Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2000, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2000
21
Sport
Varla spurning
- hvorum megin sigurinn lenti þegar Grótta/KR tók á móti ÍR
Grótta/KR vann öruggan sigur
á ÍR, 28-22, á heimavelli á laugar-
daginn. ÍR-ingar mættu ákveönir
til leiks á Seltjarnarnesinu og
náöu góðri forystu í upphafi leiks.
Þá tók Ólafur Lárusson, þjálfari
Gróttu/KR, leikhlé og það var
greinilegt á hans mönnum að
hann hafði valið orðin rétt í því
leikhléi og leikmenn hans hlustað
vel. Grótta/KR skoraði næstu
fimm mörk og eftir það var eigin-
lega aldrei spurning hvorum meg-
in sigurinn lenti.
ÍR reyndi ýmislegt en ekkert
gekk og bilið jókst og jókst. Undir
lok leiksins var eins og kæruleysi
gerði vart við sig meðal leik-
manna Gróttu/KR og ÍR-ingum
tókst að minnka muninn. En Ólaf-
ur þjálfari tók þá leikhlé og kom
mönnum niður á jörðina aftur og
eftir það leystist leikurinn að
mestu leyti upp og voru hraðaupp-
hlaup ráðandi á báða bóga.
Grótta/KR lék án Hilmars Þór-
lindssonar sem lá veikur heima
en það virtist ekki há liðinu og
það lék mjög vel í þessum leik.
Þeirra bestur var þó Alexandr Pet-
ersons sem átti stórleik, var mjög
ógnandi með sínum snöggu skot-
um og spilaði félaga sína oft uppi.
Þessi leikmaður er aðeins tvítug-
ur og á greinilega eftir að láta
mikið að sér kveða. Það er spurn-
ing hvort íslenska landsliðið getur
ekki nýtt krafta hans í framtíð-
inni. Einnig átti Atli Þór Samúels-
son góðan leik eftir að hann kom
inn á en eins og fyrr segir lék allt
liðið vel, ágæt markvarsla, sterk
vörn sem skilaði mörgum hraða-
upphlaupum og skynsamleg sókn.
Það var ljóst snemma leiks að
það var ekki dagur ÍR-inga, það
gekk ekkert upp hjá þeim og leik-
menn liðsins náðu aldrei saman.
Allir leikmennirnir voru í meðal-
mennsku og erfitt að hrósa einum
frekar en öðrum. Það vakti þó at-
hygli að þjálfari liðsins lét Hall-
grím Jónasson leika í 22 mínútur
án þess að verja skot. Annars náði
ÍR-vörnin og markverðirnir að-
eins að stöðva 4 skot Gróttu/KR-
manna í seinni hálfleik og skor-
uðu sjálfir aðeins fimm mörk utan
af velli, ílmm úr vítum og fjögur
úr hraðaupphlaupum.
Þegar Ólafur Lárusson var
spurður hvaða vel völdu orð hann
hefði sagt við sína leikmenn i leik-
hléinu í upphafl leiks sagði hann
einfaldlega: „Öguð sókn, massíf
vörn og markvarsla, eins og við
lékum á undibúningstímabilinu."
-RG
Grótta/KR -ÍR 28-22
0-1, 2-2, 2-5, 7-5, 9-6, 12-7, (13-8), 14-8,
15-11, 18-12, 19-16, 22-20, 27-20, 28-22.
Grótta/KR
Mörk/viti (skot/viti): Alexsandr
Petersons 8 (10), Atli Þór Samúelsson 4
(8), Gísli Kristjánsson 4 (5), Davíð
Olafsson 3/2 (3/2), Magnús A.
Magnússon 3 (3), Sverrir Pálmason 3
(4), Kristján Þorsteinsson 2/1 (3/2),
Einar B. Arnason 1 (2), Alfreð Finnsson
(2).
Mörk úr hraðaupphlaupum: 7 (Gísli
3, Alexandr 2, Davíð 1, Sverrir 1).
