Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2000, Blaðsíða 12
MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 2000 Njall Eiðsson hefur yfirgef- ið Breiðholt- ið til að stjórna Eyja- mönnum. I Sport dvsport@ff.is Ólga innan fimleikahreyfingarinnar Mikil óánægja ríkir nú innan fimleikahreyfing- arinnar með þá ákvörð- un stjórnar Fimleika- sambands íslands að senda lið Stjörnunnar og Gerplu á Evrópumótið í hópfimleikum sem fram fer í Birmingham á Englandi í lok október. Þrjú lið hafa skarað fram úr i hópfimleikum á íslandi undanfarin ár, Stjarnan, Gerpla og Björk, en ekkert þessara liða náði settum lág- mörkum fyrir Evrópu- mótið. Tækninefnd í hóp- fimleikum hefur sagt upp í kjölfar þessarar ákvörð- unar Fimleikasambands- ins þar sem ekki var stuðst við þeirra mat við ákvörðunartökuna. Á úr- tökumóti sem haldið var i Austurbergi 3. október síðastliðinn voru lið Stjömunnar og Bjarkar í tveimur efstu sætunum en lið Gerplu var í þriðja sæti, tveimur stigum á eftir Björk. Forsvars- menn Bjarkar eru skilj- anlega ósáttir við ákvörðun FSÍ þar sem þeirra lið var langt fyrir ofan lið Gerplu á úrtöku- mótinu og krefjast svara frá formanni Fimleika- sambandsins. -ósk Alonzo Mourning, miðherji Miami Heat í NBA-deildinni, -.mun ekki leika með liði sínu í óákveðinn tíma eftir að upp komst um nýrnabilun hjá kapp- anum. Mourning hefur verið undir miklu álagi undanfarnar vikur vegna ferðalaga. Þetta er mikiö áfall fyrir Mi- ami Heat sem má illa við því að missa sinn besta mann þegar að- eins mánuður er í mót. Forráðamenn Miami Heat vilja enga áhættu taka og hafa því ákveðið að hvíla Mouming tímabundið. Hinn litriki markvördur paragvæska landsliðsins i knatt- spyrnu, Jose Luis Chilavert, var í sviðsljósinu um helgina þegar Paragvæ mætti Kólombíu í Suður-Ameríkuhluta und- ankeppni heimsmeistarakeppn- innar. Paragvœ vann leikinn, 2-0, og skoraði Chilavert seinna mark liðsins með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu á síðustu mínútu leiksins. Framherji Bayem Múnchen, Roque Santa Cruz, skoraði fyrra mark Parag- væa, sem eru komnir í annað sæti Suður-Ameríkuriðilsins. Spœnski landsliösmaöurinn Gerard Lopez, sem leikur með Barcelona, meiddist i leik Spán- verja og ísraelsmanna og verður ekki með landsliðinu gegn Aust- urríki á miðvikudaginn. Lopez skoraði fyrra mark Spánverj- anna í öruggum 2-0 sigri á ísra- elsmönnum á laugardaginn og fór út af skömmu seinna eftir að hafa tognað á læri. -ósk Eiðsson með 3ja ára þjálfarasamning við IBV Njáll Eiðsson, sem þjálfað hefur lið ÍRí Breiðholti síðastliðin fjögur ár, hefur verið ráðinn þjálfari meistara- ílokks ÍBV. Njáll, sem tekur við af Kristni R. Jónssyni, skrifaði undir þriggja ára samning við Eyjamenn og vænta þeir mikils af samstarfmu við hann. „Það ríkir mikil bjartsýni með- al okkar Eyjamanna og við erum him- inlifandi yfir því að hafa fengið Njál til Eyja. Við væntum mikils af honum og höfum trú á því að hann geti kom- ið okkur á sama stað og við vorum fyrir tveimur árum,“ sagði Ásmundur Friðriksson, formaður knattspyrnu- deildar ÍBV, í samtali við DV-Sport í gærkvöldi. Njáll Eiðsson er enginn nýgræðing- ur í knattspymunni. Hann þjálfaði ÍR í fjögur ár og kom þeim óvænt upp í efstu deild þótt sú dvöl hafi verið stutt. Njáll hefur einnig þjálfað FH, KA