þjóðverja, Dietmar Hamann, Mich- ael Ballack og Sebastian Deisler, spiluðu frábærlega og lögðu fremur öðmm grunninn að sigri Þjóðverja. Kevin Keegan skipti um leikað- ferð i seinni hálfleik, úr 4-4-2 í 3-5-2 og breyttist þá leikur liðsins til hins betra. David Beckham kom meira inn í leikinn og var tvisvar nálægt því að skora. Englendingum tókst ekki skora það sem eftir lifði leiks og Þjóðverjar tryggðu sér þrjú dýr- mæt stig og komust á topp níunda riðils með sex stig eftir tvo leiki. Dietmar Hamann, sem leikur með Liverpool og skráði nafn sitt í sögu- bækurnar með marki á 13. mínútu, var himinlifandi eftir leikinn. „Við áttum sigurinn skilið því við feng- um mörg færi sem ekki nýttust,“ sagði Hamann að leik loknum. Leik- menn Englands voru þöglir eftir tapið en þeir fengu kaldar kveðjur frá stuðningsmönnum Englands eft- ir leikinn. Áhorfendur bauiuðu á leikmennina, svekktir eftir tap gegn erkifjendunum, Þjóðverjum. Jafnt hjá Dönum Danir og N-írar, sem leika í 3. riðli undankeppninnar ásamt ís- lendingum, Tékkum, Búlgörum og Möltumönnum, skildu jafnir í Belfast, 1-1. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu og þegar upp var staðið gátu bæði liðin verið sátt við jafntefli. David Healy kom N-lrum yfir á 38. mínútu með glæsilegu langskoti en Dennis Rommedahl jafnaði metin fyrir Dani á 59. mín- útu. Rommedahl var svekktur eftir leikinn og sagði að Danir hefðu kastað frá sér tveimur dýrmætum stigum með því að gera jafntefli. „Við komum hingað til að sigra og því getum við varla verið ánægðir," sagði Rommedahl eftir leikinn. Þjálfari N-íra, Sammy Mcllroy, var ánægður með sína menn og sagði liðið lofa góðu fyrir leikinn gegn Is- lendingum á miðvikudaginn en hann var sáttur við jöfnunarmark Dana. „Markið sem Danir skoruðu var klárlega rangstaða en þeir eru með gott lið og áttu annað stigið skilið,“ sagði Mcllroy. Öruggur sigur Búlgara Búlgaría átti ekki í vandræðum með Möltu í Sofíu. Búlgarar sigruðu í, 3-0, og áttu Maltverjar aldrei möguleika. Georgi Ivanov skoraði tvö mörk fyrir Búlgara á 39. mínútu og 65. mínútu. Svetoslav Todorov bætti þriðja markinu við á síðustu Undankeppni fyrir HM 2002 1. riöill Sviss-Færeyjar 5-1 Lúxemborg-Slóvenía . . . . 1-2 Júgóslavía-Rússland . . . . . frestað Slóvenía 2 i 1 0 4-3 4 Sviss 2 i 0 1 5-2 3 Júgóslavía 1 i 0 0 2-0 3 Rússland 1 i 0 0 1-0 3 Færeyjar 2 0 1 1 3-7 1 Lúxemburg 2 0 0 2 1-4 0 2. riðill Andorra-Eistland . 1-2 Kýpur-Holland 0-4 (- Seedorf 2, Overmars, Kluivert) Portúgal-Irland 1-1 Eistland 3 2 0 1 4-3 6 Holland 2 1 1 0 6-2 4 Portúgal 2 1 1 0 4-2 4 Kýpur 2 1 0 1 3-6 3 írland 2 0 2 0 3-3 2 Andorra 3 0 0 3 3-6 0 3.riðill Tékkland-ísland .. 4-0 Noröur-trland-Danmörk .. 1-1 Búlgaría-Malta 3-0 Tékkland 2 2 0 0 5-0 6 Danmörk 2 1 1 0 3-2 4 N-írland 2 1 1 0 2-1 4 Búlgaría 2 1 0 1 3-1 3 Malta 2 0 0 2 0-4 0 Island 2 0 0 2 1-6 0 4. riðill Svíþjóð-Tyrkland . 1-1 (Larsson - Huvutcu (v)) Moldavía-Slóvakía 0-1 Slóvakía 2 2 0 0 3-0 6 Tyrkland 2 1 1 0 3-1 4 Svíþjóð 2 1 1 0 2-1 4 Makedónía 2 1 0 1 3-2 3 Moldavía 2 0 0 2 0-3 0 Aserbaídsjan2 0 0 2 0-4 0 5. riðill Wales-Noregur 1-1 (Blake - Helstad) Armenía-Úkraína 2-3 Pólland-Hvíta Rússland .. 3-1 Pólland 2 2 0 0 6-2 6 Úkraína 2 1 0 1 4-5 3 Hv. Rússland2 1 0 1 34 3 Noregur 2 0 2 0 1-1 2 Wales 2 0 1 1 2-3 1 Armenía 2 0 1 1 2-3 1 6. riðill San Marínó-Skotland .... (- Elliott, Hutchison) 0-2 Lettland-Belgía 0-4 Skotland 2 2 0 0 3-0 6 Belgía 2 1 1 0 4-0 4 Króatía 1 0 1 0 0-0 1 San Marínó 1 0 0 1 0-2 0 Lettland 2 0 0 2 0-5 0 7. riðill Liechtenstein-Austurríki . 0-1 Spánn-ísrael . (Gerard, Hierro) 2-0 Spánn 2 2 0 0 4-1 6 Austurríki 1 1 0 0 1-0 3 ísrael 2 1 0 1 2-2 3 ■ Bosnía 1 0 0 1 1-2 0 Liechtenst. 2 0 0 2 0-3 0 8. riðill Litháen-Georgía 0-4 Ítalía-Rúmenía 3-0 (Inzaghi, Delvecchio, Totti) Ítalía 2 i 1 0 5-2 4 Georgía 1 i 0 0 4-0 3 Rúmenía 2 i 0 1 1-3 3 Ungverjal. 1 0 1 0 2-2 1 Litháen 2 0 0 2 0-5 0 9. riðill England-Þýskaland 0-1 (- Hamann) Grikkland-Finnland 1-0 Þýskaland 2 2 0 0 3-0 6 Finnland 2 1 0 1 2-2 3 Grikkland 2 1 0 1 1-2 3 Albanía 1 0 0 1 1-2 0 England 1 0 0 1 O-l 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.