Vitanýting: Skorað úr 3 af 4.
Varin skot/víti (skot á sig): Hlynur
Morthens 12/1 (33/7, 36 %), Hreiðar L.
Guðmundsson (1/1, 0%).
Brottvisanir: 16 mínútur.
ÍR
Mörk/víti (skot/viti): Erlendur
Stefánsdóttir 8/6 (9/6), Ingimundur
Ingimundarson 4 (9), Einar
Hólmgeirsson 3 (5), Þórir Sigmundsson
3 (6), Bjarni Fritzson 1 (3/1), Kári M.
Guðmundsson 1 (3), Andri Ulfarsson 1
(1), Finnur Jóhannsson 1 (2), Róbert
Rafnsson (1).
Mörk úr hraóaupphlaupum: 6 (Þórir
3, Bjarni 1, Andri 1, Einar 1).
Vitanýting: Skorað úr 6 af 7.
Varin skot/viti (skot á sig): Hrafn
Margeirsson 6/1 (22/2, 27%),
HaUgrímur Jónasson (12/2, 0%)
Brottvisanir: 8 mínútur.
Bjarni Fritzson, ÍR, sækir hér
aö Gísla Kristjánssyni í vörn
Gróttu/KR en hefur ekki erindi
sem erfiöi.
DV-mynd E.ÓI.
■
Fyrirhafnarlítið
- hjá Mosfellingum og enn syrtir í álinn i Kópavogi
Það voru leikmenn Aftur-
eldingar sem unnu mjög auðveldan
sigur á kraftlitlum og bitlausum
HK-ingum. Leikurinn fer ekki I
neinar sögubækur fyrir gæði eða
skemmtigildi.
Leikurinn fór fjörlega af stað en
fljótlega náðu Mosfellingar fimm
marka forystu og eftir það var
engin spuming hvorum megin
sigurinn yrði. Yfirburðir þeirra
vom gifurlegir og það var alveg
sama hvaða leikmenn voru settir
inn á, þeir vom allir jafnógnandi.
í hálfleik höfðu kjúklinga-
bændumir flmm marka forystu og
náðu fljótlega í síðari hálfleik tiu
marka forystu sem þeir héldu til
loka leiks. Allir leikmenn beggja
liða fengu að spreyta sig og voru
Kópavogsmenn búnir að henda inn
hvíta klútnum um miðjan síðari
hálfleik.
Það vom einungis Sverrir
Bjömsson og Jaliesky Garcia sem
virtust vita hvar markið var að
flnna enda skutu þeir oft að marki.
Sóknarleikurinn varð af þeim
sökum nokkuð einhæfur hjá
gestunum. Heimamenn kunnu
hins vegar vel við sig og virtust
alls staðar sjá glufur á vöm
gestanna. Mörk þeirra voru í öllum
regnbogans litum.
I jööiu liði Aftureldingar bar
mest á Magnúsi Má Þórðarsyni í
sóknarleiknum ásamt þeim Páli
Þórólfssyni og Galkauskas Gintas.
Allt liðið stóð vaktina í vöminni í
sameiningu og lenti ekki í neinum
teljandi erflðleikum þar.
Hjá Kópavogsbúum bar mest á
áður nefndum Sverri og Garcia.
Aðrir leikmenn liðsins voru
kraftlitlir og andlausir. Það er
greinilegt að það þarf að taka
verulega til hendinni í
Digranesinu ef ekki á illa að fara.
Annaðhvort átti HK mjög slakan
dag eða Afturelding er með
yfirburðalið í deildinni. Reyndar
er einn möguleiki enn i stöðunni
og hann er sá að liðið sé bara
svona lélegt en við skulum bara
vona ekki þeirra vegna því annars
verður veturinn fram undan mjög
erfiöur.
Mosfellingar eru komnir í efri
hluta deildarinnar þar sem þeir
ætla sér örugglega að vera i allan
vetur. Útlitið virðist vera gott í
Mosfellsbænum því breiddin í
liðinu er mikil.