og Einherja. Hann var farsæll leikmaður og á að baki sjö A-lands- leiki. Njáls bíður erfitt verkefni í Eyj- um. Væntingarnar em miklar og sú staðreynd að ÍBV spilar ekki í Evr- ópukeppni næsta sumar i fyrsta sinn síðan 1996 setur aukna pressu á herð- ar hans. Heimir áfram með stelpurnar Heimir Hallgrímsson, sem þjálfað hefur kvennalið ÍBV við góðan orðstír undanfarin fjögur ár, hefur endurnýj- að samning sinn við félagið. -ósk Vilt þú ná tilfjöldans? Já auðvitað, hver vill það ehki? Við hjá DV bjóðum þér að auglýsa í einu af vinscelasta sérblaði okkar sem kemur út miðvikudaginn 18. okt. Fjallað verður um HEIMILIÐ Við cetlum að skoða strauma og stefnur í innanhússarkitektúr. Við kíkjum í heimsókn á nokkur heimili. Einnig lítum við á uppáhaldshluti og staði á heimili nokkurra einstaklinga. Fjöllum um húsbúnað ogfólk sem gerir upp gamla hluti. Skoðum sálfrceði lita og hvemig litir henta mismunandi manngerðum. Þetta blað hefur notið mikilla vinsælda hjá lesendum og því kjörið tækifæri fyrir þig að auglýsa þína vöru. Umsjón auglýsinga: Selma Rut Magnúsdóttir, sími 550 5720, netfang: srm@ff.is Pantanir þurfa að berast okkur eigi síðar enfimmtudaginn 12. október. Enn er hægt að veiða sjóbirting en laxveiðinni er lokið þetta árið. Sjóbirtingsveiðin gengur ágætlega, t.d. veiddu veiðimenn sem voru í Tungufljóti nýlega vel. DV-mynd G. Bender Fljótá í Fljótum: 49 laxar og 955 bleikjur Eins og víða annars staðar á landinu var laxveiðin minni í Fljótunum í Skagaflrði en bleikjuveiðin var svipuð og áður. Við skulum aðeins kíkja á veiðiárnar á svæðinu. „Fljótá endaði i 49 löxum og 955 bleikjum þetta sumarið, það er þremur löxum minni veiði en var í fyrra,“ sagði Sigurður Hafliða- son, formaður Stangaveiðifélags Siglufjarðar, en það leigir Fljótá í Fljótum. I Flókadalsá veiddust 12 laxar og í Hrolleifsdalsá veiddust 4 laxar, töluvert veiddist líka af bleikju. Selurinn kræfur í Saurbænum „Ég var kasta fyrir flsk þegar selurinn kom að löppunum á mér og við náðum honum. Næsta dag var lfka kominn selur i lónið en hann slapp," sagði veiðimaður sem var við veiðar í lóninu við ósa Hvolsár og Staðarhólsár í Dölum fyrir fáum dögum. Mikið hefur verið um seli á þessum slóðum og þeir oft komið inn í lónið í sumar. Þeir veiðimenn og landeigendur sem DV-Sport ræddi við í vikunni voru sammála um að fleiri og fleiri hættur steðjuðu að ánum i Dölunum. Selurinn væri kræfur, þorskinum fjölgaði og hvalnum líka. Enda hefur laxinum fækkað og fækkað á svæðinu. „Maður veit ekkert hvað gerist þegar fiskurinn fer út i sjó, það þarf að rannsaka betur, enginn veit neitt um það,“ sagði einn árleigjandinn í samtali við DV-Sport og það eru orð að sönnu. Það þýðir lítið að sleppa seiðum ár eftir ár ef þau koma í mjög litlum mæli til baka. Fiskurinn hefur verið tekinn 1 klak i veiðiánum en áhuginn fyrir því fer minnkandi. Stærsti flugulaxinn - glæsilegur bikar „Við viljum leita af okkur allan grun um stærsta fiskinn en liklega er hann stærstur laxinn sem Heiðar Ingi Ágústsson veiddi í Sandá,“ sagði Ragnar Hólm Ragnarsson í samtali við DV-Sport í gærdag. Nú á að veita bikar fyrir stærsta laxinn á flugu. Það er Hákon Jóhannsson, fyrrverandi formaður Landssambands stangaveiði- félaga, sem gefur bikarinn. -G.Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.