Leikmenn beggja liða voru
þeirri stundu fegnastir þegar
leikurinn var flautaður af enda
voru úrslit hans örugg allan
tímann. Þá er lítið annað að gera
fyrir Kópavogsbúa en spýta í
lófana og gera betur næst.
Mosfellingar virðast hins vegar i
góðum málum. -MOS
Dómarar (1-10): Stefán Arnaldsson
og Gunnar Viðarsson (7).
Gœdi leiks (1-10): 7.
Áhorfendur: 130.
Maður leiksins: Alexandr
Petersons, Gróttu/KR.
Afturelding -HK 36-26
0-1, 3-3, 8-3, 10-5, 14-7, 16-9, (17-12), 19-12,
22-13, 24-14, 26-16, 30-17,31-21, 32-23, 34-24,
36-26.
Haukar
Mörk/víti (skot/viti): Magnús Már
Þórðarson 9 (9) Páli Þórólfsson 6/2 (7/2)
Galkauskas Gintas 5 (7) Bjarki
Sigurðsson 4 (5), Savukynas Gintaras 3
(5), Hilmar Stefánsson 3 (3), Þorkell
Guðbrandsson 2 (4), Atli Rúnar
Steinþórsson 2 (2), Haukur
Siguyrvinsson 2 (5)
Mörk ur hraðaupphlaupum: 4
(Hiimar 2, Þorkell 1, Bjarki 1)
Vitanýting: Skorað úr 2 af 2.
Varin skot/viti (skot á sig): Reynir
Þór Reynisson 10/2 (26/3, 40%), Ólafur
H. Gíslason 4 (14/1, 30%).
Brottvisanir: 8 mínútur.
HK
Mörk/víti (skot/víti): Sverrir
Björnsson 10 (16), Jali Esky Carcia 8
(14), Óskar Elvar Óskarsson 4 (9), Jón
Heiðar Gunnarsson 1 (1), Samúel
Ámason 1 (1), Stefán Guðmundsson 1
(2), Ágúst Guðmundsson 1 (1).
Mörk úr hraðaupphlaupum: 3
(Samúel 1, Ágúst 1, Sverrir 1.).
Vitanýting: Skorað úr 2 af 4.
Varin skot/víti (skot á sig): Hlynur
Jóhannesson 3 (17/1,12%), Amar Freyr
Reynisson 3 (13/1, 21%) Kristinn
Guðmundsson 2 (14, 0%)
Brottvisanir: 10 mínútur.
Dómarar (1-10): Stefán Arnarson og
Gunnar Viðarssonn (8).
Gceöi leiks (1-10): 6.
Áhorfendur: 300.
Maður leiksins: Magnús Már
Þórðarson, Aftureldingu
NI55AN
Leikmenn ÍBV báru sorgarbönd í leikn-
um gegn Stjörnunni vegna andláts Sig-
uróar Einarssonar, forstjóra ísfélags
Vestmannaeyja, og Kristins Pálssonar
útgerðarmanns.
Eyjamennirnir í liöi Stjörnunnar, þeir
Arnar Pétursson, Birkir ívar Guö-
mundsson, Björgvin Þór Rúnarsson og
Eyjólfur Bragason, þjálfari liðsins, báru
einnig sorgarbönd af sama tilefni. Áhorf-
endur í Eyjum risu einnig úr sætum og
minntust hinna látnu með einnar mínútu
þögn.
Afturelding reyndi skemmtilegt kerfi
þegar um sex sekúndur voru eftir af fyrri
hálfleik. Útileikmennirnir drógu sig allir
til hægri á vellinum þannig að pláss skap-
aöist fyrir Reyni Þór Reynisson mark-
vörð sem komst inn úr vinstra hominu.
Reynir skaut fram hjá, en vildi fá víti sem
hann fékk ekki. -jgi/MOS